Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
81. tbl. 71. árg.______________________________________FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Beitiskipið Kirov, sem er kjarnorkuknúið, hefur að undanfórnu tekið þátt í hinum viðamiklu
flotaæfingum Sovétmanna í Noregshafi. Þessa mynd af skipinu tók norski flugherinn á æfinga-
svæðinu í gær. Símamynd-AP.
Bretar íhuga úr-
sögn úr UNESCO
London, 5. apríl. Al*.
BKESKA ríkisstjórnin hefur lýst því
yfir að hún hyggist draga sig út úr
UNESCO, menningar- og vísinda-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir
lok þessa árs, ef ekki verða breyt-
ingar á stefnu og starfsháttum stofn-
unarinnar.
Timothy Raison, ráðherra
þróunarhjálpar í bresku ríkis-
stjórninni, ritaði Amadou-Mahtar
M’Bow framkvæmdastjóra
UNESCO bréf þessa efnis 2. apríl
sl. en það var ekki fyrr en í dag að
frá því var skýrt í London.
Bandaríkjamenn hafa þegar til-
kynnt að þeir ætli að hætta þátt-
Flugræningi
yfirbugaður
Istanbúl, 5. apríl. AP.
TYRKNESKA öryggislögreglan yfir-
bugaði sýrlenskan flugræningja um
borð í farþegaflugvél frá Saudi-
Arabíu á Yesilkov-velli í Istanbúl í
kvöld. Tvær konur sem voru í hópi
farþega og vélstjóri flugvélarinnar
særðust þegar sérsveitir lögreglunn-
ar ruddust um borð.
Vélin var á leið frá Jidda til
Damaskus og var nýlega komin á
loft þegar ræninginn, sem er 22
ára gamall, otaði hníf að áhöfn-
inni og heimtaði að flogið yrði til
Eitt hundrað
Afganir féllu
Nýju Delhí, 5. apríl. AP.
FLEIRI en eitt hundrað liðsmenn
frelsissveitanna í Afganistan féllu í
dag í bardaga við stjórnarherinn
sem nýtur stuðnings sovésks innrás-
arliðs, að því er útvarpið í Kabúl
sagði.
Diego Cordovez aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna er nú í höfuðborg Afgan-
istan og á þar viðræður við ráða-
menn um ástandið í landinu.
Stokkhólms.
Flugvélin var af gerðinni TRI-
Star og með henni voru 272 far-
þegar.
töku í starfi stofnunarinnar í árs-
lok, en hyggjast endurmeta þá
ákvörðun um það leyti ef breyting
verður á starfsháttum UNESCO.
f bréfi Raison til M’Bow kemur
fram að Bretar hafa efasemdir um
að fé UNESCO sé notað til góðra
hluta. Þeir telja að allt of mikið fé
fari í skrifstofurekstur höfuð-
stöðvanna í París. Þá er í bréfinu
lýst þeirri skoðun að UNESCO
hafi í auknum mæli orðið vett-
vangur fyrir árásir á það
verðmætamat og þær hugsjónir
sem eru grundvöllur stefnuskrár
stofnunarinnar. Einnig eru fjárlög
UNESCO talin alltof há.
Meðal hugmynda um umbætur
á starfsemi UNESCO sem er að
finna í bréfi breska ráðherrans er
að fundum og ráðstefnum verði
fækkað og dregið úr skýrslugerð.
Jafnframt leggur hann til að
rannsókn fari fram á starfi upp-
lýsingaskrifstofu stofnunarinnar.
Sovéska flotasýningin í Noregshafi:
Heræfingarnar
komu á óvart
— segir Wesley McDonald, yfirmaöur flota NATO
London, Osló, Wilhelmshaven, 5. apríl. AP.
WESLEY MCDONALD yfirmaóur fastaflota Atlantshafsbandalagsins sagði í
dag að hinar viðamiklu heræfingar sovéska flotans í Noregshafi hefðu leitt í
Ijós að ef ekki yrðu gerðar sérstakar ráðstafanir kynni sá dagur að renna upp
að bandalagsríkin hefðu ekki lengur stjórn á því sem gerðist í Norður-
Atlantshafi.
McDonald sagði að heræfingar
Sovétmanna hefðu komið á óvart.
Ástæðuna mætti rekja til fjar-
skiptavandkvæða og tæknilegra
bilana hjá flotadeildum innan
bandalagsins sem ekki lúta fasta-
stjórn NATO. Talið er að hann hafi
verið að beina skeytum sínum að
deildum innan danska og norska
sjóhersins.
Hershöfðinginn hafði áður sagt í
viðtali við breska útvarpið að
NATO hefði ekki gert sér grein
fyrir umfangi heræfinganna áður
en þær hófust og gaf í skyn að
leyniþjónusta bandalagsins hefði
brugðist.
Svo virðist sem æfingunni muni
ljúka um helgina með því að sett
verði á svið kjarnorkuárás. Megin-
hluti sovéska flotans siglir nú í átt
að Kólaskaga þar sem Sovétmenn
hafa miklar flotastöðvar.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti sagði í dag að ekkert óvanalegt
hefði komið.í ljós í sambandi við
sovésku flotaæfingarnar. John
Lehman flotamálaráðherra sagði
að þær hefðu sýnt veikleika Sovét-
manna þar eð þeir hefðu orðið að
senda eftir flugsveitum í Mið-
Evrópu til að styrkja flotann.
Michael Heseltine varnarmála-
ráðherra Bretlands neitaði því í
London í dag að upplýsingaþjón-
usta NATO hefði brugðist. Hann
kvað heræfinguna hins vegar vera
„eftirminnilega áminningu" um
þær miklu fjárhæðir sem Sovét-
menn eyddu til hernaðarrekstrar.
Bandarísku geimfararnir sem fara með geimskutlunni Challenger í ferð um
geiminn sem hefst í dag. Frá vinstri Robert Crippen sem er leiðangursstjóri,
Terry Hart, James van Hoften, George Nelson og Francis Scobee.
Challenger á loft síðdegis
( 'anavcral hoföa, 5. apríl. AP.
VERIÐ ER AÐ leggja síðustu hönd á undirbúning þess að bandarísku
geimskutlunni Challenger verði skotið á loft með fimm geimfara innanborðs.
Verður geimskotið klukkan fjórtán að íslenskum tíma á morgun, fíistudag.
Eitt af verkefnum geimfaranna er að gera við gervihnöttinn Solar Max,
sem bilaði tíu mánuðum eftir að hann var sendur á loft árið 1980. Er miðað
við að sú viðgerð fari fram á sunnudag.
Ný von fyrir hungraðan heim
eða stórkostlegt náttúruslys?
Los Angeles, 5. apríl. AP.
Á SUMRI komanda verður nýrri
gerlategund, bakteríum, sem
vísindamenn kalla sín á milli
„frostfælur”, sprautað á kartiiflu-
garð í Kaliforníu og um leið verður
brotið í blað í sögu erfðasmíðinnar.
Þá verður í fyrsta sinn sieppt lausu
nýju lífsformi, sem hefur verið feng-
ið það hlutverk að stórauka afrakst-
ur jarðarinnar mcð því að koma í
veg fyrir frostskemmdir. Um þessar
tilraunir eru nú ákafar dcilur í
Bandaríkjunum.
Rithöfundurirm Jeremy Rifkin,
eindreginn andstæðingur erfða-
smiðanna, segist óttast, að nýju
gerlunum muni fjölga fljótt og
dreifast um allar jarðir, koma
e.t.v. í veg fyrir eðlilega frost-
myndun í andrúmsloftinu og hafa
með því „stórkostleg áhrif á
loftslagið um allan heim“. Steve
Lindow, plöntusjúkdómafræðing-
ur við Berkeley-háskólann, segir
hins vegar, að tilraunin sé „ótrú-
lega hættulítil, áhættan sama og
engin en hugsanlegur ávinningur
af henni svo mikill, að óverjandi
er að hætta við hana“. Andstæð-
ingar tilraunarinnar hafa nú
höfðað mál og ætla að reyna að fá
hana bannaða.
Við eðlilegar aðstæður fram-
leiða umræddir gerlar efni, sem
stuðlar að frostskemmdum á
plöntum, þegar hitastigið er kom-
ið niður í mínus 1,1 á Celcius og
valda með því tjóni, sem metið er
á 15 milljarða dollara á ári fýrir
alla heimsbyggðina. Með því að
rjúfa erfðavísana og tengja á víxl
tókst Lindow og samstarfs-
mönnum hans að koma í veg fyrir
framleiðslu þessa efnis þannig að
nú er plöntunum óhætt ef frostið
fer ekki niður fyrir fimm stig. Ef
vel tekst til með tilraunina verða
„frostfæiurnar" komnar á al-
mennan markað eftir tvö ár og þá
ætti að verða unnt að rækta ýms-
ar nytjajurtir í miklu kaldara
loftslagi en hingað til hefur verið
hægt.
Vísindamenn, sem eru sama
sinnis og Rifkin, segjast vera
hræddir um, að nýju gerlarnir
muni koma í veg fyrir eðlilega
frostmyndun á villiplöntum, setja
jafnvægi náttúrunnar úr skorð-
um, valda óskaplegri fjölgun alls
kyns nagdýra og útrýma endan-
lega plöntum, sem nú eru í hættu.