Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 33

Morgunblaðið - 21.01.1984, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 33 Lára Kristín Guð- jónsdóttir - Minning peningshús jarðarinnar áður en nútíma byggingartækni kom til sögunnar. Jóni lék ungum hugur á að nýta ylinn frá Deildartungu- hver, sem lá 570 m frá íbúðarhúsi og miklu lægra. Þetta var áður en hitaveitur komu til sögunnar í þéttbýli, en einn sveitungi Jóns, Erlendur á Sturlu-Reykjum, hafði þó leitt heim gufu frá hver skammt frá húsi jarðarinnar, sem lá þó lægra. Sá sigur hvatti Jón. Tókst honum með ærnum kostnaði að beisla gufuna frá hvernum til upphitunar og suðu. Þessi umbót var hin mikilvægasta bæði hvað hagkvæmni varðaði og til þess að létta húsmóðurstörfin. Umsvifin heimafyrir nægðu ekki Jóni í Deildartungu. Hann var frá unga aldri sannur félags- hyggjumaður. Hann þráði alhliða framfarir, hugsaði ekki aðeins um eigin hag, heldur vildi leiða alla á veg framfara og aukinnar hag- sældar. Hann stóð ungur að stofn- un Ungmennafélags Reykdæla og var formaður þess frá stofnun og aðalheimili þess var í Deildar- tungu. Jón var hvatamaður að stofnun og starfrækslu allra félagssam- taka í héraðinu, sem áttu að vinna að hag héraðsbúa og sat í stjórn flestra þeirra langtímum saman og oft formaður þeirra. Má í því sambandi nefna Kaupfélag Borg- firðinga, Mýra- og Borgarfjarðar- deild Sláturfélags Suðurlands og síðar Sláturfélags Borgfirðinga, sem sameinaðist Kaupfélaginu síðar. Hann var í fararbroddi um samgöngubætur í héraðinu og við aðra landshluta t.d. um stofnun Skallagríms hf. til að annast skipasamgöngur milli Borgarness og Reykjavíkur. Jón var ungur einn af braut- ryðjendum búnaðarfélagsskapar- ins í Borgarfirði og einn af stofn- endum Búnaðarsambands Borg- arfjarðar 1910 og í stjórn þess frá stofnun þar til heilsu hans þraut um 40 árum síðar. Hann var for- maður Ræktunarsambands Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu frá stofn- un meðan heilsa hans leyfði. Jón átti sæti á Búnaðarþingi frá 1929—1952 og var kjörinn í stjórn Búnaðarfélags íslands frá 1939 til 1952. Hann átti sæti í mörgum milliþinganefndum Búnaðarþings. Afurðasölumálin lét Jón sig miklu varða og átti lengi sæti í stjórn Mjólkursamsölunnar. Að sjálf- sögðu var Jón einn af ráðamestu bændum sinnar sveitar, lengi oddviti og sýslunefndarmaður. Hér hefur aðeins verið drepið á hluta af þeim félagsmálum, sem Jón í Deildartungu vann að í þágu héraðs síns og bændastéttarinnar, sýnir það þó að fjarvistir hans frá búi og heimili hafa verið miklar auk þess sem oft hafa fundir verið haldnir þar heima og fjöldi gesta átt erindi við húsbóndann vegna hinna fjölþættu starfa hans. Allt þetta hlaut að auka álag á hús- móðurina og reyna á ráðdeild hennar. Deildartunguheimilið hafði lengi verið hjúasælt og ekki minnkaði hjúasældin við komu Sigurbjargar í húsfreyjusætið. Hún hafði frábæra skapgerð að mildi og drenglund svo að hún öðl- aðist vináttu og virðingu allra sem henni kynntust. Öll störf innan- húss gengu fyrir sig af öryggi og festu án hávaða eða óróleika, jafnt barnauppeldið sem búskaparsýslið og gestamóttakan, en auðvitað komu börnin foreldrum sínum til aðstoðar jafn ört og þau náðu þroska til þess. Þau Sigurbjörg og Jón nutu barnaláns. Þau eignuð- ust 8 börn á 17 árum frá 1914 til 1931. Þau voru í aldursröð: Hann- es, Björn, Vigdís, Andrés Magnús, Sveinn Magnús, Soffía Guðbjörg, Ragnheiður og Guðrún. Öll voru börnin hraust og miklum gáfum og mannkostum búin. Börnin vöndust öll vinnu við bústörf í for- eldragarði og voru öll hvött til að undirbúa sig vel til að takast á við nytjastörf í lífsbaráttunni, þótt eigi veldi nokkurt þeirra langskólagöngu. Eitt barnanna, Sveinn Magnús, dó aðeins 17 ára hinn 1. október 1939. Varð hann fjölskyldunni allri harmdauði enda við hann bundnar miklar vonir. Hin systkinin öll luku námi við Reykholtsskóla og öfluðu sér síðar ýmissar sérmenntunar. Hannes lærði rafvirkjun, Björn varð búfræðingur frá Hvanneyri 1935, Vigdís lauk prófi frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum 1940 og húsmæðrakennaraprófi 1944, Andrés Magnús varð garð- yrkjufræðingur frá sama skóla og Vigdís sama ár, Soffía Guðbjörg lauk húsmæðraprófi frá Varma- landi 1947 og handavinnukennara- prófi frá Handíðaskólanum 1951, Ragnheiður tók fóstrupróf frá Fóstruskóla íslands 1958 og Guð- rún lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1950. Öll hafa börnin stund- að störfin, sem þau bjuggu sig undir. Þess hefur enn ekki verið getið, að þau Deildartunguhjón, Sigur- björg og Jón, beittu sér mjög í skólamálum héraðsins. Jón var einn þeirra sem stuðluðu að því að Hvítárbakkaskólinn var keyptur og starfræktur eftir að brautryðj- andinn, Sigurður Þórólfsson, hætti þar störfum, og þegar Reyk- holtsskóli var stofnaður sem arf- taki Hvítárbakkaskóla vann Jón mjög að því máli og var fjárhalds- maður skólans í mörg ár. Sigur- björg og Jón unnu mjög að því að húsmæðraskólinn á Varmalandi var stofnaður.. Sigurbjörg var í undirbúningsnefnd þessarar skólabyggingar og í skólanefnd frá stofnun skólans til 1971. Sigur- björg var í skólanefnd Reyk- holtsdalsumdæmis í um 20 ára skeið og formaður Kvenfélags Reykdæla frá stofnun þess. Eg og síðar við hjónin þekktum Deildartunguheimilið vel enda þau hjón í hópi bestu vina okkar. Það var dæmigert menningar- heimili þar sem samhugur, hlýja, myndarbragur og andleg sem verkleg menning réðu ríkjum. Sig- urbjörg var myndarkona að lík- amlegu og andlegu atgervi, engin tilhaldskona og laus við allt tildur, en látleysi og virðuleiki einkenndu allan heimilisbrag. Þótt Jón ætti til með að vera hrjúfur í svörum bjó hann yfir óvenju heitum til- finningum og traustum persónu- leika. Sambúð þeirra hjóna var svo samstillt og hlý að unun var að kynnast henni, gáfurnar, bókmenntaþekkingin, raunsæ mannþekking og vilji til að veita öllum fyrirgreiðslu og hjálpar- hönd var einstætt. Viðhorf þeirra hjóna til manna og málefna var svo jákvætt að eindæmum sætti, og aldrei var hallað máli á nokk- urn mann, þótt auðfundið væri að húsbóndinn bar gott skyn á hæfni manna og til hvaða starfa mætti trúa hverjum. Jón Hannesson lést 12. júlí 1953 eftir nokkra hrörnun síðustu árin, aðeins 67 ára að aldri. Við fráfall hans urðu eðlilega breytingar á högum fjölskyldunnar. Björn og kona hans höfðu nokkru áður byggt myndarlegt íbúðarhús og flutt í það. Á honum og móður hans hafði kúabúið hvílt á annan áratug en fjárbúið á Andrési. Nú var bújörðinni skipt og bræðurnir tóku við búsforráðum hvor á sín- um hluta, en Sigurbjörg tók að sér ráðskonustarf hjá Andrési og gegndi hún eða yngri systur hans því starfi til skiptis uns Andrés hóf sambúð með Kolbrúnu Árna- dóttur og börnum hennar. En Sigurbjörg var ekki hætt búskap. Jón hafði ásamt tveim öðrum Borgfirðingum og undirrit- uðum tekið á leigu eyðijörð í Mið- firði 1948, og sett þar saman fjár- bú, sem starfrækt var i 19 ár. Fjárskipti höfðu þá farið fram í Miðfirði en óvíst hve mörg ár Borgfirðingar þyrftu að bíða eftir fjárskiptum. Þá bið þoldi hinn brennandi áhugi Jóns ekki. Hann kom til mín á skrifstofu mina snemma sumars 1948, bað mig að benda sér á hentuga eyðijörð á svæði þar sem fé væri heilbrigt og spurði, hvort ég vildi vera með að koma upp fjárbúi utan Borgar- fjarðar. Eg sló til. Jón fékk jörð- ina þegar á leigu. Á henni var eitt mannvirki nokkurs virði, heyhlaða við fallin hús. Á 3—4 vikum um sumarið byggði Jón þar fjárhús fyrir 300 fjár og heyjaði túnið með orfi, ljá og hrífu. Hafði hann með sér vinnuflokk 4 eða 5 manna. Búið blómgaðist skjótt, sem þakka má ráðsnilld og dugnaði Jóns í upphafi og auðsæld og trúmennsku eins meðeigandans, Eggerts Eggertssonar, sem annað- ist búið frá 1950—’67. Eignarhluta Jóns í búi þessu kaus Sigurbjörg sér til handa og gafst hann henni vel. Sigurbjörg átti lögheimili í Deildartungu til dauðadags, en eftir 85 ára aldurinn dvaldi hún lengst af í Reykjavík, lengi í sér- íbúð á Ránargötu 6, þar sem dæt- ur hennar bjuggu í annarri íbúð, en síðustu árin bjó hún með Soffíu dóttur sinni og Sigurbjörgu dóttur hennar á Kaplaskjólsvegi 65. Sigurbjörg naut ánægjulegrar elli umvafin ást barna sinna og tengdabarna. Hún var aldrei kvellisjúk á langri ævi, en síðustu mánuðina þurfti hún þó sjúkra- húsvist. Sigurbjörg Björnsdóttir lést af ellihrörnun 12. janúar 1984 sátt við allt og alla. Af henni geislaði gáfur og góðvild alla ævi. Blessuð sé minning hennar. Halldór Pálsson Þegar ystu útverðir þeirrar kynslóðar, sem í heiminn var bor- in fyrir síðustu aldamót, hníga til foldar, er ástæða til að staldra við og hugleiða hvað íslenzka þjóðin á þessum kjörviðum mikið að þakka. Þetta háaldraða fólk hefir lifað það tímabil í sögu þjóðarinnar sem einstæðast mun talið verða frá upphafi Islandsbyggðar. Það elst upp við svo kröpp kjör og sára fátækt eins og saga þjóðarinnar sýnir best. Fólkið sem ólst upp við þessi óblíðu kjör varð eigi að síður sterkir stofnar sem skilað hafa nútímanum dýrmætum arfi til ávöxtunar. Hún er fyrsta kynslóð- in sem leggur efnislegan arf í hendur sona og dætra, arf sem hún fékk ekki, en skapaði hins vegar með lífi sínu og starfi. Eitt af höfuðskáldum Rómverja lagði mönnum það ráð til að varð- veita hugarró á tímum mótlætis að þeir skyldu sömuleiðis hafa taumhald á fögnuði á gleðistund- um. Þessi orð hefðu getað verið einkunnarorð Láru. Lára á Kirkjulandi var einlæg trúkona og mikið kirkjurækin eins og maður hennar, Björn Finnbogason. Trúmálin voru honum helgidómur og starfaði hann allmikið við Landakirkju og var m.a. í sóknar- nefnd í 40 ár. Sýnir það vel hug hans til kirkjulegra mála. Ég, sem þessar línur færi á blað, var með honum í sóknarnefnd síðustu tutt- ugu árin svo mér var vel kunnugt um hlýhug hans til kirkjulegra mála. Lára giftist frænda sínum, Birni Þórarni Finnbogasyni, 2. sept. 1910. Sama árið og þau giftu sig byggðu þau húsið Kirkjuland og ræktuðu þar upp stærðar tún og matjurtagarð. Hús þeirra var um árabil eitt af reisulegustu hús- um í Eyjum og stendur enn. Það var ánægjulegt að heim- sækja Láru á Kirkjulandi. Hún var kona sem hægara verður að muna en gleyma. Hún var fríð kona, einörð og sköruleg og það var ætíð mikil reisn yfir henni og hreinleiki. Viðmót hannar og klæðaburður vitnaði um smekk og háttvísi og heimili hennar var þekkt fyrir rausn og myndarskap. Blómagarður hennar var talandi vottur um nákvæmni hennar og natni þar sem blómin voru annars vegar. Lára var greind kona, enda lærð í skóla lífsins á langri ævi. Hún var taumlaus vinur vina sinna og naut þess að tala við þá um dæg- urmál og liðna tíma. Er þróttur hennar minnkaði og hún vissi að hverju dró var eins og birti yfir ásjónu hennar þegar hún talaði um eilífðarmálin. Hún dró ekki dul á það að bjartur dagur væri framundan. Hún sagði eitt sinn við mig: „Við skulum ætíð hafa það hugfast að jarðneskt sólarlag er himnesk afturelding, stefnan er ekki til grafar heldur til himins og gott á sá sem sækir til fegurra lífs og meira ljóss." Við, sem komin erum á háan aldur, munum vel liðinn tíma og samtöl við þetta háaldraða fólk sem er ímynd sögunnar. Eins og jafnan skeður á langri ævi skipt- ast á skin og skúrir og frú Lára fór ekki varhluta af því. Mann sinn missti hún 4. apríl 1964, eftir 54 ára sambúð. Björn Finnbogason var formaður um 50 ár og jafnan með bestu fiskimönnum Eyjanna. Hann stundaði einnig fuglaveiðar og fjallgöngu og var jafnvígur á þetta allt. Þau hjón eignuðust 6 börn og dó eitt þeirra í æsku, en þrjá syni sína hefur Lára misst síðan maður hennar dó. Hún var samt alltaf sama hetjan, hún sá eilíft ljós þegar myrkrið helltist yfir. Tvær dætur, Alda og Birna, eru á lífi og hafa reynst henni eins og best má verða. Lára var hlý og tilfinningarík og næm og hún tók innilegan þátt í gleði og sorg vina sinna og með henni áttum við margar góðar stundir. Hún hafði stórt hjarta sem rúmaði mikla samúð og elsku. Til hennar var ætíð gott að koma og hún hafði tíma til að hlusta, ástúð til að miðla og hlýju til að hugga, frá henni kom maður létt- ari í lund. Við hjónin erum mjög ánægð yf- ir að hafa átt vinfengi við þessa góðu konu og hennar góða fólk. Segja má að Lára gengi úr kvöldvöku ellinnar til hins nýja dags, elskuð af ástvinum sínum og virt af samferðamönnum. Lára andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. janúar 1984 á 98. aldursári. Að síðustu kveð ég kæra vinkonu um margra ára skeið og óska henni Guðs blessun- ar og ástvinum hennar sem eftir lifa í Jesú nafni. Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum Minning: _ ^ Erlingur Olafsson frá Neskaupstað Aðfaranótt 13. janúar lést í Reykjavík Erlingur Ólafsson húsasmíðameistari frá Neskaup- stað á sjötugasta og fyrsta aldurs- ári. Andlátsfregn hans kom okkur vinum hans á óvart. Kvöldið áður hafði hann hringt til okkar glaður og hress í bragði og áttu þau kona mín og hann gott og ánægjulegt samtal. Hafði hann orð á því hversu vel sér liði, hefði heilsan ekki verið jafngóð lengi. En um margra ára skeið hafði hann ekki gengið heill til skógar og hafði hann af þeim sökum þurft að breyta um starf. Erlingur Ólafsson fæddist á Ormsstöðum í Norðfirði 11. febrú- ar 1913. Voru foreldrar hans hjón- in Ólafur Jónsson, sem ættaður var úr Skagafirði, og Guðfinna Sigurðardóttir, ættuð héðan að austan. Æsku- og uppvaxtarár Erlings eru mér ekki það vel kunn að um þau geti ég rætt. En það veit ég að þar skiptust á skin og skúrir. Og erfiðleikar kreppuár- anna urðu þess valdandi að ekki rættust draumar hans um bóklegt nám og ýmislegt annað. Erlingur lærði húsasmíði hjá Jóni Þórðarsyni trésmíðameistara á Akri hér í bæ á árunum fyrir 1950. í því sambandi minnist ég þess að það kom í minn hlut að leiðbeina honum og öðrum í teikn- ingu í húsasmíði í nýstofnuðum iðnskóla hér. Síðast öðlaðist hann svo meistararéttindi í iðn sinni og starfaði að henni af miklum dugn- aði og útsjónarsemi fram um 1970. Hjá honum lærðu sex ungir menn smíðar og eru flestir þeirra starf- andi hér í bæ. Hafði Erlingur við þá gott samband. Eftir að Erling- ur hætti smíðum gerðist hann byggingarfulltrúi hér í Neskaup- stað og iðnfulltrúi Austurlands. Þessum störfum gegndi hann til haustsins 1982. Nú að leiðarlokum er mér ljúft að minnast með þakklæti sam- starfs okkar sem hófst skömmu eftir að ég fluttist hingað á Norð- fjörð haustið 1945. En síðla vetrar 1946 byrðjuðum við að vinna sam- an við byggingu fyrstihúss hér og síðar að ýmsum fleiri verkefnum. Við störfuðum lengi saman i iðn- aðarmannafélagi Norðfjarðar og að ýmsum málefnum varðandi iðnaðarmál, í prófanefndum, húsavirðingum og fleiru. Erlingur kvæntist Guðlaugu Sigurðardóttur frá Djúpavogi, mikilli ágætiskonu. Hún var lærð- ur kjólameistari frá Kaupmanna- höfn og þótti hún einstaklega fær í fínum kjólasaumi. Heimili þeirra bar þess vott í hvívetna að þar bjuggu samhent hjón og minn- umst við nágrannarnir þeirrar miklu snyrtimennsku og þess myndarskapar sem við blasti, m.a. í fallegum garði sem mikil alúð var lögð í að hlúa að. Guðlaug lést á miðju sumri 1982. Síðla það sumar flutti Erlingur til dóttur sinnar, Ingunnar, og manns henn- ar, Alans Mitchison verkfræðings en þau eru búsett í Reykjavík. En átthagaböndin voru sterk og höfðu mál skipast svo að hann hafði ákveðið að flytja austur aftur í apríl nk. Hafði hann fest sér litla íbúð í dvalarheimili aldraðra sem hér er í byggingu. Ég kveð Erling Ólafsson með þökk og virðingu og við hjónin sendum Ingunni og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Jón S. Einarsson, Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.