Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 1
Sunnudagur 4. mars LÆRÐIÁ EINUM DEGIHLUTVERK GISELLU Viötal Mbl. viö ballettdansarana Belindu Wright og Jelko Yurésha. Eftir Elínu Pálmadóttur Dansflokkur Þjóðleikhússins heldur þessa dagana upp á tíunda ár sitt. Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Ætlar að sýna Öskubusku í heilli tveggja tíma ballettsýningu, sem sett er upp á þremur mánuðum. Það hlýtur að nálgast kraftaverk, ekki síst þegar í huga er haft að þetta er nýsköpun á ballettinum um Óskubusku við tónlist Prokofieffs, sem fær frumsýningu í Reykja- vík í þessari viku. Til þess að setja ballettinn upp og skapa hann eru hér enska ballettdansmærin kunna Belinda Wright og maður hennar ballettdansarinn Jelko Yurésha. Það er hann sem er höfundur uppsetningarinnar, semur dansinn, setur á svið og gerir búninga og leiktjöld. Báðir bresku ballettdansararnir, Anton Dolin og John Gilpin, sem settu hér upp Gisellu fyrir tveimur árum og höfðu áform um að vinna þetta verk, eru látnir. Hafði Sir Anton lagt að þeim að ganga í verkið í sinn stað en hann lést á sl. hausti. Og nú hafa þau dvalist hér síðan í nóvember við æfingar með ballettflokknum íslenzka og sköpun Öskubusku. Sagði Belinda Wright að hún væri orðin svo heilluð af þessari nýju uppsetningu manns síns að hún óskaði þess eins að hún væri yngri, svo að hún gæti fengið að dansa Öskubusku sjálf. Svo merkilegt sem það er, þá kvaðst Belinda Wright aldrei hafa dansað þetta hlutverk á sínum ferli. Hún dansaði þó öll þessi frægu hlutverk klassíska balletts- ins víða um heim, allt frá því hún 18 ára gömul sló í gegn með Gis- ellu með Rambert-ballettinum og þar til hún lauk dansferli sínum í Tókýó og Ítalíu 1976 með þessari sömu Gisellu, sem hún var svo fræg fyrir í áratugi. — Mín fyrsta Gisella varð til á dansferðalagi á Nýja Sjálandi og ég varð að læra hlutverkið á einum degi í lest milli staða, því aðaldansmærin forfall- aðist, rifjar Belinda Wright upp, sem við erum sestar í búningsher- bergi hennar í Þjóðleikhúsinu. Þegar ég lít til baka, get ég ekki skilið að ég skyldi láta mér detta í hug að ganga fram á sviðið og dansa Gisellu eftir þann litla und- irbúning. En þegar maður er ung- ur, þá gerir maður hiklaust það sem þarf og manni er falið. Enda fær ballettdansari þá þjálfun. Þarf ómældan sjálfsaga Þetta dæmi leiðir hugann að því hve erfitt það hlýtur að vera fyrir SJÁ NÆSTU SÍÐU Belinda Wríght varð ung prímadonna með frægum ballettflokkum, Rabert-flokkum, Ballet de Paris, London Festival-ballettinum, Grand Ballett du marquis de Quevas, Roja! Ballett o.fl. og dansaði þar við góðan orðstír.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.