Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 7 Innilegar þakkir til allra þeirra sem heimsóttu mig og sendu mér skeyti, blóm og gjafir á 80 ára afmæli mínu 23. febrúar sl. Sérstakar þakkir til bama minna, bamabama, tengda- bama og barnabamabama fyrir einstaka umhyggju nú og alla tíd. LifiðheiL Lorenz Halldorsson. Veriö velkomin.' opavogsbúár athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, tástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Nú bregða hestamenn á leik Fjölskylduskemmtun hestamanna veröur haldin í fé- lagsmiðstööinni Geröubergi í Breiöholti, fimmtudag- inn 8. mars kl. 20.30. Kynnir veröur Gunnar Eyjólfsson. Fram koma meðal annarra, Bergþóra Árnadóttir og Pálmi Gunnarsson, Bessi Bjarnason, Jón Sigur- björnsson og Leynitríóiö. Húsiö opnar kl. 19.30 og gefst þá kostur á aö skoöa málverkasýningu lista- og hestamannsins Péturs Behrens. Ennfremur veröa til sýnis gömul reiðtygi sem tilheyrt hafa íslenska hestinum. Allir hestunnendur velkomnir meöan húsrúm leyfir. Miðasala á skrifstofu Fáks, Ástund, Hestmanninum og Sport Laugavegi 13. Fræðslunefnd Fáks. 13ítamazlcn^uiinn ^fiattirgötu 12-18 VOLVO 245 GL STATIO.'; 1S82 Blásans., eklnn 34 þús. Sjáltsklptur. Aflstýrl, snjó- og sumardekk. Læst drlf og fl. Verö 470 þús. Sklptl. CHEVROLET SUBERBAN 20 1960 Brúnn, ekinn 76 þús. DÍESEL 6 CYL: BEDFORD EKINN 5 ÞÚS. Aflstýri, útvarp, fljótandi öxlar, meö mællr, sæti fyrir 12 fulloröna. Verö 900 þús. Greióslukjör meö ýmsu mótl. Skipli. HONDA ACCORD 1981 Blár, eklnn 19 þús., 5 gíra, útvarp. Verð 270 bús. M. BENZ 240 D 1982 Ðlár, ekinn 154 þús., útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Verö 600 þús. Skipti ath. PEUGEOT 505 SRD TURBO 1982 Hvítur, eklnn 160 þús. Diesel, útvarp og aeg- ulþand. Verö 410 þús. Sklptl ath. LADA SPORT 1978 HONDA CIVIC 1980 Rauöur, ekinn 56 þús. Sjálfskiptur. Verö 170 þús. Gulur og brúnn, eklnn 90 þús., útvarp og segulband. snjó og sumardekk á felgum. BOI í góóu ástandl. Veró 120 þús. SAAB 99 GL 1982 RENAULT 9 GTS 1983 Blásans., ekinn 25 þús. Snjó- og somar- Sllfúrgrá, eklnn 24 þús„ 5 gfra. Verð 290 dekk. Verð 330 þús. Skipti ath. Þ>,s (Skipti). Montand- fyrirbrigdið Óvinsældir vinstrimennsku Vinstrimennskan á ekki jafn mikiö upp á pallborðið um þessar mundir og oft áður sama hvort litið er til efnahags- mála eða utanríkismála. Kommúnistar standa verst aö vígi enda þola þeir síst allra aö fortíöin sé skoðuö. í Staksteinum í dag er sagt frá herför Yves Montand, franska leikarans, gegn kommúnistum og vinstrisinnum í Frakklandi. Þá er einnig rætt um nýjustu tilraunina hér á landi til að bera dálítið í bætifláka fyrir Arne Treholt. Höfundi þeirrar greinar svíöa óvinsældir vinstrimennskunnar sárt. Nú eru erlend blöð farin aö birta greinar eftir stjórnmálaskýrendur um Montand-fyrirbrigðið í Frakklandi en með þessum orðum er vísað til póli- tískra áhrifa Yves Mon- tand, hins heimsfræga franska leikara og söngv- ara. Síðustu skoðanakann- anir benda til þess að Montand sé orðinn vinsæl- asti maður í Frakklandi, hann er vinsælli en nokkur stjórnmálamaður, leikari eða íþróttamaður. Nýlega kom Montand fram i sjón- varpsþætti scm hét „Lifi kreppan** og ræddi um efnahagsmál. Rannsóknir sýndu að fleiri horfðu á þennan þátt en nokkurn sjónvarpsþátt þar sem Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, hefur skýrt þjóðinni afstöðu sína til stjórnmála. Kommúnistar í Frakk- landi hrugðust hinir verstu við sjónvarpsþætti Mon- tands, sögðu hann einhliða áróður og bæru skoðanir leikarans keim af því að hann vildi uppgjöf í efna- hagsmálum, hefði misst sjónar á hinni þjóðlegu reisn og þatti Frökkum fyrir bestu að þeir væru ofurseldir öðrum. Paul Betts, fréttaritari Financial Times í Frakk- landi, bendir á að þessi árás kommúnista á Mon- tand veki mikla athygli meðal Frakka. I*ar minn- ast margir þess þegar leik- arinn og eiginkona hans, Simone Signoret, leikkon- an heimsfræga, voru alltaf til staðar þar sem komm- únistar óskuðu og fóru meðal annars til Moskvu til að ræða við Nikita Krútsjoff. Var þetta á þeim árum þegar þau hjón voru í hópi vinstrisinnaðra lista- og bókmenntamanna í Frakklandi. Nú er sá hópur orðinn að engu og fran.ski kommúnistafiokkurinn getur ekki lengur kallað listamenn á vettvang þegar honum hentar til að berjast fyrir hinu málinu eða þessu. Vekur niðurlæging franskra vinstrisinna að þessu leyti verðskuldaða athygli um heim allan. Yves Montand stendur nú í fremstu röð þcirra sem harðast gagnrýna KremF verja, franska kommúnista og vinstrisinna almennt. Þetta hefur orðið honum til álitsauka meðal alls al- mennings en vakið sár reiðiviðbrögð hjá vinstri- sinnum. Sjónvarpsmaður spurði Montand hvort hann ætlaði kannski að feta í fótspor leikarans Ronalds Reagan, Montand svaraði að Reagan væri góður forseti en hann væri sjálfur góður leikari — sem Reagan hcfði ekki verið. Til varnar Treholt Eftir að Svavar tíestsson hafði farið halloka fyrir Þorsteini Pálssyni á kapp- ræðufundi i Hafnarfirði var kallað í nokkra skrif- glaða flokksmenn í Al- þýðubandalaginu og þeir beðnir að taka upp hansk- ann fyrir formanninn í blöðunum. Hallgrímur Hróðmarsson, kennari í Menntaskólanum i Hamrahlíð, gekk fram fyrir skjöldu í Dagblaðinu-Visi og var það vasklega gert. f gær gengur Hallgrímur Hróðmarsson enn á ný fram fyrir skjöldu í Dag- blaðinu-Vísi íyrir vinstri- sinna sem á undir högg að sækja, Arne TreholL út- sendara KGB í Noregi. í upphafi greinarinnar setur Hallgrímur fram þá nýstárlegu kenningu að stöðuhækkanir Treholts innan norska stjórnkerfis- ins hafi i raun verið sam- særi til að gera fall hans sem mest þegar hann yrði afhjúpaður, því að þá sé ör- ugglega unnt að nota af- hjúpunina til svæsinna hernaðaraðgerða í þágu NATO. I>essi kenning er í sama dúr og ávirðingar Sovétmanna í garð Svía í sambandi við kafbátaleit- ina við Karlskrona — þó hefur Sovétmönnum ekki enn dottið í hug að segja að það séu sænskir kafbátar sem sænski herinn er að eltast við. Hallgrímur heldur uppi vörnum fyrir samning Jens Evensen og Treholts um „gráa svæðið", óskasamn- ing Sovétmanna í Bar- entshafi, með þeim oröum að það sé „kannski hugs- anlegt að Evensen og Tre- holt hafi látið Rússana snúa á sig f samningun- um“! Loks bætist Hallgrímur í hóp þeirra vinstrisinna sem sjá ástæðu til að fjargviðr- ast yfir því að Morgunblað- ið birti kafla úr skýrslu til utanríkisráðherra um há- degisverð íslendinga með Treholt í New York í des- ember 1971. Telur hann „umfjöllun Morgunblaös- ins um skýrsluna eitt Ijót- asta dæmi um subbuskap í íslenskum blaðaheimi nú síðustu árin“. Og hvers vegna? Jú, af því aö skýrsl- an var ekki birt í heild. Telur Hallgrímur að Morg- unblaðið birti ekki skýrsl- una í heild vegna þess að það vilji halda verndar- hendi yfir embættis- mönnum íslensku utanrík- isþjónustunnar. Þessi síð- asta fullyröing er dæmi um út í hvaða fen vinstrisinnar vilja að „umræðan" um Treholt þróisL Hún á helst að snúast um heimatilbún- ar ávirðingar íslenskra fjöl- | miðla og embættismanna! ASEA rafmótorar RÖN^K^* Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. ./r'RÖNNING Sundaborg, simi 84000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.