Morgunblaðið - 04.03.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
71
Ragnheiður Steindórsdóttir og Egill Ólafsson í hlutverkum Söru Brown og
Sk* Masterson. LjÓ8m MbL KEE.
Þjóðleikhúsið:
Harry hross og Louie lifrar-
vör í „Gæjum og píum“
UM ÞESSAR mundir standa yfir í
Þjóðleikhúsinu æfingar á banda-
ríska söngleiknum „Guys and
Dolls“, sem fengið hefur heitið
„Gsjar og píur“ á íslenzku. Söng-
leikurinn er byggður á sögu Damon
Runyons. Leikstjórar eru tveir, þeir
Benedikt Árnason og Kenn Oldfield
frá Bretlandi, sem einnig sér um
dansa.
„Þetta er sterkt, kómískt,
dramatískt leikrit, og með fyrstu
söngleikjum sem fyrirmynd sögu-
persónanna er fólk úr daglega líf-
inu,“ sagði Benedikt Árnason, er
við ræddum við hann á æfingu
söngleiksins nú fyrir skömmu.
Hljómsveitarstjóri er Terry
Davies, sem einnig stjórnaði
hljómsveitinni á sýningu á þessu
verki í breska þjóðleikhúsinu í
fyrra. Leikmynd er eftir Sigurjón
Jóhannsson, en Una Collins gerir
búningana. Tónlist og söngtextar
eru eftir Frank Loesser.
Sagan gerist um 1950 og fjallar
á dramatískan hátt um líf manna
í undirheimum stórborga Banda-
ríkjanna, en það var eitt helsta
viðfangsefni Damon Runyons.
Handritið er skrifað af Jo Swerl-
ing og Abe Burrows. Undirleikari
á píanó er Agnes Lðwe, en hún
raddþjálfar einnig leikendur og
leiðbeinir þeim. Flosi ólafsson
þýddi söngleikinn og hann leikur
ennfremur eitt af aðalhlutverkun-
um. Meðal annarra leikenda eru:
Ragnhildur Steindórsdóttir, Egill
ólafsson, Bessi Bjarnason, Sigurð-
ur Sigurjónsson og Sigríður Þor-
valdsdóttir. Alls taka tæplega 40
leikarar þátt í sýningunni. Allar
persónurnar hafa eitthvert upp-
nefni og koma fram mörg skrítin
nöfn eins og t.d. Angí Tuddi,
Næslí-Næslí Johnson, Harry
hross, Louie lifrarvör og mörg
fleiri.
I söngleiknum eru tekin fyrir
þrjú megin viðfangsefni: Róman-
tísk ástarsaga, kómísk ástarsaga
og saga þrjótanna, sem eru fléttuð
saman í eina heild.
Frumsýning er fyrirhuguð þann
6. apríl næstkomandi.
Unnið af Bryndísi Jóhannes-
dóttur í 9. bekk í Breiðholtsskóla
og Döllu Jóhannsdóttur í 9. bekk í
gagnfræðaskólanum í Mosfells-
sveit, en þær voru í starfskynn-
ingu á Morgunblaðinu.
Bankastjórinn bragðar á hrognunum
Vilhjálmur Bjarnason, útibússtjóri Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum, lét sér vel líka
bragðið af loðnuhrognunum, en vinnsla þeirra hófst sl. þriðjudag. Vísir menn austur í Japan telja
hrognin einstakt fjörefnafóður og um leið hið mesta lostæti.
Úr sparibauk
Fyrsti vidskiptavinur Alþýðubankans á Akureyri, Birkir
Björnsson, leggur inn 9 hundruð krónur úr sparibauk sínum.
í bankabók
Nýtt útibú Alþýðubank-
ans var opnað fyrir
skömmu á Akureyri, það
fyrsta utan Reykjavíkur.
Fyrsti viðskiptavinur bank-
ans var mættur strax
klukkan fimmtán mínútur
yfir níu eða á opnunartíma,
og reyndist það vera ungur
sveinn, Birkir Björnsson, 9
ára gamall, sem kom með
liðlega níu hundruð krónur
úr sparibauknum sínum, og
óskaði eftir að fá að opna
sparisjóðsbók. Var honum
vel fagnað af starfsfólki,
sem jafnframt tilkynnti að
bankinn myndi færa honum
að gjöf tíu þúsund krónur,
sem lagöar yrðu þegar inn á
bók hans.
Ólympíutertan kom greinilega skemmtilega á óvart.
„Olympíu-
rjómaterta"
NANNA Leifsdóttir frá Akureyri,
tók þátt í Ólympíuleikunum í
Sarajevo á dögunum eins og marg-
oft hefur komið fram. í stórsvigs-
keppninni varð hún fyrir því
óhappi að missa annan stafinn. En
öllu má slá upp í grín og um síð-
ustu helgi buðu nokkrar konur í
Goðabyggðinni á Akureyri, þar
sem Nanna býr ásamt foreldrum
sínum, Nönnu í kaffiboð og þar
var að sjálfsögðu boðið upp á
„Ólympíurjómatertu" með brekku
og öllu tilheyrandi og í brekkunn
var skíðakona, sem búin var ai
missa annan stafinn! „ólympíu
tertan" var mikið leyndarmál al
veg þar til bragða átti á henni o|
var þundið fyrir augu Nönnu með
an hún var leidd að tertunni. Ein:
og sjá má kom „ólympíutertan'
skemmtilega á óvart.
Bundið fyrir augun á Nönnu á með-
an tertan er borin fram.