Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 49 sóknamanna eða umráðafé þeirra. Þar ræður hæfni einstakra starfs- manna oft mestu. Við verðum þess vegna að leitast við að laða til starfa á íslandi hina beztu menn, sem völ er á, en á því kann að hafa verið misbrestur. Oft getur líka verið skynsamlegra að tryggja tveimur mönnum góða rannsókna- aðstöðu en tíu mönnum lélega. Verkefnaval Um verkefnaval í rannsóknum verða menn seint á eitt sáttir. Nokkrar ályktanir má þó draga af höfuðreglunni að framan. í fyrsta lagi eigum við ekki að stunda rannsóknir á sviðum þar sem óhugsandi er, að við getum komið okkur upp jafngóðri að- stöðu og mannafla og gerist við sambærilegar rannsóknir annars staðar. f öðru lagi eigum við að gera nytjarannsóknir í þágu atvinnu- lífsins, þegar það er ódýrara eða betra en erlend tækni. í þriðja lagi er almennt talið æskilegt að rannsaka í þeim grein- um mannlegra fræða, er lúta að íslenzkri menningararfleifð. Á þessu sviði er líklegt, að við getum náð betri árangri en útlendingar af ástæðum, sem eru næsta aug- ljósar. í fjórða lagi er því oft haldið fram, að við eigum að rannsaka íslenzk náttúrufyrirbæri: Heiða- gæsina, höfuðlag Þingeyinga o.þ.h. Það er ofur eðlilegt, að við höfum áhuga á slíku, en ég sé enga ástæðu að ætla, að við náum nauð- synlega betri árangri á þessu sviði en útlendingar, ef þeir einbeita sér að því á annað borð. í séríslenzk- um rannsóknum held ég einmitt, að æskilegt sé að leita samvinnu utanlands, því að með því móti kann að vera auðvelt að fá erlent fé til rannsókna. í fimmta lagi er sennilegt, að ná megi góðum árangri við rannsókn- ir á þeim fræðasviðum, sem eru fjölmenn í landinu, t.d. greinar eins og jarðfræði og læknisfræði. í sjötta og síðasta lagi má búast við frambærilegum árangri við rannsóknir sem kosta lítið eða ekkert annað en kaup þeirra, sem að þeim vinna, og krefjast ekki að- stoðarmanna eða tækja. Dæmi um slíkar greinar eru guðfræði, heim- speki og stærðfræði. Ég hef nú nefnt ýmis fræðasvið, sem við ættum að geta náð góðum árangri á og höfum reyndar þegar gert í sumum tilvikum. Ég tel hins vegar, að ekki verði með neinni skynsemi gert upp á milli rann- sókna á ólíkum sviðum, t.d. jarð- fræði og guðfræði. Þar ræðst val manna af smekk og fordómum. Þó ber að hafa í huga, að nýliðar í rannsóknastarfi verða að fá að spreyta sig. Helzt má verkefnaval okkar ekki verða svo einstreng- ingslegt, að við útilokum marga frá því að koma hingað til lands að loknu námi og vinna á sínu sviði. Við ættum að halda okkur frá þeim rannsóknum, sem eru í mik- illi tízku 1 útlöndum á hverjum tíma. í slíkum fögum getur verið erfitt að fylgjast með, einkum þégar tímaritakostur er lakur, og enginn má við margnum. Okkur henta betur seig og erfið rann- sóknaverkefni, sem við getum gert okkur vonir um að leysa með hugviti og þrautseigju á löngum tíma. Niðurlag Ekkert einfalt svar er til við spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar. Það er engin ein tegund rannsókna, sem augljóst er, að stunda beri umfram aðrar. En hitt er sýnt, að lífskjör hérlendis verða tæpast bætt að marki nema með rannsóknum í þágu atvinnulifsins og slíkar rannsóknir verða að hafa grunnrannsóknir að bakhjarli. Við megum ekki vænta skjótfengins árangurs af öllu rannsóknastarfi, en það mun áður en yfir lýkur skila þjóðinni margföldum arði og efla menningu hennar. 1‘órdur Jónsson er edlisfræöingur og vinnur í Kaunvísindastofnun Hiskólans. Hjólunum var öllum stolið ÖKUMAÐUR amerískrar fólks- bifreiðar varð að skilja eftir bil- aða bifreið sína á þjóðveginum til Grindavíkur fyrir skömmu. Hon- um brá í brún þegar hann hugðist sækja eign sína daginn eftir — einu hjóli hafði verið stolið. Hann varð því að snúa aftur og útvega sér nýtt hjól undir bílinn. Þegar hann kom að kvöldi var búið að stela öllum hjólunum og ekki nóg með það — útvarp, segulband og hátölarar höfði verið tekin og stýrishjólið. Skammt frá var önnur bifreið, sem skilin hafði verið eftir. Þrem- ur hjólum hafði verið stolið undan henni. Morgunblaðið/Guðfinnur. Grípiö tækifærið! Þér getiö sparaö hundruð — jafnvel þúsundir króna á stærstu gólfteppaútsölu á íslandi. Alvöru afsláttur á bestu og vinsælustu gólfteppunum á markaönum í dag. Þeir spara sem leggja leiö sína í Teppaland næstu daga. Kjörorö okkar er. - Gæðateppi á góðu verði — eins og þessi dæmi sanna: Nr. 5 — Á stiga og skrifstofur Frábærlega slitsterk — lykkjuofin nylon-teppi — afrafmögnuð 600 gr./fm. af 100% polymid. Þessi henta allsstaðar — sérstaklega i mikla „trafik". Pr. fm. 519. -449 Nr. 6 — Luxus á stofur og hol Silkimjúk kanadísk-ensk og sænsk teppi með hárri og lágri áferð. 800—1300 gr./fm. 100% heat set poly- mid. Margir fallegir litir. Pr. fm. 799. 20%—50% afsláttur Vinsamlegast takið með ykkur málin af gólffletinum — það flýtir afgreiðslu. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR!!! Nr. 4 — Á stofu og hol í 4 metra breiöum rúllum, fallega lát- laus Berber-teppi úr 100% ull, lykkju- ofin. 700 gr./fm. af garni. Litur: beige m/brúnum yrjum. Pr. fm. 499. «429 Nr. 1 — Dallas-, Berber-teppi Parktísk og slitsterk teppi á hverskon- ar herbergi, 650 gr./fm — 100% poly- mid í ca. 400 cm breiöum rúllum. Litur: beige/brúnt. Pr. fm. 399. Nr. 7 — Flókateppi á bílinn — bátinn og 7777 Frábær, sígild, endingargóö flóka- teppi á alla fleti, fáanleg á svampbotni og án svampbotns. Tilboösverö: Teppaafgangar — stór og lítil stykki — bútar!!! Nr. 8 — Kókosteppi A pr. fm. 469. Nll 399. B pr. fm. 699. Nu 599. Nr.9 — Vinyltilboð (dúkur + korkur) 139. m/pappabotni pr. fm m/svampbotni pr. fm. 199. m/stungnum botni pr. fm. 299. 2,9 mm korkflísar pr. fm. 639. 3,3 mm korkflísar pr. fm. 739. 4,0 mm náttur kork pr. fm. 389. 4,0 mm náttur lakkaö kork pr. fm. 519. loltaland-M. bær fóstra fyrir yngri kynslóöina með- an foreldrarnir skoöa úrvalið. Viö önnumst líka máltöku, sníöslu og lögn fyrir þá sem þess óska eftir nánara samkomulagi. Nr. 2 — Á svefnherbergiö Einstaklega mjúk og hlýleg rýjateppi — 100% danaklon meö 800 gr./fm af garni. Breidd ca. 400 cm, sterkur botn. Litur teppis: beige, pr. fm. 539. Nr. 3 — Á forstofuna i 400 cm breidd — snögg lykkjuofin nylonteppi — yrjótt og hentug á ganga og forstofur. Litir: beige, brúnt, rautt, blátt. Pr. fm. 299. Storkostlegt urval af mottum, dreglum, renningum og stökum teppum með góðum afslætti meðan utsalan stendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.