Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
21
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi.
Páll Scheving varð eins og aðrir
að yfirgefa Eyjarnar meðan á gos-
inu stóð árið 1973 en fluttist þang-
að aftur strax og fært þótti og
gerðist þá fastur starfsmaður
Sjálfstæðisflokksins og sá um
fjármál hans og einnig flokksblað-
sins Fylkis, sem hann sá um út-
gáfu á þó ekki væri hann skráður
ritstjóri. Annaðist hann bæði
þessi störf með mikilli prýði, að
flokksforystan þurfti aldrei að
hafa nokkrar áhyggjur af fjár-
málahlið starfsins en áður voru
blankheit krónískur sjúkdómur
flokksins í Eyjum, eins og senni-
lega flestra annarra stjórnmála-
flokka í landinu. Gegndi hann
þessu starfi til síðustu áramóta og
standa sjálfstæðismenn í Eyjum í
mikilli þakkarskuld við hann fyrir
þessi störf hans.
Páll Scheving hefur alla tíð ver-
ið mikill félagshyggjumaður og
tekið virkan þátt í margvíslegum
félagasamtökum í heimabyggð
sinni. Var meðal annars kjörinn
fyrsti formaður í Vélstjórafélagi
Vestmannaeyja enda gegndi hann
vélstjórastörfum á sínum tíma,
fyrst hjá Rafveitu Vestmannaeyja
og síðar hjá ísfélaginu og á eigin
báti. Virkur félagi hefur Páll
Scheving verið í félaginu Akoges í
Eyjum um langt árabil og efast ég
ekki um að félagarnir muni minn-
ast hans á veglegan hátt við þessi
merku tímamót á æviferli hans.
Viljum við hjónin árna afmælis-
barninu allra heilla og þakka því
langt og traust samstarf á undan-
förnum áratugum.
Guðlaugur Gíslason
Vinur minn og nágranni um
árabil er áttatíu ára í dag. Hann
fæddist 21. janúar árið 1904 á
Steinstöðum fyrir ofan hraun á
Heimaey, Vestmannaeyjum. En
þar bjuggu foreldrar hans, Krist-
olína Bergsteinsdóttir frá Fitja-
mýri undir Eyjafjöllum og Sveinn
Pálsson Scheving, síðar yfirlög-
regluþjónn í Eyjum. Hann var
Skaftfellingur, fæddur að Görðum
í Mýrdal.
Kristolína fæddi manni sínum
Sveini sjö börn. Þrjú þeirra létust
í æsku, en þau er upp komust voru
Guðjón málarameistari, Anna
húsmóðir, Páll og yngstur var Sig-
urður verslunarmaður. Allt kunn-
ir borgarar og manndómsfólk. Eru
þau öll farin yfir móðuna miklu,
nema Páll. Persónulega man ég
foreldra Páls mjög vel. Kristolína
á Hjalla og Guðný á Arnarhóli
voru miklar vinkonur með dag-
legri umgengni um fjölda ára.
Aldrei féll skuggi á milli heimil-
anna. Sveinn gegndi ábyrgðar-
starfi á vegum réttvísinnar. Hann
var samviskusamur embættis-
maður, kirkjukær og kirkjuræk-
inn og lét þau mál sig miklu varða.
Kristolína var elskuleg og blíð
kona, er laðaði alla að sér. Fékk ég
sem barn og drengur að reyna það.
Páll ólst upp að hætti annarra
drengja í Eyjum, við fisk og fugla-
veiðar. Brátt kom í ljós að hann
var afbragð annarra drengja, frár
og fimur, áræðinn og kappsamur.
Lét hann ekki allt sér fyrir brjósti
brenna. Djarfur og framsækinn.
Hann var einn af stofnendum
knattspyrnufélagsins Týs 21. maí
1921. Þá þegar aðeins 17 ára var
hann kosinn fyrsti ritari félagsins.
Páll hafði lifandi áhuga á íþrótt-
um og hefir enn. íslandsmethafi
var hann í langstökki, með 6,37 og
bætti þá fyrra met hins frækna
manns Garðars Gíslasonar um 17
sm. Sérgrein Páls var þó hástökk.
Æfði hann og þjálfaði sig í að vera
láréttur yfir slánni, aðferð sem er
í gildi um allan heim í dag. Með
þessu náði hann að stökkva hærra
en allir menn á íslandi í sinni
samtíð og var fyrir ofan gild met á
þeirri tíð. íþróttaforustunni á
fastalandinu féllu ekki í geð frami
og dugnaður Eyjapeyjans. Viður-
kenndu þeir ekki afrek hans, þar
sem hann hoppaði ekki lóðréttur
yfir slána, heldur láréttur. Það
hefir stundum verið skrítið í kýr-
hausnum þeim. Félagar Páls í ÍBV
hafa kynnst einhverju líku. Páll er
nú heiðursfélagi í Tý.
Páll aflaði sér menntunar á
mörgum sviðum, varð rafvirkja-
meistari og sömuleiðis í pípulögn-
um. Einnig aflaði hann sér vél-
stjórnarmenntunar og var próf-
dómari minn við 1. stig vélstjóra-
prófs í janúar 1941. Að miklum
verðleikum, þá var honum falin
yfirverkstjórn við síldarverk-
smiðjuna á Djúpuvík. 1926 réðst
hann til ísfélags Vestmannaeyja,
elsta vélfrystihúss á Islandi, og
starfaði þar um sjö ára bil. I
meira en 30 ár var hann við Lifr-
arsamlag Vestmannaeyja, fyrst
sem vélstjóri og eftir andlát Pét-
urs heitins Andersen frá Sól-
bakka, þá varð Páll verksmiðju-
stjóri. Snyrtimennska og reglu-
semi fylgdu alls staðar í fótspor
Páls. Fyrirtæki hans skiluðu arði
til uppbyggingar og'hagsbóta fyrir
vinnandi menn. 29. nóv. 1939 er
Páll einn af stofnendum Vél-
stjórafélags Vestmannaeyja og
fyrsti formaður félagsins. Það
hlaut að bera að því að ennþá
meiri ábyrgð hlæðist á Pál og var
þó ærin fyrir. Um 12 ára skeið var
hann fyrst varabæjarfulltrúi fyrir
sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
Vestmannaeyja. Síðar lengst af
aðalfulltrúi og sat þá í bæjarráði
Eyjanna. Páll var réttsýnn og hélt
alltaf á lofti rétti smælingjans.
Því varð hann vinsæll og átti sinn
stóra þátt í uppgangi Eyjanna á
þeim árum. Að eigin ósk dró Páll
sig í hlé, sótti að honum erfiður
sjúkdómur, sem gerði honum
óhægt um vik. Með Guðs hjálp og
góðra lækna komst hann yfir þann
þröskuldinn og náði undraverðum
og gleðilegum bata.
Hér hefir aðeins verið stiklað á
stóru, sleppt öllum nefndarstörf-
um og starfsemi fyrir sjálfstæð-
ismenn. Þess skal þó getið að um
árabil stundaði Páll útgerð og átti
þá vb. „Fylki", sem var flaggskip
Eyjaflotans á þeirri tíð. Guðjón
Tómasson var kapteinn þar um
borð og Páll vélstjóri. Páll lenti í
kreppunni miklu og verðhruninu
eftir 1930. Þeir á Fylki voru í toppi
með afla. í því hruni urðu þeir
verst úti er mest öfluðu. Páll varð
þá að bíta í mjög súrt epli. Það
beygði hann en braut ekki.
Þá var Páll kvæntur Jónheiði
Steingrímsdóttur frá Akureyri,
mikilli mannkostakonu, sem stóð
órofa með manni sínum alla tíð.
Þau giftust 28. nóvember árið
1929. Stóð hjónaband þeirra um 45
ára skeið. Jónheiður andaðist á
jóladag árið 1974. Jónheiður fæddi
manni sínum þrjú börn. Þau eru
Helga Rósa, Sigurgeir og Margrét.
Barnabörnin eru nú 12 og barna-
barnabörn eru 6. Öll hlutu þau
systkinin frá Hjalla gott uppeldi
og gott atlæti. Jónheiður var mjög
háttvís í allri umgengni, góðhjört-
uð og hæfileikamikil. Um fjölda
ára helgaði hún Leikfélaginu I
Eyjum krafta sína og var burðar-
ATHYGLl skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
ás í þeirri starfsemi. Hjónaband
þeirra var mjög gott. Dáði Páll
konu sína alla tíð og taldi hana
eitt af sínum stærstu lífslánum.
Nú við hækkandi sólargang
rennur Páll inn í nýjan áratug.
Beinn í baki, röskur og léttur, með
óskerta sálarkrafta. Það er ósk
mín að Eyjarnar fái notið Páls um
mörg ókomin ár. Hann setur svip
á umhverfi sitt hvar sem er.
Páll verður ekki að heiman í
dag. Hann verður í Akoges-húsinu
og tekur þar á móti gestum sínum.
Akoges hefir gert hann að heið-
ursfélaga og einnig Vélstjórafélag
Vestmannaeyja, svo og Týr eins og
áður er getið.
Góði vinur, lifðu heill um ókom-
in ár. Sá Drottinn, er foreldrar
þínir fólu þig í umsjá og hendur,
blessi þig um tíma og eilífð.
Einar J. Gíslason
frá Arnarhóli
Lækkun matvöruvísitölu:
Eina raunverulega
lækkunin í 15 ár
Á SÍÐUSTXJ fimmtán árum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum, að
matvöruvísitala hafi haft lækkandi áhrif á framfærsluvísitöluna. Það gerðist
nú síðast frá desember 1983 til janúar í ár, en þá lækkaði matvöruvísitala úr
407,61 stigi í 406,80 stig, skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Vilhjálmi
Ólafssyni á Hagstofu fslands. Matvöruvísitala er hluti framfærsluvísitölu.
„Þetta gerðist reyndar líka milli
mánaðanna ágúst og september á
síðasta ári,“ sagði Vilhjálmur, „en
þá lækkaði matvöruvísitala úr 379
stigum í 375. Ástæða þess var
hinsvegar auknar niðurgreiðslur,
kjötútsalan, sem svo var nefnd.
Þegar ég lít yfir skrár allt frá ár-
inu 1968, þá hefur þetta tvisvar
gerst áður — 1971 varð örlítil
lækkun frá maí til ágúst og 1974
varð veruleg lækkun frá maí til
ágúst. f bæði skiptin voru auknar
niðurgreiðslur aðalástæðan, ef ég
man rétt,“ sagði Vilhjálmur.
Hann sagði að síðasta lækkun
hafi ekki stafað af niðurgreiðslum.
Mest hefði munað um verðlækkun
á nýjum ávöxtum, sykri og svín-
akjöti. Aðrar vörutegundir hefðu
ýmist hækkað eða lækkað örlítið,
það hefði jafnað sig út um núllið.
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Gæði.nr.l
orramatur
Blandaður
súrmatur \$£Lsli
(Lundabaggi- Sviðasulta-
Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóðmör
Súrt
AÐEINS
2ja lítra fata
Nettó innihald ca. 1.3 kg.
:.oc
hvalsrengi Blandaður súrmatur
2*a telata rrx7_svisr í bakka
J Lifrapylsa — Bloðmor)
Netto innihald ca. 1.1 kg. __— 00
pr.kg.
Fatan
Þorrabakki
c.a. 550g
95“
r
r
DAG
NlS^ð (þC^AMAToiTítela
að smakka
^ Aá Pr ks-
_______ _ Hreinsuð svið
Nýreykt hangilærí Í62 .80 Pr ke- Ný sviðasulta
Soðið Hangikjöt' sneiðuni 385.00 Prk§ Hákarl_
~-g —;------- Marineruð sík
Nautahakk l.fl. 165-°°p^____Síldarrúllur
Kindahakk 95 00 prke Kryddsíld
Egg AÐEINS 89-00 i'r ks- Harðfiskur__
Kjúklingar s stk., pok. 125 00 pr kg hangikjör
TILBORÐSVERÐ Á ÝSU OG STEINBÍTI
OPIÐ TIL KL 4 e.h.
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2