Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 56. tbl. 71. árg._____________________________________FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Beirúl, 7. mars. AP. HAFEZ Assad, forseti Svrlands, kvaðst í dag mundu gera allt, sem í hans valdi stendur, til að koma á friði í Líbanon eftir níu ára ófrið í landinu. ísraeiar ætla ekki að flytja herlið sitt á brott frá Suður-Líbanon í bráð og bera við öryggisástæðum. Beirút-útvarpið hafði það í dag eftir Hafez Assad, forseta Sýr- lands, að hann myndi gera allt, sem hann gæti, til að koma á friði í Líbanon og kvað hann nóg komið af mannvígum í landinu. Saudi- Arabar hafa haft náið samband við Assad að undanförnu og í dag reyndu fulltrúar þeirra að koma á vopnahléi milli stríðandi fylkinga í Líbanon en það er nauðsynleg for- senda fyrir einhverjum árangri af viðræðunum um þjóðarsátt, sem hefjast í Sviss í næstu viku. Berri, leiðtogi shíta, og Jumblatt, leiðtogi drúsa, munu standa saman að tillögum í viðræðunum og er í þeim gert ráð fyrir, að auk núver- andi þings verði kosið til öldunga- deildar, sem skipuð verði að jöfnu fulltrúum sex helstu trúflokkanna í landinu, þriggja kristinna og þriggja múhameðstrúar. Forsetinn verði síðan kosinn af sameinuðu þingi til þriggja ára. Gemayel, for- seti, mun einnig vera tilbúinn með sínar tillögur og vill í þeim færa valdið út til héraða og sveitar- stjórna og að allir hafi jafnan rétt í kosningum og í stöðuveitingum hjá ríki og her. Moshe Levy, hershöfðingi og for- seti ísraelska herráðsins, sagði í dag, að ísraelar myndu ekki flytja herlið sitt á brott frá Suður-Líban- on á næstunni vegna öryggis- ástæðna. Sagði ísraelska útvarpið frá þessu og hafði eftir honum að loknum fundi í utanríkis- og örygg- ismálanefnd þingsins. Sænskir hermenn með alvæpni fylgjast jafnvel með farþegum í strætisvögn- um. Flugræningi yfirbugadur Alsírbúi, sem stundaði nám í Vestur-Berlín, rændi í gær franskri farþegaflugvél, sem var á leið frá Frankfurt til Parísar. Neyddi hann flugmennina til að lenda í Genf I Sviss en þaðan vildi hann, að farið yrði til Líbýu. Eftir samningaviðræður við svissneska embættismenn leyfði hann sjö farþegum að fara frá borði og einnig, að fólkinu yrði fluttur matur. Það önnuðust dulbúnir lögreglumenn og tókst þeim að yfirbuga manninn fyrirhafnarlítið. Hann hafði sagst vera með sprengju í handtösku en í ljós kom að í henni var aðeins einn hnífur. Maðurinn er nú í vörslu svissnesku lögreglunnar. Kafbátaleitin við Karlskrona mánaðargömul: Ástandið eins og á styrjaldartímum Stokkhólmi, 7. mars. Frá Olle Kkström, fréttaritara Mbl. Sprengjuhleðslur voru sprengdar í nótt í sjónum við Karlskrona og skot- írakar fara fram á fiind Arabaríkia Nikósín, 7. mars. AP. ÍKAKAK kröfðust í dag sérstaks fundar utanríkisráðherra Arabaríkj- anna til að ræða styrjöldina við írani. Víða var barist í dag og höfðu hvorir tveggja betur að eigin sögn. frakar segjast hafa fellt 50.000 íranska her- menn frá 22. febrúar sl. Tarek Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, fór í dag fram á það við Chadli Klibi, aðalritara Arababandalags- ins, að efnt yrði til sérstaks fundar utanríkisráðherra Arabaríkjanna til að ræða „þá alvarlegu hættu, sem öllum Arabaríkjunum stafar af vaxandi yfirgangs- og árásarstefnu írana“. Klibi er nú í Bagdað og kom þangað eftir viðræður við ráða- menn í olíuríkjunum við Persaflóa. Mega menn þar ekki til þess hugsa, að Iranir beri hærri hlut I styrjöld- inni. Að sögn íraka gerðu fallbyssu- þyrlur þeirra 177 einstakar árásir á óvininn í dag og sökktu 11 skipum eða bátum. Segjast þeir hafa fellt 50.000 íranska hermenn frá því að íranir hófu nýja stórsókn 22. febrú- ar sl. franir segjast aftur á móti hafa hrundið öllum tilraunum fr- aka til að ná aftur á sitt vald Majnoon-eyju, sem franir hertóku fyrir nokkru, en þar er talið mjög olíuauðugt. Nú hefur verið staðfest, að lest 15 skipa hafi orðið fyrir árás íraskra orrustuvéla á föstudegi í fyrri viku. Indverskt flutningaskip sökk eftir árásina og annað tyrkneskt er talið ónýtt. Tveir tyrkneskir sjómenn féllu. Tryggingagjöld af skipum, sem sigla á þessum slóðum, hafa af þessum sökum verið tvöfölduð. ið með vélbyssum á hugsanlegar und- ankomuleiðir froskmanna. Leitin að ókunna kafbátnum hefur nú staðið í tæpan mánuð og er jafn áköf sem fyrr. Ástandið í Karlskrona og ná- grenni er nú líkast því sem er í her- setnum bæ á stríðstímum. 1 nótt er leið sprengdi sænski sjóherinn nokkrar sprengjuhleðsl- ur í sjónum við Karlskrona og einnig var skotið af vélbyssum og handsprengjum varpað við eyna Almö þegar hermenn urðu þar ein- hvers varir. Viðbúnaður sænska hersins og aðgerðir eru miklu meiri á nóttunni, enda er talið líklegra, að froskmenn reyni undankomu á þeim tíma. Ástandið í Karlskrona er nú lík- ast því, sem er á stríðstímum. Her- menn með alvæpni eru á hverju strái og íbúar á eyjunum í skerja- garðinum verða að sýna skilríki til að komast heim eða heiman. Eftir- lit er haft með öllum ferðum manna í nágrenni við flotastöðina og jafnvel fylgst með farþegum í strætisvögnum. Sovétmaðurinn Shevsjenko, fyrr- um aðstoðarframkvæmdastjóri hjá SÞ, hefur skýrt frá því, að gerðir hafi verið uppdrættir að norskum og sænskum fjörðum og hyggist Sovétmenn koma þar fyrir kafbát- um, búnum kjarnorkueldflaugum, ef til styrjaldar komi. Telja Sov- étmenn, að þar með eigi þeir að vera óhultir fyrir vestrænum kjarnorkusprengjum. Sjá ennfremur á bls. 18. Chernenko náði glæsilegu kjöri í kosningum til Æðsta ráðsins Moskvu, 7. mars. AP. KONSTANTIN Chernenko, leiðtogi Sovétríkjanna, náði kjöri í kosningunum á dög- unum og hefur nú fengið í hendurnar kjörbréf sem fé- lagi í Æðsta ráðinu. Sagði Tass-fréttastofan sovéska frá þessu í dag. Chernenko var I fram- boði í Kuibyshevsky- kjördæmi í Moskvu og var hann einn um hituna. í kosningunum, sem fram fóru sl. sunnudag, voru kjörnir 1499 fulltrúar í báð- ar deildir þingsins en í einu kjördæmi varð að fresta kosningunum þvi að fram- bjóðandinn dó á síðustu stundu. Kosningaþátttakan var 100% eða því sem næst. Tass-fréttastofan segir, að Chernenko hafi þakkað kjósendum sínum „hrærð- um huga og af hjartans einlægni“ fyrir það traust, sem þeir sýndu honum með Konstantin Chernenko. því að velja hann þingmann sinn. „Konstantin Chern- enko hét því, að sem þing- maður myndi hann láta einskis ófreistað til að vera traustsins verður og þjóna af trúmennsku flokknum, fólkinu og hugsjónum kommúnismans,“ sagði Tass. Það hefur vakið nokkra athygli, að Chernenko og átta aðrir frammámenn í stjórnmálaráðinu voru viðstaddir sýningu í Bolshoi-leikhúsinu á al- þjóðlega kvennadeginum. Voru Chernenko gerð góð skil í sjónvarpinu og er það í þriðja sinn síðan hann var valinn eftirmaður Andro- povs. Þykir það benda til, að eftirleiðis muni honum verða mikið hampað sem leiðtoga opinberlega ólíkt því, sem var með Andropov, sem sjaldan var sýndur. Auknar horfur á friði í Líbanon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.