Morgunblaðið - 06.04.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.04.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 Ljósm. tók Gísli Hauksson, Iðnskólanum. „Fólk kemur hingað að staðaldri í mat“ segir harðfisksali á Lækjartorgi „I»etta er mjög lífrænt starf,“ sagöi Jón Magnússon þegar við hittum hann að máli á Lækjartorgi, þar sem hann er að selja bitafisk. Ilann er þarna á hverjum degi þeg- ar veður leyfir og þetta er fimmta vikan. Jón er 24 ára tónlistarmað- ur. Við spurðum hann hvort hann væri einn í þessu starfi. Hann svaraði því neitandi og sagði að vinur hans Þorsteinn Máni væri með honum í þessu. — Hvernig ganga viðskiptin? „Þau ganga mjög vel, fólk kaupir mikið og sumir koma hingað að staðaldri í mat. Fiskurinn kemur frá Dalvík og er seldur í þrem stærðum á mjög góðu verði," sagði Jón. Að lokum sagðist hann fá mjög góð laun fyrir sölumennsk- una og að það væri mjög gott að vinna út frá sínu eigin hjarta, eins og hann orðaði það, og hann kæmist í mikil tengsl við fólk. Unnið af Guðlaugu Jónsdóttur og Nínu Skúladóttur, 9. bekk Hvassaleitisskóla, sem voru í starfskynningu hjá Morgun- blaðinu. Gúmmíbjörgunarbáturinn hafnaði niður í þvottahúsi — þegar Tungufoss fórst við Bret- land 1982 „en síðan þá hefur ekkert gerst í öryggismálum farmanna“ eftir Gunnar Scheving Thorsteinsson stýrimann Ég get ekki orða bundist eftir þessi tíðu sjóslys og áform um að setja sjálfvirkan sleppibúnað að- eins í báta allt að 200 tonnum. Þaö er eins og þeir séu einu skipin sem geta sokkið. Flutningaskip nú til dags eru byggð með því markmiði að losun og lestun geti farið fram á sem skemmstum tíma og við- staða skipsins verði sem styst. Einnig að siglingunni geti verið þannig háttað að áætlun raskist sem minnst, en aðrir póstar látnir lönd og leið, eins og t.d. sjóhæfni. Lífbátar eru yfirleitt hafðir á þeim stöðum á stórum skipum þar sem hagkvæmast er í þessu tilliti og þótt hægt væri að sjósetja þá er lífshættulegt að reyna að komast í þá sökum þess hversu hátt er frá þilfari niður í sjósettan bátinn. Sömu sögu er hægt að segja um gúmmíbátana, ekki er um neinn sérstakan sleppibúnað að ræða þar, hvað þá heldur að hægt sé að skjóta þeim útbyrðis nema með handafli og eiga menn þá það á hættu að hylkið með bátnum í lendi á næsta dekki fyrir neðan eða blásist upp milli gáma ein- hvers staðar niðri á þilfari. Við eigum langt í land með að kippa þessu í lag og getum við að nokkru leyti kennt okkur sjálfum um, sjó- mennirnir, þar sem við látum þetta líðast æ ofan í æ án þess að lyfta fingri í þessum efnum fyrr en í óefni er komið. Ég vil taka undir með Árna Johnsen alþing- ismanni og fleiri baráttumönnum í öryggismálum sjómanna. Þann 19. september 1982 þegar ms. Tungufoss fórst suðvestur af Lands End var reynt að setja út lífbáta sem reyndist ógjörningur vegna hallans sem kominn var á skipið. Hentu þá hásetar út gúmmíbjörgunarbát sem hafnaði niður í þvottahúsi á næsta dekki fyrir neðan. Eftir langa mæðu tókst þeim að ná gúmmíbátnum út úr þvottahúsinu með mikilli var- færni þar sem sprunga hafði myndast á hulstri gúmmíbátsins við fallið. Ekki tókst betur til er honum var hent út í annað sinn því hann lenti bara á næsta dekki fyrir neðan og þurftu hásetarnir nú að klöngrast þangað, sem var nokkuð hættusamt því skipið hafði þá um 50—60 gráða halla og valt talsvert. í þriðju atrennu tókst að koma bátnum út. Er sýni- legt að þarna hefði sjósetningar- gálgi sparað mikinn tíma. Hefði það ekki verið fyrir Sea King-þyrluna og lífbátinn frá Sea- men Cove værum við sem á Tungufossi vorum ekki í lifenda tölu. Það þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikilvæg þyrla er sem björgun- artæki á sjó og í landi. Vona ég hins vegar að skipaeigendur sjái sér fært að setja sjálfvirkan sjó- setningarbúnað í öll skip, en láti ekki fjárhagsörðugleika ráða úr- slitum. Hitt er annað mál að síðan Tungufoss fórst hefur ekkert gerst í öryggismálum og bættum örygg- isbúnaði farmanna. Gunnar Schering Thorsteinsson stýrimaður rar skipstjóri á ílutn- ingaskipinu Tunguíossi þegar skip- ið íórst rið Lands End 1982. „771...772...773... hve mörg forrit eru eiginlega til fyrir IBM PC einkatölvuna?”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.