Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 13 Eimskip greiddi 19,5 millj. með Eddunni TAP Á rekstri Farskips, sameigin- legs fyrirtækis Eimskips og Haf- skips, nam rúmum 39 milljónum króna á síðasta ári. Greiddi Kimskip helming þess taps. Eins og kunnugt er rak Farskip farþega- og bílaferj- una Eddu á sl. sumri. Áður hefur komið fram í fréttum, að ákveðið hefur verið að hætta rekstrinum. Edda flutti um 15.000 farþega í 16 hringferðum á síðasta sumri. Viðkomustaðir erlendis voru Newcastle á austurströnd Eng- lands og Bremerhaven. Skipið, sem notað var til flutninganna, var leigt af pólskum aðilum. Á aðalfundinum í gær sté einn fundarmanna í pontu og gagn- rýndi harðlega reksturinn á Eddu, sem hann nefndi „brennivíns- kollu". Harmaði hann hvernig til hefði tekist og sagðist fremur hafa viljað sjá þá fjármuni, sem fóru í súginn við þessa tilraun, i fleiri og betri orlofshúsum félagsins. Halldór H. Jónsson, stjórnar- formaður, svaraði ummælunum á þann veg, að vitað hefði verið frá upphafi að tap yrði á rekstri skipsins, þó ekki eins mikið og raun bar vitni. Allt frá því að Gullfoss hætti siglingum hefði verið þrýstingur á félagið að hefja útgerð farþegaskips. Stjórn fé- lagsins hefði að endingu ákveðið að mæta þessum þrýstingi. Út- koman talaði hins vegar sínu máli. „Ég hef enga trú á að þessar sigl- ingar verði teknar upp að nýju,“ sagði Halldór. Þá kemur fram í reikningum Eimskips fyrir síðasta ár, að tap varð á sölu þeirra þriggja skipa, sem seld voru, ef miðað er við bók- fært verð. Nam tapið rúmum 12 milljónum króna. Endurskipulagning á starfsemi Norðurlandaráðs efst á baugi í GÆR áttu framkvæmdastjóri og starfsmenn skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Osló viðræð- ur við íslenska embættismenn. Til- drög þessarar heimsóknar eru þau að í framhaldi af nýafstöðnu Norður- landaráðsþingi tók Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra norðurlandamála við formennsku í ráðherranefndinni. í gærkvöldi hélt Ragnar Sohlman framkvæmdastjóri almennan fyrir- lestur í Norræna húsinu um gildi norræns samstarfs. í samtali við Mbl. í gær sagði Ragnar Sohlman að hann teldi efst á baugi í norrænu samstarfi þær skipulagsbreytingar sem nú væru í ráði á öllum sviðum þessa samstarfs. Tillögur fimm manna nefndar, „Benkownefndar" sem svo er kölluð, eru til athugunar bæði hjá forsætisnefnd og ráðherranefnd og eiga niðurstöður þeirra athugana að liggja fyrir eigi síðar en fyrsta september nk. Til grundvallar öllum hugsanleg- um breytingum í þessum efnum liggur sameiginleg efnahags- skýrsla allra Norðurlandanna. Ragnar Sohlman kvað það hlut- verk skrifstofu Norrænu ráð- herranefndarinnar í Osló að að- stoða aðildarlöndin. Hann sagði skrifstofuna vinna hliðstætt verk fyrir ríkisstjórnir landanna sameiginlega og stjrónarráð gera innan stjórnsýslunnar í hverju landi fyrir sig. Spurningu um álit fram- kvæmdastjórans á þeirri gagnrýni að skrifræði sé orðið mikið í Ragnar Sohlman framkvæmdastjóri í ræðustól í Norræna húsinu á fundi með íslenskum embættismönnum. kringum norrænt samstarf svar- aði Sohlman á þá leið að hann teldi ekki að um skrifræði væri hægt að tala í því sambandi. 130 starfsmenn væru á öllum skrif- stofum norræna samstarfsins. Þeir sem væru að beina atgeirnum að skrifræði væru í raun mest að gagnrýna þann tíma sem fer í að ná sameiginlegri niðurstöðu. Hann væri þeirrar skoðunar að ekki tæki hugmynd lengri tíma að verða að raunveruleika í norrænu samstarfi en innan hvers lands fyrir sig. Menn yrðu alltaf að koma sér niður á niðurstöðu í öll- um málum. Blaðamaður spurði hvort um væri að ræða ágreining milli ráð- herranefndarinnar og forsætis- nefndarinnar. Sohlman sagði að ágreiningurinn væri ekki meiri en gerðist á milli þings og ríkis- stjórnar í hverju og einu landi sem þannig er stjórnað. Loks sagði Ragnar Sohlman að hann teldi hlutverk íslands í nor- rænu samstarfi mikilvægt og óumdeildanlega nauðsyn á sam- starfi Norðurlandanna. Matthías A. Mathiesen við- skiptaráðherra er fyrstur fslend- inga til að sinna formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Hann sagði í samtali við Mbl. að Íað hefði tvímælalaust áhrif að slendingar hefðu forystu í ráð- herranefndinni auk þess sem aðrir ráðherrar íslenskir myndu hafa forystu í öðrum ráðherranefndum, svo og íslenskir embættismenn í öllum starfsnefndum á vegum ráðherranefndarinnar. Þetta hefði víða áhrif t.d. þegar fjallað yrði um endurskipulagn- ingu á starfsemi Norðurlandaráðs. Slík forysta krefðist að sjálfsögðu mikils tíma. Það væri engum vafa undirorpið að fslendingar hefðu mikinn ávinning af þessu sam- starfi og það myndi ugglaust vera friðvænlegra í heiminum ef aðrar þjóðir tækju þetta samstarf Norð- urlandanna sér til fyrirmyndar. Þú getur haldið áfram að telja endalaust. Nýtt forrit fyrir IBM PC einkatölvuna verður til á hverjum degi. Um allan heim keppast forritaframleiðendur við að einbeita sér að þessari eftir- sóttu tölvu. Þess vegna getur IBM PC einkatölvan auðveldað þér svo margt, bæði í einkalífinu, í fyrir- tækinu og við kennslu. Svo sem hraðari upplýsingaöflun, meiri hagkvæmni, gerð greiðslu - I............................. og fjárfestingaáætlana, lækkun kostnaðar án niðurskurðar, verð- lagningu á framleiðslu ofl. ofl. sem setur þig framar keppi- nautunum. Þú hefur betri yfirsýn og færð aukinn tíma til að sinna mikil- vægum þáttum í rekstrinum og heima fyrir - t.d. með fjölskyld- unni. Hvers vegna hefur þú ekki samband við eitthvert söluum- boðanna fyrir IBM PC einka- r ' y r tölvuna? Þú skýrir fyrir þeim þarfir þínar og óskir, og þeir finna réttu lausnina með þeim for- ritum sem henta þér best. - Því máttu treysta. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, simi 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38, Reykjavík, sími 687220 em.'í'i í > icieini.] n j J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.