Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 3 Lánskjaravísitalan hækkar um 0,5% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir febrúarraánuð og er hún 850 stig. Hækkunin frá síöasta mánuði er 0,4728%, en lánskjaravísitala fyrir janúarmánuö var 846 stig. Árshækkun lánskjaravísitöl- unnar, ef hækkunin milli mánað- anna janúar og febrúar er fram- reiknuð næstu tólf mánuði, er 5,82%. Hækkun lánskjaravísitölu sl. tólf mánuðu er 66,02%. Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, sagði á fundi með blaðamönnum, að hækkun láns- kjaravísitölu milli mánaðanna janúar og febrúar væri sú minnsta milli mánaða frá því að útreikn- ingur lánskjaravísitölu hófst. Afurðalánin færð til viðskiptabanka og sparisjóðanna í SAMRÆMI viö þaö ákvæöi stjóm- arsáttmála ríkisstjórnarinnar, aö af- urða- og rekstrarlánakerfið verði endurskoðaö og þessi lán færö til viðskiptabanka og sparisjóöa, hefur að undanförnu veriö unnið aö undir- búningi kerfisbreytingar í þá átt aö draga úr miðlun þessara lána um hendur Seölabankans. Sjálfvirk veit- ing þessara lána í trausti á endur- kaup Seðlabankans hafa verið hindr- un í vegi ábyrgöar og aðhalds í þess- ari lánastarfsemi og oft valdiö lána- þenslu umfram þaö mótvægi, er felst í innlánabindingunni, segir í greinar- gerð Seðlabanka íslands um stööu efnahagsmála um áramót og aögerðir í peningamálum. Um nýliðin áramót námu bundnar innistæður í Seðlabank- anum 5.183 m.kr., en endurkaup 4.915 m.kr. og skuldbreytingarlán 777 m.kr., alls 5.692 m.kr. eða rúm- um 500 m.kr. umfram bindinguna. Af endurkaupunum voru 3.239 m.kr. vegna útflutningsframleiðslu og bundin gengi á SDR (sérstökum dráttarréttindum), en 1.677 m.kr. vegna framleiðslu fyrir innlendan markað og ákvörðuð í krónum. Áformað er, að endurkaup afurðalána vegna framleiðslu fyrir innlendan markað verði lögð niður á næstunni. Á móti því verði bind- ing innlána lækkuð. Tímabundin miðlun milli þeirra innlánsstofn- ana, sem losa fé við aðgerðina, og hinna, sem taka á sig auknar byrð- ar, mun fara fram fyrir milligöngu Seðlabankans. Kurr á meðal starfsfólks Tímans: Fundur með nýjum yfir- mönnum á mánudaginn HINN nýi ritstjóri dagblaðsins Tím- ans og nýráöinn framkvæmdastjóri blaðsins munu halda fund með starfs- fólki nk. mánudag, samkvæmt upplýs- ingura sem Mbl. hefur aflað sér. Nokkur kurr er meðal starfs- manna blaðsins og hafa verið skipt- ar skoðanir á meðal þeirra um það, hvernig þeir eigi að bregðast við uppsögn annars ritstjóra blaðsins, Elíasar Snæland Jónssonar. Er hluti starfsmanna þeirrar skoðun- ar, samkvæmt heimildum blaðsins, að réttast væri að hætta störfum á blaðinu, enda hafi öllum verið sagt upp, að Þórarni Þórarinssyni rit- stjóra undanskildum. Ekki mun þó hafa náðst samstaða um aðgerðir enn og mun fundur hinna nýju yfir- manna m.a. til þess ætlaður að lægja öldurnar á blaðinu. — Morgunblaðid/Ólafur K. Magnússon. Undirritun stofnsamnings ísfilm hf. í gær. Vinstra megin viö borðið sitja Baldvin Tryggvason, stjórnarformaður Almenna bókafélagsins, Höröur Einarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar Fjölmiölunar, Davíð Oddsson, borgar- stjóri, Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, Kjartan P. Kjartansson, frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og Indriöi G. Þorsteinsson f.h. ísfilm sf. Hægra megin við borðið innst er Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, þá Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarformaður Frjálsrar fjölraiölunar, Björn Bjarnason frá Árvakri, Brynjólfur frá Almenna bókafélaginu og Jón G. Tómasson, borgarlögmaður. Stofnsamningur ís- film hf. undirritaður STÓRFYRIRTÆKI í fjölmiðlun, ísfilm hf., var stofnað formlega I gær með því aö sex aðilar undirrit- uðu stofnsamning þar að lútandi í fundaherbergi borgarráðs Reykja- víkur. Þaö eru Reykjavíkurborg, Almenna bókafélagiö hf., Árvakur hf., Frjáls fjölmiðlun hf., Samband íslenskra samvinnufélaga og ís- film sf. Samningurinn var undirrit- aður með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna og borgarstjórn- ar Reykjavíkur. Tilgangur hins nýja félags er kvikmyndagerð, hvers konar myndbandagerð, þ.á m. gerð auglýsingamynda á myndbönd- um, sem og ýmis önnur þjón- ustustarfsemi á sviði fjölmiðlun- ar, eins og segir í stofnsamn- ingnum. Málið var rætt á fundi borg- arráðs Reykjavíkur í gær og þar lagði Sigurjón Pétursson, full- trúi Alþýðubandalagsins, fram tillögu um að stofnun félagsins með þátttöku borgarinnar yrði frestað þar til frekari umræða hefði farið fram. Sú tillaga var felld. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að ná tali af Sigurjóni Pét- urssyni, flutningsmanni frestun- artillögunnar, en Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, sagði í sam- tali við blm. Morgunblaðsins að tvennt væri einkum sérkennilegt við aðild borgarinnar að ísfilm hf. „í fyrsta lagi leyndin, sem borgarstjóri vildi að hvíldi yfir gerð samningsins og svo þáttur borgarinnar almennt; hvers vegna Reykjavíkurborg þarf að aðstoða svo öflug fyrirtæki, sem þarna eiga hlut að máli, við að stofnsetja fyrirtækið er ofar mínum skilningi," sagði hún. „Þetta verður að ræða á opin- berum vettvangi í borgarstjórn og fá skýr svör við spurningum um þetta. Á næsta fundi borgar- stjórnar, sem verður 2. febrúar næstkomandi, verður þetta mál örugglega tekið upp,“ sagði Guð- rún Ágústsdóttir. Ekki tókst að ná í Davíð Oddsson, borgarstjóra, í gær til að leita umsagnar hans um aðild borgarinnar að ísfilm hf. tSu 3»tt. I ■ Jpð hatuh- I’WestxrfmyA WtÆkm-OSl á/tóáþf „^.iaóharo*:) RiMtlíi EXPRESSm * ..... _ *vk**"**9._-• _ -yC-. • HIIMI.IAIÚV „ttJVN! VKI rsri i ALLA III .MIAIt I STAN §Ki\ IKÍ Djurr&nnvr j iiwr hrltt rurtdvn pmtrstrrnr ifI JCrfiNÍ e» | >’ji»rs<« n lw»l«s j — incd cn itnik j <sii«iartlr« mrlocl £m\£~sx Sænska blaðið Expressen: Allir hundar í Rvík drepnir Hampiðjan: Gunnar Svavarsson ráðinn forstjóri „ALLIR hundar ( borginni skulu deyja,“ segir í aðalfyrirsögn á forsíðu sænska dagblaðsins Expressen, sem út kom í gær, og er sagt í blaðinu að dýravinir um allan heim mótmæli þessum aðgeröum. Á forsíðunni er einnig mynd af atburði þeim sem varð i Reykjavík fyrir nokkru, þegar hundur var skotinn eftir að hafa bitið fólk. í myndatexta, þar sem vísað er til myndarinnar, segir, að allir þeir hundar sem náist séu skotnir af lögreglunni, eins og hundurinn á myndinni. Auk umfjöllunar á forsíðu, er heilli síðu inni í blaðinu eytt í frá- sögn af ástandinu f hundamálum í borginni. Kemur þar m.a. fram að atburðir þeir, sem að framan var vitnað til, gerist hvern dag í Reykjavík. Þó Reykvíkingar kannist senni- lega ekki við aö hér sé allt í hers höndum vegna hundamála, þá er fróðlegt að sjá hvern veg um þessi mál er skrifað í þessu blaði. GUNNAR Svavarsson, viöskipta- fræðingur, hefur verið ráöinn for- stjóri Hampiöjunnar í staö Magn- úsar Gústafssonar, sem ráöinn hef- ur verið forstjóri Coldwater Sea- food Co., dótturfyrirtækis Sölumiö- stöövar hraöfrystihúsanna. Gunnar mun taka viö starfinu í aprílmán- uöi. Gunnar er fæddur 6. nóvember 1951 og er því 32 ára. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1975 og hóf þá þegar störf hjá Hampiðjunni. Hann var síðan ráðinn fjármálastjóri fyrirtækis- ins frá 1978 og hefur gegnt því síðan. „Ég lít björtum augum á fram- tíðina og hlakka til að takast á við þetta erfiða verkefni, en það verð- ur eflaust erfitt að feta í fótspor Magnúsar, sem hefur staðið sig mjög vel,“ sagði Gunnar í samtali við Mbl. Aðspurður sagði Gunnar að ekki væri að vænta mikilla breytinga á stefnu fyrirtækisins með hans ráðningu. „Ég hef að sjálfsögðu mótazt mikið af samstarfinu við Magnús þessi ár.“ Hjá Hampiðjunni starfa að meðaltali um 200 starfsmenn, en Gunnar Svavarsson, forstjóri Hamp- iöjunnar. fyrirtækið framleiðir að stærstum hluta fyrir innanlandsmarkað. Að sögn Gunnars fóru um 15% fram- leiðslu fyrirtækisins á erlendan markað á síðasta ári. Gunnar Svavarsson er giftur Ólöfu Þorleifsdóttur og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.