Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
13
VIARKVISS SKYNDIHJALP VIÐ MEÐVITUNDARLAUSA
Athugið hvort hinn slas-
aði er meðvitundarlaus
tahö við hann
ytið við honum
Athugið hvort hinn með-
vitundarlausi andar með
þvi að hlusta eftir andar-
draettmum eða leggia
aðra hóndma á br|óst-
kassann og fmna hvort
hendurnar hreyfast fyrir
áhrif andardráttarins
öndunarvegurmn er
opnaður meö þvi að taka
annarri hendi um enmð
og hinni um hokuna
Hökunm er slðan ytt
fram og hofuöiö sveigt
eins langt aftur og unnt
er
Við það lyftist tungan
fram og ondunarvegur-
mn opnast Hlustið siðan
með eyrað fast við nef og
munn hins meövitundar-
lausa_________________
ef hann fer að anda |
Ef hann andar
,ekki ennpá
beitið blástursaðferðinm
Reykjavíkurdeild Rauða krossins:
Námskeið í skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD Rauöa krossins stendur nú fyrir námskeiði í
skyndihjálp og hefst það þann 24. janúar. Námskeiðið verður haldið í
húsnæði RKÍ að Öldugötu 4 og lýkur því með verkefni sem hægt er að fá
metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum.
Á námskeiðinu verður farið í skyndihjálp við ýmiskonar slys og óhöpp.
Auk þess verður blástursaðferðin kennd og farið í markvissa skyndihjálp á
slysstað og sýndar myndir þar að lútandi.
Ólögleg leiga á „The Day After**:
„Vil ekki tjá
mig um þáo“
— segir framkvæmdastjóri Videosýnar
„ÉG GET aðeins sagt það, að mynd-
in The Day After er ekki til útleigu
hér og veröur ekki leigð hér út,“
sagöi Stefán Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri myndbandaleigunnar
Videósýn, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær.
Stefán var þá einnig spurður
hvort myndin hefði áður verið
leigð út í Videósýn, og svaraði
hann þá: „Ég vil ekki tjá mig um
það, annað get ég ekki um þetta
mál sagt.“
Tilefni fyrirspurnarinnar var
það, að kvikmyndin The Day After
hefur að undanförnu verið leigð út
og sýnd ólöglega í kapalkerfum í
borginni og Arni Samúelsson í
Bíóhöllinni — sem keypt hefur
sýningarrétt á myndinni — sagði í
samtali við Morgunblaðið að
Videósýn hefði leigt myndina út.
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Penderecki, Dies irae.
Schumann, Sinfónía nr. 1.
Einsöngvarar: Marianne Mellnás,
Sigurður Björnsson, Sven Anders
Benktsson.
Lesari: Baldvin Halldórsson.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Það í raun ofureðiilegt að þýsk
og pólsk tónskáld ieiti svara við
merkingu þeirra atburða seinni
heimsstyrjaldarinnar, er sett
hafa óafmáaniegan svartan blett
á síðari sögu mannsins. Það sem
gefur þessum atburðum óhugn-
anlega dýpt, er tilgangsleysi
þeirra og hversu átrúnaður á
einhver tilbúin markmið getur
gert manninn að mikilli
ófreskju. Enginn kann svar við
þessum gjörðum og allir eru í
raun sekir. Það verður því
skylda hvers og eins að eiga
hlutdeild í friðþægingunni, því
aðeins verður um bætt að fyrir-
gefning fáist, sem enginn hefur
þó vald til að veita. Þannig verð-
ur krossfestingin tákngildi rang-
lætis og mannlegrar grimmdar
en um leið skapandi afl til nýs og
betra manngildis, yfirbótar, sem
Guðmundur Emilsson
er eina færa leiðin til fyrirgefn-
ingar. Þetta er í raun og veru
inntak textans er tónskáldið
valdi sér til gerðar Dies irae.
Baldvin Halldórsson las textann
og var lestur hans nær því
áhrifameiri en flutningur verks-
ins. Tónverkið er byggt upp sem
stemmningar, sem eiga að vera
óháðar fastri hljóðfallsskipan,
eins sílíðandi tímans. Svo virðist
sem stjórnandi hafi valið þá leið
að færa verkið aftur til fastrar
taktskipunar að nokkru leyti og
þá til að auðvelda sér og flytj-
endum framfærslu flutning
verksins. Hvað sem þessu líður
var flutningur þess á köflum
mjög áhrifamikill, þó kórinn
hefði mátt vera mun hljómmeiri.
Einsöngvarar sungu sitt skipu-
lega, en að undanteknum Sigurði
Sigurður Björnsson
Björnssyni án alls ákallandi
ákafa, sem verkið er þrungið af.
Verkið er í senn ákall og ásök-
un, miskunnarlaust í fyrirgefn-
ingu sinni og hefðu þessir þættir
mátt vera málaðir sterkari lit-
um. Tónleikunum lauk svo með
fallegum lofsöng til vorsins, í
heimi þar sem höfundurinn vill
eiga sér draum fegurðar og góð-
semdar.
í heild voru þetta góðir tón-
leikar og nokkur sigur fyrir Guð-
mund Emilsson sem stjórnanda,
þarna stýrði hann sínu liði og
stjórnaði. Það má deila um túlk-
un á báðum verkunum, t.d. um
hraðaskipan í sinfóníu Schu-
manns. Hröðu kaflarnir voru
sumir allt of hægir og nægir þar
að nefna „skersóið", sem heitir
að eigi að vera „molto vivace".
HEKLAHF
BILASYNING
UM HELCINA - íNYJUM GLÆSILEGUM SYNINCARSAL OKKAR
Laugardag frá kl. 10 - 5 — Sunnudag frá kl. 1 - 5
1984
ÁRGERÐIRNAR
MITSUBISHI — VOLKSWAGEN
RANGE ROVER
TlSKXJ SYNING
Kl 3 báða dagana
Módelsamtökin sýna tískufatnað
frá Pelsinum
og Maríunum Klapparst.g^
Bjóðum sýningargestum upp á
SVALA-drykki frá Sól hf.
[hIheklahf
|£__gjLaugavegi170-172 Sími 21240
Komid og skoðið giæsiiega bíia íglæsilegu umhverfi