Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 17
ÖRVEIRUFRÆÐI eftir dr. Ara K. Sæmundsen
krabbamein
Um
2. hluti
f síðasta þætti fjallaði ég í
stuttu máli um þá krabbameins-
hvetjandi þætti í umhverfinu, sem
flokkast undir ýmis efnasambönd.
Hinir tveir flokkarnir voru geislar
og veirur. Þrátt fyrir að þessir
þrír flokkar séu í eðli sínu mjög
ólíkir, þá verka þeir sennilega allir
á svipaðan hátt við framköllun
krabbameins. Margar tilgátur
hafa verið settar fram til að út-
skýra hvað gerist á sameindasviði
ákveðinnar frumu, sem veldur því
að hún umbreytist í illkynja
krabbameinsfrumu. Aðeins tvær
þessara tilgátna geta sameinað
undir einn þátt þessa þrjá flokka
krabbameinsvalda. Þau módel
sem hafa hlotið meiri athygli en
önnur eru 1) breytingar á erfða-
efninu (genetic alteration) og 2)
breytingar í starfsemi erfða-
efnisins (genetic activation).
þættir í umhverfi okkar geta vald-
ið krabbameini, með því að trufla
eðlilega starfsemi erfðavísa. Mis-
munurinn á milli þessara módela
liggur í því, að annað gerir ráð
fyrir að krabbamein stafi frá óaft-
urkræfum breytingum á erfðaefn-
inu sjálfu, en hitt gerir það ekki.
Breytingar á
erfðaefninu
Töluvert magn upplýsinga
styðja þá hugmynd að frumorsak-
ir krabbameins sé að finna í þeim
breytingum, sem verða á erfðaefn-
inu. Sýnt hefur verið fram á að
flestir umhverfisþættir sem fram-
kalla krabbamein, geta valdið
breytingum á erfðaefninu (mynd
2). Sem dæmi má nefna að ýmsir
krabbameinshvatar eru þekktir
fyrir að valda stökkbreytingum.
Þetta tvennt virðist oft fara sam-
an hjá krabbameinshvötum, þ.e.
hæfileikinn til að valda stökk-
breytingu og hvatning krabba-
meins. Ymsar tegundir geisla, t.d.
útfjólubláir geislar og röntgen-
geislar, geta valdið úrfellingum úr
erfðaefninu. Slíkar breytingar
gætu síðan verið undanfari ýmissa
litningabrengla, sem orsaka
krabbamein. Það er lóst að ákveð-
in litningabrengl eru óhjákvæmi-
legir fylgifiskar sumra krabba-
meina, og oft það áberandi að auð-
veldlega er hægt að greina þau í
smásjá og í vissum tilvikum gegna
þau mikilvægu hlutverki við
greiningu ákveðinna krabbameina
(mynd 2). Þessi fylgni á milli litn-
ingabrengla og sumra krabba-
meina, hefur óneitanlega hleypt
stoðum undir tilgátuna um mik-
ilvægi breytinga á erfðaefninu.
Breytingar í starfsemi
erfðaefnisins
En þótt margar gerðir litn-
ingabrengla séu áberandi í sumum
tegundum krabbameins, þá er það
ekki sönnun þess að krabbamein
þurfi að fela í sér, að ákveðnar
breytingar verði á erfðaefninu.
Slíkar breytingar gætu auðveld-
lega komið til eftir að krabba-
meinsfruman hefur orðið til. Hér
gæti því í vissum tilvikum verið
um afleiðingu að ræða fremur en
orsök.
Eins og áður hefur verið vikið
að í þessum greinaflokki, þá ganga
Fyrri tilgátan gerir ráð fyrir að
ákveðnar breytingar á erfðaefn-
mu, DNA, séu undanfari krabba-
meins. Þessar breytingar gætu
falið í sér t.d. viðbót á erfðaefni
(eins og þegar sumar veirur inn-
lima erfðaefni sitt inn í erfðaefni
hýsilfrumunnar), úrfellingu erfða-
vísa, stökkbreytingar (punkt-
breytingar) í erfðaefninu eða
hreinlega litningabrengl (mynd 1).
Slíkar breytingar gætu allar
orsakað þá truflun í vaxtarstjórn-
un, sem á sér stað við umbreyt-
ingu. Hitt módelið gerir ekki ráð
fyrir að neinar marktækar breyt-
ingar verði á erfðaefninu, heldur
að ruglingur verði á eðlilegri
stjórnun ákveðinna erfðavísa. í
stuttu máli, ótímabær tjáning
(expression) eða bæling (repress-
ion) ákveðinna erfðavísa, sem
venjulega gegna mikilvægu hlut-
verki í þroskun frumna og stjórn-
un frumuvaxtar, getur leitt til
umbreytingar. Bæði þessi módel
eiga það sameiginlegt að þau geta
útskýrt, hvernig mismunandi Mynd 2 Mynd 3
allar frumur í gegnum flókin
þroskunarferli frá fósturskeiði og
þar til fullskapaður einstaklingur
myndast. Þessi þroskunarferli eru
ólík að vissu marki, en ákvarða að
lokum, hvað ákveðin fósturfruma
verður, þ.e. eitilfruma, vöðva-
fruma, taugafruma o.s.frv. Við
þroskun eiga sér stað sífelldar
breytingar á tjáningu erfðavísa,
kveikt er á sumum en slökkt á öðr-
um. Slíkar breytingar á tjáningu
erfðavísa gætu líka verið undirrót
ýmissa krabbameina (mynd 3).
Það sem bendir til þess að
breytingar í starfsemi erfðaefnis-
ins geti verið frumorsök krabba-
meins kemur m.a. frá rannsóknum
á afturbata krabbameinsfrumna. í
stuttu máli, sumar krabbameins-
frumur geta breyst aftur í eðli-
legar frumur við vissar aðstæður.
Slíkt væri fremur ólíklegt, ef óaft-
urkræfar breytingar á erfðaefninu
hefðu verið orsök viðkomandi
krabbameins. Sem dæmi má
nefna, að sé kjarni numinn á brott
úr okfrumu (þ.e. frjóvgað egg)
frosks og kjarna úr krabba-
meinsfrumu (úr froski) komið
fyrir í hans stað, þá þroskast
okfruman eðlilega og útkoman er,
að því er virðist, alheilbrigð hala-
karta. Þarna hefur orðið ákveðin
breyting í umhverfi hins illkynja
kjarna, sem veldur því að breyt-
ingar verða á stjórnun erfðavísa
innan kjarnans og hann byrjar að
starfa eðlilega að nýju.
Lokaorö
Ekki er ósennilegt að bæði þessi
módel geti skýrt tilkomu krabba-
meins. Það er t.d. vel hugsanlegt,
að sum krabbamein verði vegna
breytinga á erfðaefninu, á meðan
önnur stafi frá breytingum á
starfsemi erfðaefnisins. Oft er erf-
itt að greina hér á milli og ekki er
ósennilegt að í sumum krabba-
meinum haldist þessir tveir þættir
í hendur (eins og bent var á í
greinum um „erfðavísa krabba-
meins", sem birtust hér í blaðinu
27. ágúst og 3. og 10. september á
fyrra ári).
Greinin er aö mestu endursogn á grein-
inni „C'auses of cancer: gene alteration
versus gene activation" eftir Dr. Steven
B. Oppenheimer, American Laboratory 14
(11): 40—46, 1982.
Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfiröi,
sími 54499 -
á unglingahúsgögnum,
hjónarúmum
og svefnbekkjum
HJÓNARÚM ii
með dýnum, verð frá H*oOO
LUX SÓFAR \/PrA fré» 9.400
Opiö um helgina