Morgunblaðið - 04.03.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.03.1984, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 ballettdansara að ferðast um heiminn og vera stöðugt í formi í stærstu danshlutverk. Belindu Wright verður að orði: — Þegar ég lít til baka skil ég ekki hvernig ég hafði' taugar til þess og aga, sem ég lærði raunar snemma. En eftir að hafa fengið þjálfun hjá svo góð- um meisturum sem ég var svo heppin að fá, svo sem Volinine, Prebrajenska, Dolin, Goré, Tchernichocu og Rambert, þá fer ekki hjá því að eitthvað loði við mann frá þeim, þótt maður geri sér kannski ekki grein fyrir því meðan það er að nuddast á mann. Þetta er sú hefð, sem byggð hefur verið upp í margar aldir. Allir þeir, sem farnir eru, lifa áfram í hefðinni sem þeir hafa myndað og flutt áfram til þeirra sem við taka. Á mínum ferli var allur ballett kenndur, fluttur frá kennara til nemanda, en nú er allt skrifað niður. Dansarinn þarf að kunna að lesa úr því, en síðan fer hann að læra af öðrum. Þá er eftir að gefa verkefninu líf og anda. Og mögu- leikarnir til þess spretta einmitt af allri þessari þjálfun og aga. Þessa klassísku undirstöðu, sem gengur mann fram af manni, frá landi til lands, verður íslenski dansflokkurinn að ganga í gegn um til að geta haft grunn að byggja á. Belinda hefur verið undir ball- ettaga allt sitt líf. Beint úr skóla fór hún 16 ára gömul á sviðið í ballettflokki Ramberts, og varð brátt yngsta Gisella í þeim fræga flokki. Þá hafði hún dansað frá því hún var fjögurra ára gömul. — Ég held að ég hafi næstum fæðst dansandi, segir hún. Og mér hefur ávallt fundist það mikil forrétt- indi að fá að stíga fæti á sviðið og dansa. Þá er að baki undirbúning- ur eins og við helgiathöfn. Og það hlutverk er ekki hægt að fara léttilega með. Að vísu var meiri agi á mínum námsárum, við mátt- um ekki tala í tíma og stafurinn var til taks, en ómældan sjálfsaga verður maður að hafa til að verða góður ballettdansari. Frá sextán ára aldri hófst hinn glæsti ferill Belindu Wright á al- þjóðavettvangi með sýningum víða um heim, aðeins rofinn með- an hún gekk með og fæddi tvö börn. — Og þó, ég dansaði Júlíu þar til ég var komin 4 mánuði á leið og lét aldrei falla niður æf- ingar heima. Mánuði eftir að barnið fæddist var ég farin að dansa í sjónvarpssýningu. Það má aldrei fara úr þjálfun í þessu starfi. Frá Rambert-ballettinum skipti Belinda Wright yfir til Parísar- ballettsins til að dansa í „Les Demoiselles de Paris", sem Roland Petit samdi handa Margot Fonta- yn og oft var Belinda sett í flokk með Fontayn meðal bestu dansara Breta. Þetta hlutverk í París og New York aflaði henni þess orðs- tírs á alþjóðavettvangi. Eftir það var hún ávallt númer eitt í þeim flokkum sem hún dansaði með. Til dæmis dansaði hún oft stærstu klassísku hlutverkin á móti John Gilpin. Hún ferðaðist um við mik- ið lof sem prímaballerína með London Festival-ballettinum og á árunum 1954 til ’55 dansaði hún Glovinu rfteð Marquis de Quevas- ballettinum í París í Leikhúsi Söru Bernhard og á ferðum í Afr- íku og Asíulöndum. Eftir að hún sneri aftur til London Festival- ballettsins dansaði hún m.a. við brúðkaup Grace og Rainiers í Monte Carlo í Monaco og mörgum Evrópulöndum. Á heimssýning- unni í London skapaði Belinda tit- ilhlutverkið í Snjódrottningunni, fyrstu sýningu sem Rússar hafa sett upp utan Rússlands og hún dansaði sem gestur með Royal- Úr ýmsum ballettsýningum. ballettinum hlutverk Gisellu, feg- urðardísarinnar sofandi og svana- stúlkunnar í Svanavatninu, en þar heillaði hún Lundúnabúa með dramatískri túlkun sinni sem Phetra í ballettinum sem Janine Charrat samdi sérstaklega fyrr hana. Hvarvetna kom hún fram við mikið lof fyrir frábæra tækni og hæfni til túlkunar, svo sem sjá má af dómum blaða víðs vegar úr heiminum. Dönsuðu saman um heiminn Belinda Wright og Júgóslavinn Jelko Yurésha komu fyrst fram sem par 1959 í Royal ballettinum í London, að viðstöddum drottning- unni og drottningarmóðurinni og vakti samvinna þessara tveggja ballettdansara athygli er þau héldu áfram að dansa saman víða um heim, m.a. dönsuðu þau mest saman sem par á ferð um Suður- Ameríku með London Festival- ballettinum. Eftir 1967 byrjuðu þau að ferðast um víðar en fyrr, ekki aðeins til stórborganna held- ur engu síður til staða þar sem ballett er næstum óþekktur og hlutu þá nafnbótina sendiherrar breska ballettins. Þegar þau komu til Kúbu á ferðalagi sem hafði byrjað í Bombay á Indlandi og sýndu Gisellu, þá voru þau fyrstu ballettdansararnir sem þar höfðu sýnt síðan Makova dansaði þar áratug fyrr. Síðan voru Belinda Wright og Jelko Yurésha ball- ettstjörnur sem ferðuðust um, dönsuðu stundum sem gestir með ballettflokkum þeirra landa sem þau komu í eða höfðu eigin „ball- ettkvöld". Dönsuðu síðast saman í Kína 1976, sem fyrr er sagt. Jelko Yurésha byrjaði líka ung- ur að dansa, dansaði fyrst hlut- verk Franz í Copelíu þegar hann var 18 ára gamall. Hann kemur frá Júgóslavíu og nam við alþjóð- lega ballettskólann í Split. Hann ætlaði alltaf að verða listamaður, óperusöngvari, málari eða leikari, en varð alsæll þegar hann hafði komist að raun um að ballettinn náði í raun yfir þetta allt. Úr skól- anum hélt hann til Englands til að halda áfram námi hjá Madame Legat og Crofton. Sama árið og hann dansaði fyrst með Belindu Wright 1959 var hann valinn í Keramiknámskeið veröur haldiö aö Ingólfsstræti 18. Upplýsingar á vinnu- stofu í síma 21981 eöa heimasímum 29734 og 79156, Aðalheiði Helgadóttur, sími 78082 og Kristjönu Þau Belinda Wríght og Yurésha ferðuðust eftir 1967 um heiminn og dönsuðu ýmist sem gestir með ballettflokknum eða höfðu eigin „ballettkvöld“. sjónvarpsþátt hjá BBC, þar sem hann m.a. dansaði á móti Margot Fontayn í útsendingu í Eurovisi- on, við svo góðar undirtektir að hann var ráðinn til London Festi- val-ballettsins. Og fram til 1965 dansaði hann með Royal-ballett- inum. Þótt ballettinn hafi orðið ofan á, þá stundar hann til hliðar aðrar listgreinar, málar, teiknar búninga fyrir balletta og hefur verið beðinn um að skrifa gagn- rýni í eitt af stórblöðunum um Nijinsky. Hér á íslandi kemur fjölhæfni hans sér vel, því hann hefur ekki aðeins mótað ballettinn Öskubusku og sett hann á svið, heldur líka séð um búninga og teiknað leiktjöld. Frumsýning Ösku- busku á öskudag Jelko er staddur í búningsher- berginu þegar við komum. Og við biðjum hann um að segja okkur frá uppsetningunni á Öskubusku hér og að hvaða leyti hann hefur hana frábrugðna því sem venjan er. — Uppsetningin á þessum þriggja þátta ballett við tónlist Prokofieffs er að ytra yfirbragði að ýmsu Ieyti nýstárleg. Ég gerði nýja sögu, t.d. er venjan að syst- urnar séu ljótar og leiðinlegar, hér eru þær bara kjánalegar stjúp- systur. En kjarni málsins er sá að ég vildi vera nálægt þeim anda sem tónlist Prokofieffs speglar. Ég las allt sem ég náði í um Prok- ofieff. Hann vildi að mínum dómi hafa þetta ævintýri, sem sýndi ást og fegurð. Hann var undir áhrif- um klassískra höfunda og vildi að ballettinn við tónlistina væri hefðbundinn. Það er hann, en samt í anda 20. aldar. Þetta verður frumsýning á þessari gerð í Reykjavík, og ég held að mér hafi tekist að hafa hana í anda Prok- ofieffs. Hvort sem það slær í gegn eða ekki, þá er ég mjög ánægður sjálfur. Það skrýtna er að okkur hefur aldrei geðjast að Öskubusku og aldrei haft áhuga á tónlistinni. En þetta gerðist með nokkuð óvenjulegum hætti. Þegar spurt er nánar út í það, segir Yurésha að venjulega þegar hann er beðinn um að setja upp ballett, þá sé byrjað á því að sitja á fundum með fjölda manns, bún- ingateiknara, sviðsmönnum o.s.frv., en nú varð hann sitja á fundi með sjálfum sér. Þegar hann tók að sér að setja upp Öskubusku á íslandi hafði hann af einhverj- um undarlegum ástæðum heildar- myndina í höfðinu, vissi hvernig hann vildi gera þetta. Sir Anton Dolin, sem var orðinn heilsuveill 79 ára gamall, bað þau hjónin fyrst um að hjálpa sér við þetta verkefni. En þeim fannst það of stórt. Heil tveggja tíma sýning í 3 þáttum með ókunnum ballett- flokki. Þótt enginn gerði sér í rauninni fulla grein fyrir því þá hve risafengið verkefnið var. — Það tók 40 ár að þróa ballett við þessa tónlist snillingsins, segir Yurésa. Fáum dögum áður en Sir Anton dó, lofaði ég að athuga mál- ið, og 2 dögum eftir lát hans fannst mér við ekki geta annað. Ekki það að við hikuðum við að koma hingað, heldur einfaldlega óttuðumst við að þarna væri verið að færast of stórt verkefni í fang. Þó er ég vanur að laga mig að aðstæðum og veit að maður getur ekki alltaf haft Bolshoi-ballett- flokkinn. En það sem reið bagga- muninn var að vera trúað fyrir þessu stóra verkefni. Þetta var í nóvember og tíminn orðinn enn naumari en áætlað hafði verið. Og allt í einu höfðum við fengið ást á þessari tónlist, sem okkur hafði aldrei líkað. Það gerðist í flugvél- inni á leið til íslands. Ég var að hlusta á tónlistina þar þegar það gerðist. Svo að þegar ég kom hingað var einn þátturinn þegar skír í minum huga, hvernig ætti að taka verkefnið. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Sag- an og tónlistin hafði runnið saman í vitundinni og myndað heild. Al- veg merkilegt. Síðan hefur verið haldið áfram að æfa, gera búninga og á ösku- daginn verður ballettinn Ösku- buska frumsýndur í Þjóðleikhús- inu. Ásdís Magnúsdóttir dansar Öskubusku. — Ballettinn er sam- inn sérstaklega fyrir hana, segir Yurésha, og mér finnst ég vera heppinn að fá að semja þannig sérstaklega fyrir hana. Seinna mun svo Auður Bjarnadóttir taka við hlutverkinu, en hún er líka með í ballettinum. En eitt þurfa menn að muna, að svona stór ball- ett þarf áframhaldandi pússun, þótt búið sé að frumsýna. Svona ballett þarf að hreinsa í langan tíma. Belinda Wright tekur undir það. — Við sáum sýningu á Gisellu, sem Sir Anton setti hér upp. Hún er með þeim bestu sem við höfum séð og höfum við séð þær margar. Og ef þið ekki haldið henni við og látið hana drabbast niður, þá verðum við gröm við ykkur. Því hann er látinn og þið megið ekki láta þessa sýningu tapast. Ballett þróast frá manni til manns og ykkur ber skylda til að láta þenn- an hlekk ekki slitna. Frumsýning- in á Öskubusku verður reyndar til heiðurs Sir Anton Dolin. Af þeirri ástæðu einni ber dansflokkinum, sem raunar er rangt nafn á ball- ettflokki, að leggja sig fram, gera í raun betur en hann getur. En það er það sama með Öskubusku eins og Gisellu, það væri alveg synd ef hún dytti niður og hyrfi eftir nokkrar sýningar hér, og yrði ekki haldið við. Það væri synd að byggja svo mikið upp og láta það svo fara forgörðum. Eftir frumsýninguna þegar þau Belinda Wright og Jelko Yurésha halda héðan úr erfiðum snjóa- vetri, ætla þau að hvíla sig ræki- lega heima. En síðla sumars halda þau til Kína til að setja á svið ballett þar. Ekki er Belinda Wright þó í fríi þangað til. Hún ætlar að segja einhverjum dönsur- um til í einkatímum og kenna í sumarskóla. En hún á líka sæti í stjórn West End-leikhúsanna og ber því skylda til að sjá allar ball- ettsýningar, sem koma fram í London. Fimm aðilar eru í ballett- nefndinni og þeim er ætlað að velja í árslok bestu ballettsýning- una á árinu, sem komið hefur í leikhúsin í West End. Hún segir mjög erfitt að skera úr því. Því má engin sýning fara fram hjá henni. En svo heppin var hún að engin ný ballettsýning hefur komið á fjal- irnar meðan hún var á íslandi. Hún átti því frí frá þessu verkefni í 2 mánuði. En verður að drífa sig út nú strax og hún getur. Belinda Wright er ákaflega hiédræg kona og tíundar ekki afrek sín. En í bæklingi sem maður hennar hefur stungið að mér til hjálpar má sjá margar blaðsíður af lofsamlegri gagnrýni um frammistöðu hennar í borgum uin allan heim og á mörgum tungumálum. í dómi um sýningu þeirra á Barbados er vitn- að í ljóðlínur úr Vatnaliljunni: Beauty is its own reward, Being a form of Peace.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.