Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 47

Morgunblaðið - 21.01.1984, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1984 47 „World Cup“ Danir og Rússar í úrslitum ÞAÐ VERÐA Danir og Rússar sem koma til með aö leika til úr- slita í „World Cup“ handknatt- leikskeppninni í Svíþjóð. Rússar unnu sinn riðil með miklum yfir- burðum og er liö þeirra óhemju sterkt. Þeir skoruðu 80 mörk ( þremur leikjum, en fengu á sig 60. Danir komu mjög á óvart með góðri frammistöðu sinni í mótinu. Þeir töpuðu aö vísu fyrir Júgó- slavíu í síöasta leik sínum í riðl- unum með einu marki, 21—22. • Mogens Jeppesen markvöröur danska landsliðsins í handknatt- leik. Lokastaðan þessi: A-riðill Sovétríkin Svíþjóð Pólland V.-Þýskaland B-riöill Danmörk Júgóslavía A.-Þýskaland Spánn í riölunum var 3 3 0 0 80—60 6 3 2 0 1 72—75 4 3 1 0 2 69—73 2 3 0 0 3 54—67 0 3 2 0 1 66—61 4 3 0 2 0 63—62 4 3 0 2 1 66—69 2 3 0 2 1 62—65 2 Þýsk op spönsk lið a eftir Kristjáni Arasyni Erlend lið hafa áhuga á Kristjáni Arasyni stórskyttu úr FH. V-ÞÝSKA handknattleiksliöiö Hofweier hefur sýnt mikinn áhuga á því aö fá Kristján Arason til liðs við sig. Þá mun spánska liðið Balamano Grannollers líka hafa sett sig í samband við Krist- ján og boöið honum samning. Kristján Arason staðfesti þetta í spjalli viö Mbl. í gær. En hann sagði jafnframt að það væri alveg öruggt aö hann færi ekki til erlends félagsliðs fyrr en eftir næstu heimsmeistarakeppni í handknatt- leik. „Ég mun Ijúka námi mínu í viðskiptafræði viö Háskóla íslands fyrst, þaö hefur forgang. En þegar því er lokiö þá mun ég setja stefn- una á útlönd og vonandi fæ ég þá eitthvert gott tilboð," sagöi Krist- ján. — ÞR Verður gervigras- völlurinn tilbúinn í lok ágústmánaðar? ÍÞRÓTTARÁÐ Reykjavíkurborgar skoöar nú þessa dagana tilboð þau sem bárust í gervigrasvöllinn í Laugardal. Alls bárust tilboö frá 18 fyrirtækjum. Sum fyrirtækin sendu inn fleiri en eina gerð af gervigrasi þannig að nú er verið að skoða um 20 tegundir. Verð- tilboðin voru frá 6 til 21 milljón króna. Að sögn Júlúsar Hafstein for- manns íþróttaráðs Reykjavikur þá er mjög verulegur gæöamunur á hinum ýmsu tegundum. Nú er ver- iö aö athuga tæknihlið málsins, en Júlíus sagöi aö aö öllu óbreyttu þá yröi reynt að leggja gervigrasiö á völlinn í ágústmánuöi og í lok ág- úst á aö vera hægt að leika á vell- inum. — ÞR. Knattspyrnusérfræðingar ánægðir með hugmyndina um knattspyrnuskólann: „Bestu fréttir síóan 1966“ Frá Bob Honnesty, tréttamanni Morgunblaðaina i Engtandi. • Ragnheiður Ólafsdóttir náöi góðum árangri á síðasta keppn- istímabili. Hún æfir núna ( Band- aríkjunum. Frjálsíþróttasamband fslands I hefur úthlutaö fjórum frjáls- íþróttamönnum æfingastyrki að ' íslandsmót yngri flokka í blaki Undirbúningur Blaksam- bands íslands vegna fs- landsmóts yngri flokka fer senn í gang og væntir sam- bandið þátttöku sem flestra félaga og flokka. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast skrifstofu sam- bandsins fyrir 20. jan. nk. Þau félög sem ekki hafa fengiö umsóknareyöublaö sent er bent á aö hafa samband við skrifstofu BLÍ. • Þorvaldur Jónsson bætti ís- landsmetiö í 110 m grindahlaupi á síðasta ári. Þorvaldur hefur ver- iö í mikilli framför. upphæð 20 þúsund krónur hverj- um. Þaö var Ólympíunefnd ís- lands sem veitti sambandinu fjár- hæö í þessu skyni, 90 þúsund krónur, og er þv( eftir að úthluta 10 þúsund krónum. Ákvað stjórn FRÍ á síðasta fundi sínum að veita styrkina þeim Þorvaldi Þórssyni grinda- hlaupara, Siguröi T. Sigurðssyni stangarstökkvara, Siguröi Ein- arssyni spjótkastara og Ragn- heiði Ólafsdóttur millilengda- hlaupara. Æfingastyrkir hafa áöur verið veittir sex frjálsíþróttamönnum, sem líklegastir þykja til að veröa valdir til þátttöku í Ólympíuleik- unum. Þau fjögur sem nú hlutu styrki eru talin standa næst sex- menningunum aö afreksgetu, og sýndu öll fjögur framfarir á síð- asta keppnistímabili. — ágás. „ÞETTA er þaö besta sem gerst hefur í enskum knattspyrnuheimi síðan við unnum heimsmeistara- keppnina 1966,“ sagöi Don Howe, framkvæmdastjóri Arsenal, og aöstoóarmaöur Bobby Robson, einvalds enska landsliösins, um hugmynd enska knattspyrnu- sambandsins og General Motors um aö koma á fót knattspyrnu- skóla, en við sögöum frá sam- ningi þessarra tveggja aðila í gær. • Bobby Robson, landsliðsein valdur Englands. Bobby Robson var einnig yfir sig hrifinn af þessari hugmynd, sagöi hana sniöuga og umræddur skóli kæmi örugglega til með aö skila góöum knattspyrnumönnum. Körfuknattleikur EINN leikur verður í úrvalsdeild- inni í körfubolta í dag: Haukar og Valur leika í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði. Leikurinn hefst kl. 14. Enska landsliöiö hefur ekki náö góöum árangri á undanförnum ár- um — og hugmyndin er aö ala upp í þessum skóla, sem opnaöur veröur í september á þessu ári, framtíðarlandsliðsmenn Englands; — í landsliöinu sem skipaö er drengjum 16 ára og yngri og alveg upp í karlalandsliöiö. Þegar hefur forráöamönnum enska knattspyrnusambandsins veriö bent á 300 drengi af deildar- liðum og fleiri aöilum — en þeir veröa allir látnir þreyta próf og að- eins 25 fá inngöngu í skólann í haust. Þaö eru drengir á aldrinum 14 til 15 ára sem veröa í þessum skóla. Skólar sem þessi eru til í Frakklandi og hafa gefiö góöa raun. Öðlingamót hjá TBR Meistaramót TBR í Öölinga- og Æðstaflokki veröur haldiö í húsi TBR sunnudaginn 22. janúar nk. Hefst keppnin kl. 14.00. Keppt veröur í öllum greinum kvenna og karla í badminton, ef næg þátttaka fæst. Keppnisrétt í Öölingaflokki hafa allir þeir sem náö hafa 40 ára aldri á mótsdegi, og keppnisrétt í Æðstaflokki hafa allir sem náö hafa 50 ára aldri. Mótsgjald er kr. 250 í einliöaleik og kr. 200 í tvíl./tvenndarleik. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til TBR í síöasta lagi fimmtu- daginn 19. jan. nk. Frjálsíþróttamenn fá æfingastyrk Körfu- knatt- leikur NOKKURT hló er nú á keppninni ( úrvalsdeild í körfuknattleik. Næsti leikur fer ekki fram fyrr en 27. Snúar en þá leika UMFN og I í Njarðvík. Um næstu helgi fer hinsvegar fram keppni í yngri flokkunum í körfuknattleik. Úrslit ( síð- ustu leikjunum í úrvalsdeild- inni urðu þessi: Keflavfk — Haukar 55—59 KR — Njarövík 70—87 (R — Valur Staðan Njarðvík KR Haukar Valur Keflavik ÍR 12 12 12 12 12 12 93—86 3 965:894 18 5 851:839 14 5 855:862 14 7 985:935 10 7 785:877 10 9 913:947 6 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðv. 331 Pálmar Sigurðsson, Haukum 283 Kristjén Ágústsson, Val 238 Þorsteinn Bjarnason, Keflav. 204 Jón Kr. Gislason, Keflavík 196 Torfi Magnússon, Val 190 Hreinn Þorkelsson, ÍR 184 Gunnar Þorvarðarson, Njarðv. 180 Jðn Sigurðsson, KR 175 Jðn Steingrimsson, Val 175 1. deild kvenna; KR — Njarðvík 24—36 ÍR is Haukar Njarðvík Snasfell KR 11 9 2 532:424 18 11 8 3 498:429 16 10 6 4 456:322 12 11 5 6 375:443 10 9 2 7 275:355 4 10 1 9 325:448 2 Fyrirtækja- keppni í badminton Fyrirtækjakeppni Bad- mintonsambands íslands ter fram sunnudaginn 29. janúar í húsi Tennis- og Badmin- tonfélags Reykjavíkur (TBR) við Áifheima og hefst kl. 13.30. Aöeins er spilaöur tvíliöa- leikur og er gert ráö fyrir aö a.m.k. annar keppandinn sé frá viðkomandi fyrirtæki eöa stofnun. Ekki mega tveir meistaraflokksmenn spila saman nema annar þeirra sé yfir 40 ára og sé annar aöilinn kona, veröur hún aö vera neðar en í ööru sæti á styrk- leikalista BSÍ. Er þetta gert til aö jafna getu liöanna. Hvert liö sem tapar fyrsta leik er sett í „heiðursflokk“ og fær þar annað tækifæri. Fyrirtæki og stofnanir og/eöa fulltrúar þeirra,- sem áhuga hafa á þátttöku, eru beðnir um aö skrá sig sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.