Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 14

Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 Landbúnaður Tekjur kjarnfóður- sjóðs 111 milljónir BÓKFÆRÐAK tekjur kjarnfóðursjóðs voru á síöastliðnu ári 111 millj- ónir króna, þar af voru um 30 milljónir óinnheimtar um áramót, en ársreikningur kjarnfóðursjóós var lagður fram á síðasta fundi Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Helstu greiðslur úr sjóðnum á árinu voru 40 milljónir til Áburð- arverksmiðju ríkisins vegna niðurgreiðslu á áburði, 34,5 millj- ónir til mjólkurframleiðenda, 11,3 milljónir til bænda vegna vor- harðinda og 11 milljónir vegna uppgjörs innlagðra sauðfjáraf- urða á árinu 1982. Að sögn Gunn- ar Guðbjartssonar, framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs, átti sjóð- urinn lítið lausafé um áramót en talsvert fé útistandandi. Landbúnaður: Útborgun mjólk- ur til bænda Á FUNDI Framleiðsluráðs land- búnaðarins fyrir skömmu voru samþykktar útborgunarreglur fyrir mjólk á árinu 1984. Reglurn- ar eru þær sömu og giltu á síðasta ári. í mánuðunum janúar og febrúar og september til desember eiga mjólkursamlögin að greiða mjólkurinnleggjendum 90% af grundvallarverði mjólkur. í mars og apríl eiga þau að greiða 85% en 75% yfir sumarmánuðina, maí til ágúst. Bæklingur mjólkurdagsnefndar: „Góður dagur byrj- ar að morgni“ NÝLEGA kom út á vegum Mjólkurdagsnefndar 16 síðna bæklingur um morgunverð, léttan hádegisverð og nestispakka. Yfirskrift bæklingsins er „Góður dagur byrjar að morgni“. Fyrir utan margar fróðlegar ! mismunandi uppskriftir að hvers- . upplýsingar um næringarþörf | dagsmorgunverði. Til hátíða- fólks og ábendingar um hollan og j brigða um helgar er sérstök upp- góðan mat, þá eru í bæklingnum 5 j skrift að helgarmorgunverði. Samþykkir að greiða 2 milljónir til eggja- dreifingarstöðvar FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins ákvað á fundi sínum fyrir skömmu aö mæla með því við landbúnaðarráðherra að Sambandi eggja- framleiöenda verði greiddar 2 milljónir úr kjarnfóðurssjóði til bygg- ingar fyrsta áfanga eggjadreifingarstöðvar Sambandsins samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Gunnari Guðbjartssyni, framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðsins. Sem kunnugt er klofnaði Sam- band eggjaframleiðenda vegna deilna um eggjadreifingarstöð- ina, en það er hin nýja stjórn Sambandsins sem sótti um að fá greiðslu upp í þann styrk sem Framleiðsluráðið hafði áður samþykkt að veita til stofnunar hennar. Stofnun eggjadreif- ingarstöðvarinnar og fjárfram- lög úr Kjarnfóðursjóði til henn- ar eru nú í athugun í Landbún- aðarráðuneytinu. í samþykkt Framleiðsluráðs er bent á þann möguleika að greiða 2 milljón- irnar í formi láns til bráðabirgða á meðan verið sé að athuga hvað margir eggjaframleiðendur standi að stofnun hennar. í undirbúningi er að leggja Landnám ríkisins niður í landbúnaðarráðuneytinu hefur að undanförnu verið unnið að undir- búningi lagafrumvarps þess efnis að Landnám ríkisins verði lagt niður og verkefni þess falin öðrum aðilum, aðallega landbúnaðarráðuneytinu. Að sögn Jóns Helgasonar landbún- aðarráðherra hafa tillögur þessa efn- is verið kynntar stjórnarflokkunum og verður frumvarps með þessum breytingum lagt fyrir alþingi að lok- inni umfjöllun þeirra. Landbúnaðarráðherra sagði að Landnám ríkisins hefði aðallega verið stofnað til að skipta jörðum og fjölga býlum, en nú væru breyttir tíma, og um hríð hefði slíkt ekki verið á dagskrá að í mjög litlum mæli. Því þætti eðli- legt að endurskoða starfsemina og í ljósi breyttra tíma hefði niður- staðan orðið sú að leggja stofnun- I ina niður og skipta vérkefnum á I milli annarra aðila. Aðallega væri landbúnaðarráðuneytinu falin þessi verkefni í samráði við stofn- anir landbúnaðarins, svo sem Framleiðsluráð. Sagði Jón að við þetta ætti að verða sparnaður og þó sérstaklega hagræðing við það að fækka þeim aðilum sem um þessi mál fjölluðu. Útflutnings- bótaréttur bænda áætlaður 456 milljónir í ár Á FUNDI Framleiðsluráðs landbún- aðarins fyrir skömmu var lögð fram áætlum um útflutningsbótarétt bænda á yfirstandandi verðlagsári sem lýkur 1. september. Heildar- tekjur landbúnaðarins eru áætlaðar 4560 milljónir og veður útflutnings- bótarétturinn samkvæmt því 456 milljónir, en hann er samkvæmt lög- um 10% af heildarverðmæti land- búnaðarafurða. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs sagði í samtali við Mbl. að þetta væri fyrsta áætlun og gætu töl- urnar breyst eitthvað. Sagði hann að þessar 456 milljónir myndu varla duga til nauðsynlegra út- flutningsbóta en útfluntingsbóta- þörfin væri þó engan veginn ljós ennþá. Ráðunauta- fundur RALA og Búnaðar- félagsins DAGANA 6. til 10. febrúar næst- komandi verður hinn árlegi ráðu- nautafundur Búnaðarféiags íslands og Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík. Til fundarins er boðið öllum ráðunautum landbúnaðarins, tilrauna- og rannsóknarmönnum, kennurum bændaskólanna og garð- yrkjuskólans og ýmsum fleirum. Helstu mál fundarins að þessu sinni verða: Beitarrannsóknir, innlent hráefni til fóðurgerðar, heyverkun, töivunotkun og leið- beiningarþjónustan, heimilisgarð- rækt og að síðustu verður rætt um framleiðslu- og sölumál. Bænda- orlofsvikur í Reykjavík ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna í vet- ur til tveggja orlofsvikna í Reykjavík fyrir bændafólk, 6. til 12. mars og 3. til 9. apríl. í frétt frá Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins segir að frá því að þessar vetrarorlofsvikur hófust í ársbyrjun 1981 hafi 8 orlofsvikur verið haldnar, allar á Hótel Sögu. Segir í fréttatilkynningunni að aðsókn hafi verið þokkaleg og aldrei hafi þurft að vísa fólki frá vegna plássleysis. Þátttakendurn- ir hafi undantekningarlaust haft mikla ánægju af slíkri orlofsdvöl, þeir hafi kynnst fólki úr öðrum byggðarlögum og séð ýmislegt í borginni sem þeir hafi ekki séð áð- ur. Eru heimsóknir í afurðasölu- félögin og ýmsar aðrar stofnanir og fyrirtæki tengd landbúnaði sér- staklega nefnd. Upplýsingar um orlofsdvöl í Reykjavík eru veittar hjá bændasamtökunum í Bænda- höllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.