Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 27
I
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
í gegnum tíðina - Manstu lagið?:
Vinsælustu dæg-
urflugur síðustu
ára og áratuga
— á nýrri skemmtun í Broadway
„í GEGNUM tíðina — Manstu
lagið?“ er yfirskrift söngskemmt-
unar, sem verið er að æfa í veit-
ingahúsinu Broadway þessa dag-
ana. Frumsýning verdur n.k. fostu-
dag, 27. janúar.
Þar munu leiða saman hesta
sína margir af þekktustu dæg-
urlagasöngvurum landsins und-
anfarin ár og áratugi og flytja
margar helstu dægurflugur lið-
inna ára. Söngvararnir eru:
Ragnar Bjarnason, Skafti Ólafs-
son, Sigurður ólafsson, Ómar
Ragnarsson, Erla Traustadóttir,
Guðbergur Auðunsson, Sigurður
Johnnie, Harald G. Haralds,
Einar Júlíusson, Sverrir Guð-
jónsson og Björgvin Halldórs-
son, en það er einmitt hann, sem
hefur skipulagt þessa skemmt-
un.
Síðar i vetur munu koma í
heimsókn á stakar sýningar þau
Jónas Jónasson, Ingibjörg Þor-
bergs, Björn R. Einarsson, Stein-
dór Hjörleifsson og fleiri. Út-
setningar og hljómsveitarstjórn
er í höndum Gunnars Þórðars-
onar en söngkvartett, sem að-
stoðar söngvarana með „úi og
púi“, er skipaður þeim Þuríði
Sigurðardóttur, Sverri Guð-
jónssyni, Páli Þorsteinssyni og
Björgvin Halldórssyni. Björgvin
og Páll annast auk þess kynn-
ingar.
Þessi skemmtun fylgir í kjöl-
far geysivinsælla skemmtana,
sem boðið var upp á í Broadway
í vetur og fyrravetur, þ.e. Rokk-
hátíðinni og Bítlaæðinu.
Handbók fiskvinnslunnar:
Fyrsti kafli kominn út
ÚT ER kominn fyrsti kafli Handbókar
fiskvinnslunnar, sem er samin og gefin
út á vegum Kannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins og ritstýrt af dr. Jónasi
Bjarnasyni.
Vorið 1981 fól sjávarútvegsráðu-
neytið stofnuninni að annast samn-
ingu handbókar, sem að meginefni
skyldi fjalla um gæðamat á fisk-
afurðum til notkunar í útgerð og
fiskiðnaði, til kennslu og við mats-
og eftirlitsstörf. Hugmyndin er að
þessi bók verði gefin út í köflum í
lausblaðaformi, þannig að einfalt sé
að bæta við og skipta út einstökum
blöðum og köflum um einstaka þætti
fiskvinnslu, en skort hefur samræm-
ingu og heildaryfirsýn. Einnig er
þessari handbók ætlað að styðjast
við, svo sem kostur er, vísindalegar
mælingar og niðurstöður rannsókna
svo og við skilgreindar kröfur mark-
aða fyrir íslenskar fiskafurðir.
Þessi fyrsti kafli, sem hér birtist
fjallar um saltfisk. Mjög miklum
tíma hefur verið varið í söfnun
gagna og umfjöllun um efni kaflans
einkum hins nýstárlega matskerfis
meðal saltfiskverkenda og samtaka
þeirra. Hiklaust má segja að aldrei
hafi þessi mikilvægi þáttur fisk-
vinnslunnar verið tekinn jafn ítar-
lega til meðferðar og er vitnað í fjöl-
margar rannsóknaniðurstöður og
skýrslur til stuðnings ályktununum
og leiðbeiningum, sem settar eru
fram.
Vinna við næsta kafla Handbókar-
innar um skreiðarverkun er komin
vel á veg og undirbúningur að fersk-
fiskaflanum er að hefjast. Handbók-
in verður til sölu hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins og útibúum
hennar.
(Krctutilkj'nning)
HVÍTASUNNUKIRKJA Fíla-
delfíu: Sunnudagaskóli kl. 10.30.
Einnig sunnudagaskóli i Völvuf-
elli 11 kl. 11. Safnaðar-
guðsþjónusta kl. 14. Ræöu-
maður Sam Daniel Glad. Almenn
guðsþjónusta kl. 16.30. Ræö-
umaður Einar J. Gíslason. Sam-
skot vegna líknarmála í Póllandi.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg
2B: Bænastund kl. 20. Samkoma
kl. 20.30. Sr. Jónas Gíslason pré-
dikar. Ræöuefni: Einn skal annan
styrkja. Þáttur frá starfinu. Æsk-
ulýöskór KFUM & KFUK syngur.
Tekiö á móti gjöfum í launasjóö
félaganna.
DÓMKIRKJA KRISTS konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14. Alla rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugar-
dögum, þá kl. 14.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa
kl. 11.
KIRKJA Óháöa safnaóarins:
Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur
Kristjánsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 20 og
sameiginleg samkoma kl. 20.30
sem brigadier Óskar Jónsson
stjórnar. Ræöu flytur dr. Sigur-
björn Einarsson fyrrv. biskup.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
VÍÐISTADASÓKN: Barnasam-
koma kl. 11 Sr. Siguröur Helgi
Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös-
þjónusta kl. 14. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Sunnu-
dagaskólinn kl. 10.30. Safnaöar-
stjórn.
KAPELLA St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 14. Sr. Bragi Frið-
riksson.
LÁGAFELLSSÓKN: Mesra á
Lágafelli kl. 14. Prestur sr. Gunn-
ar Kristjánsson. Sóknarnefnd.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Altarisganga. Sr.
Þorvaldur Karl Helgason.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Vegna framkvæmda í kirkjunni
veröur barnaguösþjónusta í
Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11 og
veröur rútuferö þangaö frá kirkj-
unni kl. 10.45. Sr. Þorvaldur Karl
Helgason.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Muniö skólabíl-
inn. Guðsþjónusta kl. 14. Bæna-
stund veröur i kirkjunni kl. 19.30
til og með 25. janúar í tilefni af
alþjóðlegu bænavikunni. Sókn-
arprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
messa kl. 11. Sr. Tómas Guö-
mundsson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr.
Björn Jónsson.
Ljósm. KEE
Um síðustu helgi var bflasýning í Daihatsu-umboðinu, þar sem ný kynslód Daihatsu Charade-bifreiða var kynnt.
Mikil aðsókn var að sýningunni og hefur nú verið ákveðið að hún verði aftur haldin í dag og á morgun. Opið verður
milli klukkan 13 og 17.
Veruleg fjölgun mála hjá Sakadómi
Á ÁRINU 1983 voru kveðnir upp
dómar í málum 642 manna við saka-
dóm Reykjavíkur. Málin skiptast
þannig eftir efni að 301 var ákærður
fyrir brot gegn almennum hegn-
ingarlögum, en 342 fyrir brot gegn
sérrefsilöggjöfinni, einkum umferð-
arlögum. Voru 23 sýknaðir en mál-
um 15 var vísað frá dómi. Til sam-
anburðar skal þess getið að árið
1982 gengu dómar í málum 519
sakborninga.
Þá var málum 1.869 manna lok-
ið með dómsátt á árinu, en 1.799
árið áður.
Á árinu bárust dóminum 62
beiðnir um sviptingu lögræðis.
Réttarbeiðnir, sem er ýmiss
konar aðstoð við mál, sem rekin
eru fyrir öðrum dómstólum voru
57.
Beiðnir um dómsaðgerðir á
rannsóknarstigi máls voru alls 81,
þar af voru gæsluvarðhaldsbeiðnir
57 og beiðnir um húsleit 9. Gæslu-
varðhaldsbeiðnir árið 1982 voru
hins vegar 68, en húsleitarbeiðnir
14.
Loks skal þess getið, að dómin-
um bárust árið 1983 656 ákærur
frá ríkissaksóknara, en 478 árið
1982, þannig að um 37,2% aukn-
ingu milli ára er að ræða.
FrétUUilkynning
Þetta var hrikaleg
verólækkun
— skiptir tugum þúsunda —
Þú borgar aðeins 119.000 kr. fyrir
splunkunýjan Skoda
og ekki nema helminginn út, við lánum þér
afganginn.
Láttu sjá þig
— og þá meina ég strax
JÖFUR
HF
Nybylavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600