Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 35 vináttuböndin sérstaklega traust. Öllu þessu góða fólki sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Við biðjum honum guðs blessunar á vegferð hans á æðri vegum. Um leið og ég og fjölskylda mín kveðjum kæran vin, kveðjum við sannan drengskaparmann og tryggan vin sem við munum ætíð geyma góðar minningar um. Skúli Jónasson Bjarki Árnason andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar sunnu- daginn 15. janúar 1984 eftir stutta legu þar, aðeins 59 ára. Að vísu var ljóst að síðustu mánuði gekk hann ekki heill til skógar, en að endadægur væri komið voru fæstir viðbúnir. Ég kynntist Bjarka þegar hann var við trésmíðanám hjá Pétri Laxdal, byggingarmeistara, og í Iðnskóla Siglufjarðar hjá Jóhanni Þorvaldssyni, skólastjóra, 1951—’52. Sveinspróf í trésmíði tók hann 5. marz 1953 og byggingarmeist- arabréf þremur árum seinna. I skólanum vakti hann athygli mína fyrir hvað hann var fljótur að skilja t.d. stærðfræðina sem Hafliði Guðmundsson kenndi, en mér var kunnugt um að Bjarki hafði ekki aðra undirbúnings- menntun en einn vetur í Lauga- skóla eftir venjulega barna- fræðslu eins og hún gerðist til sveita um 1930. Hann fæddist að Stóru-Reykj- um í Þingeyjarsýslu 3. maí 1924, sonur hjónanna Árna Þorsteins- sonar frá Litlu-Reykjum og Lauf- eyjar Sigtryggsdóttur frá Stóru- Reykjum. Hófu þau búskap í Holtakoti en móður sína missti Bjarki þegar hann var 9 ára, flutt- ist faðir hans þá að Litlu-Reykjum með syni sína tvo, sem ólust þar upp. Sigtryggur Árnason er tveimur árum yngri, býr nú á Litlu-Reykjum, giftur Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Yzta-Hvammi í Aðaldal og eiga þau fjögur börn. Mjög kært samband var milli þeirra bræðra og fannst Bjarka hann fara heim, þegar austur í Reykjahverfi var farið. Til Siglufjarðar kemur hann sumarið 1943 og vinnur þá á Hólsbúinu, sem Siglufjarðarkaup- staður átti og rak. Eitthvað hefur Bjarki séð við Siglufjörð sem eftirsóknarvert var, því að á þrettándanum 1944 er hann aftur kominn til Siglu- fjarðar og ráðast þá örlög hans skjótt. Hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Vernharðsdóttur, og þau gifta sig 1. febrúar 1945. Éignuðust þau fjögur börn, Kristínu, f. 26. júlí 1945, gifta Haf- steini Sigurðssyni, þau búa á ísa- firði; Sveinsínu, f. 12. apríl 1949, gifta Hjálmari Guðmundssyni vél- stjóra, Vestmannaeyjum, þau eiga tvo drengi; Brynhildi, f. 5. júní 1954, gifta Stefáni Pálssyni, Sand- felli, Skagafirði, þau eiga þrjú börn og Árna, f. 4. nóvember 1960, giftan Heiðrúnu Öskarsdóttur, þau búa á Siglufirði. Áður en Bjarki gifti sig eignað- ist hann dóttur, Laufeyju, er hún gift Karli Sigurði Björnssyni og eiga þau fjögur börn og búa á Hafrafellstungu í Öxarfirði. í umróti hins daglega amsturs hrekkur maður við þegar sam- starfsmaður er kallaður burtu langt um aldur fram. Minningarnar hrúgast upp, og á hugann leitar tilgangsleysi þeirra ágreiningsmála, sem mönnum hættir til að blindast af innan okkar þrönga fjallahrings, og við verðum svo oft upptekin af. Ég minnist þess þegar Bjarki hafði rétt lokið sveinsprófi að hann tók við rekstri trésmíðaverk- stæðis Péturs Laxdai, sem hann lærði hjá og Pétur flutti þá til Reykjavíkur. Þá voru vissulega erfiðleikar í Siglufirði en Bjarki hafði þá þegar byggt húsið Laugarveg 5 í félagi við tengdaföður sinn. Éinstaklega gott samband var alla tíð milli hæðanna og sterk fjölskyldu- tengsl. Samband slitnaði í nokkur ár meðan ég dvaldi við frekara nám í Reykjavík, en þegar ég kom aftur 1957 og stofnaði fyrirtækið Raf- lýsingu ásamt öðrum var Bjarki orðinn umfangsmikill bygg- ingarmeistari. Endurnýjaðist nú vináttan. Unnum við mikið á næstu árum bæði fyrir og í verk- efnum með Bjarka. Byggði hann m.a. húsið okkar að Hlíðarvegi 17, um 1960. Hann teiknaði og byggði mörg hús í Siglufirði og var ein- staklega nákvæmur um alla áætl- anagerð, verkhygginn og sam- viskusamur. Mér er minnisstætt þegar Kaupfélag Siglfirðinga byggði verzlunarhúsið að Suðurgötu 4, 1964—’66. Verkið var boðið út í einu tilboði, uppsteypt með grunni og lögnum. Bjarki bað mig að áætla í verkið raflagnir. Einhvern veginn fórst það fyrir svo að hann varð að leggja eigið mat á þann verkþátt. Ekki var laust við að við værum spenntir að vita niðurstöð- ur tilboðanna, en skemmst er frá að segja að verkið fékk Bjarki og fyrir tilboð sem féll að kostnað- aráætlun svo ekki skeikaði nema örfáum krónum. Hefur mér oft verið hugsað til þessa verktilboðs ásamt því vaska liði, sem Bjarki hafði þá í vinnu og félagi við sig. Ég man þar Guðmund Þorláksson, sem lærði trésmíði hjá Bjarka, Hjört Ármannsson, sem lengi vann hjá honum, Trausta Árna- son, kennara, Helga og Einar Haf- liðasyni o.m.fl. Árið 1964 kaupir Bjarki Einco að hálfu af Ólafi Ragnars og ráku þeir fyrirtækið saman nokkur ár. Þegar Ólafur flutti til Reykjavík- ur keypti Þórður Kristinsson hlut Ólafs og ráku þeir Einco saman meðan Þórðar naut við en hann andaðist 22. maí 1975. Bjarki keypti þá hlut dánarbúsins og rak Einco einn þar til að hann seldi Konráð Baldvinssyni í maí 1983. Hafði Bjarki þá kennt þess sjúkdóms, sem hann laut í lægra haldi fyrir og vildi draga sig út úr þeim rekstri sem hann hafði haft með höndum undanfarna áratugi. Verzlunin hafði vaxið mjög í höndum Bjarka einkum eftir að hann festi kaup á verzlunarhúsi KFS við Aðalgötuna. Um tíma störfuðu Brynhildur og Árni við verzlunina hjá honum. Bjarki starfaði mjög að félags- málum og var félagi í Iðnaðar- mannafélagi Siglufjarðar, Lions- klúbbi Siglufjarðar o.fl. Hann var í Framsóknarfélagi Siglufjarðar og fyrir flokkinn bæjarfulltrúi 1970—1974, sat í fjölmörgum nefndum á hans vegum um árabil. Sinnti hann störfum sínum þar af einstakri hógværð og sanngirni eins og honum var lagið. Hann sóttist ekki eftir metorðum en lagði sitt af mörkum til mála sem til framfara voru. í mörg ár sá hann um vinnumiðlun og skrán- ingu fyrir Siglufjarðarbæ. Bjarki hafði fengið tvo eðlis- kosti í vöggugjöf, sem báðir munu geyma nafn hans langt eftir að þær byggingar, sem hann byggði hafði þjónað sínu hlutverki. Hann var með einstaklega næmt lag- eyra, eignaðist sína fyrstu harm- onikku 14 ára og spilaði fyrir dansi síðan hann kom fyrst til Siglufjarðar óslitið þar til á sl. ári eða samfellt í 40 ár. Síðustu 5—6 sumrin lék hann fyrir dansi með hljómsveit sinni „Miðalda- mönnum" á Hótel KEA og voru það eftirsóknarverð laugardags- kvöld. Fyrir um 30 árum spilaði ég með honum eftir að Þórður Krist- insson fór til Gautlandsbræðra og er mér í fersku minni ánægja sú og gleði sem ríkti í kring um hann. Á Siglufirði kom þá fyrir að dans- að var á þrem stöðum sama kvöld- ið. Seinna lágu leiðir Þórðar og Bjarka aftur saman. Bjarki var mjög hagmæltur, oft var til hans leitað með litlum sem engum fyrirvara með gamanvísur á skemmtun sem halda átti eftir stuttan tíma, varð þetta að eins konar föstum lið í árshátíðum Siglfirðinga. Þetta leysti Bjarki og Þórður söng vísurnar ógleyman- lega, en textinn var þannig að eng- an meiddi, en af var hin bezta skemmtun. Frá 1970 hefur Magn- ús Guðbrandsson verið í hljóm- sveitinni ásamt Inga Eiríkssyni og Árni sonur hans tók við af Þórði Kristinssyni. Þessi hljómsveit var mjög vinsæl og landsfræg undir nafninu „Miðaldamenn". Það erf- iði sem hann lagði á sig í ferðalög- im, veit ég að hann fékk endur- goldið í ánægjunni við að spila og gleyma þá um stund áhyggjum af amstri hins daglega starfs. Bjarki var ein driffjöðrin í Karlakórnum Vísi um áratugi, hann hafði mjög góða söngrödd og söng í fyrsta bassa. Um árabil samdi hann texta við lög sem kórinn söng, t.d. voru 9 textar af 18 sem voru á söng- skránni 1971 eftir hann. Hug sinn til Siglufjarðarbæjar tjáði hann í ljóðinu „Siglufjörður" sem hann gerði einnig lag við. Hér við íshaf byggð var borin bærinn okkar, Siglufjörður, inn í fjöllin skarpt var skorinn skaparans af höndum gjörður. Til að veita skjól frá skaða skipunum á norðurslóðum, sem að báru guma glaða gull er fundu í hafsins sjóðum. Hér er skjól og hér er ylur hart þó ís að ströndum renni, þó að hamist hörkubylur hlýju samt hið innra kenni. Fólkið sem að byggir bæinn beztu lofgjörð honum syngur um að bæti öllum haginn eitt, að vera Siglfirðingur. í dag þegar við kveðjum þennan vin okkar leitar á hugann hversu tilviljanakennd okkar tilvera er. Ef þýzka skipið sem Voga Jón, langafi Bjarka, beið eftir á Húsa- vík veturinn 1865—’66 hefði kom- ið, en með því ætlaði hann til Vesturheims, hefði rás atburða orðið önnur og við ekki notið sam- fylgdar Bjarka. Siglufjörður hefði farið á mis við þá menningar- strauma sem hann flutti hingað og auðgaði með okkar bæjarlíf. Um leið og ég þakka honum óeigingjarnt starf á vegum Fram- sóknarfélags Siglufjarðar, færum við kona mín Margréti og fjöl- skyldu ásamt öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, í vissu um að minningin um Bjarka megi lýsa upp sorg þeirra og góður Guð styrkja þau. Sverrir Sveinsson urardóttur og Sigurðar Jörgens- sonar við að koniast á fundi stúk- unnar og var hann þeim mjög þakklátur fyrir. Hjörtur var einlægur fylgis- maður Sjálfstæðisflokksins og tók ríkan þátt í fundarstörfum Varð- arfélagsins. Hann var ötull fylgis- maður frelsi og friðar og lagði ævinlega gott til mála. Leiðir okkar Hjartar lágu einn- ig saman þegar þau hjónin fluttu í íbúðir aldraðra í Furugerði 1. Hjörtur naut vegna hógværðar sinnar virðingar og trausts, og var því fljótlega kjörinn í íbúaráð hússins. Það var gott að starfa með Hirti og einlægnin og hlýjan sem frá honum streymdi, hlaut að hafa góð áhrif á alla sem hann um- gekkst. Hann var traustur vinur sem ávallt var reiðubúinn að leggja lið ef einhver þurftLmeð og unun var að fylgjast með hve annt hann lét sér um fjölskyldu sína og ættingja. Hjörtur var ágætlega hagorður og fengum við stúkufélagar hans öðru hvoru að njóta þess. Hjörtur samdi m.a. ljóð sem stúkan hefur í öndvegi þegar gesti ber að garði. Ljóð sem innihélt kærleika til allra manna og minnti á starf reglunnar í trú, von og kærleika. Hjörtur gekk þess ekki dulinn að hverju stefndi þegar veikindin tóku að lama þrek hans og til stóð að leggja hann inn á sjúkrahús til rannsóknar. í nóvember sl., færði hann mér mynd af sér og þakkaði mér sér sýnda vináttu á liðnum árum. Þegar ég heimsótti hann í Borg- arspítalann rétt fyrir jól, sagði hann að nú færi að styttast í jarð- vistinni. Hún væri jú orðin löng og enginn fengi ráðið ákvörðun skap- arans um fjölda lífdaga. Æðru- leysi hans og trú var til fyrir- myndar, jákvæð og skýr hugsun allt til hinztu stundar. Þegar ég nú kveð vin minn Hjört Ólafsson hinztu kveðju, vil ég þakka allar samverustundirnar og þá órofa tryggð og vináttu sem hann alla tíð sýndi mér og mínum. Ég flyt kveðjur félaga í St. Ein- ingin nr. 14, sem þakka fórnfús störf hans í þágu Góðtemplara- reglunnar, störf sem hann vann að aukinni bindindissemi og bættu og fegurra mannlífi. Ég flyt konu hans Láru Hall- dórsdóttur og ættingjum hans öll- um fyllstu samúðarkveðjur og bið guð að blessa þeim minninguna um góðan dreng. Gunnar Þorláksson Hann Hjörtur, okkar kæri vinur og stúkubróðir, er látinn. Hjörtur var á 92. aldursári er hann lést 12. janúar sl. Við hjónin kynntumst honum fyrst er hann fyrir tæpum 20 árum gekk í stúk- una okkar, Eininguna, þá orðinn aldraður maður, rúmlega sjötug- ur. Hjörtur var ákaflega hlédræg- ur maður og vildi lítið láta á sér bera, enda voru kynni okkar lítil til að byrja með, en örlögin réðu því skömmu síðar að við hjónin fluttum í nágrenni við Hjört og úr því lágu leiðir okkar á stúkufund- ina saman. Þá kynntumst við best hvílíkur öðlingur Hjörtur var og lærðum að meta hans innri mann. Áður en Hjörtur gerðist templ- ari, hafði hann átt við erfiðleika að stríða vegna áfengisneyslu, og eins og eðlilegt er var ekki auðvelt fyrir hann að snúa blaðinu við, en í stúkunni eignaðist hann marga góða og trygga félaga, þótt við værum flest mörgum áratugum yngri en hann. í apríl 1967 tók hann Trúnaðarstig og vann þar með ævilangt bindindisheit sem hann hélt alla tíð síðan og hafði hann oft á orði hvað það hefði ver- ið sér mikið gæfuspor er Gunnar Þorláksson fékk hann til að ganga í stúkuna og styrkti hann og hvatti fyrstu árin. Hjörtur tók einnig önnur stig reglunnar og nú síðast Hástúkustig. Á fyrstu árum kynna okkar vann Hjörtur hjá Reykjavíkur- borg við að laga til í skrúðgörðum borgarinnar. Hann' var mikið snyrtimenni og hafði mikla ánægju af að hlú að gróðrinum og snyrta til og innti hann starf sitt af hendi með stakri samviskusemi og síðustu árin sem hann vann, var hann settur yfir flokk ungl- inga sem hann leiðbeindi í gróð- ursetningu og umhirðu. Þótt aldr- aður væri, átti hann einkar hægt með að vinna með unglingum, og unglingsstúlka ein, sem átti heima í nágrenni okkar og hafði unnið undir umsjón Hjartar, hafði orð á því við okkur, hve hann væri ind- æll og góður verkstjóri. Okkur kom þetta ekki á óvart því við vissum að Hjörtur var góður mað- ur, en svo hefur hann að sjálf- sögðu notið þess að hann var barnakennari í fjöldamörg ár og því vanur að umgangast börn og unglinga. Hjörtur var hagmæltur vel, já, það má jafnvel segja að hann hafi verið skáld, en lítillæti hans hvað þetta varðaði var svo að ljóð hans hafa ekki víða birst og fá varð- veist. Þessi hæfileiki Hjartar erfð- ist til sonarsonar hans, Rúnars Hafdal Halldórssonar, sem lést af slysförum aðeins 23 ára að aldri, en hafði þá þegar ort allmörg ljóð, og voru nokkur þeirra gefin út ár- ið 1971. Við skynjuðum að andlát Rúnars olli Hirti miklum harmi þótt hann talaði þar fátt um. Frásagnargáfu átti Hjörtur í ríkum mæli, enda er slíkur hæfi- leiki mjög í ætt við skáldgáfuna. Okkur stúkusystkinum hans er minnisstætt þegar hann á fundum sagði frá gömlu dögunum og ekki eru nema tvö ár síðan hann flutti í stúkunni frásögn af jólahaldi á æskudögum hans. Frásögnina flutti hann blaðlaust og svo lifandi að unun var á að hlýða. Hjörtur var drengur góður. Aldrei urðum við þess vör að hann legði illt til neins. Hann var trygg- lyndur með afbrigðum og þegar atvikin höguðu því þannig að ég fyrir 12 árum þurfti að dvelja í sjúkrahúsi um 8 mánaða skeið, heimsótti Hjörtur mig reglulega í viku hverri. Alltaf var hann til- búinn að gleðja aðra, t.d. kom hann í mörg ár á aðfangadags- morgun með jólagjafir handa börnum okkar, og eftir að hann flutti í Furugerði og við hjónin upp í Seljahverfi, hefur hann rétt okkur umslag fyrir hver jól, með sendingu til barnanna. Núna síð- ast þegar hann lá fárveikur í sjúkrahúsi um miðjan desember, tók hann umslag upp úr skrif- borðsskúffu sinni merkt dóttur okkar. Hann Hjörtur gleymdi ekki að gleðja aðra þótt hann sjálfur væri sárþjáður. Hjörtur var orðinn þreyttur, enda aldurinn hár, þó að okkur vinum hans fyndist hann aldrei vera gamall vegna þess hve ungur og hress hann var í hugsun og tali. En ég vissi í haust þegar hann heimsótti mig á vinnustað að hann ætti ekki langt eftir, þótt hann segði ekki með berum orðum að hann væri á förum. Hann sagði að sér færi mikið aftur, en hann kæmi samt sem áður á stúkufundi ef hann lægi ekki fyrir. Síðan tók hann upp mynd sem tekin var af honum 25 ára og gaf mér. Mér þótti ákaflega vænt um þessa gjöf, en jafnframt var ég þess viss að hann væri að undirbúa brottför sína, enda spurði hann mig hvort ég myndi eftir hvað hann hefði sagt við mig þegar stúkubróðir okkar var jarðsettur í fyrravetur. Þá sagði Hjörtur þegar stúku- bræður okkar röðuðu sér í kring- um kistuna til að bera hann út: „Það vildi ég að þessir sömu héldu undir mig,“ og það munu þeir gera í dag þegar Hjörtur verður jarð- settur frá Eyrarbakkakirkju. Hjörtur Ólafsson fæddist 18. september 1892 í Varmavatnshól- um í Öxnadal, sonur hjónanna Ólafs Jónssonar og Guðrúnar Helgadóttur. Þegar hann var 23 ára varð hann kennari í Skriðu- hreppi í Eyjafirði og næstu 30 árin vann hann alltaf af og til við kennslu, en jafnframt stundaði hann sjó lengi framan af en síðan ýmsa landvinnu. Hann kvæmtist 14. maí 1928 Láru Halldórsdóttur frá Arnarbæli í Grímsnesi og lifir hún mann sinn. Þau áttu tvo sonu: Halldór, kvæntan Báru Þórðar- dóttur, og Hörð, kvæntan Erlu Pálsdóttur. Lengst framan af bjuggu þau Hjörtur og Lára á Eyrarbakka, en þangað hafði Lára ung flust með foreldrum sínum. Á Eyrarbakka undu þau vel hag sín- um og þar óskaði Hjörtur að vera til moldar borinn. Við hjónin og börn okkar vott- um Láru og öðrum aðstandendum innilega samúð. Eilift líf, - ver oss huggun, vörn og hlíf, lif í oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað cr allt, þá endar kíf? Eilíft líf. Matth. Jochumsson. Sigrún Gissurardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.