Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 23

Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 23 Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi: Fundaröð um Sovétríkin „Sjóleiðin til Bagdad“á Kirkjubæjar- klaustri UNGMENNAFÉLAGIÐ Ármann í Kirkjubajarklaustri frumsýndi sl. laugardag leikrit Jokuls Jakohssonar “Sjóleiðin til Kagdad". Leikritið var frumsýnt á Kirkjubæjarklaustri og var vLstmönnum Dvalarheimilis aldraðra að vanda boðið á frumsýninguna. Leikritið verður sýnt víðar en á Kirkjubæjarklaustri, í kvöld verður það sýnt í Aratungu og föstudaginn 9. mars í Félagsheimilinu í Kópa- vogi. Að Flúðum verður leikritið sýnt á laugardag og í Félagsheimili Vestur-Eyfellinga á sunnudag. Leikstjóri er Jónína Kristjáns- dóttir og er þetta þriðja leikritið sem hún setur upp hjá Ungmennafélag- inu. Leikendur eru sjö, en hafa 16 manns unnið að sýningunni. (Úr rrétutilkynninfni.) Lýst eftir vitnum UM KLUKKAN 04 aðfaranótt sunnu- dagsins 26. febrúar síðastliðinn varð harður árekstur á mótum Kringlumýr- arbrautar og Suðurlandsbrautar. Þar skullu saman Daihatsu-bifreið, sem ek- ið var suður Kringlumýrarbraut og hugðist ökumaður beygja austur Suð- urlandsbraut, og Oldmobile-bifreið sem ekið var norður Kringlumýrar- braut. Lögreglan í Reykjavík biður þá, sem vitni urðu að árekstrinum, vinsam- lega að gefa sig fram. Þann 20. febrúar síðastliðinn varð árekstur á Miklubraut og aðrennslis- braut frá Grensásvegi. Þar lenti Land Rover-jeppi aftan undir vöru- bifreið. Lögreglan biður þá, sem vitni kunna að hafa orðið að árekstr- inum, vinsamlega að gefa sig fram. SENN fer að Ijúka endurmenntunar- námskeiði um störf kjötiðnaðarmanna í stórverslunum og um notkun hjálpar- efna í kjötiðnaði sem haldið er á veg- um Félags íslenskra kjötiðnaðar- manna. Vegna mikillar þátttöku varð að hafa tvö fimm daga námskeið og hófst það fyrra 27. febrúar og lauk með sýnikennslu á útstillingu á kjötvöru í Miklagarði. Seinna nám- skeiðinu lýkur 9. mars. Hvort nám- skeið skiptist í tvo hluta, fræðilegan og verklegan. Námskeiðin eru haldin í húsa- kynnum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og voru tveir Danir fengnir til aðstoðar frá Slátraraskól- anum í Hróarskeldu, þeir L. Lustrup, cand. pharm., og Henning Fuhr, kjötiðnaðarmeistari. Námskeið af þessu tagi hefur ekki verið haldið hérlendis síðan 1962. Danirnir skoðuðu einnig svínabú og kjötvinnslu Þorvaldar í Síld og fiski og sögðu gæði vera sambærileg við það sem best gerist í Danmörku þar sem gæði svínakjöts séu afar Wa.shington, 28. febrúar. AF. í NÝIITKOMINNI bók um orrustuna um Monte Casino-klaustrið á Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni, leiða tveir rit- höfundar rök að því að Þjóðverjar hafi alls ekki haft aðsetur í klaustrinu þeg- ar bandarískar sprengjuflugvélar gerðu úrslitaárás í bardaganum og jöfnuðu klaustrið nánast við jörðu og eyðilögðu um leið ómetanleg listaverk og fjársjóði. Höfundarnir David Richardson og David Hapgood byggja verk sitt á misjöfn og mestu máli skipti að eldi, slátrun, vinnsla og sala séu á sömu hendi. í framhjáhlaupi má geta þess að væntanleg er skýrsla frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins um rannsóknir á matvælum. Fyrirlestur um myndefni í málverk- um impressionista EDITH Desaleux listfræðingur, heldur fyrirlestur um myndefni í málverkum Impressionistanna, á Franska Bóka- safninu, Laufásvegi 12, í dag, fimmtu- daginn 8. mars, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Edith Desaleux lauk prófi í list- fræði frá L’Institut d’Art et Archéo- logie í París. Hún hefur meðal ann- ars starfað hjá Alliance Francaise í Bretlandi, Kína og Suður-Afríku. Desaleux er meðlimur í alþjóðasam- tökum kvennablaðamanna. dagbókum ritara ábótans, Martino Matronola og leyniplaggi sem F. Jones majór í breska hernum vann að fyrir bresk stjórnvöld og fjallaði um eyðingu klaustursins. Matronola varð ábóti í Monte Casino er það hafði verið endurreist eftir stríðið og lést hann áttræður árið 1982. Samkvæmt dagbókum ritarans voru þýskir hermenn ekki í klaustr- inu undir það síðasta, hins vegar höfðu þeir komið fyrir vélbyssu- hreiðrum rétt við veggi þess og geymdu skotfæri í stórum stíl skammt frá. Þeir höfðu flutt mikið af helstu listaverkunum á brott, en önnur ekki, til dæmis málverk eftir Luca Giordano, en sprengja frá bandarískri sprengjuflugvél eyði- lagði það. Fallbyssukúla frá Þjóð- verjunum sá hins vegar um brons- hurðirnar frægu. Hermann Göring marskálkur fékk mörg af mestu listaverkunum í einkasafn sitt. Þáttaskil urðu í orrustunni um Monte Casino 15. febrúar 1944, er 239 B-17 og B-26 sprengjuflugvélar vörpuðu 453,5 tonnum af sprengjum á klaustrið og umhverfi þess. Aldrei fyrr eða síðar var jafn miklu magni af sprengiefni varpað á jafn litið skotmark. Það furðulega var, að upphaflega var ætlunin að tefla fram 36 orrustuflugvélum Nýsjá- lendinga. Enginn virðist vita hvers vegna breytt var um eða hver réð því. Martin Blumenstein, sem ritaði annál um atburðinn fyrir banda- riska herinn sagðist telja að Banda- ríkjamenn hefðu viljað sýna Bretum að þeir gætu hæft jafn lítil skotmörk og klaustrið þó úr mikilli hæð væri. Bókarhöfundar komast að þeirri niðurstöðu, að Bernard Freyberg hershöfðingi frá Nýja Sjálandi hafi átt mikla sök á því að sprengjum var beint að mannlausu klaustrinu og byggja það meðal annars á dulbún- um hótunum hans um að draga her- menn sína úr orrustunni nema að gengið væri úr skugga um að þýskir hermenn héldu ekki til í klaustrinu. Úr myndinni „Spacehunter" Stjörnubíó sýnir „Space- hunter“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku kvikmyndinni Spacehunt- er. Kvikmyndin fjallar um ævintýr í geimnum. Aðalhlutverk í myndinni leikur Peter Strauss, sem gat sér orð fyrir leik í sjónvarpsþáttunum „Rich Man, Poor Man“ og kvikmyndunum „Sol- dier Blue“ og „Angel on My Should- er“, og Molly Ringwald, en hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem bezta leikkona ársins 1982, fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Tempest", en sú mynd verður bráðlega sýnd í Stjörnubíói. Ný-mannúðar- stefna kynnt Brasilíumaóurinn Ac. Manik flytur fyrirlestur um ný-mannúðarstefnu á vegum Amanda Marga í kvöld kl. 20.30, í Aðalstræti 16. Aukheldur verður um helgina mót í Ölfusborgum þar sem kennd verður andleg heimspeki. Kjötiðnaðarnámskeið fyrsta sinni í 20 ár Verö: Páskaferöin kr. 16.388,- Aörar feröir: kr. 18.370 í 14 daga, hver aukavika kr. 4.830. Aukagreiösla fyrir enskunám 1 tíma á hverjum virkum degi: kr. 1.930 fyrir 14 daga en kr. 970 fyrir hverja aukaviku. Auk knattspyrnunámskeiöanna í Birmingham verða knattspyrnunámskeiö í Exmouth, þaö fyrsta 24. júní—8. júlí, 8.-22. júlí, 22. júlí til 5. ágúst, 5.—19. ágúst, 19. ágúst til 2. sept. Auk knattspyrnu er hægt að stunda eingöngu nám í tennis og útreiðum í Birmingham og Exmouth og eingöngu „windsurfing“ og köfun í Exmouth að viöbættu enskunámi. Sérstakir bæklingar á ensku, einnig videospólur um knattspyrnu. Kynnið ykkur skóla okkar Sandfield International. veröa í Birmingham 13.—22. apríl, 1,—15. júlí, 15,—29. júlí, 5.—19. ágúst, 19. ágúst til 2. sept. Flogið er meö Flugleiðum Keflavík - London - Kefla- vík. Nemendum veröur ekiö til Birm- ingham báöar leiðir. Gist verður í heimahúsum í Great Barr hverfinu skammt frá leikvöllum Aston Villa. 1—3 nemendur gista á hverju heimili, fullt fæöi og þjónusta innifalin. /Efingar daglega, fyrir og eftir hádegi, einstakl- ings- og hópþjálfun. Sérstakir þjálfar- ar frá enska knattspyrnusambandinu ásamt þekktum leikmönnum úr liðum Aston Villa, West Bromwich Albion. Tony Godden, markmaöur Luton þjálfar markverði. Leiknir æfingaleikir viö heimaliö, sýndar kennslukvik- myndir, fariö á leiki, skoðunarferðir um nágrenniö, alls konar aöstaöa til leikja og íþrótta, sundlaug o.s.frv. Fjöldi unglinga á aldrinum 12—25 ára frá helstu knattspyrnulöndum Evrópu og víöar sækja þessi námskeiö, þann- ig gefst íslensku þátttakendunum tækifæri til aö leika með jafnöldrum sínum og reyna getu sína. Skólar þessir eru opnir piltum sem stúlkum, einstaklingum sem hópum. Feröaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoöavog 44 - 104 Reykjavik sími 86255. Einkaumbod á íslandi. SANDFIELD INTERNATIONAL BIRMINGHAM, EXM0UTH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.