Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
Neytendasam-
tökin gefa út
Heimilisbókhald
Neytendasamtökin hafa nú gefið
út Heimilisbókhald, þar sem hægt er
að skrá tekjur og útgjöld heimilisins.
í Heimilisbókhaldinu er ein
blaðsíða fyrir hvern mánuð ársins
og blaðsíðunum skipt í dálka til að
sundurliða tekju- og gjaldaliði
heimilisins. Auk þess eru upplýs-
ingar um starfsemi samtakanna,
tilgang þeirra og þá þjónustu sem
í boði er.
Heimilisbókhaldið er til sölu í
bókaverslunum, hjá samtökunum,
sem hafa pósthólf 1096 í Reykja-
vík og víðar.
Skilaboð til Söndru:
Á 11.000
manns hafa
séð myndina
VEL á ellefta þúsund manns
hafa nú séð íslenzku kvikmynd-
ina „Skilaboð til Söndru“.
Myndin var fyrst sýnd í Há-
skólabíói og hófust sýningar
þar 19. desember siðastliðinn,
en nú er hún sýnd á öllum sýn-
ingum í Regnboganum og á
tveimur stöðum úti á landi.
Fombókaverslunin Bókin f nýtt húsnæði:
Erum með þús-
undir bókatitla
Ljósm.: Kristján Einarsson.
Snær Jóhannesson og Gunnar Valdimarsson í hinum nýju húsakynnum
fornbókaverslunarinnar Bókarinnar á Laugavegi 1.
Rætt við Gunnar Valdimars-
son og Snæ Jóhannesson
Fornbókaverslunin Bók-
in, sem starfað hefur óslitið
síðan árið 1962, var opnuð í
gær í nýju húsnæði á
Laugavegi 1 í Reykjavík.
Blaðamaður bankaði uppá
hjá þeim Snæ Jóhannessyni
og Gunnari Valdimarssyni,
þar sem þeir voru að leggja
síðustu hönd á innréttingar
og útstillingar í versluninni.
„Já, við höfum verið í nokkuð
örum flutningum undanfarið,"
sagði Gunnar, „en nú vonumst
við til að vera komnir í framtíð-
arhúsnæði í þessu gamla og
virðulega húsi. Bókin var stofn-
uð árið 1962, og hefur verið á
fimm stöðum síðan, en ætli við
staðnæmumst ekki eitthvað
hér! Við erum hér með allar
mögulegar bækur, eldri bækur
og notaðar bækur, mörg þúsund
titla. Hér er unnt að finna allar
mögulegar bækur, sögulegan
fróðleik og sagnfræði, blöð og
tímarit, barna- og unglinga-
bækur, skáldrit, ljóðabækur og
allt þar á milli. — Við kaupum
ekki inn hvaða bækur sem er og
heldur ekki af hverjum sem er,
en með réttu getum við þó sagt
að við kaupum allar tegundir
bóka. Þá gerum við einnig tals-
vert af því að meta bækur fyrir
fólk, til dæmis úr dánarbúum,
sem við svo tökum oft til sölu
hér.“
— Og viðskiptavinirnir, eru
þetta fastir „kúnnar" eða alltaf
ný og ný andlit?
„Bæði og. Við eigum marga
fasta viðskiptamenn og svo
kemur hingað inn fjöldi fólks í
leit að ýmiss konar bókum, og
einnig skiptum við nokkuð við
bókasöfn, ekki síst yngri söfnin,
sem eru að byggja upp góð
bókasöfn. — Hér er eins og í
öðrum fornbókaverslunum
hægt að gera mjög góð kaup, því
verð bóka fer lækkandi fyrst í
stað, þótt margar bækur hækki
að sönnu aftur í verði. Það, sem
einkum gerir það að verkum að
bók hækkar í verði er, að hún sé
uppseld í nokkur ár, en eftir-
spurn eftir henni haldist nokk-
uð jafnt og þétt. Útlit bóka í
slíkum tilvikum skiptir alltaf
minna máli en innihaldið. —
Það er hins vegar hlutur, sem
fólk hugsar oft ekki út í. Við
fréttum til dæmis sorglega oft
af því að fólk er að fara með
bækur á ruslahauga vegna þess
að það telur þær verðlausar, en
síðan er reynt að selja aðrar,
sem ef til vill eru verðlitlar eða
illseljanlegar. Islendingar eru
hins vegar yfirleitt vel að sér
um bækur og af mínu starfi hér
finnst mér ég geta fullyrt að við
berum titilinn bókaþjóð með
rentu," sagði Gunnar.
— Hver er dýrasta bókin hér,
þegar þið nú opnið, Snær?
„Það er fyrsta útgáfa af
Sturlungu, sem út kom í Kaup-
mannahöfn árið 1817 í tveimur
bindum. Ýmislegt annað er svo
einnig fémætt hér, til dæmis
Felsenborgarsögur frá 1854 —
sem frægar urðu meðal annars í
sögu Laxness af Ljósvíkingnum
— einnig erum við með mann-
talið frá 1703 hér, og margt
fleira, sem trúlega þykir for-
vitnilegt. Meðal bóka er svo fs-
lenzkur kirkjuréttur eftir Jón
Pétursson háyfirréttardómara,
sem trúlega er samin hér í
þessu húsi, sem Jón bjó lengi í.“
— Já, þetta hús á sér langa
sögu?
„Húsið Laugavegur 1 mun
vera reist árið 1848. Sá sem
reisti það var Gustav Christian
Joachim Ahrens, trésmiður frá
Mecklenburg. Hann fékk borg-
araréttindi í Reykjavík 1854, en
var þá búinn að vera hér í bæ
um nokkurt skeið. Ahrens reisti
m.a. mylluna við Bankastræti
1846 og rak hana einnig um
nokkurt skeið. Hann reisti líka
nokkur hús í bænum, m.a.
Lækjargötu 4, er enn stendur.
Hann var kvæntur íslenskri
konu og áttu þau allmörg börn.
Ahrens lést í Reykjavík 1860.
Svo er að sjá að Ahrens hafi
byggt húsið á lóð er hann fékk
leigða hjá stiftamtmanni, en
stiftamtmaður hafði afnot af
landi Arnarhóls. Árið 1850 seldi
Ahrens húsið August Thomsen,
sem seldi það aftur, líklega
sama ár, Jóni Péturssyni. Jón
Pétursson (f. 1812, d. 1896) var
dómari í landsyfirrétti frá 1850
og háyfirdómari frá 1877—1889.
Hann var tvíkvæntur og
barnmargur og miklar ættir frá
honum komnar. Hann sat á Al-
þingi 1855 og aftur 1859—86 og
var bæjarfulltrúi í Reykjavík
1856-61 og 1863-71. Hann
fékkst einnig við ritstörf oe út-
gáfu tímarita. Jón og fjölsn.>iua
hans bjuggu í húsinu Laugavegi
1 í hálfa öld, en árið 1903 seldi
Sturla Jónsson, kaupmaður,
sonur Jóns, húsið. Þá eignaðist
Valdemar Ottesen það, hann
mun hafa rekið verslun í hús-
inu. Valdemar varð gjaldþrota
og húsið var selt 1904 Magnúsi
Guðmundssyni. Magnús seldi
árið 1914 hluta af lóðinni Jóni
Þorlákssyni, sem reisti á þeim
lóðarparti húsið Bankastræti
11. Tveimur árum síðar seldi
Magnús húsið Laugaveg 1
þremur mönnum, þeim Guð-
mundi Ásbjörnssyni, Sigurbirni
Þorkelssyni og Hjálmari
Þorsteinssyni. Þeir Guðmundur
og Hjálmar höfðu þá rekið hús-
gagnaverkstæði þar um tíma,
en árið 1915 hófu þeir rekstur
verslunarinnar Vísis í hluta
hússins, ásamt Sigurbirni. Sig-
urbjörn rak verslunina Vísi í
húsinu í fjölda ára, og er sú
verslun þar enn þó hún hafi
skipt um eigendur. Því er ekki
að neita að okkur fellur strax
vel að starfa í þessu gamla og
góða húsi,“ sagði Snær að lok-
um.
- AH
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.
Sr. Agnes Sigurðardóttir mess-
ar, Dómkórinn syngur, organ-
leikari Marteinn H. Friðriksson.
Messa kl. 2.00. Vænzt er þátt-
töku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Foreldrar flytja bænir og
ritningartexta. Sr. Þórir Steph-
ensen. Laugardagur: Barnasam-
koma að Hallveigarstööum kl.
10.30. Sr. Agnes Siguröardóttir.
ÁRBÆ JARPREST AK ALL:
Barnasamkoma í safnaöarheim-
ili Árbæjarsóknar kl. 10.30.
Guösþjónusta í safnaðarheimili
kl. 2.00. Organleikari Jón Mýr-
dal. Væntanleg fermingarbörn
lesa ritningartexta í messunni.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIDHOLTSPRESTAKALL:
Laugardagur: Barnaguösþjón-
usta kl. 11.00. Sunnudagur:
Messa kl. 14.00 í Breiöholts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK JA: Barna-
samkoma kl. 11.00. Sr. Sólveig
Lára Guömundsdóttir. Guös-
þjónusta kl. 2.00. Barnagæzla.
Organleikari Guðni Þ. Guö-
mundsson. Félagsstarf aldraöra
miövikudagseftirmiödag. Æsku-
lýösfélagsfundur miövikudag kl.
20.00. Yngri deild æskulýösfé-
lagsins fimmtudag kl. 16.30. Sr.
Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Laugardagur: Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu viö Bjarnhóla-
stíg kl. 11.00. Sunnudagur:
Guösþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11.00. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Laugardagur: Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl.
2.00. Sunnudagur: Barnasam-
koma í Fellaskóla kl. 11.00.
Guösþjónusta í Menningarmiö-
stöðinni viö Gerðuberg kl. 2.00.
Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Laug-
ardagur 21. janúar: Ferm-
ingartími í kirkjunni kl. 14.00.
Sunnudagur 22. janúar: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Ræöuefni:
Hann endurnýjar trú okkar.
Söngstjóri og organisti Pavel
Smid. Fermingarbörn og for-
eldrar þeirra hvattir til aö koma.
Sunnudaginn 22. janúar kl.
19.00, þorrafagnaöur Fríkirkju-
safnaðarins í Oddfellowhúsinu í
Vonarstræti. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Guösþjónusta
meö altarisgöngu kl. 14.00. Al-
menn samkoma nk. fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30. Organleik-
ari Árni Arinbjarnarson. Sr. Hall-
dór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 11.00. Börnin komi
í kirkjuna og taki þátt i upphafi
messunnar. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Kvöldmessa meö alt-
arisgöngu kl. 5.00. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriðjudagur 24.
janúar, fyrirbænaguösþjónusta
kl. 10.30, beðiö fyrir sjúkum.
Miövikudagur 25. jan., Nátt-
söngur kl. 22.00. Fimmtud. 26.
jan. opiö hús fyrir aldraöa kl.
14.30.
LANDSPÍT ALINN: Messa kl.
10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son.
HÁTEIGSKIRKJA: Laugardag-
ur: Barnaguösþjónusta kl.
11.00. Sunnudagur: Messa kl.
2.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Laug-
ardagur: Barnasamkoma í safn-
aöarheimilinu Borgum kl. 11.00.
Sunnudagur: Guösþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 2.00. Mánu-
dagur: Biblíulestur á vegum
fræösludeildar safnaöarins í
Borgum kl. 20.30. Miövikudag-
ur: Fundur meö foreldrum ferm-
ingarbarna í Borgum kl. 20.30.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Óska-
stund barnanna kl. 11.00. Söng-
ur — sögur — leikir. Sögumaö-
ur Siguröur Sigurgeirsson.
Guðsþjónusta kl. 2.00. Organ-
leikari Jón Stefánsson, prestur
Siguröur Haukur Guöjónsson.
Vekjum athygli eldri sóknarbúa
á því aö óski þeir aöstoðar viö
aö sækja guðsþjónustur í Lang-
holtskirkju, þá láti þeir vita í
síma 35750 milli kl. 10.30 og
11.00 á sunnudögum. Sóknar-
nefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barna-
messa kl. 11.00. Guðsþjónusta
kl. 2.00. Bænaguðsþjónusta
þriðjudag 24. jan. kl. 18.00.
Föstudagur 27. jan. kl. 14.30
síödegiskaffi. Sr. Ingólfur Guö-
mundsson.
NESKIRKJA: Laugardagur:
Samverustund aldraðra kl. 15.
Guðspjall dagsins:
Matt. 8.:
Jesús gekk niður
af fjallinu.
Sveinn Torfi Sveinsson, verk-
fræðingur, segir frá ferö um
Thailand í máli og myndum. Sr.
Óskar Ólason. Barnasamkoma á
sunnudaginn kl. 11. Messa kl. 14.
Sr. Frank M. Halldórsson. Mánu-
dagskvöld kl. 20: Æskulýösfé-
lagsfundur. Miövikudag: Fyrir-
bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank
M. Halldórsson.
SELJASÓKN: Barnaguósþjón-
usta í Ölduselsskóla kl. 10.30.
Barnaguðsþjónusta í íþróttahúsi
Seljaskóla kl. 10.30. Guösþjón-
usta í Ölduselsskóla kl. 14.00.
Fundur í æskulýósfélaginu
Tindaseli 3 þriðjudaginn 24.
janúar kl. 20.00. Sagt veröur trá
starfi Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar. Fyrirbænasamvera 27. janúar
í Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Guðs-
þjónusta kl. 11.00 í sal Tónlist-
arskólans. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson.