Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 Nokkrir frystigámanna í eigu Kimskips á hafnarbakkanum í Sundahöfn. Heildarflutningar aldrei meiri Skip Eimskips fluttu 669.000 tonn á síðasta ári Heildarflutningar Kimskips á síðasta ári námu 669.000 tonnum en voru 566.000 tonn árið áður. Aukningin nemur 18% á milli ára og hafa flutningarnir aldrei verið meiri í tonnum taliö. Kinkum varð um aukningu í útflutningi að ræða, alls 37%, og má að verulegu leyti rekja hann til vaxandi útflutnings afurða stóriðja. I»á jukust flutn- ingar á milli erlendra hafna um 100%, úr 4.000 í 8.000 tonn. í árslok 1983 voru 19 skip í siglingum á vegum Eimskipafé- lagsins, 14 í eigu félagsins og 5 leiguskip. Var það tveimur skip- um færra en í upphafi árs og má rekja það til þess að félagið seldi þrjú skipa sinna á síðasta ári, en keypti tvö. Laxfoss, Bæjarfoss og Fjallfoss voru allir seldir, en Lagarfoss og nýr Fjallfoss keyptir. Fjallfoss kom þó ekki til landsins fyrr en á þessu ári. Veruleg aukning varð á frysti- flutningum á vegum félagsins á síðasta ári. Fór hann að nokkru leyti fram í gámum og nam hlut- deild þeirra 15% í þessum flutn- ingum en var 9% 1982. Til þess að mæta breytingum á þessu sviði hefur félagið ráðist í kaup á 200 frystigámum og kosta þeir um 120 milljónir króna. í ræðu Halldórs H. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, kom fram, að áhersla hefði verið lögð á það á erlendum vettvangi að tengjast erlendum flutninga- markaði. T.d. ætti félagið 26% í umboðsfyrirtæki sínu í Bret- landi og ræki umboðsskrifstolu fyrir meginland Evrópu í Rott- erdam í samvinnu við umboðs- mann sinn þar. Einn viðkomu- staður erlendis bættist við á síð- asta ári, Immingham, sem er við ána Humber, um 11 km frá Grimsby. Sú höfn er aðallega út- flutningshöfn. Sömu menn — en hlut- verkaskipti KNGAR breytingar urðu á mönnum í stjóm Kimskipafélagsins á aðal- fundinum í gær. I»eir Thor R. Thors, ritari stjórnar, Axel Kinarsson, gjald- keri, Indriði Pálsson, meðstjóm- andi, og Hjalti Geir Kristjánsson, mcðstjórnandi, áttu að ganga úr stjórn en voru allir endurkjörnir. Fyrir í stjórninni voru Halldór H. Jónsson, formaður, Ingvar Vilhjálmsson, varaformaður, Pét- ur Sigurðsson, meðstjórnandi, Halldór E. Sigurðsson, meðstjórn- andi, og Jón H. Bergs, meðstjórn- andi. Halldór E. Sigurðsson er skipaður af hálfu ríkisins í stjórn- ina. Eftir aðalfundinn kom stjórnin saman til fyrsta fundar síns á starfsárinu og skipti þá með sér verkum. Eina breytingin varð sú, að þeir Indriði Pálsson og Ingvar Vilhjálmsson skiptu með sér verk- um. Indriði verður varaformaður stjórnarinnar, en Ingvar einn meðstjórnenda. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi, og Víglundur Möller. Sigurbjörn Þorbjörnsson var skipaður endurskoðandi af hálfu ríkissjóðs. Þorbjörn Jó- hannsson var kjörinn varaend- urskoðandi. Hörður Sigurgestsson er for- stjóri Eimskipafélagsins. 70. aðalfundur Eimskipafélags Islands „Áttatíu ára gömul verndarlög eiga ekki að ráða stefnunni“ — sagði stjórnarformaður vegna fyrirhug- aðra Islandssiglinga bandarísks fyrirtækis Morgunblaðið/KEE. Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður, flytur ræðu sína á aðalfundinum í gær. Aðrir á myndinni eru talið frá vinstri: Hjalti Geir Kristjánsson, Jón H. Bergs, Halldór K. Sigurðsson, Indriði Pálsson, Thor R. Thors, Pétur Sigurðsson og Ingvar Vilhjálmsson, allir úr stjórn Kimskips, þá Þórður Sverrisson, fundarritari og framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Axel Kinarsson úr stjórn. 97,2 milljóna króna hagnaður af rekstri Eimskips í fyrra: Afkoma ársins 1983 hvati nýrra átaka — sagði Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins „Það er séreinkenni á íslenskum áætlunarsiglingum, að þær eru að öllu leyti í höndum íslendinga sjálfra," sagði Halldór H. Jónsson, stjórnarfor- maður, undir lok ræðu sinnar í gær þegar hann vék að frcgnum að undan- förnu um að bandarískt skipafélag hygðist yfirtaka flutninga fyrir Varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. „Islendingar hafa að öllu leyti annast sjóflutninga til Varnarliðsins ailt frá árinu 1967 er bandarískt skipafélag hætti þeim flutningum. Hefur Eimskipafélagið allt síðan ár- ið 1967 miðað siglingar sínar og skipakost á þessari leið meðal ann- ars við það, að þessari þjónustu yrði sinnt með fullnægjandi hætti. Nú bregður svo við, að bandarískt skipafélag, sem er byrjandi í sigling- um, hyggst taka upp siglingar til ís- lands og taka að sér flutning á að- föngum til landsins í krafti 80 ára gamalla laga, sem munu eiga að tryggja það, að slíkur varningur sé einungis fluttur af bandarískum skipum, ef slíkir aðilar bjóði þá þjónustu. Um þetta vil ég segja þetta. ís- lendingar hafa annast þessa þjón- ustu fyrir Varnarliðið með ágætum. Þeir eiga að fá að annast þessa flutninga með sama hætti og verið hefur. 80 ára gömul verndarlög eiga ekki að ráða stefnunni 1 þessu efni. Það væri áfall fyrir samskipti þjóð- anna, að hér yrði breyting á. Við verðum að treysta á að hér finni stjórnmálamenn þá lausn, sem dugir til frambúðar," sagði Halldór. 3.3 HAGNAÐUR af rekstri Kimskipafé- lags íslands nam 97,2 milljónum króna á síðasta ári. Kr um verulega aukningu hagnaðar að ræða frá ár- inu 1982. Hagnaöurinn þá nam 7,9 milljónum króna. IJmreiknað til árs- ins 1983 með hliösjón af vísitölu byggingarkostnaðar var hagnaður- inn 1982 13 milljónir króna þannig að í raun er um 7,5-földun hagnaðar að ræða á milli ára. Þess skal getið að 1982 varð hagnaður af rekstri Kimskips i fyrsta sinn í fimm ár. Tekjur á síðasta ári námu 1.750 Stjórn Eim- skipafélagsins: milljónum króna. Heildartekjur árið 1982 námu 955 milljónum króna. Nemur aukningin 83%. Umreiknað til ársins 1983 með sama hætti og hagnaðurinn voru heildartekjurnar 1982 1.623 millj- ónir. Kom þetta fram í ársreikn- ingum félagsins, sem Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips, skýrði á aðalfundinum í gær. Veltufjárhlutfallið, hlutfall á milli veltufjármuna og skamm- tímaskulda, á síðasta ári var 1,30 og nánast það sama og árið á und- an er það var 1,31. Þá var eigið fé í heildarfjármagni 42% og var hærra en mörg næstu ár á undan. í ræðu Halldórs H. Jónssonar, stjórnarformanns, kom m.a. fram, að rekja mætti betri afkomu á síð- asta ári til samvinnu nokkurra þátta, jafnt innan félagsins sem utan. Betri nýting skipastólsins hefði haft sitt að segja svo og auk- in hagræðing. Þá hefðu auknar fjármunatekjur skipt verulega miklu um bætta rekstrarafkomu félagsins. Gengismunur hefði t.d. verið lægri en árið á undan. „Af- koma ársins 1983 hvetur til nýrra átaka," sagði Halldór. Halldór gat þess einnig í ræðu sinni, að sökum bættrar rekstrar- afkomu á síðasta ári hefði félagið lækkað gjaldskrá flutningsgjalda á stykkjavöru um 7% í desember. 4,5 “SÉlffi Veruleg fækkun vinnuslysa VKRULEG fækkun vinnuslysa hefur átt sér stað við vöruafgreiðslu á veg- um Kimskipafélags íslands á undan- förnum árum. Er um að ræða meira en helmings fækkun á fímm ára tímabili. Eins og sjá má af meðfylgjandi línuriti voru að meðaltali 5,2 vinnuslys á hverjar 100.000 vinnu- stundir við vöruafgreiðslu á árinu 1979. Árið eftir fækkaði þeim í 4,5. Árið 1980 fór þeim eilítið fjölgandi en eftir það hefur þeim fækkað mjög. Á síðasta ári urðu aðeins 2,4 slys að meðaltali á hverjar 100.000 vinnustundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.