Morgunblaðið - 08.03.1984, Side 20

Morgunblaðið - 08.03.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 fWtripti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Á Seltjarnarnesi brá Grýla sér á kreik grimmileg á svip. Hagnýtar rannsóknir Fátækt og frumbýlingshætt- ir fyrri alda leiddu oftlega til skorts, mannfellis og land- flótta. Leiðin frá öryggisleysi fólks á fyrri tíð til bjargálna á líðandi stund var ekki löng. Hún var gengin af tveim til þrem kynslóðum. Farkostur þjóðar- innar á þessari leið var sóttur til aukinnar almennrar mennt- unar og þekkingar fólks og tæknivæðingar atvinnuvega. Menntun og tæknivæðing vóru forsendur stóraukinnar þjóðar- framleiðslu, hagstæðari milli- ríkjaviðskipta og margföldunar þjóðartekna, sem sníða okkur lífskjarastakk á hverri tíð. Það dugar skammt að aðilar vinnu- markaðarins skrifi undir tölur á blaði, ef efnahagslegar stað- reyndir í þjóðarbúskapnum gera þær ekki að veruleika. Kjarasamningar umfram þjóð- hagsforsendur hafa ævinlega breytzt í verðbólgu fyrir tilstilli gengislækkunar og/eða rýrðs kaupgildis krónunnar. Þórður Jónsson, eðlisfræðing- ur hjá Raunvísindastofnun Há- skólans, skrifar athyglisverða grein um gildi hagnýtra rann- sókna í Morgunblaðið í gær. Lokaorð hennar eru þessi: „En hitt er sýnt, að lífskjör hérlendis verða tæpast bætt að marki nema með rannsóknum í þágu atvinnulífsins og slíkar rannsóknir verða að hafa grunnrannsóknir að bakhjarli. Við megum ekki vænta skjót- fengis árangurs af öllu rann- sóknarstarfi, en það mun áður en yfir lýkur skila þjóðinni margföldum arði og efla menn- ingu hennar." Þetta eru orð í tíma töluð. Ekki síður sú staðhæfing höf- undar, að æskilegt sé „að at- vinnufyrirtæki landsmanna hefðu meiri áhrif á, hvað er rannsakað, bæru fulla ábyrgð á þeim rannsóknum og greiddu fyrir þær“. Flestar þjóðir verja mun hærra hlutfalli þjóðar- tekna til rannsókna en við, fyrst og fremst vegna þess, að slíkar rannsóknir skila drjúgum arði. Meirihluti þessara rannsókna fer fram á vegum fyrirtækja en ekki hins opinbera. Sennilegt er að hagnýtar rannsóknir skipuðu verðugri sess hér á landi en nú er og stæðu til meiri arðsemi, ef forsjá þeirra færðist frá ríkinu til atvinnuveganna. „Þrándur í götu slíks skipulags," segir Þórður Jónsson, „er smæð og lítið eiginfjármagn íslenzkra fyrirtækja. Úr því má greiða með ýmsu móti. Ég nefni skattfríðindi til handa fyrir- tækjum, sem fjárfesta í rann- sóknum, og stofnun sérstaks sjóðs, tæknisjóðs, sem rætt hef- ur verið um. Úr þeim sjóði ættu fyrirtæki, stofnanir og einstakl- ingar að geta fengið lán eða styrki til hagnýtra rannsókna." Flest erum við sammála um þau meginmarkmið að tryggja vaxandi þjóð framtíðaratvinnu- öryggi og framtíðarlífskjör sambærileg því bezta sem þekk- ist í V-Evrópu og N-Ameríku. Þetta þýðir að þúsundir nýrra starfa þurfa að verða til á líð- andi áratug, samhliða þeim vexti þjóðartekna, að þær rísi undir slíkum lífskjörum. Slík markmið nást ekki án víðtækra rannsókna í þágu atvinnulífs- ins; hvern veg við getum bezt nýtt auðlindir láðs og lagar og hugvit og framtak fólksins í landinu. Hefðbundin kjarabarátta verkalýðsfélaga þjónar sínum tilgangi. Hún nær þó skammt ef skiptahlutur þjóðarinnar rýrn- ar, eins og gerzt hefur þrjú ár í röð, eða eykst ekki í höndum hennar. Hagnýtar rannsóknir eru einn meginþáttur þess að auka þennan skiptahlut, þjóðar- tekjurnar, þann veg, að fram- tíðin feli í sér betri tíð með blóm í högum atvinnuvega og almennings. Sullaveiki Sullaveiki greindist í fullorð- num manni á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri ný- lega. Af því tilefni lét landlækn- ir í ljós ótta um fleiri sýkingar. Víða væri pottur brotinn um framkvæmd hundahreinsunar, sem útiloka ætti þennan sjúk- dóm. Deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneyti lagði á það áherzlu í viðtali við Mbl. „að flestar þær ástæður, sem til staðar voru þegar lög um hundahald og sullaveikivarnir voru sett í önd- verðu, væru fyrir hendi enn í dag. Sullaveikin væri ekki úr sögunni. Bæði landlæknir og yf- irdýralæknir hefðu beðið menn að halda vöku sinni þar sem hættan væri enn fyrir hendi." Talið er að um fimmtán hundruð hundar séu í Reykjavík en nánast enginn þeirra hreins- aður af bandormum. Dýralækn- ir í Reykjavík, sem Morgunblað- ið leitaði álits hjá, telur það ástand sem hér ríki „mjög var- hugavert og býður heim hætt- unni á suilaveiki". Hér þarf að bregðast við með réttum hætti. Ef ekki er hægt að fylgja fram settum reglum um bann við hundahaldi í höf- uðborginni er spurning, hvort ekki sé hyggilegra að leyfa takmarkað hundahald með ströngum skilmálum, a.m.k. til reynslu, en vísa þessu við- kvæma deilumáli síðan til úr- skurðar borgarbúa samhliða næstu borgarstjórnarkosning- um. Þessi indíánahöfðingi stikaði um götur Akureyrar. Líf og fjör á öskudegi I TILEFNI af öskudegi voru víða um land mikil ærsl og fjörugar skemmtanir og létu fæstir sitt eftir liggja í hamaganginum. í Félagsheimili Seltjarnarness var haldið veglegt furðufataball og tóku nemendur Mýrarhúsaskóla á sig hinar ýmsu kynjamyndir. Sá norðlenski siður að slá köttinn úr tunnunni var iðkaður í öllum lands- hlutum. Á Egilsstöðum ætlaði tunnan aldrei að gefa sig og á Lækjartorgi var slík örtröð í innihald tunn- unnar að nær lá tjóni. Annars einkenndist öskudagur af gleði og gáska eins og meðfylgjandi myndir sýna glögglega. Greiðslubyrði erlendra skulda: Óx úr 13,7% af útflutnings- tekjum 1977 í 22% 1982 og 1983 í efnahagsáfollum þjóðarinnar 1967 var nettóskuld þjóðarbúsins við umheiminn talin tæplega 10% af þjóðarframleiðslu. Heildar- skuldir erlendis í formi langra lána jókst hinsvegar verulega á árabilinu 1978—1982, eins og meðfylgjandi tafla sýnir, bæði lán er heyra til ríkisbúskapnum og þjóðarbúskapnum almennt. Taprekstur atvinnuvega og opinberra stofnana og þjóðar- eyðsla umfram þjóðartekjur var að hluta til fjármagnað með er- lendum skuldum á þessu árabili. Þjóðhagsstofnun telur erlendar skuldir í árslok 1983 nema um 58% af þjóðarframleiðslu (Ágrip af þjóðarbúskapnum/- janúar 1984). Greiðslubyrði er- lendra lána, sem var 13,7% af útflutningstekjum 1977, er talin 22%, eða nær fjórðungur út- flutningstekna 1982 og 1983. Þjóðhagsstofhun segir orðrétt í „Ágripi af þjóðarbúskapnum": „Horfurnar fyrir árið 1984 eru slíkar, að verulegt átak þarf til >ess að halda hlutfalli erlendra skulda af þjóðarframleiðslu inn- an við 60%, en það er markmið lánsfjáráætlunar." LÖNG BRLEND LÁN 1978-1962 (MiHj.kr.) á föstu gengi (31.des. 1983)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.