Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 Allt á fullu hjá Útvarp „Stress“. Afrakstur einnar lotu í leirmunagerð hjá yngri nemendunum. „Krakkarnir afar jákvæð, áhugasöm og vinna vel á þemavikunni í Grunnskóla Þorlákshafnar' Torfi Jónsson skólastjóri Myndlista- skólans við skólaborð í Þorlákshöfn. Þeir draga ekki styttri stráin í skólastarfinu í Þorlákshöfn. Það sannaðist þegar árleg þemavika skólans var framkvæmd eina viku febrúarmánaðar. Oft er gripið til fjölþætts starfs utan hefðbundins skólastarfs í skólum landsins, en grunn- skólinn í Þorlákshöfn sneri sér að löngu stráunum og má segja að skólanum hafi verið breytt í eitt allsherjar verkstæði þar sem nemendur unnu af miklu kappi bæði sjálfstætt og í samvinnu við kennara að hinum ólíkustu verkefnum, sem þó voru tengd viðfangsefni þessa vetrar, listinni. Þetta er þriðja árið í grunnskóla Þorlákshafnar sem starfsvika er fram- kvæmd á þennan hátt eða þemavika og er það nú orðinn fastur liður í starfi skólans og er með eindæmum vinsælt meðal nemenda að sögn Bjarna Eiríks Sigurðssonar skóla- stjóra. Morgunblaðið fylgdist með starfi nemenda og kenn- ara og gesta sem sóttu skólann heim frá öðrum byggðarlög- um. spennandi að takast á við þetta verkefni og segja má að þetta sé eins og liður í æfingakennslunni sem við höfum einmitt verið í um þessar mundir. Það verður forvitnilegt að sjá árangurinn, svo mikið er víst að krakkarnir eru afar jákvæðir, áhugasamir og vinna vel. Ef vel tekst til, mætti vel hugsa sér framhald á svona samvinnu milli skólanna." „Skemmtilegt og árang- ursríkt skólastarf í senn“ Björg Ólínudóttir og Gunnar Randversson, nemendur Tónlist- arskólans, töldu að fyrirkomulagið á starfi þemavikunnar hlyti að vera kærkomið fyrir nemendur skólans og kennara einnig, enda sýndu krakkarnir feiknamikinn áhuga. Hins vegar töldu þau að það stæði skólanum nokkuð fyrir þrifum hve þröngt væri um starf- semi skólans, jafnvel kennt á göngum, en full ástæða væri til þess að óska nemendum og kenn- urum skólans til hamingju með þemavikuna í von um áframhald á slíku starfi. „Það er gaman að sjá að skólastarfið getur verið svona skemmtilegt og árangursríkt í senn,“ sögðu þau. Fjölþætt samvinna gesta og heimamanna Fyrsta dag vikunnar kom 27 manna hópur frá Myndlista- og handíðaskólanum í heimsókn, fólk úr öllum deildum skólans og þess- ir góðu gestir unnu með nemend- um grunnskólans daglangt, fólk úr myndlistardeild vann að vegg- skreytingum með nemendum í skólanum, félagsheimilinu og á fleiri stöðum, fólk úr auglýsinga- deild vann með nemendum við dagblaðið Snáp og skólablaðið Ell- iða, fólk úr textildeild vann að skreytingum á leiktjöldum, fólk úr leir- og myndmótun kenndi dúk- ristur, grímugerð fyrir yngsu börnin úr pappamassa og fyrir eldri börnin úr gipsi. Annan dag þemavikunnar kom 35 manna hópur frá Flataskóla í Garðabæ í heimsókn, barnakór skólans ásamt tveimur kennurum. Sá dagur var einn allsherjar tón- listardagur eins og gefur að skilja. Á dagskrá var samsöngur, hreyf- ing og málun eftir tónlist, ýmsir söngleikir og í hádegi var hádegis- verður í boði Þorlákshafnar en nemendur í matargerðarlist sáu um matseld. Alla vikuna störfuðu fastir hóp- ar við ákveðin verkefni. Út- varpsstöð um kapal var rekin inn- an skólans, en hvorki Ríkisútvarp- ið né Póstur og sími eiga nú senda sem allir skólar ættu að geta feng- ið leigða í sérstök verkefni sem þessi. Útvarpið hófst kl. 8 með morgunbæn, en síðan voru ýmist fréttir eða tónlist á dagskránni. Dagblaðið Snápur kom út á hverjum degi og var stærsta blað- ið alls 10 síður. Þá vann sérstakur hópur við skólablaðið Elliða, en sá Skólakór grunnskólans í Þorlákshöfn ásamt söngstjóranum, Hilmari Erni Agnarssyni. Leiktjöldin á bak við voru unnin af „textílhópnum“. Það er ekki setið auðum höndum á starfsviku grunnskóla Þorlákshafnar. nám, 9 ára settu upp Síðasta blómið í söngleik og 8 ára og 7 ára tóku hliðstæð verkefni fyrir, m.a. söngleikinn Bene. „Mjög ánægjuleg til- raun í fyrsta sinn“ „Hér er um mjög ánægjulega tilraun að ræða sem verið er að gera í fyrsta sinn,“ sagði Edda Oskarsdóttir yfirkennari kennara- deildar Myndlista- og handíða- skólans um ferð þeirra til Þorláks- hafnar. „Kennaradeildin og nem- endur úr flestum deildum MHÍ vinna með nemendum grunnskól- ans í Þorlákshöfn að allskonar myndgerð, leirvinnu, textil, grafik, grímugerð og veggmálun. Tíminn er því miður mjög stuttur, aðeins einn dagur og yngstu nemendurn- ir eru aðeins hálfan daginn, svo það er mjög takmarkað sem hægt er að gera, en segja má að hálfnað sé verk þá hafið er og áhuginn er mikill. f fæstum skólum utan Stór- Reykjavíkursvæðisins eru sér- menntaðir myndmenntakennarar og ef til vill getur svona dagur orðið eftirminnilegur í hugum nemenda og breytt hugmyndum þeirra og glöggvað skilning á myndlist. Nemendur í MHÍ tóku þessari hugmynd afar vel og fannst hópur byggði starf sitt á frjóum hugmyndum úr samstarfinu með auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskólans. Myndlistarhópur starfaði alla vikuna og sérstakur smíðahópur sem m.a. smíðaði skórekka, blómaker, hillur og fleira fyrir skólann. Ljósmynda- hópur starfaði, einn hópur var í matargerðarlist og sá m.a. um fæði fyrir gesti auk þess að reka verslun með Svala, ostabakka, kjötrétti og pylsur. Þá sinntu 10 ára nemendur verkefninu land- Bladamcnn Snáps voni ávallt nálæg- ir þegar eitthvað var á seyði. Þeir draga ekki styttri stráin í Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.