Morgunblaðið - 06.04.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.04.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 Byrjaði að syngja tólf ára Spjallað við Sharon Redd Hingað (il lands er komin banda- ríska söngkonan Sharon Kedd, og mun hún skemmta gestum í veit- ingahúsinu Hollywood nú um helg- ina. Sharon er kunn í sínu heima- landi og hefur átt lög á vinsadda- listum bæói austan hafs og vestan. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Sharon að máli og spurði hana fyrst hvenær ferill hennar sem söngkona hefði hafist. „Ég byrjaði að syngja 12 ára. Foreldrar mínir og systkini voru starfandi við skemmtanaiðnað- inn, til dæmis vann faðir minn með James Brown og bróðir minn starfaði með „The Platters". Síð- an kom að því að bróðir minn sendi upptöku með lögum mínum í samkeppni í New York og ég var svo heppin að bera þar sigur úr býtum. Eftir það hefur hróður minn farið sívaxandi út um allan heim.“ Talið barst að tónleikaferðalagi hennar. „ísland er fyrsti viðkomustað- urinn utan Bandaríkjanna en héðan fer ég til Hollands, Þýska- lands og ef til vill treð ég líka upp í París. Ég átti lag í efsta sæti á vinsældalista í Hollandi um ára- mótin og býst við að viðtökur þar verði mjög góðar." Hvernig tónlist hefur Sharon sjálf áhuga á? „Ég hlusta á alla popptónlist en diskótónlistin er mitt aðaláhuga- mál og auðvitað útgefandans líka.“ Sharon Kedd mun syngja í Holly- wood dagana 6. til 8. apríl. Þróun tónlistar nú til dags? „Ég er alls ekki óánægð með hana og finnst hún vera á réttri leið. Myndböndin hafa valdið því að tónlist á greiðari aðgang að almenningi og tónlistarmaðurinn getur átt allt sitt undir þeirn." Eitthvað að lokum um ísland? „Mér var sagt að Reykjavík væri lítið þorp en við fyrstu kynni sé ég að svo er ekki, allir eru mjög alúðlegir, en það sem hrífur mig mest er landslagið, fjallasýnin og hvernig veðrið breytist á hverri stundu.“ Ráðstefna í Lissabon 9.—11. apríl um hlutverk Evrópu í NÆSTU viku hefst í Lissabon ráó- stefnan „Noróur—Suður: Hlutverk Evrópu" og vcrður þar fjallað um öll helstu vandamálin, sem setja svip á samskipti iðnríkja norðursins og þróunarlanda suðursins, svo sem endurbætur á hinu alþjóðlega hagkerfi og baráttuna gegn hungri og fólks- fjölgun. Káðstefnan er haldin á vegum Evrópuráðsins og munu sækja hana rúmlega 400 fulltrúar frá þjóðþingum og ríkisstjórnum Evrópu, samtökum ríkja þriðja heimsins, Sameinuðu þjóð- unum, Alþjóðabankanum, Efnahags- bandalaginu, OECI) og ýmsum öðrum alþjóðasamtökum. Meðal framsögumanna á ráð- stefnunni verða Willy Brandt, fyrr- um kanslari Vestur-Þýskalands, og Mario Soares, forsætisráðherra Portúgal, utanríkisráðherra Ind- lands, Narashima Rao, formaður samstarfssamtaka þróunarlanda Munoz Ledo, framkvæmdastjóri OECD, Emile van Lennep, Sridath Ramphall, framkvæmdastjóri Sam- bands bresku samveldisríkjanna, og einnig utanríkisráðherra Danmerk- ur, Úffe Elleman-Jensen, sem er formaður ráðherranefndar Evrópu- ráðsins. Forstöðumenn ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna verða einnig meðal ræðumanna. Ráðstefn- an er haldin í boði ríkisstjórnarinn- ar og þjóðþingsins í Portúgal og verða fundirnir í þinghöllinni í Lissabon. Hugmyndina að þessari ráðstefnu setti Olafur Ragnar Grímsson fram á þingi Evrópuráðsins árið 1981. Síðan flutti hann tillögu um efni ráðstefnunnar, tilgang og skipulag og var sú tillaga samþykkt sumarið 1982. Um haustið var sett á stofn skipulagsnefnd ráðstefnunnar og hefur Ólafur Ragnar Grímsson ver- ið formaður þeirrar nefndar. Ráð- stefnan hefur verið í undirbúningi í 1 '/2 ár. Auk fulltrúa frá öllum helstu nefndum Evrópuráðsins hafa full- trúar frá Þróunarstofnun Samein- uðu þjóðanna, Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabank- anum, Efnahagsbandalaginu, OECD, Alþjóðavinnumálastofnun- inni og samtökum ríkja þriðja heimsins tekið þátt í starfi skipu- lagsnefndarinnar. Sérfræðingar frá rannsóknastofnunum og háskólum hafa einnig unnið undirbúnings- starf á vegum nefndarinnar. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar skiptast í þrjá flokka: f fyrsta lagi mikilvægi samskipta ríkja norðurs og suðurs fyrir bata efnahagslífsins í veröldinni, sér- staklega á sviði atvinnu, tækni, fjár- mála og viðskipta. í þessu sambandi verður rætt, hvernig sé hægt með samstarfi þjóðþinga og ríkisstjórna í Evrópu að efla skilning almenn- ings á mikilvægi bættrar sambúðar norðurs og suðurs og treysta stuðn- ing við málefni þróunarlanda. I öðru lagi verður meginefni ráðstefnunnar að ræða endurskipu- lagningu hins alþjóðlega hagkerfis og hvernig formlegir samningar milli iðnríkja norðursins og þróun- arlanda suðursins geti skilað var- anlegum árangri. í þeirri umræðu verður fjallað um skuldabyrði þróunarrikja, skipulag Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og aukið fjármagn til þróunar- aðstoðar. Einnig verða ræddar ýms- ar tillögur um á hvern hátt og á hvaða vettvangi megi hefja fram- kvæmd formlegra samninga um endurbætur og hvernig ríki Evrópu geti haft samvinnu um að móta nýja og árangursríka stefnu í þeim samningum. í þriðja lagi verður fjallað um lærdóminn af þróunaraðstoðinni, sem Evrópuríkin hafa lagt í té á undanförnum áratugum. Rætt verð- ur um baráttuna gegn hungri og skipulag fæðuaðstoðar, fólksfjölg- unarvandamálið og skipulag heil- brigðisþjónustu, menntunar og lífsbjargar. Einnig verður í þessum efnisflokki fjallað um varðveislu auðlinda og baráttuna gegn eyðingu gróðurs og skóga, markaðsvanda í útflutningi á einhæfri framleiðslu margra ríkja þriðja heimsins og einnig samhengið milli afvopnunar og efnahagsþróunar. Á ráðstefnunni verður lögð fram tillaga að ítarlegri ályktun, sem skipulagsnefndin hefur unnið að í samstarfi við alþjóðastofnanir og helstu nefndir Evrópuráðsins. Mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa fram- sögu fyrir ályktuninni á fyrsta degi ráðstefnunnar. í henni er mörkuð afstaða til allra helstu efnisatriða, sem rædd verða í tengslum við framangreind meginviðfangsefni ráðstefnunnar og mótaðar tillögur um samstarf Evrópuríkja á vett- vangi Norður—Suður-viðræðnanna. Auk formanns skipulagsnefndar- innar munu sækja ráðstefnuna frá fslandi þeir Ingvar Gíslason, Hali- dór Blöndal, Kjartan Jóhannsson, Ólafur Egilsson og Jón Ormur Hall- dórsson. Á ráðstefnunni „Norður—Suður: Hlutverk Evrópu" verða lagðar fram fjölmargar skýrslur og álits- gerðir, sem sérfræðistofnanir hafa unnið að á vegum skipulagsnefndar- innar og einnig greinargerðir frá öllum þeim alþjóðastofnunum, sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Þessi gögn veita ítarlegt yfirlit yfir öll helstu viðfangsefnin og vandamálin, sem setja svip sinn á samskipti ríkja norðurs og suðurs. Króflalilkynninn raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð Nauöungaruppboö á Eyjahrauni 4, Þorlákshöfn, eign Gisla Guöjóns- sonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. apríl 1984 kl. 11.00, eftir kröfum lögmannanna Jóns Magnússonar og Guöjóns Stein- grímssonar. Sýslumaöur Árnessýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lög- birtingablaðsíns 1983 á eigninni Sætúni 12, 1. hæð, íbúð 6, Suðureyri, þinglesinni eign Hannesar Alexanderssonar, fer fram eftir kröfu Bókaútgáfunnar Þjóðsögu og inn- heimtumanns ríkissjóðs, á eigninni sjálfri mánudaginn 9. apríl 1984 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. húsnæöi óskast Lager- og skrifstofuhúsnæði óskast til leigu 100 til 150 fm á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „L — 500“. Akurnesingar Fundur um bæjarmáletni veröur haldinn í Sjáltstæöishúsinu sunnu- daginn 8. apríl kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæöistélögin á Akranesi. til London Kynniö ykkur ferðatilboð Úrvals

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.