Morgunblaðið - 21.01.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 227. þáttur
Aldrei fór það svo, að ekki
fengi ég Pálsbréf mér til
hressingar fyrir jólin. Reglu-
semin á mínum bæ er hins
vegar ekki meiri en slík, að ég
veit ekki hvar í röðinni þetta
bréf Páls (til mín) er. Það gæti
verið 12., 13. eða svo. Eins og
vant er, hefur Páll Helgason
tínt til mörg dæmi úr lesmáli
nokkurra blaða. Fara dæmi
þess hér á eftir með athuga-
semdum og leturbreytingum
umsjónarmanns.
1. „Eftir að við náðum þeim
úr Holunum þurfti að fikra
þeim fet fyrir fet, annan hrút-
inn í einu, haftaða á löppun-
um.“
Fyrir utan fallaruglinginn
er hér auðkennd orðmyndin
haftaður. Það virðist harla
óþarft nýyrði í stað heftur. Þó
ekki sé alveg sambærilegt,
minnir þetta á vísu þá hina
ágætu sem Steingrímur í Nesi
orti, þegar hann heyrði í út-
varpinu sjaldyrðið skefli í stað
skafls. Þá orti hann:
Stundar af öllu efli
útvarpið málvöndun.
Breytir það skafli í skefli,
skatnar fá um það grun,
að fréttahraflið sé hrefli,
holan í kviðinn nefli.
Gengur nú flest af gefli,
góð ertu nýsköpun!
2. Samþykkt eða samþykkt
ekki: .....og alls ekki að þeir
hlypu til og samþykktu þann
búnað sem virðist hafa verið
samþykktur á stundinni án
nokkurra tilrauna."
3. Skilji nú hver sem getur:
„Félag áhugamanna um þarfir
sjúkra barna eru þverfagleg
samtök heilbrigðisstétta."
4. Hvernig beygist vörður?
Að sögn Frímanns Sigurðsson-
ar yfirfangavörðs.“ Orðið vörð-
ur er í sama beygingaflokki og
hjörtur, köttur, örn og björn.
Enda þótt eignarfall eins og
vörðs komi fyrir af slíkum orð-
um, einkum þeim þeirra sem
gerð hafa verið að mannanöfn-
um, þykir rétt að halda hinum
gömlu eignarfallsmyndum og
segja varðar, hjartar, kattar,
arnar og bjarnar, sbr. Varðar-
ferð, hjartardýr, kattarskinn,
Arnarflug og bjarnarfeldur.
5. Hvernig stigbreytist illur?
„ ... ég vissi ekki til þess að ég
væri viðskotaillri fyrir hádegi
en eftir hádegi."
Ég legg til að við stigbreyt-
um illur, verri, verstur, svo
sem verið hefur. Ef nauðsyn-
legt þykir að stigbreyta illur
reglulega, væri illari hóti nær
en illri.
6. Er til lýsingarorðið hundr-
aðshlutur? „En í hann renna
ákveðnir hundraðshlutar tekj-
ur.“ Hér hefur væntanlega átt
að standa: En I hann renna
ákveðnir hundraðshlutar
tekna.
7. Myrkt eða ómyrkt. „Páll
Björgvinsson, þjálfari Þróttar,
var myrkur í máli í garð stjórn-
ar HSÍ þegar blm. ... ræddi
stuttlega við hann eftir leik
Þróttar og FH á sunnudaginn.
„Þetta íslandsmót er hrein og
bein della, það er ekki nema
von að nokkur maður komi á
leikina þegar þeir eru ekki
auglýstir.""
Umsjónarmanni skilst á
þessu að Páll Björgvinsson
hafi verið ómyrkur í máli og
talið litla von til þess að fólk
sækti leiki sem ekki væru
auglýstir.
8. í staglstflssafnið: a) „Tók
Reykjavíkurborg mestan þátt
bæjarfélaga á landinu þátt í
vandamáli Eyjamanna."
b) „Helmut Pantenberg hót-
elaeigandi Hotel Petrisberg."
c) „ ... og hækkun á skipta-
verði um 45% líkt og hjá land-
verkafólki í landi." d) „Thor
Thors-sjóðurinn veitti á síð-
asta ári 22 þúsund dollara í
styrki til íslenskra náms-
manna í Bandaríkjunum á síð-
asta ári.“ e) „Ég hef farið í 6
eða 7 ferðir erlendis til að
dæma landsleiki erlendis."
9. Kauðaháttur af ýmsu tagi:
a) „... er að norðlenskar
byggðir hafa aldrei náð veru-
legum árangri við að ná bú-
setujafnvægi við höfuðborgar-
svæðið." b) „Það er hinsvegar
óumdeilanlegt, að verðlag á
föstu verðlagi hefur fallið um
helming." c) „Sagði Niels það
ljóst af baráttu þeirra við
kerfið að það væri ljóst að
sumir væru jafnari en aðrir."
d) „Af framanrituðu er ljóst að
vandað hefur verið eftir föng-
um að undirbúningi þessa
máls.“ e) „Lysthafendur leggi
inn umsóknir um menntun og
fyrri störf ásamt kaupkröfu til
blaðsins."
í þessari síðustu klausu ætl-
ar umsækjandi að afla sér
menntunar og fyrri starfa og
gera síðan kaupkröfu á hendur
blaðinu sem auglýsinguna
birtir!
10. Fallaruglingur: a) „Dropar
hafa lengi undrast hvað sumir
menn geta komið í verk.“ Aðrir
koma einhverju í verk. b) „Gott
hefði verið að geta leitað rétt-
ar síns til hins háa Alþingis,
en þaðan er varla mikið að
vænta.“ Aðrir vænta sér mikils
af einhverju. c) „Lögreglan í
Reykjavík hefur enn ekki tek-
ist að hafa upp á manninum
sem stundar þennan leik.“ Lög-
reglunni tekst það kannski ein-
hvern tíma. d) „Það er full-
djúpt í árina tekið að segja að
hér sé ..." Menn taka djúpt í
árinni = með árinni, þegar þeir
fullyrða mikið. Líkingin er
tekin frá knálegum róðri.
11. Fátt eða margt. „Það er
varla fátt sem hefur komið
mér á óvart." Varla fátt er trú-
lega margt, og má mikið vera
ef maðurinn hefur ekki verið
að guma af því að fátt, en ekki
margt, hafi komið sér á óvart,
eða að honum óvörum.
12. Að lokum var þess getið
að keppendur hefðu „sigrað
sitt hvorn leikinn", þegar það
hefur trúlega gerst að kepp-
endur hafi unnið sinn leikinn
hvor.
Páll Helgason var orðinn
mæddur á öllu þessu lesmáli
og kvað:
Blaðamælgin bilar ró
og bugar lestrargaman.
Hastur þar og hyggja sljó
höndum taka saman.
Umsjónarmaður þekkir ís-
lenska blaðamenn illa ef þeir
geta ekki svarað fyrir sig með
léttri stöku.
P.s.
í síðasta þætti fór skipting
milli lína, svo og leturbreyt-
ingar, nokkuð úrskeiðis, og er
beðist velvirðingar á því.
P.p.s.
Mig langar til að þakka
ráðuneytisstjóra heilbrigðis-
mála og ritara síðasta Reykja-
víkurbréfs blaðsins fyrir þátt
þeirra í því að festa í málinu
orðin forvörn og forvarnarstarf.
Sérhæð - Selvogsgrunnur
Vorum aö fá í einkasölu 5 herb. íbúö ca. 140—150
fm á 1. hæö (miöhæö) í þríbýlishúsi viö Selvogs-
grunn. íbúöin skiptist í 3 svefnherb., 2 stofur, eldhús,
baöherb. og gestasnyrtingu. Tvennar svalir og inn-
byggður bílskúr. ibúöin er nánast laus nú þegar.
Söluverö kr. 3 millj.
Fasteignasalan Hátún,
Nóatúni 17, 8. 21870—20998.
Hilmar Valdimarsson heimasími 71725.
Parhús með bflskúr
Hef í einkasölu nýlegt vandaö parhús á Háaleitis-
svæöinu. Húsið er á tveimur hæöum alls 214 fm, 7 til
8 herbergja. Svalir, tvíbýlisaöstaöa. Bílskúr 28 fm.
Til greina kemur aö taka minni fasteign uppí sölu-
verðið. Teikningar til sýnis á skrifstofunni.
usava
.. Helgi Ólafsson,
FLÓKAGÖTU 1 löggiitur fasteignasali,
SÍMI 24647 kvöldsími: 21155.
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er2 2480
Sverrir Kristjánsson
Hús Verslunarinnar 6. hœö.
Sðium. Guðm. DaAi Agúltsa. 7*214.
Lögm. Hafsteinn Baldvinsson hrl.
SKOÐUM OG VERÐMETUM
Símatími frá 13—16
2JA HERB. ÍBÚÐIR
MÁVAHLÍÐ
Ca. 70 tm íbúö í kjallara (jarö-
haeö). Nýtt gler og nýjar innr.
Sérinng. Verö 1300—1350 þús.
KRÍUHLÓAR
65 fm íbúð á 4. hæö. Góö sam-
eign. Frystihólf og geymsla í
kjallara. Verö 1300 þús.
ASPARFELL
Ca. 60 fm íbúö á 3. hæö. Góö
íbúð. Verö 1300 þús.
4RA HERB. ÍBÚÐIR
NJÖRVASUND - SÉRH.
Ca. 100 fm efri hæð i tvíbýlis-
húsi. Tvöf. verksm.gl. Danfoss.
Sérinng.
HÓFGERÐI — KÓP.
Ca. 90 fm efri hæð í tvíbýli
ásamt bílskúr. Verö 1800 þús.
SUÐURVANGUR HF.
Ca. 117 fm falleg íbúð á 2. hæö,
4ra—5 herb. Suöursvalir. Verö
1900—1950 þús.
MEIST AR AVELLIR
Ca. 115 fm góð íbúð á 4.
hæð. Mjög rúmgóö herb.
Stofur, eldhús og baö. Góð
eign á góðum staö. Verö 2
millj.
SELJABRAUT
Ca. 110 fm íbúö á 3. hæö ásamt
bílskýli. Falleg íbúö. Góðar innr.
Verð 1900—1950 þús.
RAÐHÚS
MELSEL
Um 260 fm raöhus á tveim
hæöum ásamt 90 fm kjallara.
Húsiö er ekki fullkláraö en vel
íbúöarhæft. Vönduö eldhúsinnr.
Bílskúrssökklar komnir.
KAMBASEL
Ca. 180 fm raöhús, 40 fm óinn-
réttaö ris. Húsiö er ekki fullklár-
aö. Skipti á 4ra—5 herb. íbúö í
Breiðholti koma til greina.
ÓSKUM EFTIR 5—6 HERB.
íbúö með 4 svefnherb. í Hólahverfi. Fleiri staöir koma til greina.
Bílskúr æskilegur, þó ekki skilyröi.
ATH.: NÝTT SÍMANÚMER
68-77-68
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L
Til sölu og sýnis auk annarra eigna:
Nýlegt steinhús í Smáíbúðahverfi
Ein hæö um 140 fm auk bílskúrs um 31 fm. Góö innrétting, ræktuð lóö.
Vinsæll staöur.
Nýlegt steinhús í Seljahverfi
Húsiö er 2 hæöir og ris. Á 1. hæö er aukaíbúö og innbyggöur bílskúr.
Skipti möguleg á minna einbýlishúsi. Teikning á skrifst.
2ja herb. íbúðir viö:
Kleppsveg, 1. hæö um 65 fm, suöur svalir. Danfoss kerfi, góð sameign.
Digranesvegur Kóp., jaröhæö um 70 fm, ný úrvalsibúð. Laus strax.
Fífusel, jaröhæö um 55 fm. Nýleg og góð, fullgerö sameign.
Skammt frá Landapítalanum, 2. hæö um 60 fm. Mikiö endurnýjuö.
3ja herb. íbúöir viö:
Hraunbæ, á 3. hæö um 100 fm, ágæt suóur íbúö.
Engihjalli Kóp., 6. hæð um 90 fm í háhýsi, stór. Glæsilegt útsýni.
Sörlaskjól, í kj. um 80 fm góö samþ. nokkuö endurbætt.
Dalbrekku Kóp., neöri hæö um 80 fm í tvibýli, sér inng., góö sameign.
Næstum skuldlaus. Verö 1,3 millj.
4ra herb. íbúðir viö:
Vesturberg, 3. hæö 100 fm í enda, fullgeró sameign.
Drápuhlið, neöri hæö um 110 fm, ný eldhúsinnrétting, sér hiti, sér inng.
Bílskúrsréttur, trjágaröur.
Möabarö Hafn., efri hæö um 117 fm í þríbýli. Sér hiti, nýlegt gler. Bílskúr
um 32 fm fylgir.
Barónsstigur, 2. hæð 110 fm. Sér hiti, nýleg eldhúsinnrétting. Sólrík
íbúó. næstum skuldlaus.
Góðar 5 og 6 herb. íbúðir viö:
Dunhaga, Fellsmúla, Æsufell, Leifsgötu, Miöbraul, Skarphéöinsgötu.
Vinsamlegast leitiö nánari upplýsinga.
Viö Vesturberg eða Suðurhóla
óskast rúmgóö 4ra herb. íbúö.
Viö Hvassaleiti, Stóragerði nágrenni
óskast til kaups, 5—6 herb. ibúöarhæö eöa góö blokkaríbúö. Skipti
möguleg á einbýlishúsi vió Heiöargeröi.
Ódýr íbúö til sölu
viö Álfhólsveg i Kópavogi 2ja herb. i kjallara um 55 fm. Sér hitaveita.
Gott sturtubað. Stórir gluggar, geymsla fylgir. Laus fljótlega. Ekki samþ.
Verö aöeins kr. 700 þús., útb. aöeins kr. 500 þús.
Ódýr íbúö inni viö Sæviðarsund
nánar tiltekiö um 75 fm kjallaraíbúó 2ja herb. Ekki samþ. Tilboð óskast
í íbúöina.
Eínbýlishús óskast í Garöabæ
fyrir fjársterkan kaupanda. Skipti möguleg á nýlegu steinhúsi í Smá-
íbúðahverfi.
Á 1. hæö í vesturborginni
óskast til kaups. rúmgóð 2)a herb. íbúö eöa 3ja herb. íbúð. Skipti
möguleg á 4ra herb. úrvals suöur íbúð á Högunum.
Opiö í dag laugardag
kl. 1—5.
Lokaö á morgun sunnudag.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370