Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
Greinargerd Náttúruverndarráds
Ljósm. Mbl. RAX.
Miklar umræöur
hafa orðið um hring-
orma og seli að undan-
förnu. Náttúruvernd-
arráð hefur látið vinna
eftirfarandi greinar-
gerð um málið:
Selveidar hringormanefndar
Fyrir rúmlega fjórum árum
skipaði þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra hringormanefnd. í henni
eiga sæti framkvæmdastjórar
fimm stórra fiskverkunar- og út-
flutningsfyrirtækja auk formanns
nefndarinnar, Björns Dagbjarts-
sonar, forstjóra Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins. Hafrann-
sóknastofnun á engan fulltrúa í
nefndinni, né heldur aðrar nátt-
úruvísindastofnanir. Þrátt fyrir
að í hringormanefnd séu nær ein-
göngu hagsmunaaðilar í fiskiðnaði
en enginn náttúruvísindamaður,
er nefndinni ætlað skv. skipun-
arbréfi frá ráðherra „... að hafa
yfirumsjón með rannsóknum, sem
þegar eru hafnar á vegum Haf-
rannsóknastofnunarinnar á sela-
stofnum við ísland“.
Vorið 1982 hóf hringormanefnd
greiðslur verðlauna til örvunar
selveiða. Fengu menn greitt fyrir
kjálka sela og árið 1982 greiddi
hringormanefnd fyrir 4500 kjálka,
þar af voru 3400 úr kópum. I ár
voru selveiðigreiðslur með þeim
hætti, að ýmist var borgað fyrir
kjöt eða kjálka. Svipaður fjöldi
dýra mun hafa veiðst og í fyrra, en
hlutfallslega fleiri fullorðin dýr.
Fjöldi felldra dýra er meiri en töl-
ur hringormanefndar segja til um,
því nokkur brögð eru að því, að
selir sem skotnir eru á sundi,
sökkvi og veiðimenn nái þeim
ekki.
Ályktun Náttúruverndar-
ráðs sumarið 1982
Aðgerðir hringormanefndar til
örvunar selveiða hafa hlotið mikla
gagnrýni. í júlí 1982 sendi Nátt-
úruverndarráð frá sér ályktun og
óskaði eftir að ríkisstjórnin hlut-
aðist til um að verðlaunaveiting-
um hringormanefndar yrði hætt.
Átaldi ráðið þau vinnubrögð
hringormanefndar að hrinda slík-
um aðgerðum í framkvæmd, án
þess að leitað væri álits aðila og
stofnana sem málið snertir, svo
sem Hafrannsóknastofnunar og
Náttúruverndarráðs.
Ráðið beindi þeim eindregnu til-
mælum til ríkisstjórnarinnar, að
hún beitti sér fyrir setningu laga,
er tryggðu að mál sem þetta fengi
eðlilega umfjöllun stjórnvalda.
Náttúruverndarráð benti á, að
enn væri margt á huldu um tengsl
sela við hringormavandamálið, og
tæpast væri unnt að fullyrða
nokkuð um hvaða áhrif fækkun
sela hefði á hringormasýkingu
þorsks hér við land. Selatalningar
undanfarinn áratug eru ekki það
nákvæmar að unnt sé á grundvelli
þeirra að fullyrða, að selum hafi
fjölgað á því tímabili. öll tækni
við ormaleit hefur verið bætt á
undanförnum árum og hefur leitt
til þess að fleiri ormar finnast nú
en áður. Hins vegar verður ekki
séð, að óyggjandi sannanir liggi
fyrir um aukningu á ormasýkingu
þorsks hér við land. Allt þetta gef-
ur tilefni til þess að draga mjög í
efa, að tímabært sé að hefja að-
gerðir til fækkunar sela hér við
land. Náttúruverndarráð benti
einnig á, að skotmenn valdi fólki
óþægindum, hafi truflandi áhrif á
fuglalíf og að rotnandi selskrokk-
ar í fjörum séu auk þess að vera
hvimleiðir fólki, hættulegir örn-
um, sem í þeim geta mengast af
grút og drepist.
Náttúruverndarráð ítrekar hér
með þessa ályktun. Um leið skulu
nokkur ofangreind atriði nánar
rædd og gerðar athugasemdir við
sumt af því sem komið hefur frá
hringormanefnd og öðrum hags-
munaaðilum í sjávarútvegi á und-
anförnum vikum en þar gætir víða
einföldunar og rangfærslna um
seli og hringormasýkingu fiska.
Almennt um hringorminn
Sá hringormur sem mestum
skaða veldur íslenskum þorsk-
iðnaði ber fræðiheitið Phocanema
decipiens. Hann verður kynþroska
í sel og egg hans ganga niður af
selnum 'með saur. Hvað svo verður
um eggin er lítið vitað, og til þessa
hefur hringormanefnd ekkert
heyrt um þennan mikilvæga hluta
lífsferils hringormsins. Talið er,
að eggin berist í krabbadýr og
klekist þar út, berist í fiska þegar
fiskamir éta krabbadýrin og síðan
í sel þegar selur étur fiskinn. (Sjá
mynd 1). Þessa tegund hringorms
hefur hringormanefnd nefnt sel-
orm. Hringormar eru sníkjudýr,
þ.e. dýr sem lifa á eða í öðru dýri
og taka frá því næringu. Selurinn
er lokahýsill „selormsins", en
krabbadýrin og fiskarnir milli-
hýslar. Venjulega eru sníkjudýr
mjög sérhæfð um hýsla, þ.e. þau
geta aðeins sýkt dýr ákveðinnar
tegundar, en tegundin sem hér um
ræðir er óvenju fjölhæf í vali
hýsla. Hýslar hafa líka þróað
varnir gegn sníkjudýrunum. Oft
myndast bandvefshylki umhverfis
sníklana, þannig að þeir verða
óvirkir og drepast, en slíkt getur
tekið nokkurn tíma. Mjög sjald-
gæft er, að sníkjudýr drepi hýsla
sína. Það væri í raun dauðadómur
yfir þeim sjálfum, því án hýslanna
fá þau ekki lifað.
Sýking af völdum sníkjudýra er,
eins og aðrar sýkingar, hættu-
legust þeim einstaklingum sem af
einhverjum ástæðum eru veikir
fyrir, t.d. vegna vannæringar eða
sjúkdóma.
Hefur hringormum í
físki fjölgað?
Fullyrt hefur verið, að fjöldi
hringorma í fiski hafi stóraukist á
síðustu árum. Gögn til stuðnings
þessum fullyrðingum eru þó ekki
sannfærandi. Fleiri hringormar
finnast við fiskvinnslu nú en áður,
en að hluta til a.m.k. er það vegna
þess að neytendur hafa gert sífellt
meiri kröfur um ormalausan fisk,
meiri áhersla er því lögð á að
finna ormana og tæknin til þess
hefur verið endurbætt. Enn nást
þó ekki allir ormar úr þeim fiski
sem hreinsaður er.
Niðurstöður fræðilegra athug-
ana hér við land á fjölda hring-
orma í fiski eru dregnar saman í
skýrslu hringormanefndar frá
Tafla 3. Þróun hringormasýkingar þorsks á íslandsmiðum*
Heimildir TÍmi sýnatöku %- selorms- lirfur sýking Anisakis- 1< .fur Meðalfjöldi hring- orma í þorski (selorms- og Ani- sakis-lirfur)
Kahl 1939** 1937-38? 9,4 8,6 -
Cutting & t Burgess 1960 1957-58? 31 ,2 1,5
Platt 1975 1973 55 76 4,8
Jónbjörn Pálsson 1975 1973 72,1 48,3 7,1 (6,1 + 1,0)
Þessi könnun 1980-81 70,6 39,5 9,6 (8,6+1,0)
*Tölur Kahl, Cutting og Burgess eru úr Platt (1975, tafla 5).
**Birtir ekki upplýsingar um fjölda hringorma.
^^Aógreindu ekki selorms- og Anisakis-lirfur.
Tafla: Tafla 3 úr skýrslu Erlings Haukssonar, febr. 1982, bls. 26: Þróun hringormasýkingar þorsks á íslandsmiðum.
Fræðilegar kannanir á hringormasýkingu við ísland eru fáar og hafa verið gerðar með mismunandi aðferðum. Ekki
er ólíklegt að könnun Jónbjörns Pálssonar sé einna sambærilegust könnun hringormanefndar (1980—1981) og
mismunur á niðurstöðum þessara tveggja kannana er ekki tölfræðilega marktækur. Það hafa ekki verið færðar
óyggjandi sannanir fyrir aukningu hringorma í þorski hér við land, þótt vandamál riskiðnaðarins vegna hringorma-
sýkingar sé gífurlegt.