Morgunblaðið - 21.01.1984, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984
Minning:
Kjartan Júlíusson
raftœknifræðingur
Ka ddur 6. júlí 1950
Dáinn 12. janúar 1984
Við hjónin kveðjum í dag kæran
vin. Við kynntumst Kjartani og
eiginkonu hans, Gunnhildi, stuttu
eftir að við fluttum til ísafjarðar
árið 1976. Tókst með okkur og
börnum okkar góður og náinn
vinskapur. Á heimili þeirra, sem
bæði var notalegt og aðlaðandi,
var alltaf gaman að koma, enda
hamingja þar ríkjandi. Margar
ánægjustundir höfum við átt sam-
an úti í náttúrunni og í skáta-
starfi, sem okkur er ljúft að minn-
ast. Átti Kjartan stóran þátt í
gleði og galsa, sem þar ríkti og
skipti þar mestu kátína hans og
jákvætt hugarfar. Skarð er fyrir
skildi í vinahópnum, en minningin
um góðan dreng lifir í huga okkar.
Við sendum þér, Gunnhildur
mín, Katrínu, Helga Steinari og
öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Bryndís og Guðmundur
Kveðja frá skátasystrum.
Tengjum fastara bræðralagsbogann,
er bálið snarkar hér rökkrinu í.
Finnum ylinn og lítum í logann
og látum minningar vakna á ný.
í skátaeldi býr kynngi og kraftur,
kyrrð og ró en þó festa og þor.
Okkur langar að lifa upp aftur
liðin sumur og yndisleg vor.
Þetta litla skátaljóð eftir hann
Harald ólafsson, sem er okkur ís-
firzku skátunum svo kært, hefur
verið ofarlega í huga mér þessa
dagana. Ég vissi, að tilurð þess og
saga var á meðal þess efnis, er
rifjað var upp á 50 ára afmælis-
fundi rekkasveitar Einherja
sunnudagskvöldið 8. janúar sl. Sá
fundur varð sá síðasti, er Kjartan
Júlíusson, félagsforingi Einherja,
sat með þeim skátabræðrum sín-
um. Örfáum dögum síðar var hann
allur.
Eftir erfiða sjúkdómsbaráttu
hafði virzt, sem nú væri að rofa
til, því að síðustu vikurnar var
Kjartan svo hress og glaður. Öll
vonuðum við, að erfiðleikunum
væri lokið og framtíðin yrði bjart-
ari, en það fór á annan veg.
Kjartan Júlíusson varð ylfingur
í Einherjum strax og hann hafði
aldur til. Reyndar var hann orðinn
Einherji miklu fyrr, fæddur og
uppalinn í næsta húsi við Skáta-
heimilið og næsti nágranni Jóns
Þórðar ylfingaforingja. Nei, það
fór ekki hjá því, að Kjartan og
systkini hans fylgdust með frá
byrjun og yrðu öll skátar.
Áhugi Kjartans og dugnaður í
skátastarfinu kom fljótt í ljós og
hann tók þátt í því af lífi og sál.
Eftir því sem hann eltist féllu í
hlut hans ýmis ábyrgðarstörf, sem
hann kappkostaði að inna vel af
hendi.
Hlé varð á starfi Kjartans hér á
ísafirði, er hann stundaði nám,
fyrst í Reykjavík, en síðan í
Danmörku. Á þeim árum kynntist
hann stúlkunni, sem varð lífsföru-
nautur hans, Gunnhildi Elías-
dóttur frá Akranesi.
Að loknu námi, sneri Kjartan
aftur heim til ísafjarðar og nú
með fjölskyldu, því að þeim
Gunnhildi hafði fæðzt sonurinn
Helgi Steinarr, Katrín litla bætt-
ist svo í hópinn fjórum árum síð-
ar.
Fljótlega eftir að Kjartan kom
heim aftur, varð hann félagsfor-
ingi Einherja. Þá kom í ljós, að
þar sem og annars staðar stóð
Gunnhildur við hlið hans í einu og
öllu og studdi með ráðum og dáð.
Hún var Akranessskáti fyrir, en
gerðist Valkyrja hér á ísafirði og
varð fljótt ein af hópnum.
Fólki finnst það stundum skrýt-
ið, að skátafélögin skuli vera tvö á
ísafirði, drengja og stúlkna, en
samstarfið er mikið og gott og
stundum erfitt að greina á milli
„hvurs er hvað“, enda oftast bara
talað um „skátana", en ekki Ein-
herja eða Valkyrjur. Slíkt sam-
starf er þó ekki með öllu vanda-
laust og veltur á miklu að sam-
starfsvilji þeirra, sem í forystu
eru, sé góður. í Kjartani áttum við
Valkyrjurnar vísan traustan og
góðan félaga og ótalmörg eru þau
orðin sameiginlegu verkefnin og
samverustundirnar.
Eitt af verkefnum síðari ára,
sem ég, er þetta skrifa, tók þátt í
ásamt Kjartani, var 17. júní und-
irbúningurinn fyrir tæpum tveim-
ur árum. Hann var formaður
nefndarinnar og var fitjað upp á
ýmsum nýjungum, sem í fyrstu
virtust óframkvæmanlegar, en
Kjartan hafði ýmis ráð og allar
hindranir voru yfirstignar. Hann
lagði mikla áherzlu á, að allt væri
vel skipulagt og færi vel fram,
enda gekk allt að óskum sjálfan
þjóðhátíðardaginn. Um nóttina,
að afloknum hátíðahöldum, var
svo farið um allt hátíðarsvæðið og
rusl hreinsað í burtu, svo að ör-
uggt væri, að vel væri skilið við
bæinn okkar og gekk Kjartan
fyrir í því sem öðru.
Einn er sá liður í skátastarfinu,
sem er okkur helgari en aðrir, en
það eru helgistundirnar. Mér er
minnisstætt, að á einni slíkri sam-
eiginlegri stundu, féll það í hlut
Kjartans að fara með lokaorðin.
Hann las þá upp síðasta ávarp
Baden-Powells, stofnanda skáta-
hreyfingarinnar, en þar segir m.a.
„Én hina raunverulegu ham-
ingjuleið haldið þið, ef þið gerið
aðra hamingjusama. Reynið að
skilja svo við þennan heim, að
hann sé einhverja vitund betri en
hann var; og þegar dauðinn sækir
ykkur heim, getið þið dáið ánægð-
ir í þeirri trú, að þið hafið að
minnsta kosti ekki eytt tíma ykk-
ar í óþarfa, heldur lagt ykkur alla
fram til að láta sem bezt af ykkur
leiða. „Verið viðbúnir" á þennan
hátt, að lifa hamingjusömu lífi og
deyja ánægðir — haldið jafnan
skátaheitið — engu síður á full-
orðinsárum en í æsku — og megi
guð styrkja ykkur til þess.“ í anda
þessara orða lifði og starfaði
Kjartan Júlíusson.
Ég hefi þá trú, að á erfiðum
stundum veiti bænir og góðar
hugsanir vina þeim styrk, sem um
sárt eiga að binda. Ég vona að
ástvinir Kjartans finni það, að við
erum mörg og víða stödd, sem er-
um með hugann hjá þeim núna.
Að leiðarlokum kveðjum við
skátabróður okkar, Kjartan Júlí-
usson, með trega og þakklæti.
Eiginkonu hans, Gunnhildi,
börnunum ungu, þeim Katrínu og
Helga Steinari, Katrínu, móður
Kjartans, systkinum hans og ást-
vinum öllum, vottum við einlæga
samúð.
Minningin um góðan dreng lifir.
Ksf. Valkyrjan, ísafirði.
Auður H. Hagalín.
I dag fer fram frá Isafjarðar-
kirkju útför Kjartans Júlíussonar,
raftæknifræðings, sem lézt í
Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. þ.m. Á
rúmu ári hlaut hann tvívegis
heilablæðingu, en náði sér ótrú-
lega fljótt í bæði skiptin og hóf
störf á nýjan leik, eins og ekkert
hefði í skorizt. Allir vinir hans
vonuðu því, að nú væri hættan lið-
in hjá og framtíðin brosti við á ný,
full glæstra vona. Hetjuleg bar-
átta virtist hafa borið árangur. Þá
baráttu háði heil fjölskylda, ung
eiginkona, ástrík móðir og venzla-
fólk með dæmafárri fórnfýsi og
þreki. En ástúð, umhyggja og
fórnir komu fyrir ekki. Glæstar
vonir brugðust óvænt. Svo hrap-
allega slær maðurinn með ljáinn.
Kjartan Júlíusson var fæddur á
ísafirði 6. júlí 1950, sonur hjón-
anna Katrínar Arndal, hjúkrun-
arkonu, og Júlíusar Th. Helgason-
ar, rafvirkjameistara, sem lézt 11.
maí sl, Var hann þriðja barn
þeirra hjóna, eldri eru Helgi og
Sigríður, en yngri Kristín og Har-
aldur.
Kjartan kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Gunnhildi Elías-
dóttur frá Akranesi 29. des. 1973.
Þau áttu tvö börn, Helga Steinar
f. 25. júlí 1973 og Katrínu f. 11.
marz 1977.
Kjartan ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum hér á Isafirði.
Strax að loknu gagnfræðaprófi
hóf hann nám hjá föður sínum og
lauk sveinsprófi í rafvirkjun um
tvítugt. En hugur hans beindist
fljótlega að meira námi á þessu
sviði. Hann lauk fyrri hluta
tæknináms hér á ísafirði, en síð-
ari hlutanum í Reykjavík vorið
1973. Hélt hann þá strax til Dan-
merkur og lauk prófi í raftækni
frá tækniskólanum í Árósum
haustið 1975. Kjartan var mikill
Isfirðingur og var alla tíð ráðinn í
því að vinna heimabyggð sinni að
námi loknu, ef hún hefði not fyrir
menntun hans og starfskrafta.
Það var því engin tilviljun, að
hann réðst til Rafmagnsveitna
ríkisins með aðsetur á ísafirði
t
Eiginmaöur minn,
MAGNÚS GUDMUNDSSON,
Ásgarði 33,
andaöist i Landspítalanum aöfaranótt 20. januar. Jaröarförin aug-
lýst siöar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Þórdís Arnadóttir.
t
Ástkær eiginmaöur minn og faöir okkar,
HALLDÓR SIGURDUR BACKMAN,
byggingarmeistari,
Sóleyjargötu 7, Reykjavík,
lést að morgni 20. janúar í Borgarspítalanum.
Jóhanna Arnmundsdóttir Backman,
Arnmundur S. Backman,
Inga Jónína Backman,
Ernst Jóhannes Backman,
Edda Heiörún Backman.
t
Minningarathöfn um
JÓHANNES SIGURDSSON,
hreppstjóra,
Hnúki, Dalasýslu,
sem andaöist 17. janúar, fer fram í Fossvogskirkju miövikudaginn
25. janúar kl. 13.30.
Jaröarförin auglýst síöar. .. .
a 1 Vandamenn.
t
Alúöarþakkir fyrir samúö og vinsemd vegna fráfalls og jaröarfarar
mannsins míns,
HÖGNA HÖGNASONAR
Iró Bjargi,
Breióvíkurhreppi.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna,
Soffía Þorkelsdóttir.
t
Þökkum af alhug sýnda samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns
míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa,
VILHJÁLMS ÞORSTEINSSONAR.
Kristín M. Gísladóttir,
Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigrún Júlíusdóttir,
Sigríöur Vilhjálmsdóttir, Jóhann Þórir Jónsson,
Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Halldór Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
NJARÐAR JAKOBSSONAR,
verkstjóra,
Fagrabæ 18.
Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki Loftorku hf.
Guðmunda Halldórsdóttir,
Þórdís Njaröardóttir, Hulda G. Óskarsdóttir,
Jóhanna Á. Njaröardóttir, Þór Kristmundsson,
Njöröur Njaróarson.
strax að námi loknu. Starfaði
hann síðan hjá rafmagnsveitunum
þar til Orkubú Vestfjarða yfirtók
starfsemi þeirra á Vestfjörðum í
ársbyrjun 1978. Var starfsvett-
vangur hans síðan hjá orkubúinu
þar til yfir lauk, seinustu árin sem
deildarstjóri tæknideildar.
Æskuheimili Kjartans Júlíus-
sonar var í Mjallargötu 6, í húsi
afa síns og ömmu, Helga Þor-
bergssonar vélsmiðs og Sigríðar
Jónasdóttur, en þar bjuggu for-
eldrar hans sín fyrstu hjúskapar-
ár. Hann varð því strax í æsku
mjög handgenginn Helga, afa sín-
um, og var einstaklega kært með
þeim og áhugamálin þau sömu, þó
að aldursmunur væri mikill. Þeir
þekktu hvorugur það sem nú er
nefnt kynslóðabil. Þar ríkti gagn-
kvæmt trúnaðartraust og einlæg
vinátta. Þykist ég vita með nokk-
urri vissu, að í þann ættlegg hafi
Kjartan sótt áhuga sinn á verk-
tækni, en þar hefir verið hver völ-
undurinn öðrum fremri, eins og
alkunna er. Helgi Þorbergsson
hafði alla tíð mikinn áhuga á
stangveiði. Sonarsonur hans var
ekki orðinn hár í lofti þegar hann
fór að taka hann með sér í veiði-
ferðir og kenna honum handtökin.
Veit ég, að það var mikið áfall
fyrir Kjartan, þá aðeins 14 ára
gamlan, þegar afi hans varð bráð-
kvaddur í einni slíkri ferð, en þeir
voru þá við veiðar í ísafjarðará
ásamt Jónasi, frænda hans.
Þegar Kjartan var á 10. ári
fluttust foreldrar hans í nýbyggt
hús við Engjaveg. Vorum við
nágrannar upp frá því, þar til
hann stofnaði sitt eigið heimili.
Nágrönnum hans duldist ekki, að í
kringum hann var aldrei nein
lognmolla, þar var alltaf eitthvað
að gerast, enda reyndist hann
snemma dugmikill og úrræðagóð-
ur. Það var því engin tilviljun, að
ungir og tápmiklir strákar sóttust
eftir að vera í návist hans og varð
honum vel til vina. Með árunum
skapaðist milli okkar trúnaðar-
traust, sem ég held að báðir hafi
kunnað að meta.
Eins og flestir ungir drengir á
ísafirði gerðist Kjartan skáti í
æsku og starfaði í öllum sveitum
Skátafélagsins Einherja. Hann
var tvímælalaust vel til foringja
fallinn. Meðfæddir forystuhæfi-
leikar og glaðværð gerðu það að
verkum, að honum gekk einstak-
lega vel að fá aðra til að vinna með
sér. I kringum hann var ávallt
lífsgleði æskunnar, skapgerð hans
var létt og lifandi. Meðan hann
dvaldi fjarri átthögunum gat
hann ekki starfað með Einherjum,
en strax og hann kom heim frá
námi tók hann þráðinn upp á ný
og hóf störf með sínum gömlu fé-
lögum. Árið 1976 var hann kosinn
félagsforingi Einherja og gegndi
hann því starfi til dauðadags.
Jafnhliða var hann sveitarforingi
hjálparsveitar skáta og mikill
áhugamaður um uppbyggingu
hennar.
Kjartan Júlíusson var í einkalífi
sínu lánsamur maður. Fjölskyldu
sinni og skátastarfinu á Isafirði
fórnaði hann flestum stundum er
afgangs voru erilsömu starfi. Eig-
inkona hans, Gunnhildur Elías-
dóttir, var honum samhent í einu
og öllu, áhugamálin voru sam-
tvinnuð og hugðarefnin hin sömu.
Hún stóð því ávallt við hlið hans,
studdi hann í starfi og þegar mest
á reyndi í erfiðum sjúkdómslegum
sýndi hún þá hetjulund og kær-
leika, er manni hennar hefir vafa-
laust verið mestur styrkur að í
baráttu sinni við miskunnarlaus
örlög, sem ekki urðu umflúin. Það
er erfitt að sætta sig við fráfall
ungs manns eins og Kjartans Júlí-
ussonar, sem er rétt að byrja sitt
lífsstarf. Með lífi sínu varpaði
hann mörgum hlýjum og björtum
sólargeislum á þá vegarspotta,
sem fjöldi ísfirzkra æskumanna
og ýmsir, sem eldri eru, áttu með
honum. Þess vegna engar harma-
tölur, þrátt fyrir allt, aðeins þakk-
ir fyrir ánægjulega samfylgd, sem
ekki gleymist og enginn vildi hafa
án verið. Hugur okkar fylgir hon-
um í áttina til strandarinnar
ókunnu, þangað, sem við förum
öll, þegar kallið kemur.
Ég og mínir samhryggjumst
eiginkonu hans og móður, sem