Morgunblaðið - 16.03.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 16.03.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984 43 Á tískusýningum í París ný- lega aýndi fatairamleióandinn og tenniskappinn Björn Borg þessi pils fyrir karlmenn. Á síöari tímum hefur skemmt- anaiðnaðurinn stytt mönnum stundir með skemmtiþáttum og leikritum í þessum dúr. Hver man ekki eftir hinni sígildu Frænku Charles, og nútímalegri útfærslu á ekki ósvipuöu efni í kvikmyndinni Tootsie. Karlmaður (Dustin Hoff- man) klæöist konugervi og verður þá margs vísari um þaö ójafnrétti og fordóma, sem konur mega þola. í nýjustu kvikmynd sinni, Yentl, dulbýr Barbara Streisand sig sem karlmann, en sú mynd hef- ur hlotiö góðar undirtektir áhorf- enda, svo eitthvað sé nefnt af því nýjasta, sem boriö hefur fyrir sjón- ir okkar í þessum efnum. Það er þó ef til vill fyrst nú, sem hlutverkaruglingur af þessu tagi er oröinn nokkuð áberandi í daglegu lífi. Má segja, að þaö sé popp- stjarnan Boy George, sem eigi heiöurinn . .. eða skömmina af því. Þaö er ekki svo flett dagblaöi eða tímariti, innlendu eöa útlendu, aö þessi síöhæröi ungi maöur meö plokkuöu augabrýnnar og rauð- máluöu varirnar stari ekki fölleitu andliti móti lesandanum. Sjálfur segist hann bara vera venjulegur ungur maöur, sem reyki ekki og drekki sárasjaldan og fari á hverj- um morgni á hjólinu sínu til aö kaupa morgunblööin! Önnur poppstjarna, Annie Len- nox, söngvarinn í hljómsveitinni Eurythmics, er meö álíka sjón- hverfingar. Annie, sem hefur látiö nær snoöklippa sig og litar háriö appelsínugult, klæöist gjarnan karlmannlegum jakkafötum. Um hálsinn hefur hún rauða slæöu og á höndum hanska í sama lit. Þann- ig klæddist hún aö minnsta kosti á hljómleikum Eurythmics í London nýlega. Konur i jakkafötum hafa sést á reykvískum skemmtistöðum aö minnsta kosti undanfariö eitt ár. Þaö er heldur ekki svo ýkja nýtt aö stelpur snoöi á sér kollinn, því stutt hár hefur veriö vinsælt æ síöan pönkiö tyllti niöur tánum. Þaö felst því óneitanlega meiri nýjung í kvenlegu útliti karlmannanna. Enn sem komiö er, eru þeir ekki farnir aö láta sjá sig á götum úti í kjól eöa pilsi. Einstaka strákur málar sig um augun, til aö skerpa línurn- ar, hvaö sem síðar veröur. Því tískuhönnuöir, sem öllu vilja ráöa Boy George var á síöasta ári kosinn ein at 10 verst klæddu konum heims. um hverju fólk klæöist, eru fljótir aö taka viö sér. Á tískusýningu í París nýlega, þar sem kynnt var sumarlínan fyrir herra undir nafni tenniskappans Björns Borg, mátti sjá sýningar- herrana í pilsum. Og í nýlegu hefti af tímaritinu Honey, þar sem veriö var aö auglýsa nærföt fyrir dömur, framleidd af ameríska tískuhönn- uöinum Calvin Klein, voru þaö karlar, sem sýndu undirfötin. En þaö eru fleiri poppstjörnur en Boy George og Annie Lennox, sem rugla fólk í ríminu, hvaö útlit varö- ar. Þeir, sem sáu hina þeldökku söngkonu Grace Jones á hljóm- leikum í Reykjavík á síöastliönu ári, voru sumir ekki alveg vissir hvort hér væri karl eöa kona á ferðinni. Hefur veriö sagt aö hún líkist hnefaleikakappanum Mu- hammed Ali dulbúnum! í hinum vinsæla breska sjón- varpsþætti, TOP of the POPS kom nýlega fram söngvari , sem kallar sig Marilyn. Hans rétta nafn er Pet- er Robinson. Hann segist kalla sig Marilyn, vegna þess aö hann sé aðdáandi Monroe. Framkoma hans og útlit í fyrrnefndum sjón- varpsþætti vakti nokkra hneykslan í Bretlandi og létu margir í Ijós þá skoðun, aö atriöi sem þetta heföi ekkert aö gera í unglingaþætti eins og TOP of the POPS. Allt veröur að skýra og skil- greina, annars getur maöurinn ekki kallaö sig homo sapiens, hinn vitiborna mann. Þeir, sem vilja reyna aö skýra þá þróun mála, sem hér hefur veriö lýst, benda á sjötta áratuginn (hippatímabiliö), þegar karlar létu sér vaxa sítt hár og gengu i stuttum eöa síöum kirtl- um. Segja þeir aö öfgar tískunnar aukist meö hverju árinu, þ.e. aö tískan í ár sé öfgafyllri en sú sem var í fyrra o.s.frv. Þetta sé þróun, sem eigi veröi stöövuö. Sumir vilja aftur á móti líta svo á aö stílbrot sem þessi geti haft þau áhrif aö brjóta niöur siöi og reglur þjóöfó- lagsins, og spyrja: Á hvaö veröur ráöist næst? Aðrir vilja líta til dæmis á uppátæki Boy George, sem kosinn var ein af 10 verst klæddu konum heims á síðastliðnu ári, sem gamansemi sem sé til þess fallin aö auka frelsi einstakl- ings og því sé allt gott um þetta aö segja. Slitþols- próftin áklæða Hvort vantar þig hornsófa? Leður horn Opið fostudag kl. 8—20 laugardag kl. 4—16 IDE húsgögn færa þér raunverulegan arö. Meö því aö vera hluthafi í IDE MOBLER A/S stærstu innkaupasamsteypu Noröurlanda og taka þátt í sameiginlegum innkaupum 83ja stórra húsgagnaverslana í Danmörku, víöa um lönd, tekst okkur aö hafa á boöstólum úrvals húsgögn, öll meö 2ja ára ábyrgö, á miklu lægra verði en aðrar húsgagnaverzlanir geta boöiö. Gæðaeftirlit IDE er svo geysistrangt að þú ert örugg(ur) um aö fá góö húsgögn þó verðið sé svona lágt. Þú þarft aö æfa veröskyn þitt og líta til okkar. HuSCAGNAHOLLlN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.