Morgunblaðið - 06.04.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.04.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 29 Hrafn Sveinbjörns- son - Minningarorð Fæddur 17. maí 1952 Dáinn 22. janúar 1984 í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki — í ljóði þessu eftir Tómas Guð- mundsson segir það sem okkur vinum Hrabba býr í brjósti, er við kveðjum góðan vin okkar hinstu kveðju. Svo voveiflega var hann burtu hrifinn í blóma lífs síns, er hann fórst við skip sitt, Hilmi II á Eski- firði, þann 22. janúar. Lengst af stundaði Hrabbi sjó- mannsstörf og var hann ávallt vel liðinn meðal samstarfsmanna sinna. Hrabbi eignaðist eitt barn, Kristin Inga, og voru þeir feðgar mjög samrýndir á þeim stundum, er þeir áttu saman. Hrabbi var næstelstur fjögurra sona Sveinbjörns heitins Þor- steinssonar og Ingibjargar Sigurð- ardóttur á Skerseyrarvegi 3B í Hafnarfirði. Síðari árin bjó hann á Jörfabakka 6 í Reykjavík og undi sér vel í íbúð sinni, sem hann átti þar. í kringum Hrabba ríkti ætíð gleði og kátína og gat hann ævin- lega séð spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Við, sem þetta ritum, kveðjum góðan vin með söknuði og þökkum fyrir þær stundir, er við fengum að vera honum samferða. Við vottum þér, elsku Inga, og bræðrum hans, Þorsteini, Gretti, Sigurði og syni, Kristni Inga, svo og öðrum ættingjum og vinum dýpstu samúð okkar. Gutti og Stjáni Drengirnir voru allir innan við fermingu, þegar faðir þeirra lézt, eftir stóð ekkjan unga og fjórir frískir og fjörugir drengir. Það er rétt hægt að ímynda sér, hvort það hafi ekki verið erfitt á stund- um. En öllum sonunum kom hún til manns, svo týndust þeir í burtu og stofnuðu sfi eigin heimili með konum og börnum, eins og gengur og gerist. Hrafn stofnaði heimili með Ásdísi Gunnarsdóttur og eignuðust þau einn son, Kristin Inga, sem nú er sjö ára. Þau slitu samvistir, en alltaf hugsaði Hrabbi um að vera sem oftast með syni sínum og urðu tengslin á milli þeirra mjög sterk. Hrabbi stundaði alla tíð sjó- mennsku og var eftirsóttur í skiprúm fyrir dugnað, svo var hann sérstaklega skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar, þegar það átti við. Fyrir hans góðu kynni þökkum við af alúð. Það var hress- andi að eiga hann að heimilisvini. Hann Hrabbi kvaddi okkur, hress og kátur að vanda, og við sögðum eins og venjulega, góða ferð, vinur. Ekki datt okkur í hug að þetta yrði síðasta kveðjan. Þegar við fréttum að verið væri að slæða höfnina á Eskifirði í leit að honum, setti okkur hljóð. „Fótmál dauðans fljótt er stigið, fram af myrkum grafarreit." f náttmyrkri, stórsjó og ofsa- veðri, þar sem fjögur skip eru bundin hvert utan á annað og ysta skipið er Hilmir II, skipspláss Hrabba, þarf ekki mikið útaf að bera, svo að fótmálið skriki til, þegar farið er um borð og hin vota gröf verður legstaðurinn. Þetta er gömul saga og ný, en alltaf jafn hörmuleg. Það er þungt til þess að hugsa, að þessi lífsglaði ungi mað- ur, hjálpfús og hörkuduglegur, alltaf boðinn og búinn til að rétta manni hjálparhönd, hafi verið hrifinn svo skjótt í burtu. En það er ekki spurt að því, „kallið er komið, komin er nú stundin". Við drúpum höfði í hljóðri bæn og biðjum Guð að styrkja ástvinina, sem hafa svo mikið misst. Olla, Pálmi og Sammý Við vorum harmi slegin er fregnin kom um að bróðir minn, mágur og frændi okkar, Hrabbi, eins og hann var oftast kallaður, væri horfinn frá okkur, þessi glað- lyndi og skemmtilegi maður, sem lífsgleðin geislaði af. Af hverju Hrabbi? Það munum við seint skilja. Hrabbi var mjög tíður gestur á heimili okkar og var hann í miklu uppáhaldi hjá dóttur okkar, Ingi- björgu, sem sér á eftir tryggum vini og margur var glaðningurinn réttur í hennar hendur þegar hann var að koma heim úr sigling- um og seint gleymast allar bíó- ferðirnar og aðrar ferðir sem hann tók hana með sér. Þegar Ingibjörg fæddist sá maður strax hversu barngóður hann var, enda hændust öll börn mjög að honum. Oftast þegar Hrabbi kom í land, kom hann færandi hendi af sjón- um og var mikil búbót af. En sjór- inn gefur og sjórinn tekur. Hrabbi var fæddur þann 17. maí árið 1952. Sonur hjónanna Ingi- bjargar Sigurðardóttur og Sveinbjörns Gísla Þorsteinssonar, en föður sinn missti hann aðeins 15 ára gamall. Hann ólst upp í Hafnarfirði frá fæðingu. Hann stundaði sjómennsku árum saman og var síðast á loðnuskipinu Hilmi SU. Hann lætur eftir sig einn son, Kristin Inga, og var mjög kært samband á milli þeirra og vonum við að hann fái góðan styrk á þess- ari sorgarstundu. En minningin um þennan góða dreng geymist að eilífu. Kristinn Ingi, Inga, Grettir, Siggi og Guð- björg amma, við vonum að Guð gefi okkur öllum styrk til að græða sárin. Hrabba þökkum við allar sam- verustundirnar og drengskapinn. Þessum fátæklegu kveðjuorðum viljum við ljúka með þessum lín- um: Steini, Gerður og börnin. Kveðjuorð: Stefán Jóns- son Þórshöfn Sonur hjónanna Sveinbjörns Þorsteinssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, Skerseyrarvegi 3B, Hafnarfirði. Þeim fæddust fjórir synir; Þorsteinn, Hrafn, Grettir og Sigurður. leikinn. Þó að liðið í heild ætti slæman dag, gerði hann alltaf góða hluti sem glöddu augu tryggra áhangenda okkar. Hann skoraði ekki alltaf mörg mörk, en það var hann sem oftast átti sendinguna sem gaf okkur markið. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan og tryggan vin okkar, Guja Gurru. Megi góður guð styrkja Gurru, Björn, systkini hans og aðra aðstandendur í þess- ari miklu sorg. Fyrir hönd Umf. Vals, Diddi, Gústi og Hrenni. Fæddur 12. apríl 1911 Dáinn 16. desember 1983 Stefán Jónsson, mágur minn, lést í Sjúkrahúsinu á Akureyri í desembermánuði sl. eftir erfiða og langa sjúkdómslegu. Hann var handlaginn maður og vel gefinn. Mér er kunnugt um af frásögn, að hann smíðaði sér gufu- vél þegar hann var innan við 14 ára. Hún var það fullkomin að hægt var að stilla ganghraða hennar. Vegna áhuga og lagni við vélar var hann í mörg ár gæslu- maður véla í frystihúsinu á Þórs- höfn. Verkhygginn maður var hann. Mér er kunnugt um það að hann var fenginn til þess að ná út þil- farsbáti er skolað hafði á land í óveðri. Hann hafði yndi af að spila á spil og ekki síður að tefla. Alltaf fannst mér fræðandi að tala við hann. Æviskeið hans verður ekki rak- ið í þessari stuttu grein, en eins vil ég þó geta. Hinn 8. ágúst 1955 gekk Stefán að eiga eftirlifandi konu sína. Lilju Ólafsdóttur. Þau eignuðust 5 börn, 3 syni og 2 dætur. Stefán átti áður unnustu, Kristrúnu Sig- tryggsdóttur. Þau slitu samvist- um. Þau áttu 5 dætur. Að lokum bið ég Guð að blessa minningu Stefáns Jónssonar frá Þórshöfn og blessa ástvini hans. Bjarni Ólafsson Aöalfundur Reykjavíkurdeildar Rauöa kross íslands áriö 1984 verður haldinn í Múlabæ Ármúla 34 þriöju- daginn 17. þessa mánaðar. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauöa kross íslands. Bladburöarfólk óskast! Úthverfi Austurbær Vesturbær Ármúli Skiþholt 1—38 Faxaskiól Síöumúli Skiþholt 40—50 JMtargmiliIftMfe 7. apríl 1984 JHsf0tndUfkbtb Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.