Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 IIMmí STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT BOLTAKLIPPUR KÚLUHAMRAR KLAUFHAMRAR HAMRAR, m. nælonhaus JÁRNSAGIR SPLITT ATENGUR VERKFÆRAKASSAR SKRÚFÞVINGUR HALLAMÁL MÁLBÖND SKRÚFSTYKKI ALLAR STÆRÐIR ÞJALIR MIKID ÚRVAL TRÉRASPAR Þ JALABURSTAR RIDGID. RÖRSNITTTÆKI RÖRTENGUR RÖRHALDARAR RÖRSKERAR RÍMARAR ÖFUGUGGAR Vise-Grip ORIGINAL ÓTRÚLEGA STERKAR OG FJÖLHÆFAR 12 GERÐIR VÍR- OG BOLT AKLIPPUR SANTO SANDPAPPÍR VATNSSLÍPIPAPPÍR SMERGELLÉREFT OPIÐ LAUGARDAGA 9—12. Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður af Kvennalista, gluggar í þingskjöl. Stuttar þingfréttir Lognið á undan storminum(?): „Fjárlagagatið“ rætt á Alþingi í dag Matthías Bjarnason samgönguráðherra: Engin skýrsla um starfshætti Hafn- armálastofnunar ENGIN formleg skýrsla hefur verið gerð á vegum Ríkisendurskoðunar og Hagsýslustofnunar um stjóm og starfshætti Hafnarmálastofnunar, að því er Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, sagði í svari sínu við fyrirspurn frá Jóni Baldvin Hanni- balssyni, en hann spurðist fyrir um það, hvort skýrsla um þessi efni, sem hann taldi að gerð hafi verið, yrði birt. Sagði Matthías að þess væri ekki að vænta að skýrsla sem ekki væri til yrði birt, en hins vegar hefðu forstöðumenn ríkisendur- skoðunar og Hagsýslustofnunar afhent sér blað siðastliðið vor, þar sem ýmis atriði varðandi stofnun- ina hefðu verið gagnrýnd. Sagðist Matthías ekki sjá ástæðu til þess að birta það blað, enda væru þau atriði sem þar væru nefnd, til at- hugunar og umfjöllunar. Þá var í umræðunni vitnað til fréttar DV um Hafnarmálastofn- un og sagði Matthías að sú frétt væri í meginatriðum röng. Hins vegar sagði Matthías að vissir annmarkar væru á starfsemi stofnunarinnar, en úr þeim mál- um yrði leyst í samvinnu við stofnunina sjálfa. Athugun á hagkvæmni lífefnaiðnaðar: Athugun hefst í þessum mánuði Stafalogn á Alþingi Deildafundir vóru á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti fyrir frumvarpi um Aflatryggingarsjóð sjávarút- vegsins. Umræða, sem í kjölfar fór, snerist í aðra röndina um kvótakerfi og sjávarútvegsmál almennt. Jón Helgason, dómsmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um framsai saka- manna, sem vísað var til þingnefnd- ar. Frumvarp um staðfestingu Al- þjóðasamnings um varnir gegn mengun frá skipum var afgreitt frá neðri tii efri deildar. Umræða um frumvarp um kosningar til Aiþingis, sem flutt er í tengslum við frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum (jöfnun á vægi atkvæða), var fram haldið. Heldur var rólegt yfir þing- störfum. Máske var gærdagurinn iognið á undan storminum, en búizt er við ókyrrð í þinghúsinu í dag, þeg- ar svokallað „fjáriagagat" kemur til umfjöllunar. Söluskattur af raforku til dælingar á heitu vatni Sverrir Svcinsson (F) o.fl. þing- menn Framsóknarflokks flytja til- lögu til þingsályktunar um niðurfell- ingu söluskatts af raforku til dæl- ingar á hitaveituvatni. I greinargerð er það ekki talið samræmast mark- aðri stefnu um að dregið skuli úr húshitunarkostnaði að innheimta söiuskatt af raforku til dælingar á hitaveituvatni. Upplýsingamiðlun um húsnæðis- og byggingamál Guðmundur Einarsson (BJ) flytur, ásamt meðflutningsmönnum úr öll- um þingflokkum, tillögu til þings- ályktunar, sem felur ríkisstjórninni, verði hún samþykkt, að setja á lagg- ir sjö manna nefnd til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd því verkefni að efla upplýsingamiðlun um hús- næðis- og byggingamál til almenn- ings og aðila í byggingariðnaði með eftirtöldum hætti: 1) Útgáfu hand- bóka, 2) Námskeiðahaldi, 3) Upp- byggingu tölvutækra gagna, 4) Öðr- um aðferðum við söfnun og miðlun upplýsinga. Nefndarmenn skulu valdir af fagaðilum, sem nánar eru tilgreindir í tillögunni. Sullaveiki og hundahreinsun Kolbrún Jónsdóttir (BJ) spyr heil- brigðisráðherra: • Hvað hyggst ráðherra gera til varnar útbreiðslu sullaveiki? • Hyggst ráðherra láta gera úttekt á framkvæmd gildandi laga um hundahreinsun? í ÞESSUM mánuði mun starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins hefja athuganir á hagkvæmni lífefnaiðn- aðar, en árið 1982 var samþykkt þingsályktunartillaga um þessi efni. I máli Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, sem svaraði fyrirspurn frá Guðmundi Einars- syni (BJ), þar sem spurst var fyrir um framkvæmd þingsályktunar- innar, kom fram að tillagan hefði enga efnislega meðferð fengið í iðnaðarráðuneytinu til þessa tíma. Ekki hefði verið gert ráð fyrir at- hugunum eða rannsóknum á þess- um málum á fjárlögum og virtist sem málið hefði týnst í ráðuneyt- inu. Hins vegar sagðist Sverrir nú hafa ákveðið að taka til hendinni í málinu, ekki væri spurning um það hvort lífefnaiðnaður væri hagkvæmur, heldur hvernig best væri að snúa sér í málinu. Sagðist Sverrir hafa undirbúið að mynd- arlega yrði ýtt úr vör í athugunum á hagkvæmni lífefnaiðnaðar. Garðabær: Fræðsluerindi um garðaúðun FRÆÐSLUERINDI um garóaúóun verður haldið í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld, fimmtudag. Dr. Jón Gunnar Ottósson mun þar endurtaka erindi sitt frá því í haust og sýna myndir varðandi efni við úðun garða. Erindið er flutt á vegum Bræðrafélags Garðakirkju. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.