Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
„Þessi Jri |Ut CD r
manni í ói ibi or inr
„Ég hefði mikinn áhuga á
að spreyta mig í kvikmynd-
um, en enn sem komið er
hefur enginn boðið mér
hlutverk," sagði Mick Jagg-
er, söngvari Rolling Stones,
í viðtali viö vikuritið Wom-
an. „Þá hef ég ekki síöur
hug á að reyna fyrir mér við
leíkstjórn og er sjálfur að
bauka við að gera kvik-
mynd. Kannski leik ég aðal-
hlutverkið þar sjálfur.“
Jagger bætti því viö, aö nú orö-
iö væru flest meiriháttar kvik-
myndahlutverk samin meö ein-
hvern ákveöinn leikara í huga,
— segir Mick
Jagger, sem er
ekki á þeim
buxunum að leggja
hljóðnemann
til hliðar
þannig aö lítiö þýddi aö reyna aö
komast aö, jafnvel þótt um fræga
menn væri aö ræöa (engin nöfn
nefnd).
„Ég er löngu hættur aö lifa fyrir
rokkiö eins og ég geröi hér á ár-
um áöur. Enginn endist til slíks
þegar komiö er á fuiloröinsár.
Þaö er aöeins á meöan maöur er
ungur, aö slíkur hugsunarháttur
ríkir. Þegar ég var oröinn þrítug-
ur, jafnvel strax á 26. aldursári,
var ég hættur aö hugsa þannig,
aö heimurinn snerist um rokkiö.“
Þrátt fyrir þessi ummæli sagöi
Jagger, aö ekki mætti líta þannig
á aö hann væri oröinn leiöur á
tónlistinni. Fjarri því. Til staöfest-
ingar bætti hann því viö, aö svo
gæti vel fariö, aö Rolling Stones
myndu efna til annarrar yfir-
griþsmikillar tónleikaferöar á
þessu ári. „Þessi fiðringur er
manni í blóö borinn. Ég er vel á
mig kominn líkamlega og víst er,
aö á meöan svo er sé ég enga
ástæöu til aö leggja hljóönemann
til hliöar.“
Mick Jagger —
aldrei hressari.
John Lennon og Yoko Ono. Myndin tekin í ágúst 1980.
Dagbók Lennons, sem stolið var,
enn ókomin í leitirnar:
„Þetta eru ótínd-
ir grafarræningj-
ar nútímans"
— segir talsmaður Yoko Ono, sem lætur engar
bilbug á sér finna í góðgerðarstarfseminni
Þótt nú sé liöiö á fjórða ár frá því John Lennon var skotinn til bana,
nánar tiltekiö var það 8. desember 1980, hefur enn ekkert spurst til
dagbókar hans, sem stoliö var þegar brotist var inn í íbúö hans og
Yoko Ono skömmu eftir moröið. Morðinginn, Mark David Chapman,
situr í fangelsi og afplánar 20 ára fangelsi.
Reyndar er þessi dagbók Lennons, sem stoliö var, ekki sú eina sem
horfiö hefur úr fórum hans. Fyrrum aöstoöarmaöur hans, Fred Seaman,
var á sinum tíma sekur fundinn um aö hafa stolið dagbókum Lennons frá
árunum 1975 til 1979. Þær hafa aldrei komiö fram, en Seaman var
dæmdur fyrir stuldinn. Honum var þó sleppt úr haldi eftir aö hann haföi
heitiö því aö nota aldrei neitt úr bókunum sér til framdráttar. Lennon hélt
mjög nákvæmar dagbækur og sat oft lengi viö skriftir.
Hver þaö var, sem stal dagbókinni fyrir áriö 1980, veit enginn fyrir víst.
Að sögn talsmanns Yoko Ono hefur enn ekkert komið fram, sem varpaö
getur Ijósi á stuldinn. Hins vegar sagöi hann, aö hann teldi sjálfur aö þrír
menn ættu sök á stuldinum. Hann neitaöi aö gefa upp nöfn þeirra né
segja hvers vegna hann taldi þá ábyrga.
„Dagbækurnar eru ekki þaö einasta sem hvarf úr íbúöinni,“ sagöi hann
í samtali viö AP-fréttastofuna. „Fleiri munum var stolið og ég er sann-
færöur um aö þar eiga í hlut menn, sem þekktu vel til á heimilinu. En þaö
eru ekki bara þessir menn, sem ætla sér aö hagnast á dauða Lennons.
Menn, sem voru misjafnlega kunnugir honum, gefa út bækur um hann í
gríö og erg. Þetta eru ekkert annaö en ótíndir grafarræningjar nútímans."
Hörð orö atarna, en Ono lætur samt engan bilbug á sér finna í
góögeröarstarfseminni. Þótt ýmsu hafi verið stolið úr íbúöinni er enn
heilmikið eftir. í næsta mánuöi ætlar sú japanska aö efna til uppboðs á
munum úr heimilinu, sem metnir eru á 2 milljónir dollara (56 millj. ísl.
króna). Andvirði sölunnar rennur til liknarmála.
Efnt til námskeiðs
í hljóðversfræðum
Hljóöveriö Mjöt, sem er til húsa
aö Klapparstíg 28 (sími 23037),
hefur ákveöið aö brydda upp á
þeirri nýjung að efna til nám-
skeiða, þar sem mönnum eru
kynnt grundvallaratriöi í hljóö-
versvinnu.
Samkvæmt upplýsingablaöi,
sem Járnsíöunni hefur borist,
skiptist námskeiöiö niöur í eftir-
talda þætti:
1. Undirbúningsvinna. Leiöbein-
andi Magnús Þór Sigmundsson
(3 tímar).
2. Uppbygging hljóövers og
grunntækja þess. Leiöbeinandi
Kristján E. Gíslason.
3. Notkun hljóönema. Leiöbein-
andi Jón Gústafsson (3 tímar).
4. Upptökur rafhljóöfæra, gítars
og bassa. Leiöbeinandi Magn-
ús Guömundsson (1 tími).
5 Trommuupptökur. Ýmsir leiö-
beinendur. (2 tímar).
6. Elektróník, hljóögervlar og
trommuheilar. Leiöbeinandi
Jón Gústafsson (2 tímar).
7. Söngur. Leiöbeinandi Magnús
Guömunsson (1 tími).
8. Upptaka á eigin efni. Leiöbein-
andi Kristján E. Gíslason (17
tímar).
Námskeiöiö er einkum hugsaö
fyrir hljómsveitir, en þó geta ein-
staklingar sótt þaö. Verö er kr.
4.000,- fyrir hljómsveit, en kr.
1.000,- fyrir einstakling og miöast
viö 10 stúdíótíma.
John Sykes, nýi maðurinn í
Whitesnake.
Eiríkur ekki
Ríkharður
Þau mistök urðu á Járnsíöunni um
daginn, aö Eiríkur Örn Pálsson,
trompetleikari, var sagöur heita
Ríkharöur Örn þegar fjallaö var um
tónleika „útlendingahersveitarinnar"
á Boi*ginni rétt fyrir áramót. Umsjón-
armaður Járnsíðunnar biöst velvirö-
ingar á þessum mistökum.
Sykes til liðs
við Whitesnake
Gátan um eftirmann Mick
Moody í Whitesnake viröist nú
vera um þaö bil aö ráðast.
Eins og Járnsíöan skýröi frá á
sínum tíma reyndu meira en 300
gítarleikarar, frægir jafnt sem
ófrægir, aö komast aö hjá White-
snake eftir aö Moody sagöi skilið
viö sveitina. Þar gilti gamla góöa
reglan um marga kallaöa en aö-
eins einn útvalinn.
Eftir því sem Járnsíöan kemst
næst kemur það í hlut John Sykes,
fyrrum gitarleikara í Thin Lizzy aö
halda merki Moodys á lofti. Sykes
þessi hefur vakiö mikla athygli á
undanförnum árum og veriö hælt á
hvert reipi, sem einum af færustu
yngri gítarleikurum Breta.
Af Moody er þaö aö frétta á hinn
bóginn, að hann er ekkert á þeim
buxunum aö leggja gítarinn á hill-
una. Áreiöanlegar heimildir segja
hann hafa í bígerö aö stofna nýja
hljómsveit með vorinu.
8. janúar
★ ... aö Elvis heitinn Presley
heföi oröiö 49 ára gamall heföi
hann lifaö? Tvíburabróöir
hans lést viö fæöingu.
★ ... aö Shirley Bassey fædd-
ist þennan dag fyrir 47 árum?
*... aö Jerry Garcia úr
Grateful Dead varö 41 árs
þennan dag?
★ ... aö þennan dag varö
Robbie Kreiger úr Doors 38
ára?
★ ... aö stórstirniö, aö þvi er
viröist ódauölega, David
Bowie (skírnarnafn David Jon-
es) hélt upp á 37 ára afmæliö
þennan sama dag?
★ ... aö breiöskífan „Layla“
meö Derek And The Dominoes
(Eric Clapton og Co.) kom út
þennan dag fyrir réttum 13 ár-
um?
9. janúar
★ ... aö söngkonan heims-
kunna, Joan Baez, hélt upp á
42. afmælisdaginn sinn þenn-
an dag?
★ ... þrjú ár voru frá því þeir
Jerry Dammers og Terry Hall-
ur Specials sálugu voru
dæmdir í 400 punda sekt hvor
fyrir ósæmilega hegöun og
málfar á tónleikum í Cam-
bridge nokkrum mánuðum áö-
ur?
10. janúar
★ ... aö rokkarinn Ronnie
Hawkins, sem geröi garöinn
frægan á sjötta áratugnum,
varö 49 ára þennan dag?
★ ... aö Jim Croce (sem
reyndar lést fyrir áratug)
fæddist þennan dag áriö 1943
i Filadelfíu?
★ ... aö rokkarinn síungi, Rod
Stewart, átti 39 ára afmæli
þennan dag? (Svona í leiöinni,
svakalega eru þessir rokkarar
allir orönir gamlir.)
★ .. . aö 26 ár voru liðin frá því
plata Presleys, Jailhouse
Rock, átti aö koma út i Bret-
landi? Fresta varð útkomu
plötunnar um viku, þar sem
pressufyrirtækiö haföi ekki un-
dan viö aö pressa upp í pant-
anir, sem voru upp á nærri
350.000 eintök.
★ ... að átta ár voru liöin frá
því blúsarinn kunni Howlin’-
Wolf (Chester Burnette) lést?
11. janúar
★ ... aö sjö ár voru líöin frá
því Rollingurinn Keith Rich-
ards var dreginn fyrir dóm-
stóla, ákæröur fyrir aö hafa
neytt og haft í fórum sínum
bæöi LSD og kókaín?
12. janúar
★ ... aö Long John Baldry
varö 42 ára þennan dag?
★ ... aö söngkonan kunna,
Maggie Bell, átti 39 ára afmæli
þennan sama dag?
★ ... aö Arlo Guthrie (sonur
Woodie Guthrie) hélt upp á 37.
afmælisdaginn sinn?
★ ... aö flokkur trommarans
Ginger Baker (fyrrum Cream-
ara), Air Force, efndi til fyrstu
tónleika sinn fyrir 13 árum?
13. janúar
*■. ■ aö Suggs, söngvari
Madness, varö 23 ára þennan
dag?
★ ... aö 11 ár voru liðin frá þvi
Eric Clapton sté á sviö eftir
langt hlé og skemmti tónleika-
gestum i Rainbow-tónleika-
höllinni í Lundúnum? Upptök-
ur af tónleikunum voru síðar
gefnar út á plötu.
★ .. . aö fjögur ár voru liöin frá
því Johnny Hathaway stytti sér
aldur?