Morgunblaðið - 04.03.1984, Side 18
06 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
í klassiskum stíl I
Sígildar
skíffur
Konráö S. Konráösson
Mozart: Eine kleine Nachtmusik,
Grieg: Holbergsuite, Prokofiev.
Symphonic Classique.
DG cd 400 034-2
Berliner Philharmoniker
Stjórnandi: Herbert von Karajan.
Svo virðist stundum sem
hljómplötufyrirtækin leyfi sér
hina furðulegustu hluti hvað
varðar útgáfu verka og þá
hvarflar að manni að höfundar-
réttur löngu genginna snillinga
mun víst einnig fyrir bí.
Þetta flaug mér í hug þegar
mér barst í hendur nýleg útgáfa
Deutsche Grammophon sem ber
yfirskriftina: „Mozart: Eine
kleine Nachtmusik", en með
smærra letri, líkt og um auka-
númer væri að ræða: „Grieg.
Holberg-suite, Prokofiev:
Symphonie Classique". Ekki sést
í fljótu bragði að þessir höfund-
ar eigi margt sameiginlegt, og
því þá að setja þá saman á
hljómplötu? Skýringin fékkst í
mmat
Wolfgang Amadeus Mozart
sexblöðungi þeim sem diskinum
fylgir: Verkin eru öll í klassísk-
um stíl!
Það tónskáld sem telst til
hinnar eiginlegu nýklassísku
stefnu í tónlistinni er W.A. Moz-
art, sem lést skömmu fyrir alda-
mótin 1800. Edvard Grieg sem
uppi var réttri öld síðar taldist á
sínum tima til rómantísku
tónskáldanna, enda gegnsýrði sú
liststefna hvers konar listgrein-
ar þess tíma að verulegu leyti.
Hvar svo setja skal Prokofiev
niður hefir reynst mörgum erf-
itt. Mun einfaldast að telja hann
tilheyra eigin liststíl, sem rýmist
vel í listróti tuttugustu aldarinn-
ar.
Mozart skrifaði strengjaseren-
öðu sína, sem er samkvæmt
númeraröð Köchels 525. verk
hans, á síðustu æviárum sínum.
Er af mörgum talið að fágaðra
verk fyrir strengjasveit verði
vart fundið, en sá er einmitt
Akkillesarhæll þessarar útgáfu.
Að sönnnu er flutningur hljóm-
sveitarinnar hnökralaus og yfir
honum nauðsynlegur léttleiki, en
vegna stærðar sveitarinnar
missir tónlistin marks og sá ein-
faldleiki sem svo fagurlega ein-
kennir verk Mozarts glatast að
nokkru leyti.
Grieg skrifaði Holbergsvítuna
upprunalega fyrir píanó 1884, en
breytti henni ári síðar fyrir
strengjasveit. Grieg notar tón-
listarform, sem vinsælt var á 17.
og 18. öld, en Ludvig Holberg var
einmitt uppi á fyrri hluta þeirr-
ar 18. og semur Grieg verkið í
tilefni tveggja alda minningar-
afmælis hans.
Tónverkið fellur mjög vel að
stíl von Karajans, og er leikur
Berlínar Fílharmóníunnar feyki-
góður og upphefur hér hvort
annað, verkið og flutningur þess,
þannig að ekki verður á betra
kosið. Má sérstaklega benda á 4.
kaflann, air, sem er einkar hríf-
andi.
Rússinn Sergei Prokofiev
fæddist á hundruðustu ártíð
Mozarts 1891. Báðir voru bráð-
gerir í bernsku og hafði Proko-
fiev þegar á tíunda árinu samið
litlar óperur og píanóverk. Voru
fyrstu verk hans með klassískum
blæ, en þeirra á meðal er Klass-
íska symfónían, sem hann samdi
1917, þá 26 ára að aldri.
Symfónían glitrar hér og skín
í meðförum von Karajans, en að
ósekju mætti þó snerpan og fest-
an vera meiri í upphafskaflan-
um, allegro, auk þess sem blás-
ararnir yfirskyggja strengleik-
arana nokkuð um of. Hinir kafl-
arnir þrír eru fallega leiknir, en
þó er sem vanti þann brodd sem
höfundur hefir eflaust ætlað
verki sínu, þó undir klassískum
merkjum væri samið.
Upptakan er „digital", tær og
áferðarfalleg. Til umráða hafði
ég CD eintak og það að vonum
gallalaust og brestir allir og suð,
sem svo einkennir „gömlu"
hljómplötuna blessunarlega
fjarri.
írA'WW};^,
ííí’fiS’í
■ÍF
NATTURUmA
STOfUGÓlf
-T/l ÞÍU
Hver hefur ekki dáðst að fegurð og mýkt íslenska mosans
og notið hlýjunnar sem íslenska ullin veitir þegar hún er best?
Nú hefur Álafoss tekist að sameina það besta úr
þessum tveim undrum náttúrunnar, mýkt og fjaðurmögnun
mosans og hina alþekktu eiginleika íslensku ullarinnar.
Útkoman er M0SATEPPIÐ, nýjasta afsprengi íslensks hugvits og
hönnunar, teppi sem gefur sjálfri ábreiðu náttúrunnar lítið eftir.
Teppi eiga að vera mjúk og hlý eins og mosi og ull.
Þannig eru MOSATEPPIN - teppin okkar.
íslensk gæði eru arðbær fjárfesting. Sá sem fjárfestir í MOSATEPPI
fær ábreiðu íslenskrar náttúru inn í stofu til sín - á qólfið, horna á milli.
Nýju
9ó/fteppin
frá A/afossi!
Líttu við í Álafossbúðinni Vesturgötu 2 (a 22090)og gakktu á mosanum.
ATH. Dyrnar eru ekkimosavaxnar.
AloíossSi
Álafoss hf. Mosfellssveit
'Wtmtmífiíiy
_____'MW