Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Félag íslenskra snvrtifrædinga hélt síðastliðiö sunnudagskvöld keppni í hugmyndardrðun, sem var eitt atriða á 5 ára afmælishátíð félagsins. Lengst til vinstri á myndinni er módel Sigríðar Eysteinsdóttur og Guðrúnar Þorbjarnardóttur. Þá kemur Margrét Ólafsdóttir, módel sigurvegarans, Hrefnu O’Connor, módel Katrínar Þorkelsdóttur og Þyrí Dóru Sveinsdóttur heldur á spjaidi númer 2 og lengst til hægri er módel Sigríðar GuðjÓnsdÓttur. Ljósm. Mbl. KEE. Keppni í hugmyndaförðun Hrefna O’Connor varð hlutskörpust með „Litróf‘ sitt KEPPNI í hugmyndaförðun (Fant- asy make-up) var haldin á vegum félags íslenskra snyrtifræðinga á veitingahúsinu Broadway síðastlið- ið sunnudagskvöld. Sigurvegari varð Hrefna O’Connor með módel sitt Margréti Ólafsdóttur. Hug- myndin sem snyrtifræðingarnir unnu eftir hét „Litrófiö’*. Félag íslenskra snyrtifræð- inga hélt fimm ára afmæli sitt hátíðlegt á veitingahúsinu Broadway síðastliðið sunnudags- kvöld og var þá meðal annars keppt í hugmyndaförðun, sem er íslenska heitið yfir „fantasy make-up“. Að sögn Þórdísar Lárusdóttur, formanns félags- ins, tóku átta konur þátt í keppninni og varð Hrefna O’Connor hlutskörpust. „Um 300 áhorfendur mættu á hátíðina og heiðursgestir kvölds- ins voru þingkonurnar okkar," sagði Þórdís í spjalli við blm. Morgunblaðsins í gær. „Sænski förðunarmeistarinn Mikael Nil- sen snyrti eitt módel, en Mikael hélt námskeið í förðun fyrir snyrtifræðinga nú um helgina." Auk þess var á hátíðinni boðið upp á skemmtiatriði og kynnir kvöldsins var Heiðar Jónsson förðunarmeistari. — Þið segið að hærra verð fáist fyrir álinn en lax, er eitthvað því til fyrirstöðu að stunda hér laxa- rækt í stórum stíl samhliða ála- ræktinni? „Nei, í sjálfu sér ekki, en eins og markaðshorfurnar er núna bendir flest til þess að markaðurinn fyrir lax, ferskan eða reyktan, mettist á næstu árum. Norðmenn eru mjög langt á veg komnir í þessari bú- grein og framleiða nú um 10.000 tonn árlega. Markaðurinn tekur við um 30.000 tonnum og Norð- ^ menn áætla, að þeir nái þeirri framleiðslu innan fárra ára. Þá fer samkeppnin að gera vart við sig og þegar að þeim þætti er kom- ið standa Norðmenn best að vígi allra þjóða heims. Arðsemissjónarmið Með þetta í huga teljum við ekki rétt að fjárfesta í laxarækt nú, leggja heldur áhersluna á álinn, þar sem ísland hefur sérstöðu. Ekki aðeins hvað snertir orkuna, heldur stendur landið vel að vígi landfræðilega séð, mitt á milli helstu markaðanna. í álarækt gæti ekkert land staðist íslandi snúning." — Af ummælum ykkar má ráða, að þið eruð sannfærðir um að álarækt eigi framtíð fyrir sér á íslandi og að íslendingar geti orð- ið leiðandi á þessu sviði í heimin- um? „Við getum ekki annað en undir- strikað fyrri ummæli okkar. fs- land býr yfir öllum þeim kostum, sem þarf til álaræktar. Þegar svo bætist við, að hægt er að hafa af stórkostlegar gjaldeyristekjur af álarækt. Þegar útflutningurinn getur skipt þsundum tonna hljóta yfirvöld að gera sér grein fyrir arðseminni, sem er þessu samfara, og leyfa innflutning á glerál að undangengnum rannsóknum," sögðu þeir Mahrström og Graf að endingu. — SSv. — segja sænsku verkfræðingarnir Bengt Mahrström og Frederik Graf, sem hafa kynnt sér álarækt vel „Það kemst ekkert land í heimin- um með tærnar þar sem fsland hef- ur hælana hvað varðar aðstöðu til álaræktar," sögðu sænsku verkfræð- ingarnir Bengt Mahrström og Fre- derik Graf er blm. Morgunblaðsins ræddi við þá um síöustu helgi. Þeir Graf og Mahrström hafa kynnt sér álarækt mjög rækilega og hafa langa reynslu í þeim efn- um að baki. Þeir voru staddir hér á landi um nokkurra daga skeið fyrir skemmstu til þess að kynna sér frekar möguleika til álarækt- ar. Þetta var önnur ferð þeirra fé- laga hingað til lands í sömu erindagjörðum. Þeir komu til fs- lands í september og hafa þeir verið í sambandi við áhugamenn um álarækt hér á landi í meira en eitt ár. Innflutningsbann „Helsta vandamálið í tengslum við álarækt á fslandi er sem kunn- ugt er, að ekki er leyfilegt að flytja inn lifandi glerál vegna sjúkdómahættu. Óttinn við sjúk- dómana er skiljanlegur. Þeir fyrirfinnast vissulega. Við þurft- um að glíma við þetta vandamál heima í Svíþjóð á sínum tíma, en það leystist farsællega með því að setja álana í sóttkví. Eftir þá með- ferð höfum við ekki orðið fyrir því, að sjúkdómar hafi komið upp.“ — Úr því reynsla ykkar hefur sýnt, að smithættu er útrýmt með því að setja álana í sóttkví teljið þið þá ekki góðar líkur á að inn- flutningur álanna hingað til lands verði leyfður að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum? „Jú, við gerum okkur góðar von- ir um það. Við höfum verið í sam- bandi við þá nefnd á vegum land- búnaðarráðuneytsiins, sem hefur með þessi mál að gera og gerum okkur góðar vonir um að sannfæra megi hana um að smithættan er ekki fyrir hendi ef álarnir eru hafðir í sóttkví í tilskilinn tíma. Annars vitum við ekki betur en maður úr þessari nefnd sé einmitt í Evrópu um þessar mundir til þess að kynna sér hvernig best er að standa að sjúkdómavörnum með sóttkví.“ — Hvaða sjúkdómar eru það, sem einkum er ástæða til að óttast? „Það er einkum um að ræða tvo sjúkdóma. Annar skaðar glerálinn sjálfan, en hins vegar ekki annan fisk. Hinn sjúkdómurinn hefur hins vegar gagnstæða verkan, bít- ur ekki á álinn en skaðar annan fisk.“ — Er þetta dýr meðferð? „Nei, reynslan hefur sýnt að þetta er ekki kostnaðaramt. Og jafnvel þótt einhver kostnaður væri af þessu væri það tilvinnandi til þess að útiloka hugsanlega sjúkdóma." Ákjósanlegar aðstæður — Þið sögðuð í uphafi að ekkert land í heimunum væri eins vel til álaræktar fallið og ísland, hver er skýringin? „Við álarækt verður að vissu leyti að laga umhverfið að álnum því hann þrífst best við um 25 gráða heitt vatn. Hérna er nægt heitt vatn og raforka er ódýrari en í flestum öðrum löndum. En þótt umframorka sé ódýr þá er hún að sjálfsögðu ekki ókeypis og við ger- um okkur fulla grein fyrir því að fyrir hana verður að greiða. Hér á landi hefur fólk aukin- heldur mikla reynslu í flestu er lýtur að sjávarútvegi þótt fiski- Frederik Graf (t.v.) og Bengt Mahrström. Eftirspurn langt umfram framboð — Hver er markaðurinn fyrir ál? „Hann er mjög stór, einkum 1 Evrópu og norðurríkjum Banda- ríkjanna. í rauninni er hann það stór, að engan veginn er hægt að anna eftirspurn. Álarækt hefur dregist verulega saman á undan- förnum árum, m.a. vegna mengun- ar í sjó og vötnum og nærri lætur að samdrátturinn sé um 40% á sl. 7 árum á sama tíma og eftirspurn- in hefur farið vaxandi með ári hverju. Við teljum, að auðveldlega rækt sé enn tiltölulega skammt á veg komin. íslendingar eru fiski- þjóð að upplagi og ekki spillir fyrir, að þið hafið mikla reynslu í markaðsmálum." — Hvað teljið þið eðlilega stærð búa eiga að vera í upphafi? „Ekki er fjarri lagi að ætla, að bú, sem framleiða 200 tonn á ári, séu heppileg til að byrja með. Það er alltaf hægt að stækka við sig. Við bú af þessari stærð myndu fimm manns fá atvinnu. Þá má ekki gleyma þeirri atvinnu sem verkun fisksins skapar. Þá á eftir að nefna til sölumenn og dreif- ingaraðila, þannig að eitt álabú myndi skila sér í atvinnu fyrir 10- 20 manns ef að líkum lætur." — Hver er kostnaður við stofn- un bús af framangreindri stærð? „Gróflega áætlað er hægt að reikna með um 1,5 milljónum doll- ara eða um 45 milljónum íslenskra króna. Auðvitað veltur kostnaður- inn mjög á því hvort sækja þarf vatn um langan veg og öðru þar að lútandi. Eins og markaðsmál horfa nú ætti bú af þessari stærð að borga sig upp á 3 árum.“ — Hvað með úrgang frá slíku búi? „Það vandamál má leysa á afar skemmtilegan hátt því rækta má rækju, stóra ferskvatnsrækju, sem er allt að 7—10 sinnum stærri en hin hefðbundna íslandsrækja. Það besta við þessa rækt er, að rækjan étur þann hluta fæðunnar, sem állinn vill ekki. Rækjurækt af þessu tagi hefur verið reynd með góðum árangri, t.d. í Svíþjóð." — Er álarækt stunduð víða í heiminum? „Nei, sannast sagna ekki. Það er nær eingöngu í Noregi og Svíþjóð. Reyndar má finna lítil bú í Dan- mörku, Hollandi, Frakklandi og V-Þýskalandi, en þau hafa lítil áhrif á markaðinn." mætti selja 10.000 tonn af reykt- um ál á ári hverju." — Hvernig er állinn verkaður? „Hann er nær einvörðungu reyktur og seldur sem slíkur. Mjög gott verð fæst fyrir hann, hærra verð en á reyktum laxi svo dæmi sé tekið, og eftirspurnin er orðin það mikil, að fólk er reiðubúið að greiða fyrir hann háar fjárhæðir." „ísland býr yfír öllum kostum álaræktarlands“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.