Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 9

Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 57 innan húðar brjóstanna og hafa leikkonur og aðrar konur í skemmtanaiðnaði helst látið gera slíkt. í erlendum tímaritum eru oft auglýstar aðferðir og tæki til að stækka barminn og heitið góð- um árangri eftir ákveðinn tíma. En við of stórum brjóstum, sem sannarlega geta verið til óþæg- inda, er hægt að ráða bót með skurðaðgerð og munu slíkar að- gerðir vera framkvæmdar hér- lendis. Söngkonan Dolly Parton er með barmstærri konum, eins og sjá má á myndum, og notfærir sér það oft til gamanmála á leiksviðinu. Það Mynd af málverki eftir Botticelli, Venus frí 15. öld. Breska sýningarstúlkan Twiggy sem kom fram á sjónarsviðið í byrjun sjöunda áratugarins. Það er ekki mikið „framan á henni“. er ekki langt síðan hún sagði frá því, að hún gæti ekki með nokkru móti skokkað sér til heilsubótar, gerði hún það fengi hún glóðar- auga á bæði! Er samband á milli brjóstastærðar og gáfnafars? Það eru nær tveir áratugir síðan að bandarískur kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, Erwin 0. Strass- mann, í Houston í Texas, birti grein í tímaritinu International Journal of Fertility, þar sem hann greindi frá rannsóknum sínum á stórum hópi kvenna og átti að sanna þá gömlu almennu trú, að Hin barmfagra Jane Russell, brjóstmál 95—% sm. Myndin er frá árunum 1950—60. Læknirinn skipti konum í fjóra flokka eftir vaxtarlagi og studdist þar við fyrri flokkun þýska sál- fræðingsins Ernst Kretschmers. Fyrr höfðu sálfræðingarnir Kramaschke og Jung komið fram með þá kenningu, að mögulegt væri að draga konur í dilka gáfna- farslega eftir líkamsbyggð. En það er af grein Strassmann að segja, að hún olli hinu mesta fjaðrafoki, jafnt meðal leikra og lærðra, og ýmsir þekktir einstakl- ingar leyfðu sér að andmæla niðurstöðunni og töldu hana í alla staði óvísindalega. Barmmiklar konur urðu að von- um bæði sárar og reiðar, undan- tekning var smástirni í Holly- wood, Mamie van Doren að nafni, sem benti á að sjálf væri hún tal- andi dæmi um þessa kenningu, þ.e. gáfnafar hennar væri í öfugu hlutfalli við hinn stóra barm! Hin barmstóra Jayne Mansfield. „Bikini“-klædd stúlka frá Sikiley. Myndin er frá seinni hluta 3. aldar e.Kr. Styttan Venus de Milo (200—150 f.Kr.) fannst árið 1920. Hún er nú á Louvre-safninu í París. Mynd af málverki eftir þýska málar- ann Cromach frá 16. öld. Auglýsingamynd frá þriðja áratugn- um. Konur notuðu belti eða lífstykki til að gera sig flatar í vexti. Þær áttu belst að vera alveg brjóstalausar. samband væri á milli brjósta- stærðar kvenna og gáfnafars, þ.e. þess stærri barm, sem konur hefðu fengið í vöggugjöf því minni skammtur hefði farið í „topp- stykkið". Síðan segir ekki söguna meir af slíkum rannsóknum og ekki vitað hvort fleiri hafa verið gerðar. En skyldi sú trú vera útbreidd að samband sé á milli brjóstastærðar og gáfnafars? Ber brjóst eða hulin Hún er þekkt sagan af daður- drósinni Fryne sem uppi var í Aþenu á 4. öld f. Kr.b. Fryne var dregin fyrir rétt vegna lítilsvirðingar við trúna og verjandi hennar, Hypereides, var kominn í þrot með að finna henni eitthvað til málsbótar. En þá hugkvæmdist verjandanum allt í einu að svipta klæðum af barmi ungu stúlkunnar og sýna hann nakinn. Stúlkan með hinn undur- fagra barm var lýst sýkn saka af dómurunum, þeir töldu fráleitt að svo fullkominn líkamsvöxtur væri umgjörð um annað en saklausa sál. Fryne fór því frjáls ferða sinna, og var síðar fyrirmynd gyðjunnar Afrodite á myndum og höggmyndum. Á steinmyndum af egypskum konum frá því f. Kr. eru þær klæddar í stíf, efnismikil pils en brjóstin eru ber. Grískar konur eru naktar við íþróttaæfingar, eins og karlarnir, til forna, en rómverskar konur klæddust sér- stökum búningum við slík tæki- færi. Þegar kom fram á fjórtándu öld fór tískan að segja til sín, eins og áður segir, hálsmálin gátu verið þannig að helmingur brjóstanna var sjáanlegur. Jóhann Húss (1369-1415) frá Bæheimi í Tékkó- slóvakíu, sem sætti sig illa við for- sjá páfadóms og barðist gegn hon- um með þeim afleiðingum að hann var brenndur á báli fyrir villutrú, hafði á sínum tíma áhyggjur af blygðunarieysi kvenna og kvartaði undan þeim með eftirfarandi orð- um: „Konurnar ganga nú í kjólum, sem eru svo flegnir að vel sést hin alveg bert á selskapskjólum, hafa brjóstin alveg verið hulin. En árið 1964 kom bandarískur hönnuður, Rudi Gernreich að nafni, fram með byltingarkennda tilraun til að innleiða „topplausa" tísku og þótti þá mörgum mannin- um nóg um. Þegar myndir birtust í tímariti af sundfatnaði hans, voru sýningarstúlkurnar aðeins í buxum og með brjóstin ber. Þetta vakti svo mikla athygli og hneykslan að margir urðu til að álasa hönnuðinum fyrir tilraun til afsiðunar kvenna og spáðu menn hinu versta í siðferðismálum ef þessi tíska næði fram að ganga. Hönnuðurinn svaraði fyrir sig og taldi ekkert ósiðlegt né ósæmi- legt við að sýna ber brjóstin, það væri ekki einu sinni kynæsandi. En það er skemmst frá því að segja, að konur voru ekki ginn- keyptar fyrir þessari nýjung, kærðu sig ekki um að vera í gagn- sæjum blússum og kjólum með ber brjóstin, og tilraun Gernreich lognaðist út af. Síðan þetta var hefur þó heyrst frá konum í út- löndum sem sóla sig á ströndum „topplausar" og þykir á sumum stöðum ekki tiltökumál, en á öðr- um allt annað en viðeigandi. Það kom upp dálítið undarlegt mál í ítalska bænum Calabria á síðasta sumri og varð blaðamatur af. Bæjarstjórnarmenn í Calabria sömdu reglugerð og birtu í maí- mánuði á síðasta ári þess efnis að sumum leyfðist að vera berbrjósta á almannafæri en öðrum ekki. Reglugerðin kvað svo á um: „að konum var leyft að sóla sig „topp- lausum" við strendur bæjarins með því skilyrði, að þær væru fal- legar". En sömuleiðis var lagt blátt bann við því, „að konur, sem Mynd af málverki eftir Picasso, Sitj- andi kona frá um 1940. Það þarf stundum að leita að einstökum lík- amshlutum út um alla mynd hjá Pic- asso, en hann hefur þó sett brjóstin á réttan stað. hvíta húð barms þeirra, þær koma jafnvel þannig í musteri alföðurs, fram fyrir augu presta og annarra andlegra höfðingja." En lengi get- ur vont versnað, eitt hundrað ár- um eftir að þetta var skrifað urðu kjólar kvenna svo flegnir að brjóstvartan var ber. Lengst af virðist þó, sem ekki hafi þótt við- eigandi að vera með ber brjóstin á almannafæri. Á þeim tíma, þegar kjólar kvenna hafa verið mjög flegnir síðustu áratugi, og bakið jafnvel ekki hefðu til að bera hæfilega lík- amsfegurð væru að myndast við að fækka fötum". Eins og gefur að skilja vakti þessi reglugerð at- hygli og mætti mikilli mótspyrnu kvennasamtaka og stjórnmála- flokka, sem töldu hana beina móðgun við konur. Borgarstjórinn í Calabria, Giuseppe Romano, reyndi að bera blak af þeim stjórnarmönnum með þeirri yfir- lýsingu að þetta hefði verið hugs- að sem hótfyndni. En þeir sáu sitt óvænna og námu reglugerðina úr gildi, mánuði eftir að hún var sett, og nú er í gildi fyrri reglugerð í Calabria, þar sem kveður svo á um, að konum beri að hylja brjóst sín á almannafæri. Það fylgdi því miður ekki sög- unni hvort til tals kom að setja karlmönnum einhverjar fagur- fræðilegar takmarkanir í klæða- burði á almannafæri. Einn af fáum sólardögum hér- lendis fyrir tveim árum eða svo, voru teknar myndir, og birtar í blöðum, af smástelpum berbrjósta við að snyrta grasflatir við mikla umferðargötu í borginni. Það hef- ur líka heyrst að ein og ein kona sprangi um berbrjósta á sundstöð- um borgarinnar á góðviðrisdög- um. Þess er ekki að vænta að stúlk- urnar í útlöndum hafi heyrt v’3- una hans Hannesar Hafstein: Fepirð hrífur hugann meir'a ef hjúpuð er svo andann gruni ennþá fleir'a en augað sér. En hvað um þær íslensku? Mynd frá seinni hluta 17. aldar. Karlmaðurinn kemur að þar sem kona er hálfklædd við að lauga sig. Það eru þó ekki hálfber brjóstin, sem honum varð svona mikið um að sjá heldur ber fótleggurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.