Morgunblaðið - 04.03.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
53
ANDLAT
Fiskimennirnir á Nova Scotia eiga bágt meö aö skilja
hvers vegna fólk einhverstaöar í útlöndum vill banna
þeim aö draga fisk úr sjó.
Á KÖLDUM KLAKA
Keating: stjakadi vid drottning-
unm.
Maðurinn sem málaði
eins og engill
Hrekkjalómurinn í listamanna-
stétt og málverkafalsarinn
Tom Keating, sem listaverkasalar í
London minnast meö hryllingi, lést
i sjúkrahúsi í síöasta mánuöi 66
ára aö aldri. Þegar Keating var
dreginn fyrir dómarann viö Old
Bailey fyrir fimm árum vöktu rétt-
arhöldin yfir honum mikla athygli
og Keating varö aö nokkurs konar
átrúnaöargóöi í augum almenn-
ings. Þaö fór líka svo, aö málsókn-
in gegn honum var látin niöur falla.
Keating var ákaflega afkasta-
mikill málari og eftir hann liggja
hundruö málverka „eftir“ Con-
stable, Monet og ekki síst Samuel
Palmers. Þaö voru einmitt verk
eignuö þeim siöastnefnda, sem
komu upp um Keating áriö 1976,
en áöur höföu listaverkasalarnir
lagt blessun sína yfir pau sem
ekta, mörgum til mikillar ánægju
pegar upp komst.
Tom Keating sneri sér aö föls-
ununum eftir margra ára basl og
þegar hann var orðinn úrkula von-
ar um aö hæfileikar hans yröu
nokkru sinni einhvers metnir.
Keating seldi raunar alltaf nokkuö
en listaverkasalarnir höföu þann
háttinn á aö kaupa myndirnar hans
fyrir smánarpening og selja þær
síöan aftur á uppsprengdu veröi.
í réttarhöldunum neitaöi Keat-
ing staöfastlega aö hafa falsað
málverkin í því skyni einu aö
græöa á þeim peninga og úr því
máli var aldrei skoriö því aö heilsu
hans hrakaöi skyndilega og breski
ríkissaksóknarinn lét máliö gegn
honum niöur falla. Keating haföi
veriö veill fyrir hjarta í nokkur ár og
var búinn aö segja vinum sínum,
aö hann ætti ekki langt eftir ólifað.
Tom Keating fæddist í London
áriö 1917, einn af sjö börnum
húsamálara nokkurs, og hann ólst
upp viö hina mestu fátækt. Kamr-
inum varö fjölskyldan aö deila meö
öörum og þótt Keating kunni aö
hafa ýkt nokkuð, í viötölum við
hann fjölgaöi kamarnotendunum
smám saman úr 15 í 24, er alveg
víst, aö bernskuheimili hans var
ekki innblásinn staöur fyrir verö-
andi listamann.
Tom Keating var vel gefinn og
náöi inngönguprófi i menntaskóla
aöeins 14 ára gamall. Fjölskylda
hans haföi hins vegar engin efni á
á kosta hann í skóla og næstu árin
flæktist hann um og vann viö þaö,
sem til fóll hverju sinni. Á stríösár-
unum var hann kyndari á herskipi,
en aö stríöinu loknu fékk hann
loksins vinnu, sem átti betur viö
hann, en þaö var aö gera viö göm-
ul málverk og veggmyndir. Sú
saga er sögð, aö einu sinni, þegar
hann var aö fjarlægja lakkhúö af
veggmynd í Marlborough-höllinni,
hafi hann mátt velja á milli þess aö
stjaka viö sjálfri drottningunni eöa
láta sterkt leysiefniö éta sig í gegn-
um lakkiö og skemma myndina.
Keating ýtti drottningunni til hliöar.
Á síöustu árum sínum, laus viö
óttann viö Old Bailey, naut Keating
nýrrar frægöar sem dálítiö sér-
stæöur listarýnandi og kunnáttu-
maöur um málaralist. Um þessar
mundir er einmitt veriö aö sýna í
breska sjónvarpinu þætti þar sem
Keating lætur Ijós sitt skína um
impressionismann, kankvís og
kíminn meö sitt úfna, hvíta skegg.
Keating varö líka þeirrar ánægju
aðnjótandi síöustu æviárin aö sjá
málverkin sín, þau, sem hann
merkti bara sjálfum sér, seljast á
góöu veröi í listasölum Lundúna-
borgar. i desember sl. seldist
nokkurt safn af myndum hans, þar
á meöal ein spegilmynd af einni
mynda Constables, fyrir 72.000
pund, nærri þrjár milljónir ísl. kr.,
hjá umboösfyrirtækinu Christie’s.
— MARTIN WAINWRIGHT.
ÞETTA GERÐIST LIKA
KVIKMYNDIR
Hálfgert
hundalíf
þama í
háloftunum
Um þessar mundir flykkjast Par-
ísarbúar í bió til að sjá glænýja
franska mynd, sem nefnist „Le bon
Plaisir" eöa Mikil ánægja. Myndin
fjallar um franskan forseta, sem
reynir aö komast hjá hneykslis-
máli, er hann á yfir höföi sér. Þaö
er því ekki óeölilegt aö sýning
myndarinnar kalli viða fram minn-
ingar frá stjórnartíö Valery Giscard
d’Estaing, fyrrum forseta. Hann
þáöi á sínum tíma demanta aö gjöf
frá Bokassa, hinum illræmda keis-
ara Miöafríkulýöveldisins, og hlaut
fyrir mikil ámæli, er uppvíst varö.
Ennfremur gekk sá orðrómur Ijós-
um logum í samkvæmum París-
arborgar, aö forsetinn heföi glöggt
auga fyrir kvenlegri fegurö.
Engan þarf enda aö undra, þótt
finna megi hliöstæöur meö kvik-
mynd þessari og atburöum sem
áttu sér staö í forsetatíö Giscards,
þvi aö hún er byggö á skáldsögu
eftir Francoise Giraud, sem var
ráöherra í stjórn hans og fór þar
meö málefni kvenna. Francoise
Giraud, sem er kunnur rithöfundur
og blaöamaöur, skrifaöi einnig
handritiö aö kvikmyndinni. Þaö fer
því ekki milli mála hvaðan henni er
komin kveikjan aö verkinu, en hún
hefur þó gert sér allt far um aö
haga rás atburöa þannig, aö ekki
sé beinlínis hægt aö bendla mynd-
Giscard d'Estaing: Bokassa mok-
aöi i hann demöntum.
ina viö Giscard og forsetaferil
hans.
Hneykslismáliö, sem kvikmynd-
in fjallar um, er hugarfóstur höf-
undar. Á leiö sinni upp eftir valda-
stiganum hefur forsetinn veriö í
tygjum viö laglega Ijósku. Stúlkan
hefur oröiö ófrísk af völdum hans
og hefur í engu skeytt bréflegum
fyrirmælum hans um aö láta eyöa
fóstrinu. Hún lætur ala barniö upp
meö leynd, en leyndinni er svipt af,
er ungur maöur stelur bréfi forset-
ans og sýnir þaö ritstjóra sorp-
blaös nokkurs.
Aö mati Francoise Giraud er
sjálft hneykslismáliö aukaatriði, en
mestu máli skiptir aö sýna hvernig
hinir kjörnu þjóöhöföingjar fara
meö völd sín, og er þar óneitan-
lega margt, er minnir á blómaskeiö
kónganna i Evrópu. — I samfélagi
manna er einna áhugaveröast aö
fylgjast meö valdamönnunum,
segir Giraud, þeir eru haldnir at-
vinnusjúkdómi, sem lýsir sér í sí-
vaxandi eigingirni. Hún kveöst
vera ánægö meö hvernig myndin
varpi Ijósi á hirðsiðina í Elysée-höll
— jafnvel augnaráöið, sem forset-
inn sendi ráðherrum sínum, komi
þar glöggt fram.
Aö dómi Francoise Giroud kem-
ur lífsstíllinn í Elysée einna haröast
niður á eiginkonu forsetans. For-
setafrúin í myndinni gerir líka sína
einkauppreisn á minnisveröan
hátt. Hún neitar aö mæta í skrúö-
göngu á þjóöhátíöardaginn, en
heldur kyrru fyrir í rekkju sinni,
gæöir sér á sætum hnetum og
stren'gir þess heit aö fara í verkfall.
Giroud er ekki ein um aö álíta
hlutskipti frönsku forsetafrúarinn-
ar lítt öfundsvert. Fyrir skömmu
kom þaö fram í skoðanakönnun aö
Frakkar hafa almennt mikla samúö
meö forsetafrúnni. 83% þeirra sem
svöruöu töldu aö starf hennar væri
erfitt, 70% töldu þaö ekki öfunds-
vert og 54% álitu þaö beinlínis
leiöinlegt.
— ROBIN SMYTH
Skotabrandari kærður
Skotar sem starfa í Svíþjóö hafa sent Mann-
réttindadómstólnum í Strassborg kvörtun yfir
niðurlægingu sem þeir segja aö þjóö sín þurfi aö
sæta i ríki Svía.
Nánar tiltekið er þaö nýstofnaöur Mannrétt-
indahópur Skota, sem kæruna sendi, en hann var
settur á stofn vegna óánægju með auglýsingu frá
sænsku járnbrautunum. i auglýsingunni er boöiö
upp á ferð fyrir tvo fyrir andviröi eins fargjalds og
sýnd mynd af tveimur Skotum sem taka tilboðinu
og ætla aö auki aö smygla þriöja Skotanum með
sér í farangrinum.
„Viö höfum ekkert á móti Skotabröndurum almennt og yfirleitt,“ segja
talsmenn Mannréttindahópsins, „en hér er of langt gengiö." Dómstóllinn
í Strassborg er hins vegar ekki alveg viss um þaö og hefur beöiö
kærendur aö gera nánari grein fyrir nokkrum atriðum. Þá hefur ríkissak-
sóknari Svía kveðiö upp þann úrskurö aö ekki sé unnt aö kæra járn-
brautirnar innanlands því Skotar séu ekki „þjóöernisminnihluti” í Svíþjóð.
Skotum finnst járnbrautarbrandarinn vera dropinn sem fyllir mælinn.
Þeir segja aö Skotabrandarar séu eitt aöalskemmtiefni Svía um þessar
mundir, og t.d. hafi búöir sem versla meö sérlega ódýran varning tekið
upp heitiö „Skotinn” og auglýsi: „Þú færð vöruna ekki ódýrari annars
staöar.”
Á meöan Mannréttindahópur Skota íhugar hvernig hann á að útskýra
kæru sína betur fyrir dómstólnum í Strassborg þarf hann að hafa áhyggj-
ur af ööru. Herferðin gegn Skotabröndurum hefur kostað hann talsveröa
fjármuni, en framlag skoskra stuöningsmanna hefur veriö í rýrara lagi og
aðeins höfðu safnast 2000 krónur íslenskar þegar síöast fréttist...
Reagan og ræninginn
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti var staddur á
stjórnmálafundi í Des Malnes í lowaríki á dögunum,
þegar kona nokkur veik sér aö honum og spuröi:
„Manstu eftir mér?" Upp úr dúrnum kom aö fyrir
hálfri öld hafði forsetinn bjargað henni úr klóm ræn-
ingja. Reagan varö vitni aö þvi að þjófur ætlaði aö
ræna konuna og greiþ þá til skammbyssu sem hann
haföi í fórum sínum. „Byssan var óhlaöin og ef ræn-
inginn heföi ekki tekiö til fótanna, þegar ég sagöi
honum aö hyþja sig á brott, heföi ég líklega orðiö aö henda byssunni í
hann,“ sagöi forsetinn, þegar hann rifjaöi upp þetta atvik frá 1933.
Ókeypis heróín?
Borgarráö Amsterdam er aö hefja nýja
herferð gegn eiturlyfjaneyslu í borginni
og eru í henni ýmsir þættir sem vakið
hafa miklar deilur í Hollandi. Til aö
mynda er ætlunin aö útvega 300 af
þeim 1200 heróínsjúklingum sem verst
eru haldnir ókeypis eiturefni. Vonast
borgarráðið til aö sú ráöstöfun dragi úr
eftirspurn, lækki verö og fækki þar meö
glæpum, sem rekja má til örvinglaðra neróínneytenda.
Ríkisstjórnin er mótfallin þessari áætlun og ef hún fellur ekki frá
andstööu sinni verður ekkert úr framkvæmdum. Heilbrigöisráöherra
Hollendinga segir aö lækkun á veröi heróíns muni gera Amsterdam aö
eftirsóttum staö fyrir eiturlyfjasjúklinga og glæpum fækki ekki þegar fleiri
eru farnir aö berjast um eitrið.
Taliö er aö í Amsterdam séu 8000 eiturlyfjaneytendur, sem eru mjög
illa haldnir, og á síöasta ári létust þar 53 menn, þar af 32 útlendingar, af
völdum eiturlyfja.
SITT LITIÐ AF HVERJU
Nýlega var komiö fyrir lyftu í Spandau-fangelsinu í Berlín
handa eina fanganum sem þar dvelst, hinum níræöa
nasistaforingja Rudolf Hess. Lyftan kostaöi tæplega
hálfa aöra milljón ísl. króna ... Manntal í Kína hefur leitt
í Ijós aö þar eru á lífi 3.765 manns sem eru hundrað ára
og eldri. Elsti borgarinn reyndist vera 130 ára gamall;
nokkru áður en taliö var tekiö lést 136 ára gamall maður
í bifhjólaslysi... Dýraverndarmenn í Ástralíu eru æfir út
í stjórnvöld fyrir aö leyfa veiöar á tveimur milljónum
kengúra á þessu ári. Þeir hafa fengiö Greenpeace-
samtökin í lið meö sér og ætia á vettvang til aö reyna aö
stööva veiöarnar... Kínverjar hyggjast gefa út ævisögu
harðstjórans sem á 13. öld réö yfir öllu landflæminu milli
Kyrrahafs og Svartahafs. Meö því má heita aö þeir veiti honum uþpreisn
æru, en á dögum menningarbyltingarinnar var grafhvelfing hans í Kína
brotin niöur... Evrópuþingiö í Brussel hefur hvatt stjórnina í Chile til aö
framselja nasistann Walter Rauff sem hefur búiö í landinu frá 1958. Rauff
er talinn bera ábyrgö á dauða um 200 þúsund manna í síöari heimsstyrj-
öldinni...
Genghis Khan