Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984 55 n w VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI 'cl TIL FÖSTUDAGS I7 \P L Ll Ekki kynnst öðru eins Ásgeir Sigurjónsson og Bergþóra Baldvinsdóttir skrifa: „Okkur langar til að biðja Vel- vakanda að birta eftirfarandi: Okkur hjónin langar að vekja athygli á þjónustu Útsýnar á Costa del Sol, en við dvöldumst þar frá 16. desember til 14. janúar sl. og gistum 2 nætur á Cumber- land Hotel í London á heimleið- inni. Reynsla okkar af þessari ferð er svo frábær að við vildum óska að sem flestir fengju tækifæri til að njóta þess sama. Við höfðum áður kynnt okkur, að þetta var lang- ódýrasta ferðin á markaðnum. I fyrravetur fórum við til Tenerife, sem er falleg eyja, en samanburð- urinn var Costa del Sol mjög í hag, gisting miklu betri og langtum fleira við að vera, einnig á þessum árstíma, en hótel okkar, Timor Sol, var sneisafullt allan tímann. Fjölbreytt prógram var í gangi gestum til upplyftingar bæði að degi og á kvöldum, skemmtikraft- ar, sjónvarpsþættir, svo að dvölin var öll hinn ánægjulegasta. Við fréttum um fólk, sem óttaðist veð- urfarið og deyfð á staðnum vegna fréttar í sjónvarpi, sem gaf það í skyn. Undrumst við mjög slíkan fréttaflutning, því að sólskin var nærri hvern dag og hiti fór aldrei niður fyrir 15°C að nóttu til, en 20—25° í skugga á daginn, en allt að 40° móti sól. Fannst okkur hjónunum þetta hin áskjósanleg- ustu skilyrði og nutum ferðarinn- ar í ríkum mæli. Sérstök ástæða er til að þakka einstaka þjónustu starfsfólks og fararstjóra Útsýnar, sem leystu starf sitt svo vel, að öðru eins höf- um við ekki kynnzt nokkurs stað- ar. Hafi þau margfalda þökk.“ Reykingamenn virð- ast eiga allan rétt Svava Jónasdóttir skrifar: „Velvakandi. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um varnir gegn tóbaks- reykingum. Samkvæmt 1. grein frumvarpsins er markmið laganna að draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsutjóni sem hún veld- ur og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksneyslu. Lengi hefur verið talað um al- varleg áhrif reykinga á heilsu margra reykingamanna. Á síðari árum hefur bæst við rökstuddur grunur um skaðleg áhrif svo- nefndra óbeinna reykinga, þ.e.a.s. þeirra sem ekki reykja, en nú neyðast til þess að anda að sér útblæstri hinna. Má þá segja að málið sé komið á alvarlegra stig fyrir þá sem ekki kæra sig um áhrifin en eiga ekki annarra kosta völ. Hinir sem ekki geta látið af vana sínum virðast eiga allan rétt. I framhaldi af þessu vil ég koma þeirri spurningu á framfæri til læknanna á Klapparstíg 25—27, hvort þeir sjái sér ekki fært að banna reykingar á biðstofu sinni." Óskum um fund í verkalýðsfélaginu ekki sinnt Sigrún Pálsdóttir, Grindavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér er kunnugt um að það ríkir almenn óánægja með það innan Verkalýðsfélags Grindavík- ur, að ekki hefur verið haldinn fé- lagsfundur í heilt ár, ekki einu sinni kallaður saman stjórnar- fundur. Þetta gerist þrátt fyrir að í lögum félagsins sé kveðið á um lágmarksfundahald á ári hverju. Óskum um félagsfund hefur verið komið á framfæri, en í engu verið sinnt, og finnst mér slíkt ámælis- vert. Hvernig fór fólk að því að komast af þá? Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það sem hlýtur að koma fólki sem fætt er öðrum hvorum megin við aldamót- in spánskt fyrir sjónir þetta sí- fellda tal um atvinnuleysi og at- vinnuleysingja. Ég kannast við hvort tveggja frá því fyrir 70 ár- um. Þá þekktist þetta. Það er ekk- ert tískufyrirbæri. En á þeim tíma þekktist hins vegar engin skrán- ing. Og það vantaði líka hitt, sem hefði vafalaust verið þægilegt að hafa, atvinnuleysisstyrk. Hann fékkst ekki. Nú er þetta sungið í eyrun á manni dag eftir dag: At- vinnuleysi og atvinnuleysingjar, einkum á þessum tíma árs. Ég er fæddur í þorpi úti á landi, þar sem voru um 1000 íbúar og það þekkt- ist aldrei, svo að ég muni, að það væri nein uppgripaatvinna á þess- um tíma árs. Það var helst, þegar svo vildi til, að eitthvert skip kom inn með eitthvað af vörum; þá gátu þeir sem voru heppnir fengið vinnu. Um annað var ekki að ræða. Nú ætlar allt um koll að keyra, ef það fellur svo mikið sem dagur úr. Og þá er stokkið inn á skrifstofu til að láta skrá sig at- vinnulausan. Ég skal segja þér að það voru þungar fjölskyldur þá ekkert síður en nú. Hvernig fór fólk að því að komast af á þessum tíma ef það er erfitt í dag? Æska og gleði heita þær Sigríður Sverrisdóttir, ísafirði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði að vita hvort lesendur þínir gætu liðsinnt mér varðandi tvær gamlar vísur; það vantar að fá upplýst hvort og þá hvað vantar inn í þær ellegar aft- an við, hver höfundurinn er og e.t.v. fleira (tilefni). Nálin mín, nálin mín, nei, hvað þú ert sæt og fín. Augað þitt, yndið mitt, ekki get ég hitt. Heill sé þér, því hjá oss gista himinbornar systur tvær, æska og gleði heita þær. □ China Crisis — Working With Fire And Steel Viö mínnum á allar vinsælu plöturnar og nýju litlu og stóru plöturnar sem voru að berast okkur. Plotuklubbur simi 11620 stoinarhf '^KARNABÆR □ TRACEY ULLMAN — Á nýju plötunni sinni sameinar Tracey Ullman hressleika bítlatímans, eldfjör- uga kabarettstemmningu og glimrandi tónlist. Þetta er hrífandi plata sem höföar til fólks á öllum aldri. □ Paul Young — No Parlez »*/»*»*»* nHb l ire ii >ut *•- □ David Sanborn — Backstreet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.