Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 15 Húsin hrundu Símamynd AP. Þessi tvö hús hrundu til grunna á Manhattaneyju í dag og er verið að rannsaka meö hvaða hætti það atvikaðist. Grunur leikur á að sprengju kunni að hafa verið komið fyrir í húsinu. Einn maður lét lífið og 19 særðust. Mondale Frambjóðendaslagur- inn til Pennsylyaníu l’hiladelphia, 5. apríl. AP. ÞEIR WALTER Mondale, Gary Hart og Jes.se Jarkson, sem allir keppa að útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, eru nú komnir til Pennsylv- aníu þar sem næstu forkosningar fara fram á þriðjudaginn. í húfi eru 172 kjörmenn. Hagur Mondales vænkaðist óumdeilanlega við sigurinn í New York og nú, þegar um helmingur kjörmanna hefur verið kosinn, hefur Mondale stuðning 861,25, Gary Hart 512 og Jesse Jackson 140,5. Til að hljóta útnefningu þarf frambjóðandi 1976 kjörmenn. Mondale segist vera bjartsýnn á úrslitin í Pennsylvaníu en staðan þar mun þó enn vera fremur óljós. Hart gerir sér miklar vonir í rík- inu. Jackson sagði í dag að hann myndi eftir sem áður halda áfram „að vera sam'/iska forkosn- inganna". Hann var spurður hvort til greina kæmi að hann yrði út- nefndur varaforsetaefni flokksins. Hann sagði: „Ég yrði góður for- seti, ekki síðri varaforseti, ég hef allt sem þarf til að inna þessi störf af hendi." Frakkiand: Stáliðnaðarmenn gramir stjórninni Longwy, Krakklandi. 5. apríl. Al*. FIMMTÁN manns slösuðust í dag, er lögreglusveitir tókust á við grímu- klædda menn sem flykktust út á göt- ur til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda í Frakkíandi, að draga úr umsvifum stáliðnaðarins og fækka störfum. Átökin voru fram- hald á sams konar slagsmálum í gær. Umrædd stefna stjórnvalda miðar að því að fækka í röðum stáliðnaðarmanna um 25 prósent næstu 3 árin vegna samdráttar í iðnaðinum. 100 manns tóku þátt í mótmælunum í dag og allir hinir slösuðu voru úr þeirra röðum. Einn missti fingur, er eldsprengja sem hann ætlaði lögreglumönnum sprakk í hendi hans. óeirðirnar voru einkum í tveimur borgum, Longwy og Fos, skammt frá Mar- seilles. Hinir grímuklæddu unnu talsvert tjón á eignum stálverk- smiðjanna, brenndu hús í Longwy og brutu rúður í stórum stíl í báð- um bæjunum. Þetta er einnig pólitískt mál í Frakklandi. Kommúnistaflokkur- inn er andvígur þessari áætlun stjórnarinnar, en Pierre Mauroy forsætisráðherra, hefur varað kommúnista við því að ekki verði vikið frá því þó svo að hótað verði stjórnarkreppu. 68 farast í sjóslysi Jakarta, 5. apríl. AP. SEXTÍU og átta manna er saknað eftir að seglskip sökk sl. mánudag undan Baturoro-höfða í Suður-Sul- awesi. Greindi eitt indónesísku dagblaðanna frá þessu í dag. Seglskipið, Musafir III, sem einnig var búið hjálparvél, var að sigla milli tveggja hafna í S-Sul- awesi þegar eldur kom upp í því. Skipverjum tókst ekki að ráða við eldinn og auk þess versnaði veðrið mjög. 87 farþegum tókst að kom- ast í bátana en hinir eru taldir af. Nýjar hugmyndir um lækningu krabbameins navtnn* Rparh Flnrirt* A anríl AI* Davtona Beach, Florida, 4. apríl. AP. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa gert þá uppgötvun, að óeðlilegur æxlisvöxtur, krabbamein, geti átt sér stað við erfðafræðilcga keðju- verkun og að þess vegna kunni það að verða auðveldara en áður var talið að lækna sjúkdóminn. Charles Stiles, lífefnafræðing- ur við Dana-Farber-krabba- meinsstofnunina í Boston í Massachusetts, sagði á ráð- stefnu, sem bandaríska krabba- meinsfélagið stóð fyrir, að þegar fundist hefðu fleiri og fleiri „kraþbameinskon", erfðavísar krabbameins, sem augljóslega geta hrundið því af stað, hefði mönnum verið hætt að lítast á blikuna. Ef allir þessir erfðavís- ar, a.m.k. 24 talsins, gætu valdið krabbameini, þá virtust ekki miklar horfur á að mönnum tækist að ná undirtökunum í baráttunni. Menn hefðu verið farnir að líta krabbameinið sömu augum og kvefið að því leyti, að ástæðurnar væru svo margbreytilegar, að ógjörningur væri að finna ráð við þeim. Stiles sagði, að nú væri annað upp á teningnum og taldi hann, að unnt væri að stöðva æxlisvöxt með því að hafa áhrif á aðeins fáa mikilvægustu erfðavísana. Erfðavísarnir fyrrnefndu koma allir við sögu í eðlilegum vexti frumunnar en grunur leik- ur á, að þá fyrst valdi þeir krabbameini þegar ákveðin að- skotaefni (krabbameinsvaldandi efni) trufla vöxtinn. Þeir eru í öllum frumum líkamans og koma að ýmsu gagni óvirkir en þegar þeir verða of virkir eða haga sér ekki rétt hefst æxlis- vöxturinn. Þegar sár grær er ferlið þessu líkt: Hvatinn PDGF, vaxtarþátturinn svokallaði, myndast í beinmerg og berst þaðan með blóðflögunum, sem hafa hlutverki að gegna við græðslu. Hvatinn tengist þar til sniðnum viðtökum á frumunum og þeir hafa aftur á móti þau áhrif á frumukjarnann, að hann fer að skipta sér og nýr vefur myndast. Hér er um að ræða þrjá áfanga: Myndun hvatans, vaxt- arþáttarins; hvatinn tengist frumunni; frumukjarninn verð- ur fyrir örvun. Það, sem þykir markverðast við uppgötvun Stiles og sam- starfsmanna hans, er, að einn eða fleiri erfðavísar krabba- meins komi við sögu í hverjum áfanga og hugsanlegar lækn- ingaaðferðir yrðu þá í því fólgn- ar að snúa sér beint að þessum erfðavísum og stöðva með því óeðlilegan æxlisvöxt. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 27. apríl City of Perth 8. mai Bakkafoss 18. maí City of Perthl 29. maí NEWYORK Bakkafoss 26 april City of Perth 7. maí Ðakkafoss 17. maí City of Perth 28. maí HALIFAX Bakkafoss 30. apríl Bakkafoss 21. maí BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 8. apríl Áiafoss 15. apríl Eyrarfoss 22. apríl Álafoss 29. apríl FELIXSTOWE Eyrarfoss 9. apríl Álafoss 16. april Eyrarfoss 23. april Álafoss 30. apríl ANTWERPEN Eyrarfoss 10. april Álafoss 17. april Eyrarfoss 24. april Álafoss 1. mai ROTTERDAM Eyrarfoss 11. apríl Álafoss 18. apríl Eyrarfoss 25. apríl Álafoss 2. mai HAMBORG Eyrarfoss 12. apríl Álafoss 19. april Eyrarfoss 26. april Álafoss 3. maí WESTON POINT Helgey 6. apríl Helgey 16. apríl LISSABON Vessel 21. april LEIXOES Vessel 22. april BILBAO Vessel 24. apríl NORDURLOND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 6. apríl Dettifoss 13. apríl Mánafoss 20. apríl Skip 27. apríl KRISTIANSANO Mánafoss 9. apríl Detlifoss 16. april Mánafoss 28. apríl Skip 30. apríl MOSS Mánafoss 10. apríl Detlifoss 13. april Mánafoss 24. april Skip 27. april HORSENS Dettifoss 18. apríl Skip 2. maí GAUTABORG Mánafoss 11. april Dettifoss 18. apríl Mánafoss 25. apríl Skip 2. maí KAUPMANNAHÓFN Mánafoss 12. april Dettifoss 19. apríl Mánafoss 26. apríl Skip 3. mai HELSINGJABORG Mánafoss 13. april Dettifoss 21. april Mánafoss 27. april. Skip 4. maí HELSINKI Elbeström 30. april GDYNIA írafoss 11. apríl Elbeström 7. maí PÓRSHÖFN Dettifoss 28. april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.