Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 25

Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 Þorbjörg Einars- dóttir níutíu ára 25 Væntanlegir þátttakendur í sumarbúðum CISV í Hlíðardalsskóla í sumar: Grím- kell Sigurþórsson og Óli Grétar Sveinsson (sitjandi) og standandi Heba Hauks- dóttir, fararstjórinn Inga Þóra Vilhjálmsdóttir og Jónína Einarsdóttir. Ljósm. Mbl/Ólafur Taka þátt í alþjóðlegum sumarbúðum í Hlíðardalsskóla Þorbjörg er fædd að Bakkagerði í Reyðarfirði, ein sjö barna þeirra hjóna Einars Gíslasonar, ættuð- um frá Geirlandi á Síðu, og Hall- dóru Sveinsdóttur, Pálssonar (síra), Pálssonar frá Hörgsdal á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu, og er því í móðurætt afkomandi síra Jóns Steingrímssonar eldklerks, sem var skagfirskrar ættar. Faðir Þorbjargar átti þrjú börn áður en hann giftist Halldóru Sveinsdóttur. Var hann þá fátæk- ur Skaftfellingur við sjósókn á Suðurnesjum. Sakir örbirgðar átti hann sér ekki þann kost að mynda þarna heimili. Þrjú af alsystkin- um Þorbjargar dóu á unga aldri úr kíghósta, en það er fyrir hartnær öld. Skaftfellingurinn Þorbjörg Ein- arsdóttir elst því upp á Austur- landi. Tuttugu og fjögurra ára gömul giftist hún Guðna Þor- steinssyni eða 1. september 1918 og setja þau heimili sitt að Brekku í Reyðarfirði en það var þurrabúð- arkot í kauptúninu. Þarna bjuggu Þorbjörg og Guðni í meira en ald- arfjórðung, eða tuttugu og sjö ár. Maður hennar stundaði múr- verk, tré- og járnsmíðar jöfnum höndum um alla Austfirði, eða frá Vopnafirði í norðri til Hornafjarð- ar í suðri. Hann var því oft lang- tímum saman að heiman og hefur þá oft reynt á hið skaftfellska þol og þrautseigju húsfreyjunnar, enda þyngdist fljótt í heimili. Guðna og Þorbjörgu fæddust sam- tals tólf börn og eru átta þeirra nú á lífi: Emil Hilmar, d. 2ja ára, Ei- ríkur, d. á fyrsta ári, dóu báðir þessir drengir úr barnaveiki. Emma Kristín, húsfreyja, Löngu- mýri. Guðmundur, trésmiður, Vestmannaeyjum. Gísli, bílstjóri og húsvörður, Selfossi, dáinn fyrir 2 árum. Guðfinna Þórhildur, bóndakona, Borgarfirði. Tvíbur- arnir Hörður Halldór og Kjartan Þorsteinn, dóu ungir. Asdís Pál- ína, húsfreyja og póststarfsmaður, Selfossi. Jóna Benedikta, hús- freyja og verslunarmaður, Sel- fossi. Hulda Björg, húsfreyja og tannsmiður, Reykjavík. Asgeir, rafvirkjameistari, Selfossi. Eggert Eyjólf átti Þorbjörg fyrir hjóna- band og er hann Guðnason, bryti og nú starfsmaður að Bláalóni. 1945 flytja þau hjónin Guðni og Þorbjörg frá Reyðarfirði og til Selfoss þar sem þau hafa síðan bú- ið. Þau flytjast því í Sandvíkur- hrepp, en þá var Selfoss ekki orð- inn sérstakt sveitarfélag. Það varð ekki fyrr en ári eftir að þau bú- setjast við Ölfusána. Það var mikið umrót í íslensku þjóðfélagi eftir seinni heimsstyrj- öldina. Algjör bylting varð í allri verkmenningu hér á landi. Þurra- búðarmaðurinn og þúsundþjala- smiðurinn Guðni hefur skynjað hin miklu tímamót, enda fór hann víða til alls kyns smíða. Heldur en að fara til höfuðborg- arinnar völdu þau sér og sínum stóra barnahóp búsetu þar sem þjónustu- og samgöngumiðstöð Suðurlands hlaut að rísa og var þá þegar, 1945, í sköpun. Þarna eign- uðust þau lítið hús sem Guðni endurbyggði, en húsfreyjan bjó börnum sínum bú og hreiður sem best hún kunni. Árin eru nú brátt orðin fjörutíu á Selfossi. Öll eru börnin löngu flogin úr hreiðrinu, börnin þeirra orðin að nýrri kynslóð, þegnar og þarft fólk landi og þjóð, Móðirin, Þorbjörg Einarsdóttir, hefur mik- ið gert og mörgum ber henni að þakka í dag. Við hlið sér hefur hún stöðugt haft mann sem ber svip- mót austfirskra fjalla, rís úr mannhafinu eins og klettadrangi, fastur fyrir og einarður. Hin skaftfellska hugljúfa kona átti sér þarna hauk í horni, enda var sam- búð þeirra staðföst og góð eins og aldur þeirra beggja sannar. Kynni mín af þeim hjónum báð- um er nú meira en áratugar göm- ul. Mér er það kært og skylt að óska húsfreyjunni, Þorbjörgu, innilega til hamingju með daginn um leið og ég sendi vini mínum, Guðna, bestu kveðjur og veit ég að hann kyssir konu sína heitt og innilega í dag. Brynleifur H. Steingrímsson EeilsNtöðum, 2. apríl. FJORIR nemendur í 5. bekk Egils- staðaskóla, tvær stúlkur og tveir drengir, munu taka þátt í alþjóðleg- um sumarbúðum barna í Hlíðardals- skóla í Ölfusi dagana 9. júlí til 5. ágúst í sumar — og verða þau einu íslensku börnin í búðunum. Það eru alþjóðasamtökin CISV eða Children’s International Sum- mer Villages sem efna til sumar- búða þessara — en sérstök ís- landsdeild samtakanna var stofn- uð á síðastliðnu ári og er Vilberg- ur Júlíusson, skólastjóri í Garða- bæ, formaður íslandsdeildarinnar. Samtök þessi voru stofnuð á eft- irstríðsárum heimsstyrjaldarinn- ar síðari af bandarískum sálfræð- ingi, Doris T. Allen, og er megin- tilgangur samtakanna að efla skilning og umburðarlyndi milli þjóða af ólíkum kynþætti; með ólíkar stjórnmála- og trúarskoð- anir. Einn liður í þessari viðleitni er að efna til sumarbúða 11 ára barna víðsvegar af heimskringl- unni sem víðast hvar árlega. t sumarbúðunum í Hlíðardalsskóla í sumar munu eftirtaldar þjóðir taka þátt auk Egilsstaðabúanna: Danir, Filippseyingar, Frakkar, Kanadabúar, Mexíkanar, Spán- verjar, Bretar og Grænlendingar. íslendingar tóku fyrst þátt í slíkum sumarbúðum við Jónsvatn- ið skammt utan við Þrándheim 1971 og aftur í Svíþjóð 1972. Síðan varð nokkurt hlé á þátttöku ís- lendinga — en undanfarin ár hef- ur þátttaka íslendinga verið ár- viss undir forystu Vilbergs Júlíus- sonar. Þetta verður þó í fyrsta sinn sem efnt verður til ClSV-búða á íslandi og verður Gunnar Kr. Sig- urjónsson, Reykjavík, búðarstjóri. Krakkarnir á Egilsstöðum hlakka greinilega til enda þegar farnir að undirbúa sig fyrir sumarbúðirnar undir leiðsögn far- arstjóra síns, Ingu Þóru Vil- hjálmsdóttur, tómstundafulltrúa Egilsstaðahrepps. — Ólafur. VELTIR KYNNIR Terberg-Volvo: F1150, 4x4 Hús: Volvo F7 Vél: Volvo TD 120 G, 243 kW (330 hö) Gírkassi: Volvo SR 62, 16 gíra Tengsli: Tveggja diska (gerð K.F 215 F) Millikassi: G 801 ZF Framöxull: 9000 kg, Terberg/Soma Afturöxull: 15.000 kg, Terbcrg/Soma Stýri: ZF 8045 (9.000 kg) Hjólbarðar: 1200x20 Fjaðrir: Parabólu Grind: Völsuð grind (áþekk Volvo). Sturtugrind ekki nauðsynleg. Terberg-Volvo veröur til sýnis á bílasýningunni AUTO 84, sem fram fer í sýningahöllinni Bíldshöfða, dagana 6.-15. apríl 1984. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 FRAMHJOLADRIFINN VORUBIL:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.