Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 34

Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 34 Kveðjuorð: Bjarki Árnason Siglufirði Fæddur 3. maí 1924 I)áinn 15. janúar 1984 „Dáinn, horfinn! — Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir. — - Enégveit aðlátinn lifir, 3»ð er huggun harmi gegn.“ Hann Bjarki vinur okkar er dá- inn. —-Við fráfall vinar sest sorgin að og við eigum bágt með að trúa raunveruleikanum. Við sjáum núna, hve bilið er mjótt milli lífs og dauða. Sunnudaginn 15. janúar andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar Bjarki Árnason kaupmaður. Bjarki fæddist á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi í S.-Þing., en ólst upp í Holtakoti og á Litlu- Reykjum í sömu sveit. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Laufey Sigtryggsdóttir frá Stóru-Reykj- um og Árni Þorsteinsson frá Litlu-Reykjum. Móður sína missti Bjarki ungur en naut samvista ömmu sinnar og skyldfólks á sama bæ. Til Siglufjarðar kcmur Bjarki fyrst árið 1943, þá sem starfsmað- ur í nokkra mánuði við Hólsbúið. Ári seinna kemur Bjarki aftur til Siglufjarðar og hefur dvalið hér alltaf síðan. Á Siglufirði kynntist Bjarki eft- irlifandi konu sinni, Margréti Vernharðsdóttur, og gengu þau í hjónaband 1. febrúar 1945. Börn þeirra hjóna eru: Kristín Anna, fædd 26. júlí ’45, gift Hafsteini Sigurðssyni, búsett á ísafirði. Sveininna Ásta, fædd 12. apríl ’49, gift Hjálmari Guðm., eiga 2 syni, búsett í Vestmannaeyjum. Bryn- hildur, fædd 5. júní ’54, maður Stefán Pálsson, Sandfelli í Hofshreppi, eiga 3 börn. Árni Ey- þór, fæddur 4. nóvember ’60, unn- usta Heiðrún Óskarsdóttir, búsett á Siglufirði. Áður hafði Bjarki eignast eina dóttur, Laufeyju, fædd 23. júlí ’41, gift Karli Sigurði Björnssyni og búa þau á Hafrafellstungu í Öx- arfirði, eiga þau 4 börn. Hefur alla tíð verið mikið og innilegt sam- band milli heimilanna. 14 ára gamall eignast Bjarki sína fyrstu harmoniku, og má segja að þar hafi tónlistarferill hans byrjað. Snemma byrjaði hann að leika á dansleikjum og með hljómsveit- um. Hagyrðingur var hann með afbrigðum góður og eru lög hans og ljóð löngu landskunn orðin. Eiginkona og börnin hans öll eiga hlýjar og góðar minningar um hann, því oft var safnast saman, harmonikan þanin og lagið tekið. Bjarki var húsasmíðameistari að mennt og starfaði lengi að þeirri iðngrein, bæði við byggingu húsa og við verkstæðisvinnu. Fyrir um 20 árum keypti Bjarki byggingavöruverslunina „Einco“ ásamt fleirum, en eignaðist hana síðar einn. Á síðasta ári seldi hann verslunina en vann hjá hin- um nýju eigendum þar til hann lést. Bjarki gegndi mörgum trúnað- arstörfum hér á Siglufirði. Fyrir Framsóknarflokkinn sat hann í bæjarstjórn ’70—'74. Lionsmaður var hann mikill og söng með Karlakórnum Vísi, svo eitthvað sé nefnt. Öll þessi störf rækti Bjarki af stakri vandvirkni, en átti þó aldrei svo annríkt að hann væri ekki boðinn og búinn að leggja öðrum lið, þá kosti þekkti ég vel. AA-samtökin voru honum mik- ils virði eins og öll önnur góð mál- efni. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Bjarka Árnasyni trausta og hlýja vináttu. Minningarnar geymum við um góðan dreng. Elsku Magga mín, ég votta þér og börnunum og öllum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Brynja Stefánsdóttir Það hefur verið eitt mesta happ Siglufjarðar í áranna rás, að þangað hafa komið ágætis menn og konur sem dvalið hafa að sjálfsögðu misjafnlega lengi. Flest þetta fólk hefur lagt fram krafta sína til uppbyggingar þess mann- lífs sem þar blómgast. Það er að sjálfsögðu eftir fjölhæfni hvers og eins, á hvað breiðu sviði viðkom- andi leggur málum lið. Það er sjaldgæft að sami aðili sé það fjöl- hæfur að hann geti gripið inn á flest svið sem þróast í einu bæjar- félagi, en allt er háð undantekn- ingum. Þingeyingar hafa löngum getið sér gott orð einmitt fyrir fjöl- hæfni, þaðan hefur komið bæði duglegt og gáfað fólk, sem víða hefur haslað sér völl og reynst far- sælt í störfum sínum, þó að þeim sé sveitin sín kær, brennur út- þráin og löngun til að freista gæf- unnar eins og gengur og gerist og sækja aðrar byggðir heim. Margir Þingeyingar hafa sótt Siglufjörð heim, og hefur hann notið góðs af þessu kraftmikla gáfufólki sem fest hefur þar rætur. Einn af þess- um kjarnakvistum var vinur minn Bjarki Árnason, byggingameist- ari, sem kvatt hefur nú þetta jarð- líf á svo snöggan hátt. Bjarki Árnason kom ungur maður til Siglufjarðar og hóf störf á Hólsbúinu. Þar var kátt á hjalla eins og vera ber, þar sem ungir menn eru samankomnir. Þar var Bjarki driffjöðrin í gleði og glensi, því hann hafði svo miklu að miðla. Ég minnist þess þegar Hólssvein- ar keyrðu á hestasleðum syngj- andi um bæinn á fögrum vetrar- kvöldum, þar þandi Bjarki harm- ónikuna af fullum krafti en hann varð snemma eftirsóttur harm- ónikuleikari á dansleikjum. í þá daga var alveg nóg að auglýsa að Bjarki spilaði, að þá var nokkuð öruggt að samkoman yrði vel sótt, en harmónikan fylgdi honum fram undir það síðasta, og það eru margir sem skemmt hafa sér vel undir taktfastri tónlist hiá Bjarka og félögum, sem kunnir voru síð- ustu árin undir nafninu „Öldin okkar". Bjarki fór í húsasmíðanám hjá Pétri Laxdal, sem um árabil bjó á Siglufirði. Síðan rak Bjarki sjálfstæðan rekstur í bygginga- starfsemi í mörg ár, þar til hann keypti Byggingavöruverzlunina Einco sem hann rak allt fram á sl. ár er hann seldi hana. Hann var þá farinn að finna fyrir sjúkleika, sem gæti fyrirvaralítið komið í veg fyrir að hann gæti sinnt sín- um störfum að fullu, en óskiptur vildi Bjarki ekki standa í störfum sínum. Bjarki endurbætti verzlun sína mikið þrátt fyrir samdrátt í byggingastarfsemi í bænum á síð- ari árum. í verzlun hans kynntust viðskiptavinirnir hinum lipra drengskaparmanni sem öllum vildi liðsinna eftir beztu getu. Félagsmálastörf Bjarka voru margþætt. Hann sat í bæjarstjórn í fjögur ár, og í slíku starfi reynir á lipurð og dómgreind, þegar semja skal um mál, og taka ákvarðanir. Hann hélt sér utan við pólitískar deilur sem oft vilja blandast inn í slíkar umræður. í Iðnaðarmannafélagi Siglufjarðar starfaði hann mikið meðan það var og hét. í Lionsklúbbi Siglu- fjarðar var hann mjög virkur fé- lagi til dauðadags. Hann hefur sungið í Karlakórnum Vísi um áratuga skeið. Vísismenn nutu bæði ljóða og lagasmíða hans í ríkum mæli, en hann átti létt með skáldskap og tónsmíðar. Hann gerði t.d. bæði ljóð og lag við það sem við getum nefnt héraðssöng Siglufjarðar, sem heitir „Siglu- fjörður", en það syngur „Vísir" al- tíð í samsöng sínum. Af ljóði þessu má glöggt merkja hversu rætur hans hafa verið orðnar grónar í siglfirzka mold. Viðkvæm blóm festa ekki rætur nema að þeim sé hlúð, en mestan og beztan þátt í því átti hans mikla fyrir- myndarkona, Margrét Vernharðs- dóttir, sem hann kynntist á árun- um sem hann var á Hóli, en þau gengu í hjónaband 1. febrúar 1945. Brúðkaupsdagar eru oft mestu gleðidagar hverra hjóna og það veit ég að þeirra brúðkaupsdagur var þeim merkur. Þá gerðu tveir heilsteyptir einstaklingar heit sín og ekkert gat fengið þeim breytt nema dauðinn. Engum duldist sem inn á heimili þeirra hjóna kom, að þar fór saman gagnkvæmt traust, myndarskapur og sérstök hjarta- hlýja. Það væri óskandi að sem flest heimili byggju yfir slíku við- móti. í þessu umhverfi ólu þau börn sín upp, en þau eru: Kristín, gift Hafsteini Sigurðssyni og búa þau á ísafirði. Sveinína Ásta, gift Hjálmari Guðmundssyni og eru þau búsett í Vestmannaeyjum. Brynhildur, gift Stefáni Pálssyni, en þau búa á Sandfelli í Skaga- firði, og Árni, giftur Heiðrúnu Óskarsdóttur, búsett á Siglufirði. Auk þess átti Bjarki eina dóttur fyrir hjónaband, Laufeyju, gifta Karli Sigurði Björnssyni, en þau búa í Öxarfirði. Állt er þetta mikið manndóms- og myndarfólk og eru fjölskylduböndin sterk og traust. Nú þegar leiðir skilja um stund, verða margir til að sakna þessa ljúfmennis sem aflaði sér svo margra vina á lífsleið sinni meðal samferðamannanna, en sárastur verður söknuðurinn hjá eiginkon- unni, börnum, barnabörnunum níu, sem afa voru svo kær, og hin- um aldna tengdaföður, en þar voru Minning: Laufey Agústa Markúsdóttir Hjörtur Ólafs- son — Minning Þann 12. janúar andaðist í Landspítalanum Laufey Ágústa Markúsdóttir Tunguseli 8 hér í borg. Laufey var fædd í Súðavík 3. ágúst 1915, dóttir hjónanna Hall- dóru Jónsdóttur og Markúsar Kristjánssonar, Laufey var elst sjö systkina en þau voru Kristján Marinó dó 10 ára, Guðríður gift Hermanni Hálfdánarsyni þau búa í Reykjavík, Jens giftur Elínu Óla- dóttur og búa þau á ísafirði, Kristjana ógift býr í Reykjavík, undirritaður giftur Sigríði Jón- asdóttur búa í Reykjavík og Svava gift Beinteini Ásgeirssyni og búa þau í Reykjavík. Laufey ólst upp í Súðavík í for- eldrahúsum, hún byrjaði að vinna fyrir sér fljótlega eftir fermingu, hún vann við öll algeng störf sem þá tíðkuðust, var vinnukona á vetrum en oftast fór hún í kaupa- vinnu á sumrin, bæði þar vestra og norðanlands. Laufe.v giftist 17. mars 1945 Bjarna Hálfdánarsyni vélstjóra frá Þingeyri en hann lést í Landspítalanum 5. júní síðast- liðinn og er því ekki nema hálft ár á milli andláts þeirra hjóna. Lauf- ey og Bjarni hófu búskap sinn á ísafirði. Árið 1947 tóku þau dreng í fóstur og skírðu hann Markús Sigurgeir og hefur hann ávallt verið þeim ástfólginn sonur og re.vnst þeim vel í þeirra veikindum eins og öll þeirra börn hafa gert. Markús er giftur Báru Magn- úsdóttur og búa þau í Hafnarfirði. Þau Laufey og Bjarni eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi en þau eru Hörður Sævar hans kona er Lilja Sigurgeirsdóttir og búa þau á ísafirði, Hálfdán giftur Vigdísi Ólafsdóttur og búa þau í Reykjavík, Jóhanna Halldóra gift Gísla Sigurjónsson og Svanfríður Guðrún gift Eyþóri Óskarssyni og búa þau öll á ísafirði. Allt er þetta myndarfólk og hefur komið sér vel áfram í lífinu, Laufey átti tuttugu og þrjú ömmubörn og eitt lang- ömmubarn er það mikill harmur fyrir þau þegar amma er ekki lengur hér á jörðu en alltaf var gott að koma til hennar hún hafði alltaf nóg af ást og umhyggju að miðla þeim. Þau Laufey og Bjarni fluttu til Reykjavíkur árið 1948 og bjuggu hér síðan lengst af í Lyngbrekku við Blesugróf og síð- ustu árin að Tunguseli 8. Það var oft erfitt hjá henni með barnahóp- inn sinn því oft þurfti hún að dvelja á sjúkrahúsum vegna sinna veikinda en hún var alla tíð heilsutæp en hún lét aldrei bugast þó oft væri hún þjáð sást það ekki á heimilishaldinu, börnin ávallt vel til fara og þeim hjónum til mikils sóma og alltaf var gott að koma í Lyngbrekku þar var öllum vel tekið og ekki stóð á þeim hjón- um að miðla af sínu til annarra ef þau vissu að einhver var hjálpar þurfi, þó oft væri af litlu að taka og sjálf þyrftu að láta sig vanta í staðinn þannig voru þau bæði hjónin. Laufey var ein þeirra sem alltaf stóðu eins og bjarg þó öldur lífsins brytu á henni þá var hún vön að segja að þetta lagaðist allt bráð- um og þannig var málið afgreitt frá hennar hálfu, hún var þess vel vitandi að hverju dró er hún lá sína hinstu legu á Landspítalan- um þess gekk maður ekki dulinn en hún tók því með slíkri ró og æðruleysi sem hetjum er einum lagið. Nú þegar ástkær systir er kvödd er margs að minnast sem ekki verður rekið hér, við hjónin biðjum guð að blessa minningu hennar og fylgja henni í faðm ástvina sinna sem á undan eru farnir til æðri heima. Við biðjum góðan guð að blessa og styrkja börnin hennar tengda- börn, barnabörn, ættingja hennar og vini í sínum. sorgum. Megi mín kæra systir hvíla í friði. Arni Markússon Fæddur 18. september 1892. Daínn 12. janúar 1984. Afi Hjörtur á Nesi er dáinn. Það tók mjög á alla í fjölskyld- unni. Þessi maður átti samt hvíld- ina skilið eftir alla þjónustuna sem hann hafði veitt móður jörð í 91 ár. Hann hafði unnið mörg góð störf, meðal annars var hann kennari á sínum yngri árum, en á sínum síðustu árum var hann virkur meðlimur í stúkunni Ein- ingu nr. 14, þ.e. IOGT. Vel man ég eftir afa á Nesinu þegar við gengum hönd í hönd að Vegamótum og keyptum mjólk í köflóttu töskuna hennar ömmu minnar, þá fékk ég alltaf nammi gott og ölflösku. Eina tvo vetur fór afi minn með mig í margar ferðir á skauta á Melavellinum. Á sunnudögum fór hann stundum með mig í þrjúbíó og þá tókum við strætó. Það var æðislegt því ég fékk alltaf að dingla og þá var afi minn orðinn 82 ára. Ég er viss um að þessi fallegi og góði maður hafi fengið bestu mót- tökur sem völ er á hjá Guði. Minningu hans gleymir enginn sem einhvern tíma hefur kynnst honum náið eða ekki náið, afa á Nesi er ekki hægt að gleyma. Blessuð sé minning hans. „Ég leitaði blárra blóma, að binda þér dálítinn sveig. En fölleit kom nóttin og frostið kalt, á fegurstu blómin hneig.“ (T.G.) Lilja Hafdís Harðardóttir Vinur minn og stúkufélagi, Hjörtur Ólafsson, lézt eftir stutta legu í Borgarspítalanum þann 12. janúar sl. Hjörtur var fæddur 18. sept- ember 1892 norður í Öxnadal og var því 91 árs þegar hann lézt. Kynni okkar Hjartar hófust ár- ið 1960 þegar við unnum saman sumartíma í verkamannavinnu hjá Reykjavíkurborg. Hann vakti athygli mína fyrir iðni, verklagni og prúðmennsku. Tilviljun réð þvi svo að við kynntumst nánar og heimsótti ég þau hjónin Hjört og Láru í litla vinalega húsið þeirra á Hæðarenda. Kunningsskapur okk- ar leiddi svo til þess að Hjörtur gerðist félagi okkar í stúkunni Einingin nr. 14, þar sem við höfum starfað saman í tvo áratugi, og fá- ir hafa sótt fundi betur þennan tíma en Hjörtur. Hjörtur var hlédrægur að eðl- isfari, en er til hans var leitað um fundarefni eða hann beðinn að rifja upp eldri tíma, var því ljúf- lega tekið og vönduð framsetning og gott minni voru hans aðals- merki. Hjörtur sóttist ekki eftir emb- ættum eða lofi, en ekki duldist neinum að einlæg gleði mótaði huga hans er hann var heiðraður á 90 ára afmæli • stúkunnar árið 1975. Hjörtur varð heiðursfélagi Stórstúku íslands í júní 1982. Hjörtur var barngóður maður og er mér minnisstætt hve vel hann lagði lið er barnastúkan Æskan fór í ferðalag með um 150 börn árið 1963, og svo hve ljúfur og góð- ur hann var við börnin mín frá fyrstu tíð. Seinni árin naut Hjörtur góðrar aðstoðar hjónanna Sigrúnar Giss-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.