Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 47 Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir „BOLLAR“ ÚR KRAMARHÚSDEIGI 100 gr. smjör 100 gr. flórsykur 10 gr. hveiti 2 eggjahvítur Smjör og flórsykur þeytt vel saman, hveitinu bætt í og síðast stífþeyttum eggjahvítunum. Um þaö bil tvær matskeiðar af deigi eru ætlaöar í hverja köku, sem er smurt á plötuna og haföar kringlóttar. Til aö hafa kökurnar jafnar er hægt aö teikna mót eftir undirskál á smjörpappír og smyrja deiginu á hringina, bakað í ca. 5 mín. viö 200—225 °C. Kökurnar eru bestar ör- þunnar. Þegar þær eru bakaöar eru þær brettar upp, utan um glasbotn, ca. 5 sm aö ummáli, og þrýst upp aö hliöunum. i kökurnar er settur þeyttur rjómi og sulta eöa jaröarber. Hægt er aö geyma kök- urnar einhvern tíma í alveg þéttri krús, þaö þarf aö fara varlega meö þær, þær eiga aö vera stökkar en geta mýkst við geymslu. Úr uppskriftinni veröa 12 kökur. Deigið er einnig nothæft í venjuleg kram- arhús. GRÆNMETIS-SOÐSÚPA (Bullion) 1 bolli smátt brytjaö sellerí, leggur og blöö 1 bolli smátt brytjaö persille 1 bolli smátt brytjaöar gulrætur 1 bolli smátt brytjaöir tómatbitar Grænmetið soðið i tæpum lítra af vatni í 'h klst., eöa þar til allt er komiö í mauk, súpan síuö til aö hún veröi glær (og þá þarf aö merja grænmetiö svo sem mest fari í gegn), persille stráö yfir um leið og borið er fram. Hægt er aö frysta hluta af skammtinum, ef vill. KRAMARHÚS MEÐ RJÓMA 2 stór egg 125 gr sykur 125 gr hveiti 100 gr hálfbráöið smjörlíki Eggin eru hrærð vel meö sykrinum og út í er bætt hálfbráönuöu smjörlíkinu og hveitinu. Deigiö smurt á plötu þunnt og i þrí- hyrndar kökur, sem bakaöar eru í 4—5 mín. Vafðar upp í kramarhús á meöan þær eru volgar. Úr þessum skammti eiga aö veröa ca. 30 stk. Kramarhúsin geymast vel í lokuöu boxi. í þau er settur þeyttur rjómi og jarðar- berjasulta þegar þau eru borin fram. ENN ER KERTATÍMI Þó dálítiö sé fariö aö birta hjá okkur, og mesta skammdegiö aö baki, eiga kvöldin eftir aö veröa dimm enn um hríö. Margir kveikja á kertum heima fyrir, þó ekki sé hátíö, þegar fjölskyldan situr saman á síðkvöldum. Samkvæmt ráöleggingu fróöra manna á kertið aö brenna hægar ef kveikurinn er beygöur niður, þegar dálítiö hefur brunn- iö af honum. Þaö er vel þess viröi aö reyna þetta eitthvert kvöldiö. HAUSTSÚPUR Þaö er því miöur ekki langur tími árs- ins, sem fáanlegt er allt besta grænmetiö okkar og þeim tíma fer nú aö Ijúka. Ef aö vanda lætur er blómkál á þrotum i versl- unum, annaö veröur til eitthvaö lengur, en þó hlýtur það aö vera fágætara nú, vegna hins óhagstæöa sumars. Græn- meti er því miöur dýr matur, og ekki er aö efa, aö þaö fælir marga frá aö neyta þess eins og nauösynlegt er. Grænmeti er gott á alla vegu, hrátt, soðið, í gratin og súpur. í þetta sinn veröa birtar súpuuppskriftir úr blönduöu grænmeti. GRÆNMETISSÚPA Því fleiri tegundir, sem soönar eru saman, því betra. Hvítkál, sellerí, blóm- kál, púrrur og paprika fer vel saman, fleiru má bæta viö. Grænmetiö er allt brytjaö, blómkáliö þó tekið sundur í greinar og soöiö í vatni, sem súputening- um hefur veriö bætt i, kryddaö aö smekk. Þegar súpan er borin fram er hægt að strá brytjuöu persille eöa graslauk yfir. Gott brauö boriö meö. EF NAGLALAKKIÐ ER ORÐIÐ OF ÞYKKT Naglalakk vill oft þykkna um of, þegar komiö er niöur í glasiö, og verður ill- notanlegt. Þaö er óþarfi aö láta hálft glas fara til spillis ef ekki er til naglalakks- þynnir á heimilinu, i staöinn er glasinu stungið í mjög heitt vatn og látiö standa í 10—15 mín. HEKLAHF BILASYNINC UM HELCINA - í NÝJUM GLÆSILEGUM SÝNINGARSAL OKKAR Laugardag frá kl. 10 - 5 — Sunnudag frá kl. 1 - 5 MITSUBISHI 1984 ÁRCERÐIRNAR VOLKSWACEN RANGE ROVER TÍSKUSÝNING Kl. 3 báða dagana Módelsamtökin syna Uskuiatna frá Pelsinum Og Maríunum Klapparstig Bjóðum sýningargestum upp á SVALA-drykki frá Sól hf. [hIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 Komið og skodið glæsilega bíla í glæsilegu umhverfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.