Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984
„Dansinn verdur að eiga
þátt íframvindu leiksins“
SONGLEIKIIRINN Gsjar og píur
verður frumsýndur í l>jóAleikhúsinu í
kvöld. Leikstjórar söngleiksins eru
þeir Benedikt Árnason og Kenn
Oldfield, sem einnig er höfundur
dansa í leiknum.
Þegar blm. Morgunblaösins kom
í Þjóðleikhúsið að hafa tal af
Oldfield stóð yfir æfing og var mik-
ið um að vera á sviðinu. Dansahöf-
undurinn gaf sér þó tíma í hálfleik
til að ræða málin.
— Hvernig er aA vinna á íslandi?
„Það er mjög gott að vinna hér.
Það kom mér á óvart hvað tungu-
málið olli litlum örðugleikum,
flestir fslendingar virðast tala góða
ensku og samstarfið hefur gengið
snurðulaust. Benedikt Arnason er
góður maður að vinna með og þegar
upp hafa komið einhverjir tungu-
málaörðugleikar hefur hann hlaup-
ið í skarðið með ráðum og dáð.
Þetta er mjög fjölmenn sýning og
margir leikenda eru óreyndir. Þeir
hafa tekið gífurlegum framförum
og eru nú færir um að gera hluti
sem þá hefði ekki dreymt um þegar
æfingar hófust í endaðan febrúar.
Æfingar hafa verið miklar og
strangar. Við höfum tekið daginn
snemma með upphitunaræfingum.
Síðan taka við æfingar á einstaka
atriðum eða leiknum i heild. Nokk-
ur hópatriði leiksins krefjast lát-
bragðsleiks og þar af leiðandi mik-
iilar ögunar svo að merking lát-
bragðsins komist til skila. Til dæm-
is er eitt harkatriði í öðrum þætti
þar sem margir leikarar eru á svið-
inu og það væri ógjörningur að láta
leikara fleygja teningum og pen-
ingum um allt sviðið út atriðið. Því
verða leikararnir að ná valdi á viss-
um hreyfingum svo að athafnir
þeirra komist til skila. Það er nauð-
synlegt að hvert atriði sé æft til
þaula því að eftir að sýningar hefj-
ast verða mistök sem verða í einni
sýningu ekki lagfærð fyrr en í
þeirri næstu."
— En hvernig líkar þér dvölin á
íslandi?
„Ég er fremur heimakær og vil
helst vinna heima hjá mér, í Lond-
on. Þegar ég kom hingað, 18. febrú-
ar, hélt ég að heimþráin yrði ekki
lengi að gera vart við sig. En svo
fór þó ekki og það mun taka mig
sárt að fara héðan. Verst þykir mér
hversu lítið ég hef náð að skoða af
landinu, en ég ætla að reyna að
koma einhverju í verk um helgina,
fara á hestbak og skíði, því að
starfi mínu hér lýkur á föstu-
dagskvöldið, frá og með frumsýn-
ingunni. Ég hefði mikinn áhuga á
að koma hingað aftur í sumar, ef
Gæjar og píur verður sett upp aftur
á næsta leikári, en það verður að
ráðast."
— Hvernig dansverkefni eru þitt
eftirlæti?
„Ég hef lítið gaman af að setja
upp dansatriði á skemmtistöðum
og í klúbbum. Fremur vil ég vinna á
leiksviði og við söngleiki. Ekki það
að ég vilji setja mig á háan hest,
heldur finnst mér að dansinn sé
ekki bara dansins vegna, hann
verður að eiga þátt í framvindu
leiksins og má ekki gegna auka-
hlutverki. Gæjar og píur bjóða upp
á þetta."
— En hver er ferill þinn?
„Ég fæddist í Scarborough í
Yorkshire. Dans lærði ég við Ram-
bert School of Ballet, Arts Educa-
tional School og The Dance Centre
í Lundúnum. Ég hef unnið sem
dansahöfundur í 10 ár, en það var
fyrst fyrir 5 árum að ég helgaði
mig alveg þessu starfi. Ég hef verið
mjög heppinn í starfi, bæði sem
dansari og dansahöfundur. Ferill
minn er orðinn nokkuð fjölskrúð-
ugur og ég hef unnið mikið í West
End í Lundúnum, sem er sambæri-
legt við að vinna á Broadway. Með-
al annars samdi ég dansa fyrir
Windy City, sem er söngleiksút-
færsla á Front Page, Call Me Mad-
am, sem Ethel Merman gerði garð-
inn frægan með á fjórða áratugn-
Kenn Oldfield, danshöfundur.
I-jósm. Mbl. Júlíus.
um og Mister Cinders, sem er sagan
um Öskubusku, utan hvað hlut-
verkum kynjanna er snúið við;
karlar í konuleik og konur í karla-
leik.“
— Hvar stendur að þinni hyggju
íslenskt leikhús, ef hægt er að setja
leikhús á kvarða?
„Íslenskt leikhús er í framför.
Hvað söngleiki snertir standið þið
aftar en leikhús í West End og get-
ið margt af okkur lært. En West
End-leikhús standa aftar leikhús-
um á Broadway og þurfum við að
sækja ýmislegt í smiðju þeirra. En
eins og ég segi þá er hér ör framför
og mið tekið af straumum og stefn-
um erlendis. Það er líka af hinu
góða að Þjóðleikhúsið skuli fá reynt
erlent fólk til liðs við sig. Við Gæja
og píur vinna Terry Davies,
hljómsveitarstjóri, Una Collins
hannar búninga og hópur kallaður
Autograph, frá Bretlandi, hefur
endurnýjað hljómkerfi Þjóðleik-
hússins. Það er mjög mikilvægt að
hljóðið sé gott á vorum tímum.
Fólk er vant fullkomnum hljóm-
tækjum og leikhús mega ekki vera
eftirbátar á því sviði. Eins er
slæmt í mannmörgum sýningum, ef
áhorfendur þurfa að teygja sig eftir
hverju því orði sem sagt er á svið-
inu, en góð hljómtæki ráða bót á
slíku."
— Hvernig leggst frumsýningin í
þiR-
„Vel, ég vona að allt gangi upp.
Ég veit ekki hvort íslenskir leikar-
ar eru uppþandir fyrir frumsýn-
ingu, en ég hugsa að sú sé raunin,
alveg eins og á Bretlandi."
— Nú er sagt að yfirleitt takist
önnur sýning best?
„Það á alténd ekki við um söng-
leiki. Leikurum hættir til að slappa
af eftir frumsýningu, en söngleik-
ur, með mörgum hópatriðum,
krefst 100% einbeitingar og orku-
nýtingar út alla sýninguna."
— HvaA tekur viA á eftir Gæjum
og píum?
„Ég flýg til Bretlands á sunnu-
daginn og á mánudag hefst ég
handa við nýtt verkefni, uppsetn-
ingu á söngleik sem nefnist Impor-
tance of Being Earnest og er reist-
ur á leikriti Wilde. Það er reyndar
kominn tími til að ég taki mér frí,
en hafni ég einu verkefni er aldrei
að vita hvenær það næsta býðst.
Því tek ég flestum verkefnum, þó
svo að þau skarist í tíma... og
frekar en að vera verkefnalaus."
Fundur um mannkynssögukennslu í Arnagarði
SAMTOK kennara og annars áhuga-
fólks um sögukennslu halda almenn-
an félagsfund laugardaginn 7. apríl í
stofu 422 í ÁrnagarAi v/SuAurgötu, og
hefst fundurinn kl. 14. Fundarefni
verAur: Kennsluefni í mannkynssögu í
grunnskólum og framhaldsskólum.
Framsöguerindi flytja: Haukur Vigg-
ósson, kennari við Snælandsskóla í
Kópavogi, Sigurður Hjartarson, kenn-
ari við Menntaskólann við HamrahlíA,
og Sæmundur Kögnvaldsson, kennari
við Fjölbrautaskólann í BreiAholti. AA
loknum framsöguerindum verða al-
mennar umræður. Fundurinn er öllum
opinn.
Samtök kennara og annars
áhugafólks um sögukennslu voru
stofnuð 28. janúar sl. Þau eru opin
öllu áhugafólki um sögukennslu.
Þetta er annar almenni félagsfund-
urinn, sem samtökin efna til. Hinn
fyrsti var haldinn 17. mars á Hótel
Borg, og var hann fjölsóttur. Þá var
fjallað um efni, sem að nokkru leyti
er hliðstætt fundarefninu nú,
íslandssögukennslu í grunnskólum
og framhaldsskólum.
ummm... ég heppin að fá
þessa værðarvoð
frá Álafossi.
• vv
I mörg Herrans ár hafa værðarvoðirnar frá Álafossi verið sérlega
vinsæl og vel þegin fermingargjöf, enda - ef þú hugsar um það -
sjálfsagður förunautur ungs fólks út í lífið.
Ávallt til taks - léttar, mjúkar og hlýjar; hvort sem er í skíðaferðir,
útilegur eða bara til þess að hafa það huggulegt heima.
Ætlar þú að sleppa fermingarbarninu þínu út í lífið án værðarvoðar
frá Álafossi?
^lafossbúðin
--MESRIRGðnJ2 S(MI: 13404-
Yfir 20 mism. gerðir.
Kagnhildur Stefánsdóttir innan um verk sín er hún mun sýna á Kjarvals-
stöðum.
„Mannslíkaminn er upp-
spretta hugmynda minna“
Rætt við Ragnhildi Stefánsdóttur
RAGNHILDUR Stefánsdóttir
myndhöggvari opnar sýningu á
KjarvalsstöAum 7. apríl næstkom-
andi. Þar verAa til sýnis myndverk
sem hún hefur að undanförnu unnið í
leir. Kagnhildur hóf nám í Mynd-
lista- og handíðaskólanum árið 1977.
Hún hefur áður sýnt verk sín á
tveimur samsýningum á Kjarvals-
stöðum.
I tilefni af opnun sýningarinnar
á Kjarvalsstöðum ræddi blaða-
maður stuttlega við Ragnhildi í
Listsmiðju Glits hf. sem hún hefur
fengið til afnota.
„Það sem ég er að túlka með
verkunum er friðurinn og óttinn
sem býr innra með okkur, hvernig
við lifum sífellt í okkar eigin búri
og ég sýni hvernig við reynum að
brjótast út úr því. Ég nota beina-
grind mannsins en einkum
brjóstkassann sem uppistöðu i
verkunum. Til dæmis hef ég raðað
fuglunum upp þannig að þeir
myndi hryggjarsúlu í manni. Þeir
neðstu eru næstum því sitjandi, en
eftir því sem ofar dregur breiða
þeir út vængina og hefja sig til
flugs. Ég fékk þriggja mánaða
styrk frá Brunabótafélagi Islands,
sem var gott að fá, því þá hef ég
getað unnið óháð efnis- og tækja-
kostnaði, því eins og þú sérð fer
mikið efni í sum verkin."
Við opnun sýningarinnar á laug-
ardaginn kl. 15, munu þrír dansar-
ar, þær Lára Stefánsdóttir, Ásta
Henriks og Sigrn Guðmundsdóttir
túlka efni sýningarinnar í frum-
sömdum dansi.
Varaforseti Málfreyju-
samtakanna á íslandi
SHEILA Taylor, varaforseti fimmta
svæðis AlþjóAasamtaka málfreyja,
kemur hingaA til lands í heimsókn í
dag. Er þaA í annaA sinn sem hún kem-
ur hingaA á þessu starfsári.
Sheila Taylor heimsækir forseta
íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, á
föstudag og afhendir henni heið-
ursskjal Alþjóðasamtaka málfreyja,
en Vigdís Finnbogadóttir var fyrst
gesta ræðumaður á Ráðsfundi fyrir
sex árum. Eitt af verkefnum vara-
forsetans f heimsókninni verður að
vera prófdómari í fundarsköpum.
Næstkomandi laugardag, 7. april,
verður síðan fundur með varaforset-
anum á Hótel Hofi og hefst hann kl.
15.00.
Stjórn fyrsta ráðs fyrir starfsárið
1984—1985, sem hefst 1. ágúst nk.,
var kjörin 10. mars sl. Nýkjörinn
forseti er Aðalheiður Maack, en nú-
verandi forseti er Kristjana Milla
Thorsteinsson.