Morgunblaðið - 12.02.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984
41
Borgarfjarðarhéraðs, og glöggt
mátti heyra á honum að hann
taldi það hérað héraða fremst í
þessu landi, m.a. vegna landgæða,
fegurðar og einnig vegna sögulegr-
ar frægðar. Kannski hefir dvöl
hans í þessu hjartfólgna héraði á
uppvaxtarárunum átt drýgstan
þátt í því hvað bóndaeðlið var rík-
ur þáttur í eðlisfari Magnúsar, þó
hann stundaði langtímum saman
önnur störf, hann var þó öðru
hverju í meiri og minni snertingu
við landbúnaðinn. Ungur að árum
sækir hann svo Bændaskólann á
Hvanneyri, og heldur sig mest við
sveitastörf næstu árin.
Árið 1936 hefur hann svo störf
sem lögreglumaður í Reykjavík, og
getur sér þar gott orð, enda mað-
urinn vel á sig kominn andlega og
líkamlega. Á þessum tíma var oft
erfitt að vera lögregluþjónn *
Reykjavík ekki síst á stríðsáru;'-
um. Oft voru Magnúsi falin crfið
verkefni á þessum árum sem hann
leysti með prýði og afrek vann
hann sem hann fékk v/ðurkenn-
ingu fyrir. 1953 gerðist Magnús
forstöðumaður Vinnuhælisins á
Litla Hrauni og er það næstu fjög-
ur árin. Og nú kom bóndinn upp í
honum, en á þessum árum var
ræktun stóraukin á Litla Hrauni
og byggingar einnig og á þessum
árum lét Magnús byggja það fjós
sem enn stendur ásamt tilheyr-
andi áföstum byggingum. Fram
undir 1970 var rekinn búskapur á
Litla Hrauni, það þótti sjálfsagt
að nýta mannskapinn til venju-
legra sveitastarfa og búið þar var
með þeim stærri á Suðurlandi. Nú
er búskapur fyrir löngu úr sög-
unni og fjósið og hlaðan nýtt á
annan hátt. Það gekk á ýmsu á
þessum árum á Litla Hrauni en
það er á þessum árum sem staður-
inn er að breytast úr því að vera
dvalarstaður fyrir tiltölulega ró-
lega afbrotamenn, svo sem brugg-
ara og aðra slíka, í það að vera
raunverulegt fangelsi, og þá kom í
ljós að húsið var ekki mannhelt.
Þá var hinni raunverulegu starf-
semi hætt í bili á meðan verið var
að gera endurbætur á húsinu. Á
þeim tíma hverfur Magnús frá
Litla Hrauni og er við ýms störf
bæði til sjós og lands og meðal
annars er hann bústjóri á Hellu-
vaði á Rangárvöllum.
Vorið 1962 kemur Magnús aftur
á Litla Hraun og þá sem yfirverk-
stjóri. Þá er forstöðumaður á Litla
Hrauni Guðmundur Jóhannsson,
fyrrverandi samstarfsmaður hans
úr lögreglunni, en milli þeirra var
mjög gott samstarf því báðir
höfðu vit á búskap og báðir kunnu
að stjórna, en Magnús hafði mjög
gott lag á að nýta sundurleitan
hóp manna sem vistmenn á slíkum
stað eru gjarnan. Og þar tel ég að
best hafi komið í ljós hæfileikar
hans við að umgangast aðra og
það þarf töluverða mannþekkingu
til svo að ekki komi til árekstra.
Hann beitti gjarnan háfleygum
setningum og jafnvel húmor ef
annað dugði ekki, og gjarnan
gengust menn upp í því.
Eftir nokkra ára starf á Litla
Hrauni gerist hann fangavörður í
Hegningarhúsinu í Reykjavík, og
hluta af þeim tíma er hann raun-
verulegur yfirmaður fangelsisins í
Síðumúla þó hann kæmist aldrei
til að vinna þar því á þessum árum
missir hann heilsuna. Það er hin
líkamlega heilsa sem bilar, sem
mun hafa verið fyrst og fremst
vöðvarýrnun, og fljótlega kom að
því að hann gat ekkert gengið svo
nokkru næmi hjálparlaust, og
hlaut það hlutskipti að þurfa að
halda kyrru fyrir svo árum skipti.
Það hlýtur að vera erfitt hlut-
skipti fyrir svo hraustan mann
sem Magnús var að eðlisfari að
þurfa að una kyrrsetunni svo
lengi, því andlegu heilbrigði hélt
hann óskertu. Og enn er það sveit-
in sem dregur hann til sín, og þá
flytur hann upp á Skeið og kaupir
hús og hluta úr jörðinni Hlemmi-
skeiði og býr þar ásamt seinni
konu sinni, Vilborgu Eiríksdóttur,
mg
wm
DHL Worldwide Courier
gerir allt til að koma
sendingu þinni á borð
viðtakanda
DHL sér um allt!
Áríðandi skjöl eða smábögglar
eru sóttir persónulega til þín.
Eftir að þeir hafa verið skráðir á
skrifstofu okkar er farið með þá út á
flugvöll og sendir með fyrsta flugi á
ákvörðunarstað þar sem starfsfólk
DHL tekur við sendingunni og kemur
henni fljótt og örugglega til viðtakanda.
Svona förum við að því! DHL hefur
á að skipa 10.500 manna starfsliði á 500
skrifstofum víða um heim.
Erlendis höfum við, til reiðu okkar eigin
tækjaflota, bíla, þyrlur og flugvélar. Þekking og
reynsla okkar á tollreglum og venjum víðast
hvar, auðveldar okkur að ná um allan heim, eða til
105 landa á sem skemmstum mögulegum tíma.
DHL gerir allt til að annast sendingar þínar.
Biðjið um verðlista og sjáið hversu hagkvæmt er að
láta reyndustu hraðboðana vinna fyrir þig.
DHL
Hraðflutningar h.f. y
Borgartún 33, 105 Reykjavík /
Sími: 91-27622, telex: 3004 /
/
/
TIL ATHUGUNAR FYRIR_
HEIMIUSFANG _
Vinsamlega sendið okkur:
□ VerðlisU
□ Bsekling
Q Við óskum eftir
fundi með ykkur
WÖRLDW/DE COUR/ER
tóucou/dn'texpress/tbetter
sem var honum ómetanleg stoð í
erfiðleikum hans hin síðari ár.
Fyrri konu sína, Sigríði Guð-
brandsdóttur, missti Magnús fyrir
allmörgum árum en synir þeirra
hafa haslað sér völl í þjóðfélaginu:
Pétur, útibússtjóri Búnaðarbank-
ans á Hellu, Björn, kennari á
Sauðárkróki, og Andrés, við
læknanám í Svíþjóð. Magnús var
fróður maður um marga hluti og
helst um það sem þjóðlegt var,
enda bókhneigður og sérstaklega
ljóðelskur og dáði mörg af okkar
eldri ljóðskáldum og ekki síst Ein-
ar Benediktsson og voru tiltæk
ljóðin hans. En það er fátítt að
hitta fyrir menn sem kunna ljóð
Einars eins og Magnús Pétursson,
slíkur maður hefir meira en með-
alnámsgáfur. Lausavísur voru
honum tiltækar og sóttist hann
mjög eftir að læra þær og hafði
gjarnan á takteinum lausavísur
þjóðkunnra hagyrðinga sem hann
hafði kynnst, og það er óhætt að
segja að hann hafi borið gott
skynbragð á móðurmálið hvort
sem það var bundið eða óbundið,
og lét oft í ljós vanþóknun sína á
nútímaskáldskap. En vafalaust
hafa bækur stytt honum stundir í
kyrrsetu síðustu ára.
Síðustu árin hafa þau Vilborg
og Magnús átt heima vestan heið-
ar, fyrst á Reykjalundi og síðan í
Hátúni 12 í Reykjavik. Með Magn-
úsi er genginn höfðinglegur mað-
ur, glæsilegur á v^lli, sem gjarnan
hafði fas fyrirmanns en undir sló
hjarta fslendingsins, sem elskaði
moldina umfram allt, og varð-
veitti barnssálina í ljóðum ís-
lensku skáldanna.
Ég votta aðstandendum mína
innilegustu hluttekningu við frá-
fall hans.
Steindór Guðmundsson
AVOXTUNSf^
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Ratið rétta leið
Rétt ávöxtun sparifjár er
besta kjarabótin í dag.
Látið Ávöxtun sf.
annast fjármál ykkar
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs
Gengi 13.02784
Ár R. Sfl./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr.
1971 1 15.173 1977 2 1.705
1972 1 13.734 1978 1 1.385
1972 2 11.212 1978 2 1.089
1973 1 8.470 1979 1 941
1973 2 8.073 1979 2 707
1974 1 5.283 1980 1 612
1975 1 4.142 1980 2 462
1975 2 3.077 1981 1 395
1976 1 2.810 1981 2 291
1976 2 2.316 1982 1 277
1977 1 2.043 1982 2 205
1983 1 157
-Óverðtryggð —
veðskuldabréf
Ár
1
2
3
4
5
6
AVK
7.00
8,00
9,00
10,00
20%
86.3
80.3
74,9
70,2
12,00 66,0
12,00 62,2
21%
87,0
81.3
76,1
71,5
67.4
63,7
Verðtryggð —
veðskuldabréf
J
Ár
1
2
3
4
5
Söhij.
2 afb/ári.
95,2
91,9
89.4
86.4
84.5
6
7
8
9
10
81,6
78.8
76,1
73,4
70.8
Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til
sölu. Verðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu.
Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu.
*
Avöxtun ávaxtar fé þitt betur
ÁVÖXTUNSf^
LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ10 - 17