Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANtJAR 1984
Um leiá 05 kuann zr bóinr\, Faréu pó, strcz*
rr\ei5 g/asi'é yfir ci borb númer piu."
Kæra fröken, við höfum kosid
þig stúlkuna sem við viljum vera
með á svona kóralrin!
Nei takk. Ég ætla að bíða þar til
bfll stoppar sem ekki-reykingar-
maður ekur;
HÖGNI HREKKVÍSI
Kommúnistaríkin:
Hvernig væri ástandið
ef stjórnvöld leyfðu
þeim að fara sem vildu?
Húsmóðir skrifar:
„Ég varð glöð, þegar hægt
var að fá aftur „1984“. Sú bók
er eins og „Valdið og þjóðin"
eftir Arnór Hannibalsson;
maður kemst ekki hjá því að
trúa hverju orði sem í þeim
stendur.
Hér hjá söguþjóðinni er
þetta nauðsynlegt, því svo
mikil er innrætingin og að-
dáunin á kúgun kommúnism-
ans hjá kennurum okkar, að
þjóðin er fyrir löngu orðin að
gjalti gagnvart öðrum lýð-
ræðisþjóðum.
Heldur þótti mér það nöt-
urlegt við minningu George
Orwells, að útvarpið gæti
enga fengið til að minnast
hans, nema stokkfreðna
marx-Ienín-stalínista. Dag-
inn eftir bætti útvarpið svo
enn um betur. Þegar verið
var að lýsa byltingunni á
Spáni var vitnað í Orwell og
bara sagt frá því, þegar hann
fyrst kemur til Barcelona. Þá
finnst honum töluvert til um
það að allir þúast og ganga í
verkamannafötum. Frásögn-
in átti að vekja samúð okkar
með svokölluðum lýðræðis-
öflum á Spáni.
Orwell hefur skálda best
lýst andúð sinni og hræðslu
við þau öfl, hvar sem þau
birtast og endurtekur allt í
„Animal Farm“ og ekki síst í
„1984“. Þegar Orwell fer svo
að kynnast hlutunum, í bók-
inni sem vitnað var í, og sér
hvernig þessir sem stjórnuðu
og þóttust vera að bjarga
þeim fátæku, úðuðu í sjálfa
sig matnum og hentu svo
leifunum, þó að úti fyrir
stæðu þeir hungruðu. Það er
ekki út í bláinn að Orwell
lætur þessi orð standa yfir
„Sigurgarðinum", þar sem
Winston í „1984“ vinnur:
Stríð er friður, frelsi er
ánauð, fáfræði máttur.
Hvar fær maður betri lýs-
„Það er ekki út í bláinn að
Orwell lætur þessi orð standa
yfir „Sigurgarðinum" þar sem
Winston í „1984“ vinnur: Stríð
er friður, frelsi er ánauð, fá-
fræði er máttur. Hvar fær
maður betri lýsingu á komm-
únískri söguskoðun?“
ingu á kommúnískri sögu-
skoðun?
Ég fékk „1984“ strax árið
1949, þegar hún kom út í
Kaupmannahöfn og þá var
hægt að bera allt saman við
það sem maður frétti frá
Rússlandi. Aldrei er þetta
gleggra en núna þegar þessi
helstefna kvelur almenning á
Kúbu, í Angóla, Eþíópíu,
Mosambique, Suður-Víetnam
og svo öllum járntjaldslönd-
um sem kommúnistar af-
hentu Stalín, með sult Pól-
lands og herforingjastjórn-
ina þar í fararbroddi.
George Orwell
í bókinni er sagt frá því
þegar flokkurinn lét börnin,
frá sjö ára aldri, koma og
segja frá öllu sem gerðist á
heimilum þeirra, með þeim
árangri að hvert barn hafði
misst í það minnsta annað
foreldrið áður en það varð 12
ára. Ég sagði þá við ungan
son minn að hann hefði ekki
verið álitinn efnilegur í
Eyjaálfu þar sem allt væri
lifandi í kringum hann. Þá
sýndi drengurinn mér rússn-
eskt frímerki, hvar á var
mynd af 16 ára unglingi sem
í byrjun byltingarinnar hafði
sagt frá fundi sem faðir hans
hélt á heimili sínu með
helstu mönnum sveitarinnar.
Allir voru þeir drepnir og
drengurinn komst á frímerki
eins og Jón Sigurðsson. Bók
Orwells „1984“ lýstir ævi-
kjörum sem enginn vill búa
við. Frá kommúnistaríkjun-
um vilja allir fara og hvernig
væri ástandið ef stjórnvöld
leyfðu öllum að fara sem
vildu? Hvenær gerir einhver
kommúnisti manni það til
geðs að flytja alfarinn til
Rússlands?"
Fyrirhugað að leggja niður Sléttu-
veginn vestan Kringlumýrarbrautar
og veröur þá hægt að bæta hér um
«
Ingi Ú. Magnússon, gatna-
málastjóri, skrifar 17. jan.:
„í dálkum „Velvakanda"
nýlega var fyrirspurn frá
Gísla Jónssyni, prófessor,
varðandi hönnun tengingar
Bústaðavegar við Kringlumýr-
arbraut. Tenging þessi upp-
fyllir ekki ýtrustu kröfur sem
gerðar eru til slíkra mann-
virkja, þar sem nálægð gatna-
móta Sléttuvegar hindra það.
Þess ber þó að gæta að um
lítinn hraðamun á þessum
tveim brautum er að ræða, eða
10 km, sé löglega ekið.
Þetta er ekki sambærilegt
við innkomu á hraðbraut, þar
sem hraðamunurinn er marg-
falt meiri.
Hæðarmunur tengingarinn-
ar yfir Kringlumýrarbraut
hefir í för með sér að góð yfir-
sýn er yfir umferð eftir
Kringlumýrarbraut.
Fyrirhugað er að leggja
niður Sléttuveginn vestan
Kringlumýrarbrautar og verð-
ur þá hægt að bæta hér um.
Virðingarfyllst."