Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Sovéskar flotaæfingar Sovéski flotinn efnir nú til óvenju viðamikilla flota- æfinga á Noregshafi, það er að segja á hafinu norður og aust- ur af íslandi. Fjöldi herskipa, kafbáta og flugvéla tekur þátt í þessum æfingum sem felast í því að sýna að Sovétmenn geti ráðið yfir Noregshafi á hættu- og átakatímum. Fróðlegt er að bera tilgang þessara miklu sovésku æfinga saman við flota- og heræfingarnar sem fóru fram á vegum Atlants- hafsbandalagsins á þessum sömu slóðum nú fyrir fáeinum vikum. Æfing NATO miðaði að því að sýna að bandamenn Norð- manna gætu sent þeim liðs- auka til varnar Noregi ef hætta væri talin á árás eða eftir að hún hefði byrjað. Skip Atlantshafsbandalagsþjóð- anna sigldu yfir Atlantshaf fyrir sunnan Azoreyjar og síð- an í eða rétt utan við 200 mílna lögsögu bandalagsþjóða. Þess var vandlega gætt eins og venja er þegar efnt er til her- æfinga í Norður-Noregi að ekkert væri gert í nánd við sovésku landamærin sem Kremlverjar gætu kallað ögr- un við sig. Hvorki á landi, sjó né í lofti fóru hermenn NATO-þjóða nær sovésku yf- irráðasvæði en svo að þeir voru að jafnaði ávallt í meira en 500 kílómetra fjarlægð frá þeim. Æfingin miðaðist ekki við það að árás væri gerð á Sovétríkin heldur hitt að bandalagsþjóð væri komið til hjálpar í hættu eða eftir að á land hennar hefði verið ráðist. Flotaæfingar Sovétmanna hyggjast á allt öðrum sjón- armiðum en liggja til grund- vallar hjá herstjórnum NATO. Það er ljóst að sovéskur her- floti sem kæmi frá Kóla-skaga næði ekki því takmarki Sov- étmanna að ráða lögum og lof- um á Noregshafi nema sam- hliða því sem skipin sigldu úr Barentshafi yrði reynt að ná flugvöllum í Norður-Noregi til afnota fyrir sovéskar flugvélar og jafnframt komið í veg fyrir að héðan frá íslandi og frá Skotlandi yrði unnt að halda uppi vörnum á Noregshafi. Sovétmenn eru ekki að æfa stuðningsaðgerðir við banda- mann heldur árásaraðgerðir á sjó og landi sem beinast fyrst að Noregi og síðan að íslandi og Skotlandi auk þess sem Grænland og Færeyjar kæmu að sjálfsögðu inn í myndina. Markmið þessara aðgerða Sov- étmanna er að slá skjaldborg um eldlaugakafbáta sína og víghreiðrið mikla á Kóla- skaga og hindra siglingar á milli Norður-Ameríku og Evr- ópu. Lýsingar á einstökum atrið- um hinna sovésku stóræfinga liggja ekki fyrir. Samanburð- ur við það sem áður hefur gerst þegar sovéski flotinn hefur sýnt valdið á Noregshafi leiðir í ljós að það er eitt af höfuðmarkmiðum Kremlverja að vera þannig í stakk búnir að þeir geti lokað GIUK-hlið- inu og ráðið hafinu þar fyrir norðan, það er að segja norðan við línu sem dregin yrði frá Grænlandi um ísland til Skot- lands. Anders C. Sjaastad, varnarmálaráðherra Noregs, hefur sagt að ekki eigi að þola Sovétmönnum að draga neinar slíkar línur og sjá verði til þess að herskip NATO-ríkja geti látið að sér kveða á Nor- egshafi sjálfu. Landfræði- þekking dugar til að átta sig á því að annars er skorið á lífæð Noregs á hættutímum. Okkur íslendingum þykir nóg um sovésk hernaðarum- svif í lofti og á legi hér í ná- grenninu. Æfingarnar sem nú fara fram sýna að Sovétmenn láta síður en svo staðar numið. Sífellt bætast fleiri skip í flota þeirra og ferðum flugvéla um- hverfis Island fjölgar jafnt og þétt. Flugvélarnar verða lang- drægari og eiga því auðveld- ara með að athafna sig allt í kringum ísland en áður. Bret- ar sem jafnan hafa beint loft- vörnum sínum í austur snúa sér nú í norður og jafnvel vest- ur þegar þeir leita að óboðnum gestum á loftvarnarsvæði sínu. Það er verið að svara þessari auknu hættu úr lofti með því að endurbæta ratsjár- kerfið hér á landi og huga að smíði nýrra ratsjárstöðva á norðvestur- og norðaustur- landi. Það sem vakti ekki síst at- hygli við þessar síðustu æf- ingar Sovétmanna var á hve skömmum tíma þeir gátu sent öflugan kafbáta- og herskipa- flota út á Noregshaf. Þessi viðbragðsflýtir bendir til þess að Sovétmenn búi sig undir skyndiaðgerðir á þessu svæði. Um leið og athygli er vakin á þessum staðreyndum skal á það minnt að ekkert bendir til þess að Sovétmenn hafi í hyggju að ráðast á þjóðirnar á norðurslóðum Atlantshafs- bandalagsins einar og sér. Þessar æfingar raska ekki því maíi,_____-. -........ , r . -. Djúpstæður ágreiningur verkalýðsforingja og flokksforystu AB: Forystumenn innan ASÍ segja Þjóðviljann gera sig tortryggilega DJÚPSTÆÐUR ágreiningur er nú ris- inn milli forystu Alþýðubandalagsins og verkalýðsarms flokksins. Birtist hún í því, hvernig Þjóðviljinn, „mál- gagn sósíalisma, verkalýðshreyfmgar og þjóðfrelsis“, hefur skýrt frá niður- stöðum kjarasamninganna, sem ný- lega hafa verið samþykktir í þorra verkalýðsfélaga. Um síðustu helgi hélt framkvæmdanefnd stjórnar Verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins fund, þar sem lögð voru drög að ákveðinni samþykkt sem að lokum var samþykkt á fundi á þriðjudag. Er þar mótmælt „harölega þeirri rit- stjórnarstefnu blaðsins (Þjóðviljans — innskot Mbl.) að undanförnu að gera heildarsamtökin og einstaka forystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar tortryggilega með rangfærslum og óbilgjörnum árásum. Þessi skrif blaðsins eiga ekkert skylt við frjálsa, óháða blaðamennsku og þau þjóna hvorki hagsmunum verkalýðshreyf- ingarinnar né Alþýðubandalagsins," segir í samþykkt framkvæmdanefnd- arinnar. Ágreiningur þessi er að öllum lík- indum hinn djúpstæðasti, sem kom- ið hefur upp í Alþýðubandalaginu frá því er sundur skildi með flokkn- um og þeim félögum Hannibal Valdimarssyni og Birni Jónssyni á sínum tíma. í leiðara Þjóðviljans í gær svarar ritstjórnin fyrir sig, en eins og kunnugt er, er Þjóðviljinn gefinn út af Útgáfufélagi Þjóðvilj- ans, þar sem Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, er formaður. Þar segir m.a.: „Fjölmiðl- ar, stjórnmálaflokkar og samtök al- mennings hafa smátt og smátt verið að slíta þessi forræðisbönd og brjót- ast undan foringjavaldinu. Þessar breytirlgar hafa veitt röddum fólks- ins meiri rétt. Þær stuðla að lýðræði og eru skref í átt að þeim sósíal- isma, sem felst í auknu frelsi fólks- ins til að fja.Ha um eigin mál. Slíkar breytingar sæta þó oft andstöðu. Þær skerða vald sem foringjar hafa notið. Þess vegna vill það oft bera við að forystumenn skortir skilning á að með þessum breytingum er framþróunin að brjóta sér farveg." Lokapunktur í ákveð- inni þróun Einn þeirra alþýðubandalags- manna, sem Morgunblaðið ræddi við í gær vegna þessa máls og vildi ekki láta nafn síns getið, kvað það álit sumra innan flokksins, að þessi ályktun væri lokapunktur í ákveð- inni þróun og til komin vegna gremju ASÍ-forystunnar með þau félög, sem samþykktu ekki ASÍ- samningana og stuðnings Þjóðvilj- ans við þau. Annar taldi þetta upp- haf að þróun, sem myndi enda í ákveðnu uppgjöri milli verkalýð- sarms flokksins og forystu hans á ASÍ-þingi í haust. Ályktun fram- kvæmdanefndar stjórnar Verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins er svohljóðandi: „Verkalýðsbaráttan í dag er háð við erfiðar aðstæður. Því skiptir öllu að sterk samstaða sé innan hreyfingarinnar og með þeim hóp- um, sem styrkja vilja baráttu henn- ar. Framkvæmdanefnd stjórnar verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins harmar að Þjóðviljinn skuli ekki hafa skilið þessar einföldu staðreyndir. Framkvæmdanefndin mótmælir harðlega þeirri ritstjórn- arstefnu blaðsins að undanförnu að gera heildarsamtökin og einstaka forystumenn verkalýðshreyfingar- innar tortryggilega með rangfærsl- um og óbilgjörnum árásum. Þessi skrif blaðsins eiga ekkert skylt við frjálsa, óháða blaðamennsku og þau þjóna hvorki hagsmunum verka- lýðshreyfingarinnar né Alþýðu- bandalagsins. Framkvæmdanefndin treystir því að málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis skrifi í framtíðinni á annan hátt um verkalýðsmál." Þessi samþykkt var gerð á þriðju- dag eftir að drög höfðu verið lögð að henni á fundi á laugardag. Allir fundarmenn tjáðu sig um tillöguna og voru henni meðmæltir, nema Þröstur Ólafsson, formaður fram- kvæmdanefndarinnar og fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, sem greiddi ekki atkvæði. Á fundinum voru 9 af 11 nefndarmönnum: Ás- mundur Stefánsson, Benedikt Dav- íðsson, Bjargey Elíasdóttir, Gísli Ólafur Pétursson, Guðmundur Þ. Jónsson, Hansína Stefánsdóttir, Haraldur Steinþórsson, Kristín Guðbjörnsdóttir og Þröstur Ólafs- son. Á fundinn vantaði Guðjón Jónsson og Þorbjörgu Samúelsdótt- ur, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu þau bæði hafa stutt tillöguna. Samstaða í fram- kvæmdanefndinni um tillöguna Afstaða framkvæmdanefndar stjórnar Verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins til ritstjórnar- stefnu Þjóðviljans er mjög skýr, þar sem fram kemur í samþykktinni eindregin gagnrýni á þá ritstjórn- arstefnu sem ráðið hefur ríkjum á blaðinu undanfarna mánuði, og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var mikil eining á fundin- um sl. þriðjudagskvöld þar sem til- laga Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ, var samþykkt með öllum atkvæðum, nema formannsins, Þrastar Ólafssonar, sem sat hjá. Þröstur vildi ekki tjá sig um málið er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Nefndarmenn voru heldur tregir til þess að tjá sig um málið í samtöl- um við Morgunblaðið í gær, en þó sagði einn nefndarmanna: „Eins og kemur fram í þessari samþykkt og því hverjir greiddu henni atkvæði sitt þá er afstaða okkar mjög ein- dregin. Það er ekki alls kostar rétt að segja að Ásmundur hafi einn verið flutningsmaður þessarar til- lögu, því við vorum búin að halda annan fund áður, þ.e.a.s. um síðustu helgi, þar sem við ræddum þessa tillögu og nauðsyn þess að okkar af- staða kæmi fram með samþykkt slíkrar tillögu, og það var vilji nefndarmanna á þessum fundi að slík tillaga yrði samþykkt, þannig að það var einungis eftir að fín- pússa orðalag og þess háttar á þeim fundi sem tillagan var samþykkt á. Annar nefndarmanna sagði að þar sem framkvæmdanefnd Verka- lýðsmálaráðs AB hefði í engu svar- að árásarskrifum Þjóðviljans á verkalýðshreyfinguna og einstaka forystumenn hennar undanfarna mánuði, hefði þótt bæði rétt og nauðsynlegt að afstaða nefndarinn- ar kæmi fram með ályktun þeirri sem samþykkt var á fundi nefndar- innar sl. þriðjudagskvöld. Aðspurð- ur hvort þetta væri að hans mati upphafið að meiriháttar klofningi innan Alþýðubandalagsins, sagðist heimildarmaður blaðsins ekki trúa að svo væri. Hann sagði: „Kannski er þetta upphafið að lokadeilum þessara tveggja arma Alþýðubanda- lagsins." „Segi ekkert“ segir formaðurinn Flokksforysta Alþýðubandalags- ins vill lítið tjá sig um ályktun verkalýðsarms Álþýðubandalagsins, því þegar Mbl. ræddi við Svavar Gestsson, formann Alþýðubanda- lagsins, sem er jafnframt formaður útgáfustjórnar Þjóðviljans, síðdegis í gær sagði hann einungis: „Ég segi ekkert um álit mitt á þessari sam- þykkt. Ég býst við að tjá mig um málið síðar meir, en ég mun þá ræða það á flokksvettvangi, en ekki við Morgunblaðið." „Fréttagildi fréttanna sem rædur,“ segir Ólafur Ragnar „Ég hef engu við það að bæta sem kemur fram í leiðara Þjóðviljans í dag,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, sem nú gegnir ritstjórastarfi við Þjóðviljann, er Morgunblaðið spurði hann í gær hvað hann hefði að segja um þá hörðu g.ignrýni sem kemur fram í samþykkt fram- kvæmdanefndar stjórnar Verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins á ritstjórnarstefnu Þjóðvilj- ans. „Þessi leiðari er stefnuyfirlýsing ritstjórnar blaðsins og hann var ræddur hér á fundi allra blaða- manna blaðsins og skrifaður í anda þeirrar stefnu sem fram kom á þeim fundi,“ sagði Ólafur Ragnar jafn- framt. Aðspurður um hvort hann liti þannig á að þessi samþykkt fram- kvæmdanefndarinnar væri ef til vill upphafið að meiriháttar klofningi verkalýðsarms og gáfumannafélags Alþýðubandalagsins, svaraði Ólafur Ragnar: „Þessi verkalýðsarmur og gáfumannafélag hefur nú bara verið til í kollinum á Morgunblaðinu. Það eru t.d. tveir háskólakennarar sem eru í forystu fyrir Alþýðubandalag- inu. Annar er lektorinn Ásmundur Stefánsson sem fór úr kennarastöðu við Háskólann í það að vera forseti ASÍ og hinn er ég, og ég sé nú engan mun menntamanna á okkur há- skólakennurunum mér og Ásmundi. Hinsvegar held ég frekar að þessi samþykkt sé lokapunktur í þróun sem hefur falið í sér mismunandi áherslur á það hvernig Þjóðviljinn eigi að þjónusta sína lesendur — hvort að þjónusta við tiltekna for- ingja eigi að vera þjónustu við les- endur æðri. Ég held því frekar," sagði Ólafur Ragnar, „að þetta sé lokaþáttur í ákveðinni togstreitu sem hér hefur verið ríkjandi á undanförnum mán- uðum. Togstreitu sem hefur staðið um það hvort það væri á valdi blaðsins eða ákveðinna forystu- manna innan flokksins að ákveða hvort fréttir væru birtar eða ekki birtar. Þessi yfirlýsing sem þarna kemur fram er að mínu mati sprott- in af þeirri óánægju sem fram kem- ur með það að það er fréttagildi fréttanna sem ræður því hvort frá þeim er sagt eða ekki.“ Ólafur Ragnar var spurður hvað hann vildi segja um þá skoðun sem fram hefur komið að þessi sam- þykkt hafi verið nauðvörn Ásmund- ar Stefánssonar, þar sem flokksfor- ysta Alþýðubandalagsins, með hann og Svavar Gestsson í broddi fylk- ingar, starfaði nú ötullega að því að koma Ásmundi frá sem forseta ASÍ við fyrstu hentugleika: „Þetta er al- rangt," sagði Ólafur Ragnar, „ég var meginhöfundur að því innan Al- þýðubandalagsins að Ásmundur Stefánsson yrði forseti Alþýðu- sambandsins. Ég tók ítarlegan þátt í því með Snorra Jónssyni, Guð- mundi J. Guðmundssyni og Lúðvík Jósepssyni á sínum tíma, enda hef ég átt mjög góð samskipti við Ás- mund á undanförnum árum. Okkur greinir að vísu á um ritstjórnar- stefnu Þjóðviljans en ég tel það bara heilbrigt að sá ágreiningur komi fram opinberlega.“ t II JIVN timmludjiiem < npnl IVH4 'IUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis iísrr-syr^rxi Þjóðviljinn og kjarabarátta launafólks A undanlornuin iirum hala orðió miklar hrcylingar í upplvMiigamiÁlun og Irctiaflutningi. BloA. útvarp og sjiVnvarp cru nu opnari cn áður var. ólík sjónarmið íá mciri umtjollun og hin gamla lorra-ðishyggja cr á hroðu undanhaldi Aður ívrr drottnaðí fámcnnur hópur for- ystumanna ylir ollu Ijólmiðlakcrfinu. Þcir gúfu fyrir- skipamr um hnuna i frcttallutningi og tóku ákvarðanir um Inað.i sk«N>anir va-ru lóggiltar. Þctta var tími for- ingjaxcldisins i islcnskri Ijolmiðlun. Fólkinu var cin- gongu atlað að sitja þcgjandi á áhcvrendabckkjum. Ijóhniðlar. st|óri)niálallokkar og samtök almcnn- ings hala sin.ilt og smátt vcrið að slita þcssi forrxðis- hond og hrjólast undan foringjavaldinu. Þessar hrcytingar hafa vcilt róddum lolksins mein rctt. Þær siu<Sla að lyðræði og cru skrcf i átt að þcim sósialisma scm lclst i auknu frclsi lólksinstil aðljalla umcigin mál Slikar hrcy tingar sii-ta þo olt andstóðu. Þa-r skcrða vald scm loringjar hafa notið. Þcss vcgna vill það oft bera við að forystumcnn skorlir skilning á að mcð þcssum hrcytingum cr Iramþrounin að hrjóta scr íarvcg. Þjoð\il|inn hclur á liðnum árum tckið inargvislcgum hrcyiinguiu Malgagn sósiallsma. vcrkalyðshrcylingar og þjoðfrclsis vcrður að vcra i fararhrodiii þcgar fölkið cr að vckja aukinn rctt og hctri kjor. í vctur hcfur hlaðið stigið rottækari skrcf á þcssari hraut Það fylgir ritstjornarsicfnu scm cr hyggð á þcirri mcginforscndu að lcscndur ÞjiWlviljans cigi að fá frcttir af athurðum í vcrkalýðshrcy (íngunni og á oðrum sviðum þjciðlélags- ins hvort scm þa-r Ircttir koma tillcknum forystu monnum vcl cða illa Það cr hlutvcrk Þjéwlviljans að scgja launalolki fréttir af vcltvangi kjaraharáttunnar Hlaðið ickur ckki þátt i fclulcik Sumkvu-mt þcssari rilstjórnarstclnu sagði ÞjtWlvilj- inn Ira þvi að kjarasamnmgar ASÍ og VSÍ va-ru að fii-ðasi. grcindi Irá gagnrýni á þá samninga. hirti frcttir frá lundum i vcrkalýðsfelögum þar scm samnmgarnir voru ckki samþvkktir og fylgdist náið með haráttu þcirra lcliiga scm knúðu i gcgn hrcytingar á þcssum samningum l.cscndur ÞjtWVvtljans þurftu ckki að lcita i miilgogn horgiirastcttarinnar cða rikisvaldsins til að fá frcttir ur vcrkalvösharáttunm. Þjoðviljinn hirti jafnóð- um þiið scm \ ar að gcrast Þcgar cinstakir forystumcnn rcyndu að sioðva frctlafluinrig hlaðsins var mat Þjöð- viljans að skyldurnar við lt .endur og launafólk va-ru a-ðri. Nu hal;i nokkrir lorvsiumcnn í vcrkalýðshreyfing- unm st-m slóðu að ASÍ/VSÍ s.mimngunum og tiðrum siims konar siiinmngum komið saman á fundi i fram- kva-mdanclnd sljtVrnar vcrkalýðsmálaróðs Alþýðu- hundaliigsins og saii’.þykkt að mótniii-la harðlcga þess- iiri rilsijorn.irsiclnu Þjoðviljans og tilkynnt að þcir tclji. að hun |>|öni hvorki hagsmunum vcrkalýðshrcyf- ingarmnar iic Alþýðuhandalagsins Þ|tH>\iljiinuni þykir lcitl að þessir ig.ciu lorvstumcnn skuli ckki vcru skilmngsrikari á nauðsyn opinnar og lyðra-ðtslcgiar umljollun.ir um hiiráltu launafólks. Fra- s.igmr ÞjtH>vil|ans um ASI/\'Sl siimkomuliigið cndur- sjx ^ln cinungis .m> þusundir launafölks vtiru á món þt-ssu siimkomuliigi Það ma vcra að þcssum forystu- moniiun. þyki su andstaða innan samtaka launafólks oþ- .cgur \crulciki cn þogn Þ|tH>\iljans hcfði ckki .gnaðaðlcla hann. Hrcytingarnar scm folkiði vcrka: .yðshrcy lingunm hclur nú knúið fram á ASÍ/VSl siimkomulaginu sýna cinnig að gagnrým ÞjtWVviljans á suma clnisþiclti i þt-ssu sainkomulagi átli \iötarkan hljomgrunn mcðiii launalólks Kriilan um að famcnnur loringiahopur cigi að raða frcttaflutmngi cr draumur um vald scm hcyrir fortið- inni til. Ilun cr i andstoðu við þa nauðsyn að vcita hraulargcngi haráttuolgu scm viðii hcíur hirsi á vctt- vangi launafolks og striðir gcgn kiilli timans um að styrkja vaxtarhrodda raunvcrulcgs lyðra-ðis DJÚÐVIUINN apríl fimmtudagur «0. tbl. 49. árgangur S/(i bls 16 Nýtt télag fiskvinnslu- fólks í Reykjavík: Erum að efla lýðræði í verkalýðshreyfingunni „Me« þe.su fHufl rr I raun terlfl •fl Myrkja ItflrirSiA I trrkahfls- hre>f)n|unni. Þuð trrflur firrl inn tljornm kjorin o* mrfl þrstu moli *<li forttlan afl fa hrfri uppl.Mnt •r frt fjoManum IMM Mtlur rinn 1« •• tklla ter i aukinni tirkni vrrkafnlkv rn fnrttlumrnn ktarla hint al oflru folki i rUkiAnafli beill tér ftrir tlnfnun n< ■felagt vrrkafolkt. Buð*' tar lil ktnmny.irluml.ir um hið n\ |*t U l.i|í Mil.itiliðinn man- uJay A lunjinn m.rlli uni ht-lm- iniiui allt trikafolkt i litkiilnaili i Rcykfavik töa l.i|tk-j!.i Vli mannt t>ar tar ktnm hluitok nys félags. cn Jtatl a m a atl ga-ia hagsmuna tcikafolkt i fivktmntlu gagntail altmnurckcnjum i tum vinnu tiö viciiarfclogin Dagshrun SFraniMtkn Finmg mun Jm a-ll- að cfla samhclJni tcrkafolkt i fitkvinntlu UnJirhuningui ci haf- inn fyru tiofnfunJ fclagsint. s»m verðui halJinn a naslu vikum Sjá bls. 2 Óttarr Magni Jóhannsson formaður samninganefndar Sóknar Vakning meðal ungs fólks Þafl var taknlng tértlaklega mrflal ungs folkt I Sókn tem varfl lil þest afl ASI/VSI tamkomuUgifl var MH i fundi frlagslnt. tegir Ollarr Ma*ni Jóhanntson formaflur samninganefndar Sóknar I vifllali vifl ÞJóAviljann tem birlitl i hrild tinni i hlaAmu t murgun - Vcrl er að hafa i hug aA forytlu- menn terkalt Atfelauanna eru aUlaf oflru hvoru afl ktarla undan bvi afl ekki 11 nog virkni i verkaltflshrevf■ ingunni. aA alllaf vanli un(l fólk til tlarfa of tvo framvrgii. Hlnt vefar bregður tvo vifl þegar hreyflng ger- ir varl vifl tlg i vrrkalvfltharallunni elntog vera hrr - og ungl folk Irllar rfla er ef III vlll r •nnafl en Magm wgir i viðtalinu að Sóknartainkomulagið tem tam- _ _ þykkl var á þnö|udagikvoldtð sé rUlar tku I og I gegnum frlogin, þ* ekki það sama og fclll var 1 lelags rita forvslumrnnfrnir upp og flnna fundi 1.1 mafs Ocrðar hafi vcrið unga folkma alll lil forallu I yta umlaltvcrðar hclrumhirlur og þvl JafnvH yflr afl það té IU Irafala vammngaiu-fnd Soknar hafi mirll og truflunar. Þrtla er undarleg með samþykki samningsms a þcnn fortcndu að verkalýðvhrcyfingm frn af stað I tcpicmbcr lil að ný emhvcrjum bólum uppi kjaia tkerðingarnai IJnga fólkið scm bar uppi andófiö gegn ASl/VSl tainkomulagmu cr alhuið i harðari tlag i hausi. scgir óll.irr Magm S|á nánar ylarlcgl viðlal við Óll- arr Magna Jóhannsson formann samnmganrlnd.il Sóknar i þjtHV viljanum á morgun. Reikniformúla alkohólskatts Orlofið er stuðuU i fra ftrri orlnfsprosrniu K-sm tormula cr rcikiiuð olan koslnaðartcrö og al.igm-igu hnh solu og smavtlu cn siuðull lormu unnar cr gamla orloisproscntai lluncr MÓan m.uglolduö Ugl ti þa litkomu marglaldað allui og a lokumci drcgin fra lala scm svan Itl fimak.iu|ts Ijunafolks fynr sh uslu kauph.t-kkun 8..II kionur > alkoholmagnifl I Með þcssan aðfcrð cr tctið að •kaiik-ggja vin cfln afrngismagni og vrrður það þvi hlulfallslega dýr- -a efúr'þvi scm það cr slerkara. Yið siðuslu vcrðhirkkun á dog- unum harkkuðu millivfnm tiliölu- lega mest. sicrku vinln hiekkuðu cinmg nokkuð i vcrði. sum léltu ha-kkuðu hlillcgj. onnur i i Maðen aðcins 5 icgundir af léllvinum lirkkuðu s.mikt.t-nu dt- ingum nyja alkohölskallsms. -Jp- . Framkvæmdanefnd stjórnar Verkalýðsmálaráðs AB Ritstjórnarstefnu mótmælt „Skrif Pjódviljans þjóna hvorki hagsmunum vcrkalýdshreyfingarinnar né Alþýdubandalagsins” Tillöguna flutti Ásmundur Stefánsson. Formadur nefndarinnar, Þröstur Ólafsson, greiddi tillögunni ekki atkvœdi. • Myrkja t . bartllu henaar Iranöemda nefnd tljóenar terkalyflsmaia ráflt Alþyflubaadalagsint harmar afl ÞJnfltdjmn tkuN ekkf hafa Tilloguna flmii Asmundur Slefánsson. cn auk hans toluðu tértiaklcga hcnm lil sluðnings. Bcnodlkl Davfðsson. Haraldur Sinnþórsson og Guðmundur Þ Jónsson Til viðhoiar grciddu «1- kvieði mcð lillógunni Kntiðt i*g Bjafgcv F.hasJoinr Formað ur lnimkta-md.incfnjannn.ir Þrosiur Ólafsson greiddi ullog- unni ckki alkve-ði I framkv.rmJancfnd sljórnar innar eiga san 11 lulllrúar V-n i sljorn VcrkalyðsmalaráðMns cru fulltrúar. I Vcrkalýðtmálaraði Alþyðuhandalagsins ciga hint vcgar vrii rúmlcga 200 fulliruar Um efni þessarar samþykktar er fjallad i leid- ara bladsins í dag. - Sjá bls. 4. Meðal þess sem sýnt verður á bílasýningunni á Bíldshöfða er BMW-vél og drif úr Formula 1-kappakstursbíl heimsmeistarans Nelson Piquet. Er það vél sem kostar rúmlega 1,7 milljónir en hér er verið að koma henni fyrir á sýningarstaðnum. Morgunblaöið/Gunnlaugur. Bflasýning ’84 hefst í dag: Bílvél á 1,7 milljónir meðal sýningargripa í GÆRKVÖLDI unnu á annað hundr- að manns að því að koma fyrir sýn- ingargripum á Bílasýningunni '84 sem opnar í Húsgagnahöllinni á Bílds- höfða kl. 19 í kvöld. Um 50 sýningaraðilar eru á sýn- ingunni, þar af 20 bílaumboð, sem mörg hafa fengið sérstaka sýn- ingarhluti og bíla, sem ekki hafa sést hérlendis fyrr. Meðal þess sem unnið var að í gær var uppsetning vélar og hluta úr Formula 1-kapp- akstursbil heimsmeistarans Nelson Piquet. Á sýningunni verður bíll sem kynnir sig sjálfur og opnar hurðir og vélarsal í samræmi. Nokkur umboðanna hafa fengið lánsbíla til sýningarinnar, má þar nefna Audi Quattro-sportbíl, Ford Sierra XR4i, Porsche-sportbíla og Lada Sport í sérstakri útfærslu. Morjfunblaðið/ Júlíus. Sovéski sjómaðurinn fluttur úr þyrlu Varnarliðsins í Borgarspítalanum í gær. Þyrla varnarliðsins sótti veikan sovéskan sjómann ÞVKLA Varnarliðsins sótti fársjúkan sovéskan sjómann um borð í sovéskan verksmiðjuskuttogara í gær og kom með hann í Borgarspílalann klukkan hálftvö. Maðurinn fékk bráða botnlangabólgu og þurfti nauðsynlega aö komast undir læknishendur. Það var upp úr klukkan 2 aðfara- nótt fimmtudagsins, að beiðni barst til Slysavarnafélags íslands um að fársjúkur sjómaður yrði sóttur um borð í sovéska verksmiðjutogarann Tlunge, sem er tæplega 5 þúsund lesta skip. Þess var óskað að þyrla yrði fengin til þess að sækja sjó- manninji, sem er 48 ára gamall vél- stjóri. Veður var slæmt þegar til- kynningin barst. Þegar var haft samband við lækna á Borgarspítal- anum og sjúkrahúsi Varnarliðsins til þess að fá sem gleggstar upplýs- ingar um líðan mannsins og sjúk- dómseinkenni. Ákveðið var að bíða morguns og betra veðurs en Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lagsins, var í stöðugu sambandi við skipið. Laust fyrir klukkan níu í gærmorgun hóf þyrla Varnarliðsins sig til flugs frá Keflavíkurflugvelli með lækni innanborðs. Þá hóf Herc- ules-eldsneytisflugvél sig til flugs. Þá slóst Sea-King-þyrla frá Royal Air Force frá Boulner í Englandi í för, en Bretar hafa undanfarna daga dvalið á Keflavíkurflugvelli til sam- æfinga. Fjármálaráðuneytiö hefur gefið út tilkynningu þar sem scgir að leitað verði heimilda fjárveitinganefnda Al- þingis til að falla frá afturvirkum gjöldum á Svala, Jóka, Mangó-sopa og Kókómjólk. Frá fyrsla apríl verða framleiðendur þessara drykkja að greiða vörugjald og sölugjald eins og lög ma-la fyrir um. Verði fallið frá innheimtu og Ferðin út í skipið, sem var statt um 230 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi, gekk vel og um klukkan 12 tilkynnti áhöfnin að sjómaðurinn væri kominn um borð. Skömmu síð- ar fékk þyrlan eldsneyti frá Herc- ules-tankvélinni. Hún lenti svo við Borgarspítalann klukkan 13.35 með hinn veika sjómann. álagningu á fyrrgreindum gjöldum aftur i tímann þýðir það að fram- leiðendur losna við að greiða tíma- bundið vörugjald samkv. ákvæðum laga nr. 107/1978, vörugjald skv. lögum nr. 77/1980 og sölugjald skv. lögum nr. 10/1960 ásamt viðurlög- um fyrir allt að sex ár aftur í tím- ann hafi þeir ekki greitt þessi gjöld. Afturvirk gjöld af kókómjólk felld niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.