Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
29
Bíður barnið þitt enn?
— eftir Örnu Jóns-
dóttur og Margréti
Pálu Ólafsdóttur
Senn er kjörtímabil núverandi
borgarstjórnarmeirihluta hálfnað
og í tilefni af nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar er
við hæfi að skyggnast aftur í tím-
ann. Hvernig hefur íhaldið sinnt
börnum borgarinnar og foreldrum
þeirra?
Allir minnast þess, er vinstri
meirihluti tók við völdum í höfuð-
borginni árið 1978, eftir 50 ára
valdatíð íhaldsins. Dagvistarmál
sem og fleiri mál, voru í algjörum
ólestri og má sem dæmi nefna að
37 dagvistarheimili voru til í borg-
inni. Vinstri menn höfðu aðeins 4
ár til framkvæmda, en tókst þó að
byggja 12 heimili auk þess að gera
áætlun um uppbyggingu dagvist-
arheimila, þannig að þörf yrði
fullnægt innan 10 ára. Ekki tókst
alfarið að fylgja þeirri áætlun eft-
ir, en þó var þetta fyrsta stefnu-
markandi aðgerðin í þágu dagvist-
armála og eygðu menn loks næg
og góð dagvistarheimili sem veru-
leika. Þessa áætlun lagði vinstri
meirihlutinn upp í hendurnar á
íhaldinu snemma ársins 1982.
Jafnhliða uppbyggingunni var
einnig hugað að innra starfi heim-
ilanna og má minna á svonefnda
„innra starfsskýrslu", sem fól í sér
miklar lagfæringar fyrir börn og
starfsfólk. Blöndun aldurshópa
komst á, foreldrasamstarf var
stóraukið og í kjölfarið fylgdi
lagasetning á Alþingi um gerð
starfsáætlunar fyrir öll heimilin,
sem kveður á um markmið og leið-
ir í uppeldisstarfinu.
Stefna Sjálfstæöis-
flokksins?
Fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar var mikið rætt um dag-
vistarmál. Ef litið er á ummæli
sjálfstæðismanna frá þeim tíma,
er ekki sjáanlegt að þar tali sömu
menn og nú sitja í valdastólum.
„Stefna Sjálfstæðisflokksins er að
byggja verulega upp, en hafa
formið sveigjanlegt til að mæta
breytilegum þörfum og hafa sem
fjölbreyttasta valkosti," sagði
Markús Örn Antonsson. Reyndar í
viðtali við Fóstrublaðið fyrir
kosningarnar. Þessi orð hafa vart
heyrst við gerð fjárhagsáætlana
eða ekki er það merkjanlegt af
framkvæmdum ihaldsins. Síðan
það tók við stjórnartaumum, hef-
ur verið byrjað á 2 nýjum dagvist-
arheimilum, þ.e. Hraunkoti og
Hraunborg við Hraunberg í
Breiðholtinu. Tvö ný heimili — á
nær tveim árum. Hvílík frammi-
staða. Með þessu áframhaldi fá
borgarbúar 4 ný heimili á þessu
kjörtímabili eða eitt á ári, meðan
biðlistar lengjast og öngþveiti rík-
ir í dagvistun reykvískra barna.
Eitt skóladagheimili var stofnsett
í húsnæði Breiðagerðisskólans og
annað er væntanlegt innan Laug-
arnesskólans þar sem fannst ónot-
að húsnæði. Þannig má með góð-
um vilja ætla að íhaldið taki í
notkun 6 heimili eða helmingi
færri en gerðist á síðasta kjör-
tímabili?
Hvert fara
peningarnir?
í fjárhagsáætlun er gert ráð
fyrir að 15 milljónir fari í upp-
byggingu dagvistarheimila. Mun
það fé fara til að halda áfram
framkvæmdum við Hraunberg og
til að byrja á þriggja deilda heim-
ili við Rangársel. Vitaskuld var
tillaga Alþýðubandalagsins um 27
milljónir felld, en þar var áætlað
að byggja heimili í Árbæjarhverfi
og við Eiðsgranda, þar eð dagvist-
arskortur þar er hrikalegur.
Sama viðhorf kemur fram í
fjárlögum íslenska ríkisins, —
fjárlögum hinna fullorðnu, sem
ekki taka nokkurt tillit til barna.
Framlag ríkisins til Reykjavík-
urborgar árið 1984 mun verða 5,7
milljónir til uppbyggingar dag-
vistarheimila. Á síðasta ári var
það 6,7 milljónir, svo krónutalan
hefur lækkað um eina milljón og
raungildi peninganna um meira
en helming. Hver verður framtíð
þjóðar, sem býr á þennan hátt að
börnum sínum?
3 milljónir ónotaöar
Niðurskurður á fjármagni til
uppbyggingar bæði hjá ríki og
borg, 10 ára áætlunin um að full-
nægja þörf að engu orðin. Þetta
ætti að vera nægileg afrekaskrá
fyrir hvaða meirihluta sem er. En
sú var ekki reyndin. Á árinu 1983
var fjárveiting til uppbyggingar
ekki fullnýtt, þannig að um ára-
mót var afgangi, sem nam 3 millj-
ónum króna „skilað" til borgar-
sjóðs. Geri aðrir betur. Hins vegar
er óvíst að foreldrar, sem beðið
hafa mánuðum — og árum —
saman með börnin sín á biðlista,
kunni borgaryfirvöldum þakkir
fyrir þennan sparnað. Að auki er
rétt að benda á að þessi upphæð
mun á engan hátt koma dagvist-
arkerfinu til góða á næsta ári, svo
hér var sparað fyrir borgarsjóð á
kostnað barnanna.
Arna Jónsdóttir
Gæsluvöllum fækkar
Á síðustu tveimur árum voru 5
gæsluvellir lagðir niður, án þess
að nokkuð kæmi í staðinn. Vita-
skuld ber borgaryfirvöldum að sjá
til þess að allur rekstur fylgi þjóð-
félagsþróun og aðsókn að gæslu-
völlunum hefur stórminnkað af
mörgum ástæðum. Því hefði verið
eðlilegt að koma á fót leikskólum
á þessum völlum, svo dæmi sé tek-
ið, en það gerði vinstri meirihlut-
inn á sínum tíma. Hins vegar er
það ófyrirgefanlegt að minnka þá
þjónustu sem þó er fyrir hendi, 5
gæsluvellir eru horfnir og ekki
þótti ástæða til að bjóða upp á
neitt í staðinn.
Jafnframt eru þeir fjármunir
horfnir, sem áður fóru í rekstur
þessara valla. Ekki hafa þeir kom-
ið til góða fyrir þá gæsluvelli, sem
eftir eru, svo mikið er víst. Ekki
hafa þeir heldur komið til góða
fyrir t.d. innra starf dagvistar-
heimilanna eða til að auka upp-
byggingu — sem hefði verið besti
kosturinn. Þessa fjármuni hefði
Margrét Pála Ólafsdóttir
þurft að „eyrnamerkja" og tryggja
að þeir kæmu börnum til góða á
einn eða annan veg.
Svikin loforö?
„Stefna Sjálfstæðisflokksins er
að byggja verulega upp ... hafa
sem fjölbreytilegasta valkosti".
Það hefur nákvæmlega ekkert ver-
ið gert til að auka valkosti for-
eldra. Loforð um uppbyggingu
hafa verið svikin, svo dagvistar-
heimilin þjóna enn nær eingöngu
forgangshópum, önnur börn geta
valið um dagmömmu — eða lykil
um hálsinn.
Var það þetta, sem kjósendur
kusu fyrir sig og börn sín.
Arna Jónsdóttir er íóstra, fulltriii
Alþýðubandalags í barnaverndar-
nefnd Rerkjavíkur og var í fram-
boði til borgarstjórnar fyrir þann
flokk 1982.
Margrét l’ála Ólafsdóttir er for-
stöðumaður í Steinahlíð. Yar í
framboði til Alþingis fyrir Alþýðu-
bandalagið 1983.
Vil kaupa frímerki
islenzk á pappir/einnig á bréfa-
úrklippum. Staögreiösla. Tllboö
sendist H. Andersen. Stærevej
45, 2 2400 Köbenhavn N.V.
Oanmark.
□ Gimli 59841237 = 1.
St. St:. 59841214 1X
bjóriusta i
á \mj
VERÐBREFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 687770 Simatímar kl. 10—12 og 3—5. KAUP OG SALA VEGSKULDABRÉFA
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferðir sunnud.
22. janúar:
1. Kl. 13. Skíöagönguferð á
Mosfellsheiöi.
2. Kl. 13. Kjalarnesfjörur/ Esju-
hlíöar. Verö kr. 200.
Brottför frá Umferöarmlöstöö-
inni, austanmegin. Frítt f. börn i
fylgd fulloröinna. Komiö vel búin
þa veröur feröin til ánægju.
Feröafélag Islands.
Krossinn
Samkoma í kvöld, kl. 20.30, aö
Álfhólsvegi 32, Kópavogi.
Allir velkomnir.
Heimatrúboðið
Hverfisgötu 90
Almenn samkoma á morgun
sunnudag kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Elím, Grettisgötu 62,
Reykjavík
A morgun, sunnudag, veröur
sunnudagaskóli kl. 11.00 og al-
menn samkoma kl. 17.00.
Veriö velkomin.
UTIVISTARFERÐIR
Sunnudagsferðir
22. jan.
Kl. 10.30: Gullfoss í klakabönd-
um. Eftir frostakaflann aö und-
anförnu er fossinn í stórkostleg-
um klakaböndum. Geysissvæöiö
skoöaö o.fl. Verö 500 kr.
Kl. 13.00: Fjöruferö á stór-
straumsfjöru: Kiöafellsá —
Saurbær á Kjalarnesi. Fjölbreytt
og falleg fjara. Fræöst um þör-
unga, skeljar og önnur fjörudýr.
Brottför í feröirnar frá bensin-
sölu BSÍ ( í Árbæ viö Shellst.).
Frítt f. börn. Tilvaldar fjölskyldu-
feröir. Simsvari: 14606. Sjáumst.
Utivist
Tilkynning frá Skíða-
félagi Reykjavíkur
Toyota-skiöagöngumót félags-
ins fer fram á Kjarvalstúni nk.
sunnudag. 22. janúar kl. 14.00.
Þátttökutilkynning á mótstaö
fyrir kl. 13.00 sama dag. Kennt í
karlaflokki (10 km) og kvenna-
flokki (5 km). Verölaunaafhend-
ing á mótstaö aö lokinni keppni.
Stjórn Skíöafélags Reykjavikur
Félag kaþólskra
leikmanna
heldur fund í safnaöarheimilinu
Hávallagötu 16 mánudaginn 23.
nk. kl. 20.30. Sýnd veröur
vídeómynd um heimsókn páfans
til Póllands i sumar.
Stjórn FKL.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænavika Kristinna trúfélaga.
Samkoma kl. 20.30. Ræöumað-
ur séra Halldór Gröndal Sam-
skot til innanlandstrúboös.
Aðalfundur
Karlakórs Reykjavíkur fyrir árið
1983 veröur haldinn laugardag-
inn 28. janúar 1984 kl. 14.00 i
félagsheimili Kópavogs. Dag-
skrá: 1. Venjuleg aöalfundar-
störf. 2. Lagabreytingar.
Stjórnin
raöauglýsingar
radauglýsingar
raöauglýsingar
Akurnesingar
Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í SjálfstaBöishúslnu sunnu-
daginn 22. janúar kl. 10.30.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn.
Sjálfstædlsfélögin á Akranesl.
Selfoss
Sjálfstæöisfélagiö Óöinn á Selfossi, heldur almennan félagsfund,
þriöjudaginn 24. janúar, kl. 20.30, aö Tryggvagötu 8. Selfossi. Bæjar-
fulltrúar Sjálfstæöisflokksins flytja framsöguerlndi um fjárhagsáætlun
Selfossbæjar 1984 og svara siöan fyrirspurnum.
Sjálfstæöisfólk er hvatt til aö fjölmenna.
Stjórnin.
Hafnarfjörður — Hafnarfjörður
Fundarboö
Aöalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæöisfólaganna i Hafnarfiröi veröur
haldinn i Sjálfstæöishúsinu þriöjudaginn 24. janúar nk. kl. 20 30.
Dagskrá:
Skýrsla formanns.
Reikningur fulltrúaráðsins.
Reikningar hússjóös.
Skýrslur formanna sjálfstæðisfélaganna.
Kosningar formanns, varaformanns, ritara og formanna nefnda.
Viöhald Sjálfstæöishússins.
Önnur mál.
Vinsamlegast mætiö stundvíslega.
Kópavogur — Kópavogur
SPILAKVÖLD
Okkar vinsælu spilakvöld halda áfram þriöjudaginn 24. janúar kl. 21.
stundvislega i Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1.
Góö kvöld og heildarverölaun.
Kaffiveitingar.
Mætum öll.
Stjórn Sjálfstæóisfélags Kópavogs.
Akranes —
Almennur
stjórnmála
fundur
veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu mánudag-
inn 23. janúar kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöis-
flokksins og Valdimar Indriöason alþing-
ismaöur ræða stjórnmálaviöhorfiö.
2. Umræöur og fyrirspurnir.
Allir velkomnir.
Fulltrúaráó Sjálfstæóis-
félaganna á Akranesi.
Aðalfundur fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna
í Kópavogi
veröur haldinn fimmtudaginn 26. janúar
nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu aö
Hamraborg 1, 3. hæö, Kópavogi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
Ræöa. Geir Hallgrímsson, utanríklsráö-
herra — öryggis- og varnarmát.
Frjálsar umræöur.
Stjórn fulltrúaráósins.
Vestmannaeyjar
Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Vestmannaeyja veröur haldinn laugar-
daginn 21. janúar nk. kl. 16.00 i Hallarlundi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöis-
flokksins ræöir um stjórnmálaviöhorfiö.
3. Önnur mál.
Þingmenn Sjálfstæöisflokksins í kjördæminu
mæta á fundinn.
Stjórnln.