Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 40

Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 40
HLEKKUR í HEIMSKEÐJU FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. MorgunblaAið/Friðþjófur. Öskudagur yngsta fólksins Yngsta kynslóðin brá á leik í gær og hélt upp á öskudaginn í hinum ótrúlegustu búningum. Hefðarmeyjar og yngispilta, indíána og ofurmenni, trúða og tatarastelpur mátti sjá skokka um götur víða um land, öskupokar voru hengdir í þá eldri og ráðsettari, lagstúfar voru launaðir með sætindum og loks virðist það orðinn siður víða um land að berja köttinn úr tunnunni. Á Lækjartorgi voru ung- mennin í hundraðatali í gærmorgun og þessar stöllur þeirra á meðal. Á miðopnu eru fleiri myndir. Heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisráð: Ströngustu viður- lög til að fækka hundum í borginni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekkert fjallað um hreinsun á þeim fimmtán hundruð hund- um sem talið er að séu í borginni. Hefur heldur ekki uppi neinar áætlanir í því máli. Þetta kom fram þegar Mbl. spurðist fyrir um þetta mál í framhaldi af frétt um sullaveikitilfelli sem greind- ist á Sjúkrahúsinu á Akureyri nýlega. Framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits, Oddur Rúnar Hjartarson, og Katrín Fjeld- sted, formaður Heilbrigðisráðs Reykjavíkur, voru sammála um að beita þyrfti ströngustu við- urlögum til að reyna að fækka hundum í borginni. Katrín sagði ennfremur að þetta ástand væri óþolandi frá heil- brigðissjónarmiði. Ef augunum væri lokað í þessu máli myndi það verða til þess að hundum fjölgaði enn. Hún kvað Heil- brigðisráð ekki hafa tekið af- stöðu til þess, hvaða ráða væri gerlegt að grípa til, varðandi hreinsun á óleyfilegum hund- um, enda ekki komið saman síðan fréttir bárust af sulla- veikitilfellinu á Akureyri. Sjá nánar á miðopnu, bls. 20 og 21. Fjórðungslækkun á loðnu frá áramótum Seljendur mótmæla harðlega nýju loðnuverði og segja verðið í Færeyjum 108% hærra en hér á landi YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað í gær að verð á loðnu til bræðslu frá 2. marz til loka vetrar- vertíðar þessa árs skuli vera 660 krónur fyrir hverja lest. Miðast verð- ið við 8% fituinnihald og 16% fitufrítt þurrefnisinnihald. í janúarbyrjun var gildandi verð 900 krónur og hefur það því lækkað um 26,6% síðan þá og um 17,5% síðan í febrúar, en þá var verðið 800 krónur miöað við sama hlutfall fitu og þurrefnis. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns nefndarinnar og fulltrúa kaupenda, en fulltrúar seljcnda mótmæltu verð- ákvörðuninni harðlega. Verðið breytist um 66 krónur til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem fitu- eða þurrefnis- innhald breytist um. Verð lækkar þó ekki frekar fari fituinnihald niður fyrir 3%. Ennfremur greiði kaupendur tvær krónur fyrir hverja lest til reksturs Loðnu- nefndar. Lágmarksverð á úrgangs- loðnu til bræðslu frá frystihúsum skal vera 79 krónum lægra fyrir hverja lest og ákvarðast á sama hátt. Ekki verður lengur greitt í Loðnuflutningasjóð. Fulltrúar kaupenda létu bóka eftirfarandi vegna verðákvörðun- arinnar: „Við undirritaðir fulltrúar útvegsmanna og sjómanna í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins mótmælum harðlega þessari verðlagningu. Frá þeim tíma, sem verðlagning fór síðast fram, hefur afurðaverð lækkað um 8 til 9%, en með þessari verðlagningu er hrá- efnisverð lækkað um 19%. Enn- fremur viljum við benda á að þessa dagana eru íslenzk loðnuskip að landa afla sínum í Færeyjum og fá þar greitt 108% hærra verð en hér er ákveðið." Fulltrúar seljenda voru Ágúst Einarsson og Ingólfur Stefánsson, fulltrúar kaupenda Jón Reynir Magnússon og Guðmundur Kr. Jónsson og oddamaður Bolli Þór Bollason. Viðræður Dagsbrún- ar og skipafélaganna Starfsmenn Eimskips sem lögðu niður vinnu fá ekki greidd laun fyrir þann tíma VIÐRÆÐUR um sérkjarasamning fyrir hafnarvinnu í Reykjavík hefjast klukkan 10.00 í dag í húsnæði Vinnuveitendasambands Islands, milli Dagsbrúnar og starfsmanna við höfnina annars vegar og VSÍ og skipafélag- anna Hafskips og Eimskips hins vegar. Samkomulag um viðræður tókst skömmu fyrir hádegi í gær, en eftir hádegi í fyrradag lagðist vinna í Sunda- höfn niður og vofðu sams konar aögerðir yflr hjá Sambandinu í gær, en samkomulag um viðræður tókst áður en til þeirra aðgerða kæmi. Þá hefur viðræðufundur milli Dagsbrúnar og SÍS verið ákveðinn á morgun, fostudag, og einnig hafa viðræður verið ákveðnar við Mjólkurstöðina og VSÍ á föstu- dag. og gerðust önnur skipafélög aðilar að honum síðar. Samningurinn fel- ur meðal annars í sér prósentuálag ofan á kauptaxta. Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, sagði kröfur hafnarverkamanna fela í sér hækkun á þessu álagi. Einnig væri í kröfugerðinni ýmis atriði varðandi öryggi, aðbúnað og sérkröfur. Þá kæmu kaupliðirnir inní, tillögur um taxtatilfærslur og auk þessa væri einnig um ýmsar almennar kröfur að ræða. „Umræðurnar í morgun snerust um öryggismál, aðbúnað á vinnu- staðnum og vinnuskipulag. Kaup og Hlaðmenn hjá Flugleiðum á Reykjavíkurflugvelli leggja kröfur sínar fram í dag. Brynjólfur Yngva- son, trúnaðarmaður þeirra, sagði að þeir hygðu ekki á aðgerðir fyrr en ljóst væri hver viðbrögð við kröfum þeirra yrðu, en þar er einkum að hans sögn um kaupkröfur að ræða, en hvað laun snerti hefðu þeir dreg- ist aftur úr. Hann kvað bæði verk- föll og yfirvinnubann koma til greina yrði þeim neitað um viðræð- ur. Sá sérkjarasamningur sem um ræðir við hafnarvinnu var gerður milli Eimskips og Dagsbrúnar 1974, kjör voru ekki til umræðu, þar sem Eimskip lýsti yfir og ítrekaði að VSÍ færi með þau mál fyrir Eim- skip, eins og aðra félaga í samtök- unum. Það virðist gæta viss mis- skilnings í túlkun fjölmiðla og því vildi ég leggja áherslu á að Eimskip vill nú sem áður ræða öryggismál við sína starfsmenn," sagði Valtýr Hákonarson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskipafélagsins. Valtýr kvað það segja sig sjálft að menn sem ekki ynnu fengju ekki borgað, er hann var spurður hvort Eimskip myndi borga starfs- mönnum sínum, sem lögðu niður vinnu, laun fyrir þann tíma. „VSÍ hefur aldrei neitað viðræð- um við Dagsbrún. Við höfum hins vegar ítrekað það að við höfum það sama að bjóða þeim og við höfum samið um við. aðra aðila innan ASÍ,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, er hann var spurður hvort þetta þýddi að viðræður Dagsbrúnar og VSÍ væru að nýju komnar í gang. Hann sagði að VSÍ yrði aðili að þessum fundi, til að verða til svara ef kjaramál bæri á góma. Dómarar í Hæstarétti í gær, talið frá vinstri: Magnús Thoroddsen, Sigurgeir Jónsson, Magnús Þ. Torfason, Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson og Halldór Þorbjörnsson. Björn Helgason, hæstaréttarritari, er lengst til hægri. Aðeins einn hæsUréttardómari er ekki í dóminum, en það er Guðmundur Jensson. Sjö dómarar Hæstaréttar skipuðu dóm í GÆR skipuðu sjö dómarar Hæsta- réttar dóminn í fyrsta sinn í sögu réttarins. Með lagabreytingu, sem gerð var árið 1979, var heimilað að hæstaréttardómarar, sem venjulega sitja þrír eða fimm í dómi, væru sjö í mjög mikilvægum málum. Málið, sem tekið var fyrir, er skaðabótamál vegna umferðar- slyss. Ágreiningsefnið er hvernig reikna beri tjón konu af varanlegri örorku, sem hún hlaut í umferðar- slysi, einkum með tilliti til þess hvaða vaxtafót eigi að nota. Mbl. sneri sér til Þórs Vil- hjálmssonar, forseta Hæstaréttar, og spurði hvort rétturinn væri með þessu að svara gagnrýni, sem fram hefði komið á réttinn, einkum með tilliti til fordæmisgildi dóma. „Svo er ekki. Þetta ágreinings- efni er ekki eitt þeirra, sem hafa verið gagnrýnd. Það hafa verið önnur vandamál tengd ákvörðun vaxta, en eru ekki uppi í þessu máli. Þetta ágreiningsefni hefur verið erfitt úrlausnar og ekki ljóst hvernig skuli leysa," sagði Þór Vil- hjálmsson. Lögmenn í rnálinu eru Hjörtur Torfason, hrl., og Jón Hjaltason, hrl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.