Morgunblaðið - 21.01.1984, Qupperneq 12
I
i
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
Jaíhvægisleysi getur ver-
ið mesta ógnun við friðinn
— sagði Geir Hallgrímsson utanrík-
isráðherra á Stokkhólmsráðstefnunni
Hér fer á eftir ræöa Geirs Hallgrímssonar utanríkisráö-
herra á setningarfundi Afvopnunarráðstefnu Evrópu í
Stokkhólmi:
Herra formaður, góöir áheyrendur.
Fyrir hönd ríkisstjórnar ís-
lands vil ég færa sænsku ríkis-
stjórninni þákkir fyrir forstöðu
þessarar ráðstefnu og mikla
gestrisni. Aðdáun vekur hve vel
er að skipulagi ráðstefnunnar
staðið að öllu leyti.
Okkur íslendingum er ekki
síður en öðrum þjóðum mikið í
mun að stuðla að og efla öryggi,
gagnkvæmt traust og afvopnun í
Evrópu. Forsenda þessa er, að
lokasamþykkt Helsinki-ráð-
stefnunnar og niðurstöður Mad-
rid-fundarins séu í heiðri hafðar
og við þær staðið í reynd af öli-
um þátttökuríkjum. Hernaðar-
legir þættir öryggismálanna eru
þar að sjálfsögðu mikilvægir, en
við megum ekki gleyma því, að
mannréttindi eru nátengd og
raunar óaðskiljanleg viðfangs-
efnum þessarar ráðstefnu, ef ár-
angur á að nást, svo að tryggt
verði, að hvorki vald né hótun
um valdbeitingu ráði í samskipt-
um þjóða.
Flest þátttökuríkjanna færðu
dýrar fórnir mannslífa og
óhugnanlegrar eyðileggingar í 2.
heimsstyrjöldinni. Það er skilj-
anlegt, að endurminningar um
þær þjáningar ali á tortryggni.
En slíkri tortryggni má eyða eða
a.m.k. úr henni draga með
tryggu alþjóðlegu eftirliti með
vopnabúnaði, hreinskiptum um-
ræðum, frjálsri upplýsingamiðl-
un, opnum þjóðfélögum og lýð-
ræðisskipulagi.
Evrópa hefur öldum saman
verið helzti vígvöllur heimsins,
en þrátt fyrir allt hafa vopnuð
átök og stríð síðustu fjögurra
áratuga verið háð annars staðar.
Þau stríð eru raunar óhugnan-
lega mörg og alvarleg. Öllum er
okkur ljóst, að ný hernaðarleg
átök í Evrópu yrðu þó enn geig-
vænlegri en þau, sem átt hafa
sér stað hingað til, hvort sem
tekst að koma í veg fyrir notkun
kjarnorkuvopna eða ekki. Því
skiptir sköpum, að ekki komi
aftur til styrjaldar.
★
Undanfarin ár hafa samskipti
Austurs og Vesturs farið versn-
andi, en það er von okkar, að
Afvopnunarráðstefna Evrópu,
sem nú kemur saman, stuðli að
bættum samskiptum þátttöku-
ríkjanna. Með gagnkvæmum
upplýsingum og tilkynningum
um athafnir og hreyfingar her-
liða, sameiginlegu eftirliti og
könnunum og betra sambandi
aðila á milli, ætti að vera unnt
að koma í veg fyrir hótanir um
hernaðaríhlutun og eyða mis-
skilningi, sem gæti leitt til
hættuástands, og draga úr hættu
á skyndiárás í Evrópu.
Viðræður okkar hér koma ekki
í stað samninganna í Vínarborg
um gagnkvæman samdrátt her-
afla. Þær eru þeim til styrktar
og við vonum, að Vínarviðræð-
unum verði fljótlega haldið
áfram jafnhliða þessum.
Á þessari ráðstefnu taka ýmis
ríki í fyrsta sinn beinan þátt í
fjölþjóðaviðræðum um skipan
hernaðarþátta í öryggismálum
Evrópu. Öryggið er hins vegar
ekki einungis hernaðarlegs eðlis.
Enn verður að minna á, að það
felst ekki síður í efnahagslegum,
félagslegum, mannlegum og sál-
fræðilegum aðstæðum, mann-
réttindum í víðtækum skilningi.
Það vekur hins vegar ekki
bjartsýni um árangur þessarar
ráðstefnu að ekkert hefur miðað
sl. áratug að því er takmörkun
vígbúnaðar varðar. Frá því
SALT I-samningurinn um tak-
mörkun langdrægra gereyðing-
arvopna var gerður (1972), hafa
engir mikilvægir samningar um
það efni gengið í gildi. Sovétrík-
in hafa jafnvel hætt þátttöku í
viðræðunum í Genf um tak-
mörkun meðaldrægra kjarna-
flauga og óákveðið er, hvenær
START-viðræðurnar um iang-
dræg kjarnorkuvopn og samn-
ingar í Vín um gagnkvæma
fækkun í herliðum hefjast á ný.
Annað Allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna, sem fjallaði sér-
staklega um afvopnunarmál,
varð nær árangurslaust. Samn-
ingarnir í afvopnunarnefnd
Sameinuðu þjóðanna í Genf um
algert bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn eru í sjálfheldu,
en fjöldi tilrauna með slík vopn
á sér stað. Fjölmargar tillögur
samþykktar á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna um tak-
mörkun vígbúnaðar og afvopnun
koma fyrir ekki, meðan sam-
komulag næst ekki um alþjóð-
legt eftirlit. Notkun kjarnorku í
geimnum skapar hættu á geisla-
virkni á sjó og landi. Þessar
staðreyndir vekja ótta, þótt ég
telji ekki með mikla fjölgun
kjarnaodda og flauga af full-
komnustu gerð og markvísi.
En þó að hörmulega lítill eða
enginn árangur hafi náðst sl.
áratug að því er takmörkun
vígbúnaðar varðar, megum við
ekki láta hugfallast. Þvert á
móti verðum við að einsetja
okkur að ná verulegum árangri á
þessari ráðstefnu. í þessu skyni
hafa öll 16 þátttökuríki Át-
lantshafsbandalagsins undirbúið
vandaðar tillögur, sem ættu að
efla gagnkvæmt traust meðal
allra þátttökuríkja Stokkhólms-
T*m
ráðstefnunnar. Þessar tillögur
ganga á sínu sviði lengra en
Helsinki-yfirlýsingin og ættu að
gera meira gagn en óljósar yfir-
lýsingar eða samþykktir, sem oft
eru endurtekningar á skuldbind-
ingum, sem þjóðirnar hafa þegar
gengist undir, ýmist í stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna eða með
aðild að öðrum alþjóðasam-
þykktum. Skipti á áreiðanlegum
upplýsingum hernaðarlegs og al-
menns eðlis, er varða gagn-
kvæmt öryggi, geta stuðlað að
frekari takmörkun vopnabúnað-
ar, auðveldað framfarir í af-
vopnunarmálum, dregið úr ör-
yggisleysi, deilum og tortryggni,
sem valda spennu í Evrópu.
Samkvæmt samhljóða ákvörð-
un Madrid-fundarins munum við
ræða á ráðstefnu þessari um þá
hættu, sem nú steðjar að öryggi
í Evrópu og semja um aðgerðir
til að efla traust, aðgerðir, sem
eru pólitískt bindandi, hafa
hernaðarlega þýðingu og eru
háðar eftirliti. Þessi þrjú skil-
yrði eru þýðingarmikil. Höfuð-
máli skiptir, að komið verði á
raunhæfu eftirliti, svo hægt
verði að ganga úr skugga um, að
staðið sé við gefin loforð.
Jafnvægisteysi í Evrópu, hvort
sem um er að ræða venjulegan
vopnabúnað eða kjarnorku-
vopnabúnað, getur verið mesta
ógnun við friðinn. Traust byggist
nú ekki sízt á því öryggi, sem
valdajafnvægi og virðing fyrir
sjálfsákvörðunarrétti ríkja veit-
ir.
Unga kynslóðin í þátttökuríkj-
unum verður einnig að læra af
mistökum þeim, er lýðræðisríkin
áttu þátt í, þegar þau leyfðu
Hitler að ná hernaðarlegum yf-
irburðum, sem leiddu til heims-
styrjaldarinnar síðari. Við meg-
um heldur ekki gleyma reynsi-
unni af heimsstyrjöldinni fyrri,
þegar Evrópuríkin fóru I stríð,
ekki sízt vegna skorts á gagn-
kvæmu trausti, þrátt fyrir að
talið var að hernaðarlegt jafn-
vægi ríkti.
★
Hernám Afganistan og ákvörð
un Sovétríkjanna að hætta þátt-
töku í Genfarviðræðunum um
takmörkun meðaldrægra kjarna
flauga í Evrópu, spilla alvarlega
fyrir frekari viðleitni til tak-
mörkunar vígbúnaðar og afvopn-
unar og geta komið í veg fyrir
árangur af þessari ráðstefnu.
Áherzlu ber því að leggja á, að
hefja aftur varanlegar viðræður
Austurs og Vesturs og því frem-
ur, sem þær liggja nú niðri að
öðru leyti en á þessari ráðstefnu.
Norður-Atlantshafsbandalag-
ið fór fram á viðræður um tak-
mörkun meðaldrægra kjarna-
flauga í Evrópu í desember 1979,
eins og kunnugt er, til þess að
koma á hernaðarjafnvægi í Evr-
ópu með sem minnstum vopna-
búnaði. Tilefnið var endurnýjun
kjarnavopna Sovétmanna og
staðsetning SS-20-kjarnaflauga
þeirra í Evrópu. Hún hófst 1977
og hefur verið haldið áfram síð-
an, og ógna flaugarnar nú Vest-
ur-Evrópu.
Það er miður, að Sovétmenn
slitu Genfarviðræðunum. Að
okkar mati geta hvorki tíma-
bundnir yfirburðir á hernaðar-
sviðinu né óhóflegt vígbúnaðar-
kapphlaup stuðlað að því öryggi
og stöðugleika, sem öllum Evr-
ópuríkjum er svo nauðsynlegt.
Við bjuggumst einnig við því,
að START-viðræður Banda-
ríkjamanna og Sovétmanna
mundu geta tryggt jafnvægi
iangdrægra kjarnavopna og
dregið úr tölu þeirra. Það er því í
þágu allra þjóða, að START-við-
ræðurnar hefjist á ný og skili
árangri.
Markmið okkar er að sjálf-
sögðu að afnema öll kjarnorku-
vopn samhliða annarri gagn-
kvæmri afvopnun undir tryggu
eftirliti.
★
Öll ríki eiga órjúfanlegan rétt
til sjálfsvarnar, ein sér eða með
öðrum ríkjum, til að vernda
sjálfstæði sitt í samræmi við
ákvæði sáttmála hinna Samein-
uðu þjóða. Öll þátttökuríkin
hafa gert nauðsynlegar ráðstaf-
anir í þeim efnum. Mörg þeirra
eru aðilar að varnarbandalögum,
en einnig eru meðal þátttöku-
ríkja allmörg hlutlaus og óháð
ríki. Flest aðildarríki bandalag-
anna verja árlega miklum fjár-
munum til varnar- og hermála,
en athyglisvert er, að óháðu og
hlutlausu ríkin verja engu síður
verulegum og jafnvel hærri
hluta þjóðartekna til varnar-
mála en önnur sambærileg ríki.
Hlutleysi án varna veitir því
ekki öryggi að mati hlutlausra
ríkja sjálfra og segir það sína
sögu.
Grundvöllur utanríkisstefnu
íslands og stefnunnar í örygg-
ismálum byggist á aðild okkar
að Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamningnum við Banda-
ríkin. Framlag Bandaríkjanna
til varna íslands er auk þess
snar þáttur í öryggi Vestur-
Evröpu.
★
f dag þarfnast Evrópa og
heimsbyggð öll alhliða afvopn-
unar á gagnkvæmisgrundvelli.
Við þurfum að semja um nýjar
yfirgripsmiklar ráðstafanir til
að efla traust og öryggi, sem ná
frá Úralfjöllum að Átlantshafi
ásamt aðliggjandi hafsvæðum og
loftrými. Það er ekki ætlun mín
að telja upp slíkar aðgerðir í ein-
staka atriðum, en ég vil vekja
sérstaka athygli á aðgerum, er
varða flota og vígbúnað á hinum
aðliggjandi hafsvæðum.
Við íslendingar sem eyþjóð, er
byggir afkomu sína að miklu
leyti á lífríki sjávar, sérstaklega
fiskveiðum, höfum skiljanlega
mjög miklar áhyggjur vegna
vaxandi vígbúnaðar í hafinu.
Kjarnorkubúnar vígvélar fara
um hafið og ekki þarf nema slys
á sjó til þess að efnahagsafkomu
okkar og annarra verði stefnt í
voða, svo ekki sé minnst á tjón,
sem hlytist af hernaðarátökum á
hafi engu síður en á landi. Á
Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna hefur ísland því gerst
meðflytjandi, ásamt Finnlandi,
Austurríki, Júgóslavíu og gest-
gjafalandinu, Svíþjóð, að álykt-
un um könnun flotastyrks og
vígbúnaðar á hafinu. Einn megin
tilgangur þessarar athugunar er
að við getum gert nauðsynlegar
ráðstafanir til að efla gagn-
kvæmt traust á þessu sviði.
Herra formaður.
Stokkhólmsráðstefnan fjallar
um framtíð Evrópu. Hér verða
teknar mikilvægar ákvarðanir,
sem vonandi verður fylgt vel
fram. ísland mun taka þátt í
störfum ráðstefnunnar af heil-
um hug og við skulum öll vona,
að raunhæfur árangur náist, svo
að menn megi njóta friðar og
frelsis.
Hugmyndasamkeppni um hag
ræðingu hjá hinu opinbera
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
hugimndasamkeppni um hagræð-
ingu, sem ætlað er að snerti rekst-
ur eða þjónustu ríkis eða sveitarfé-
laga við almenning eða aðra hags-
munaaðila. Þetta kom fram á blað-
amannafundi sem haldinn var á
vegum samstarfsnefndar um ha-
græðingu í opinberum rekstri, en
nefndina skipa fulltrúar ríkis og
sveitarfélaga.
Þá hefur verð gefinn út kynn-
ingarbæklingur um skipulag ha-
græðingarstarfs hjá ríki og
sveitarfélögum. í bæklingnum
eru leiðbeiningar um hvernig
standa skuli að hagræðingarst-
arfi og er þar og lagt til að mynd-
aðir verði starfshópar í stofnun-
um, sem geri tillögur um ha-
græðingu og bætta þjónustu.
Hugmyndasamkeppni um ha-
græðingu hefst 1. febrúar og lýk-
ur 31. maí nk. Er samkeppnin öll-
um opin og veitt verða þrenn
verðlaun, 10 þúsund krónur,
7.500 krónur og 5 þúsund krónur.
Á fundinum kom m.a. fram að
það væri nauðsynlegt hinu
opinbera að hagræða og fylgja
eftir kröfum breyttra tíma. Tekið
var fram að hugmyndum um ha-
græðingu væri ekki beint gegn
atvinnuöryggi, heldur væri að
því miðað að nýta fjármagn og
mannafla sem best. Var á fund-
inum drepið á ýmsar ábendingar
sem fram hefðu komið um ha-
græðingu og m.a. nefnt breyt-
ingar á umboðsmannakerfi
skattstjóra, orlofskerfið, lyfja-
dreifingu, starfsemi banka og
fleira.