Morgunblaðið - 16.03.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1984
63
VÉLVAKANDI ^
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
. TIL FÖSTUDAGS
ckMUJMriZ’Uhj'u ir
Hvers vegna eru Minalka og
Scanalka bönnuð hér á landi?
Steingrímur Thorsteinsson skrif-
ar:
„Til Velvakanda.
Hver er ástæöan til þess að
steinefnatöflurnar „Minalka" og
„Scanalka" eru bannaðar hér á
landi? Ég vil eindregið fá svör frá
heilbrigðisyfirvöldum við þessari
spurningu. Þessar töflur voru
mörg ár frjálsar á markaðinum,
en voru svo bannaðar.
Ég minnis.t þess ekki að ég hafi
nokkru sinni séð þær auglýstar.
En þær urðu brátt mjög vinsælar
vegna þeirrar reynslu, sem fólk
fékk af þeim.
Einhvern tíma sá ég þess getið í
blaðagrein, að þær væru bannaðar
vegna þess að meðal efnisinni-
halds þeirra væri efni sem kallað
er kobalt, og að það væri resept-
skylt.
Ég er einn þeirra sem notaði
þessar töflur, þar eð þær höfðu
frískandi áhrif á mig, og langvar-
andi notkun hafði engar auka-
verkanir. Mér því forvitni á að
vita, hvers vegna þær eru bannað-
ar, þar sem þær munu vera frjáls-
ar í öðrum löndum.
Af hverju eru þær frjálsar þar
en bannaðar hér? Og þar sem sagt
er að þær séu bannaðar vegna þess
að í þeim sé kobalt, langar mig að
spyrja hvort kobalt sé reseptskylt
erlendis og hvenær það var res-
eptskyldað hér?
Kobalt telst til næringarefna,
en þeir sem fara með lyfjamál,
geta að sjálfsögðu reseptskyldað
það þegar því er blandað í lyf. En
ég skil ekki að það geti verið leyfi-
legt að reseptskylda það sem nær-
ingu, blandað ýmsum örðum nær-
ingarefnum. Það ætti því eins að
banna lifur og egg, þar sem kobalt
er í þeim með ýmsum öðrum nær-
ingarefnum, eins og í Minalka og
Scanalka.
Ég vil því spyrja skv. hvaða lög-
um kobalt er reseptskyldað sem
næring? Er hér ekki um einhvern
misskilning að ræða? Og er það
ekki líka á misskilningi byggt, að
þeir sem fara með lyfjamál skipti
sér af innflutningi næringarefna?
Nú er svo margt leyft sem er
verulega skaðlegt heilsu manna,
svo sem neysla áfengis og tóbaks,
notkun lyfja sem hafa ýmiss kon-
ar óæskilegar aukaverkanir, sem
stundum leiða til að viðkomandi
verður sér úti um ýmis efni, sem
ganga kaupum og sölum manna á
milli, og ekki þarf að nefna hver
eru. Vitað er að þegar fólk eldist
verður likaminn vanhæfari til að
vinna hin ýmsu efni úr fæðunni,
sem í mörgum tilfellum er búið að
rýra að næringargildi með rangri
meðferð. Nefna mætti hinn til-
búna áburð og alls konar eiturefni
sem nú eru notuð í landbúnaði í
tíma og ótíma.
Miðað við þá reynslu sem ég hef
haft af alls konar efnum, þ. á m.
Minalka og Scanalka ásamt fjölda
náttúrulegra bætiefna, sem hafa
gefið góða raun, þá vil ég halda því
fram, að með þeim sé tryggð veru-
leg viðbót hollustuefna, sem ekki
eru fyrir hendi í daglegri fæðu.
Með trefjaefnaríkri fæðu, víta-
J.G. skrifar:
„Kona í Austurbænum hvetur
menn til að segja álit sitt á Fjala-
kettinum og fyrirætlunum manna
um að gera húsið upp. Ég er þeirr-
ar skoðunar að þetta hús sé og
verði til óprýði þar sem það er og
ávinningur væri að losna við það.
Ekki skil ég í að nokkrum detti í
hug að verja 100 milljónum króna
til að endurbyggja þennan kumb-
á
mínum og hæfilegri líkamsþjálfun
næst veruleg heilsubót, en vegna
slæmrar reynslu hef ég orðið af-
huga t.d. hvítu hveiti, sykri,
saltkjöti og reyktu kjöti, svo ég
nefni eitthvað.
Að endingu þetta: Með fyrir-
byggjandi aðgerðum og réttu mat-
aræði tel ég að margt geti áunnist
hvað varðar bætt heilsufar og leitt
til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu,
til hagsbóta fyrir alla. Hér er ekki
um neitt smámál að ræða.
Sem fastur lesandi Mbl. bið ég
Velvakanda, sem leyst hefur
margra vanda, að kanna þetta mál
vandlega. Því munu fleiri verða
þakklátir en ég.“
alda sem yrði þarna til óprýði eft-
ir sem áður. Ef einhverjir hafa
samt áhuga á að halda í húsið,
hljóta þeir að gera það upp á eigin
kostnað, því ég er sannfærður um
að menn vilji ekki almennt kasta
peningum í þetta. Verst er hversu
mikil óprýði verður alltaf af þessu
húsi á þessum stað, verði það
endurbyggt."
Fjalakötturinn:
Er og verður til óprýði
Þessir hringdu .. .
Afram með Dallas
— hundana burt
7201-0361 hringdi: — Ég er
mjög svo ósammála þessum
Árna sem hringdi í Velvakanda
á þriðjudag og heimtaði að hætt
yrði að sýna Dallas í sjónvarp-
inu. Ég er algerlega á öndverð-
um meiði við hann, — það er
fjöldi fólks sem hefur gaman af
Dallas og ef honum líkar ekki
myndin getur hann bara fengið
sér myndband og horft á annað
út af fyrir sig. Árni verður að
skilja að hann er ekki sá eini
sem horfir á sjónvarp hér á
landi.
Þá langar mig til að segja
mína skoðun á hundahaldi hér í
Reykjavík. Ég vona að sá dagur
renni upp að tekið verði fyrir
hundahald hér í borginni —
Reykjavík er nógu skitug, þó
ekki bætist við að hér sé hunda-
skítur út um allt.
Að lokum: Ég er afar ánægð
með að forsetinn okkar ætli að
vera í framboði til endurkjörs í
forsetaembættið. Þá er ég af-
skaplega ánægð með hana Krist-
ínu Ólafsdóttur sem útvarpsþul,
því hún er alveg frábær lesari.
KISS ekki
á Listahátíð
5137-4886 hringdi:
„Mig langar til að koma því á
framfæri að hljómsveitin Kiss
verði ekki valin á Listahátíð ’84.
Þrátt fyrir mikil skrif um að fá
Kiss á Listahátíð get ég fullyrt
að aðdáendahópur Kiss á Islandi
er alger minnihlutahópur sem
tilheyrir að mestu leyti aldurs-
hópnum 12 til 15 ára. Nær væri
að fá einhverja vandaða
hljómsveit sem flytur vandaða
músík, því Kiss er langt frá því
að vera vönduð hvað þá músíkin
sem þeir flytja. Einnig get ég
upplýst fáfróða Kiss-aðdáendur
um það að fyrir nokkrum árum
lýstu þeir félagar því yfir opin-
berlega að þeir væru djöfladýrk-
endur, eins og skammstöfunin
Kiss ber með sér, þ.e. Kings in
Service of Satan (konungar í
þjónustu Satans). A tónleikum
sínum boðuðu þeir trú sína,
djöflatrú, og buðu fólki að ganga
í djöfladýrkendasöfnuð þann er
þeir tilheyrðu. Það skal tekið
fram að þrátt fyrir mannaskipti
í hljómsveitinni og nokkur ár
hefur stefna þeirra á þessu sviði
ekki breyst.
Þess vegna finnst mér, þó ekki
væri nema vegna þess að yfir
níutiu prósent þjóðarinnar eru
kristið fólk, að Kiss eigi ekkert
erindi til Isiands á Listahátið.
Að iokum langar mig til að
stinga upp á hljómsveitinni
frábæru, Police, á Listahátíð
1984.“
GEí§iP
Velkomin í
Naust
Matseðill kvoldsins:
Hvítlauksristaöur smokkfiskur m/ristuöu brauöi.
Camembert súpa bætt meö rjóma.
Nautabuffsteik m/fylltum tómat, spergilkáli og bakaöri
kartöflu
eöa
heilsteiktar grísalundir og „Choron"-sósa
eða
léttreykt lambalæri m/rósakáli, gulrótum og
rjómalagaöri sveppasósu.
Bananaís m/rjómakarmellusósu.
Opið til kl. 03.
Boröapantanir í síma 17759.
mJL
Frá
verksmióju-
dyrum til
viötakenda
Skipadeild Sambandsins hefur um þrjú hundr-
uð staifsmenn á sjó og landi, sem sjá um að
Jlytja vörur heim og heiman. Þá eru ótaldir um-
boðsmenn okkar og samstarfsaðilar erlendis.
Sérþekking og hagræðing gerir okkur kleift að
bjóða hagstæð jlutningsgjöld.
Þú getur verið áhyggjulaus — við komum vör-
unni Jrá verksmiðjudyrum til viðtakenda.
ViðJlytjum allt, smátt og stórt.fyrir hvern sem er,
hvert sem er.
Þú tekur bara símann og hringir.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVIK SIMI 28200
r