Morgunblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 25 fltovgmiÞIiiftife Lltgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakið. „Þak“ á ríkis- útgjöldin Forseta íslands vel fagnað við komuna til Helsinki HeLsinki 11. apríl. Frá fréttamanni Morgun- hlaósins, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Utanríkisráðherra ísfands og Finnlands rædust við f gær og var þessi mynd tekin, er Geir Hallgrímsson kom til viðræðnanna og það er Paavo Vayrynen utanríkisráðherra Finna, sem tekur á móti honum. Símamynd. AP. Mikið skrifað um heimsókn forsetans: „Tákn frið- ar og sátta“ — sagði Hufvudstadsbladet um Vigdísi Finnbogadóttur Helsinki, 11. apríl. Frá fréttamanni Morgunblaósins, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Hinn almenni borgari, sem veltir fyrir sér „fjárlaga- götum", gömlum og nýjum, hefur að mörgu að hyggja. Fjárlög og lánsfjárlög hafa hvorki reynzt heldur rammi um ríkisútgjöld næstliðin ár né hagstjórnartæki, til að ná fram æskilegum efnahags- markmiðum. Sú gagnasöfnun um ríkisbúskapinn og/eða gagnaúrvinnsla, sem fjárlög hafa verið reist á, hafa brugð- izt ár eftir ár, annað hvort hjá embættismönnum eða stjórn- málamönnum, nema hvort tveggja komi til. Ríkisútgjöld 1983 fóru þannig 3.300 m.kr., eða 25%, fram úr síðustu fjár- lögum Ragnars Arnalds. Fjár- lög tveggja ára þar á undan stóðust litlu skár. Það sem skattborgarinn staldrar öðru fremur við í ríkisbúskapnum er: • Skattheimtan. Tekjuskatt- urinn rýrir aflatekjur hans, skammtar honum í raun ráð- stöfunartekjur. Verðskattar: tollar, vörugjald og söluskatt- ur skerða síðan ráðstöfunar- tekjur fólks. • Skuldasöfnunin, þ.e. eyðsla umfram tekjur, sem skatt- borgaranum er ætlað að borga síðar, með og ásamt lánsfjár- kostnaði. • Ríkisútgjöld (A-hluti ríkis- reiknings), sem vóru 24,6% af vergri þjóðarframleiðslu 1971, eru komin í 30,7% 1983. Hér við verður að bæta útgjöldum sveitarfélaga til að gera sér grein fyrir heildarumfangi hins opinbera í ráðstöfun þjóð- arteknanna. • Löng erlend lán vóru 33,8% af þjóðarframleiðslu 1978, þeg- ar Alþýðubandalagið hélt inn- reið sína í stjórnarráðið. Þau vóru komin í 60% er stjórnar- aðild þess lauk. Erlendar skuldir nær tvöfölduðust sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á stjórnartíma Alþýðubanda- lagsins 1978—1983. Greiðslu- byrðin tekur til sín tæpan fjórðung útflutningstekna á líðandi stund og í næstu fram- tíð. Þjóðarframleiðsla hefur minnkað um 12% á þremur ár- um, að mati Þjóðhagsstofnun- ar. Þjóðartekjur hafa rýrnað samsvarandi. Ástæðan er m.a. aflasamdráttur. Þorskafli verður helmingi minni 1984 en 1981. Þar við bætist að verð sjávarafurða verður að líkind- um 2% lægra í dollurum 1984 en að meðaltali 1983. Þess hef- ur ekki verið gætt, því miður, að setja nýjar stoðir undir at- vinnu og efnahag landsmanna, hvorki á vettvangi stóriðju né lífefnaiðnaðar, og skemmra hefur verið gengið í fiskeldi og almennri iðnaðaruppbyggingu en tækifæri stóðu til. Hinn almenni þjóðfélags- þegn hefur axlað sinn hlut í rýrðum þjóðartekjum og óhjákvæmilegum herkostnaði gegn verðbólgu. Hitt er til efs að ríkisbúskapurinn hafi þrengt mittisólina samsvar- andi. Enn standa embættis- og stjórnmálamenn frammi fyrir „fjárlagagati". Fjárlög líðandi árs, sem um margt eru raun- hæfari en fjárlög liðinna ára, reyndust vanbúin þegar á fyrsta ársfjórðungi. Ríkisút- gjöld stefna, að óbreyttu, í tæpa tvo milljarði króna um- fram ríkissjóðstekjur. Viðkom- endur, embættis- og stjórn- málamenn, hafa legið yfir þessum vanda og leitað lausna vikum og mánuðum saman. Ljóst er að þingheimur er síður en svo sáttur um, hvern veg skuli við brugðizt. Ríkis- stjórnin hefur heldur ekki „kortlagt" leið út úr vand- anum, svo vitað sé. Fjölmiðlar hafa að undanförnu haft um- mæli eftir einstökum ráðherr- um sem ganga sitt í hvora átt- ina. Nú loks munu hugmyndir að lausn hafa þróast það langt að vera tíundaðar í þingflokk- um stjórnarliða, sem fjölluðu um fjárlagadæmið á þing- flokksfundum í gær. Þær hugmyndir munu þó hvorki tæmandi né fullfrágengnar enn. Almenningur, sem fylgist með úr fjarlægð, hlýtur að gera þær kröfur til stjórn- málamanna, og þá fyrst og fremst stjórnarflokkanna og ráðherranna, sem bera stjórn- arfarslega ábyrgð á framvindu mála í ríkisbúskapnum, að þeir taki af skarið. Það er þeirra verk. Ríkisstjórnin verður að sníða þjóðinni samneyzlustakk eftir vexti. Ríkisbúskapurinn verður að axla sinn hluta sam- dráttar, sem rýrðar þjóðar- tekjur gera óhjákvæmilegan. Það er ekki hægt að þyngja að ráði almennar skattbyrðar. Það er raunar orðið meir en tímabært að binda í lög há- marksskattheimtu ríkisins sem hlutfall af þjóðartekjum. Ríkisstjórnir verða á hverj- um tíma að hafa þrek og þor til að taka á vandamálum líðandi stundar — og axla ábyrgð af gjörðum sínum. SÓLIN lék viö hvern sinn fingur hér í Helsinki þegar flugvél Flugleióa lenti á Vanda-fiugvelli kl. 14 aö finnskum tíma. Skömmu áður en fiugvél forset- ans lenti höfðu ýmsir fyrirmenn hyrjað að raða sér upp til móttökunnar, við rauða dregilinn, og lúðrasveit og heið- Lögreglumennirnir þrír, sem ákærðir voru fyrir ólög- lega handtöku og harðræði í Skaftamálinu svokallaða, voru í gær sýknaðir af öllum ákæru- atriðum í Sakadómi Reykja- víkur. Sverrir Einarsson, saka- dómari, kvað dóminn upp. Hér fara á eftir niðurstöður dóms- ins ásamt ákæruatriðum, sem Mbl. fékk hjá Sakadómi Reykjavfkur: „í dag, miðvikudag 11. apríl, var í sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli, sem ríkissak- sóknari höfðaði með ákæru dag- settri 15. febrúar sl. á hendur lög- reglumönnunum Guðmundi Bald- urssyni, Jóhanni Valbirni ólafs- syni og Sigurgeiri Arnþórssyni. f ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærðu, „fyrir ólöglega handtöku og í því sam- bandi brot í opinberu starfi, harð- ræði og líkamsmeiðingar sem hér segir: Óllum ákærðu er gefið að sök að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 27. nóvember 1982, í starfi sem lög- ursvörðurinn höfðu stillt sér upp. Þarna voru mættir forsætisráðherra, utanrík- isráðherra, sendiherra íslands í Finn- landi, Benedikt Gröndal, og frú og Jur- anto, ræðismaður íslands í Finnlandi, o.fl. Klukkan tíu mínútur fyrir tvö komu svo forsetahjónin, Tellervo og Mauno Koivisto, og kannaði forset- reglumenn er þeir sameiginlega sinntu kvaðningu í Þjóðleikhús- kjallarann í Reykjavík, handtekið þar við fatageymslu samkvæmt ábendingu Sigurbjarts Ágústs Guðmundssonar, dyravarðar, en án nægilegra ástæðna eða tilefnis, Skafta Jónsson, blaðamann, Víði- mel 19, Reykjavík, sem þá, skömmu fyrir lokun hússins, var ásamt konu sinni á leið út úr hús- unu, án þess að hafa í fatageymsl- unni fengið afhenta eða sjálfur fundið yfirhöfn sína, og með harð- ræði yfirbugað Skafta, handjárnað hann og fært hann út úr húsinu. Ákærðu, Guðmundi og Jóhanni Valbirni, er gefið að sök að hafa, eins og lýst verður, með harðræði við flutning ákærða frá Þjóðleik- húsinu og að lögreglustöðinni við Hverfisgötu orðið valdir að því að Skafti hlaut áverka og Kkams- meiðsli I þeim flutningi og fatnað- ur ónýttist af blóðblettum og óhreinindum. a) Ákærðu, Guðmundur og Jó- hann Valbjörn, er þeir, við mót- spyrnu Skafta, ýttu honum eða hrintu inn í lögreglubifreiðina inn heiðursvörðinn og lúðrasveitin lék mars sem heitir Porilaisten Marssi og mér er sagt að efni hans sé sótt í atburði sem gerðust, blóðugir mjög, þegar Finnland heyrði enn undir Svíþjóð. Eru ekki allir sáttir við efni söngsins. Örfáum mínútum fyrir tvö flugu svo fjórar orrustuvélar yfir völlinn en þær höfðu fylgt forsetavélinni síð- asta spölinn. Vigdís Finnbogadóttir ásamt fylgdarliði sté nú út og heilsuðu finnsku forsetahjónin henni með virktum og síðan voru þjóðsöngvar leiknir. Að lokinni hefðbundinni athöfn á vellinum var síðan ekið inn til for- setahallarinnar og hafði nokkur mannsöfnuður safnast þar saman og hyllti Vigdísi og finnsku forseta- hjónin innilega. Síðan skiptust þjóðhöfðingjarnir á gjöfum. Vigdís færði frú Koivisto víravirkisarmband úr silfri, sem Jó- hannes Leifsson silfursmiður gerði, og síðan færði hún Finnlandsforseta Skarðsbók. Næsta atriði á dagskránni var að ekið var til kirkjugarðsins þar sem fallnar hetjur úr Vetrarstríðinu eru grafnar og lagði forseti blómsveig á legstein Carl Gustaf Mannerheim marskálks og forseta, eins af bestu sonum Finnlands. Klukkan rúmlega fjögur að finnsk- um tíma tók forseti Islands svo á móti fulltrúum erlendra ríkja í aðal- salarkynnum hallarinnar. f miðborg Helsinki blakta víða ís- lenzkir og finnskir fánar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið verið skrifað um heimsóknina. í kvöld verður síðan veisla í höll- inni í boði finnsku forsetahjónanna og verður þar á boðstólum humar- súpa, reyktur fiskur, hreindýra- hryggur, rifsber í líkjör og síðan ávextir og kaffi. Á morgun fer forsetinn í heimsókn í Rigsdags-húsið, skoðar Musteris- kirkjuna, Finnlandia-húsið og fer á þjóðminjasafnið. Um kvöldið sér hún Haxskogen eftir Johan Bargun í Sænska leikhúsinu. þannig að Skafti féll á grúfu á gólf lögreglubifreiðarinnar handjárnaður aftur fyrir bak. b) Ákærði, Guðmundur, í tökum þeim er hann hélt Skafta á gólfi lögreglubifreiðarinnar allt þar til komið var að lögreglustöð- inni. Áverkar þeir, sem Skafti hlaut í flutningunum voru þessir: Nef- beinsbrot og blóðnasir, glóðarauga á vinstra auga, tvær rispur á enni og roði og húðmar í hársverði á hnakkasvæði, rispur og húðmar á vinstri öxl og á báðum upphand- leggjum, handjárnaför á báðum úlnliðum og bólga og eymsli á ökkla. Brot allra ákærðu teljast varða við 131. gr. — til vara 132 gr. — almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, og brot ákærðu, Guðmundar og Jóhanns Valbjörns, auk þess við 1. mgr. 218. gr. — til vara 217. gr. — í báðum tilvikum sbr. 138 gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu skaðabóta, ef krafist verður, og til greiðslu alls sakarkostnaðar." FLEST blöð hér gera væntanlegri heim- sókn forsetans mjög rækileg skil í dag. Hufvustadsbladet birtir til dæmis stóra teikningu af forsetanum þar sem hún hcldur á tákni friðar og sátta, lárvið- argrein. Tekið er fram í greininni að fæstir hafi gert sér grein fyrir hversu snjallt það hafi verið að kjósa konu sem forseta fyrir fjórum árum. Hins vegar hafi Vigdís Finnbogadóttir sýnt og sannað meö framkomu sinni að þar hafi fslendingar sannarlega valið rétt. Lögð er áhersla á að íslenski for- setinn hafi ekki völd í þeim skilningi þess orðs en hins vegar hafi hún unn- ið ómetanlegt starf við að kynna ís- land og að erlendir blaðamenn flykk- ist enn til íslands til þess að eiga viðtal við hana. Niðurstöður dómsins eru þessar: „Samkvæmt segulbandsupptöku fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík hljóðaði tilkynningin til hennar frá Þjóðleikhúskjallar- anum framangreint sinn á þá leið, að þar vantaði aðstoð vegna manns, sem væri með læti. Ákærðu fóru á staðinn að sinna þessu. Þeir hafa upplýst, að Sigur- bjartur Ágúst, dyravörður, hafi beðið þeirra utan dyra og beðið þá að fjarlægja mann, sem hefði ráð- ist á sig. Kemur fram í framburði ákærðu og vitna, að Sigurbjartur Ágúst hafi borið þess merki, þegar lögreglan kom, að hann hefði lent I átökum. Með framburði Skafta Jónsson- ar, þriggja dyravarða og annarrar stúlkunnar í fatageymslunni, er sannað, að ákærði hafi lent í átök- um við Sigurbjart Ágúst dyravörð, í fatageymslu Leikhúskjallarans. Þá verður að telja sannað með framburði framangreindra vitna þrátt fyrir framburð Skafta, að hann hafi átt upptökin að þessum átökum og með framburði vitna og áverkavottorði, er sannað, að í Áhugi Vigdísar á menningarmál- um sé alkunnur og því muni dagskrá- in að sjálfsögðu bera svipmót af því. Þrátt fyrir að forsetinn verður hér aðeins í þrjá daga verði á föstudag farið til Turku — hinnar gömlu höf- uðborgar Finnlands — og síðar þann sama dag til Álandseyja. Mikil ánægja er á Álandseyjum nieð þá ákvörðun forseta að koma þangað en í blaðinu Áland í morgun stóð þó í fyrirsögn: Vigdís verður aðeins hjá okkur í þrjár klukkustundir. Lítillega er vikið að viðskiptum landanna og sagt að þau séu ekki til- takanlega mikil, en ef heimsókn for- seta íslands kynni að verða til að auka viðskipti þessara tveggja landa fengi heimsóknin vissulega meira en táknrænt vináttugildi. átökunum hafi Sigurbjartur Ágúst hlotið áverka og fataskemmdir. í 4. gr., sbr. 11. gr. reglugerðar um löggæslu á skemmtunum nr. 273, 1977, sbr. 8 og 11. gr. laga nr. 56, 1972, um lögreglumenn, er hlutverk dyravarða greint m.a. á þann veg, að þeir skuli halda uppi röð og reglu á skemmtunum og sé þeim í því skyni heimilt að vísa á brott þeim, sem brjóta gegn sett- um reglum eða óspektum valda og kveðja sér til aðstoðar við störf sín, hvern þann sem þeir óska. Var því eðlilegt, að dyraverðir Þjóð- leikhússkjallarans kveddu lögregl- una á vettvang umrætt sinn- vegna Skafta Jónssonar. Ákærðu ætluðu að fá Skafta með sér og mátti honum vera það ljóst með hliðsjón af því, sem á undan var gengið um hvað þeir ætluðu að ræða við hann. Þeim bar samkvæmt 35. gr. laga nr. 74,1974, um meðferð opinberra mála skylda til þess að hefja rannsókn málsins, þar sem frásögn og útlit dyravarð- arins gaf þeim ástæðu til þess að ætla, að þeir hefðu verið kvaddir á vettvang vegna óspekta og árásar þess manns, er Sigurbjartur Ágúst Finnsku forseUhjónin fagna forseta íslands við komuna til Finnlands í gær. Símamynd AP. Skaftamálið: Lögreglumennirnir sýknaðir af öllum ákæruatriðum saksóknara vitneskju um alla þá sem fengið höfðu krabbamein í brjóst frá alda- mótum. Það hefur komið í ljós að leitar- starf Krabbameinsfélags íslands hef- ur skilað betri árangri en í flestum öðrum ríkjum heims," sagði Nick Day, „og þeir sem starfa að krabba- meinsleit erlendis hafa mikið getað lært af Islendingum. Öll vinnubrögð hafa verið til fyrirmyndar og árangur hefur heldur ekki látið á sér standa." Nick Day sagði að fyrir rúmum tveimur áratugum hefði hafist um- fangsmikil rannsókn á brjósta- krabbameini í New York þar sem 20 þúsund konur hefðu komið til reglu- legra skoðana í 4—5 ár. Þessi rann- sókn leiddi í ljós að krabbameinsleit Nick Day deildarstjóri hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni í Lyon með röntgentækni skilaði árangri og (IARC). Morgunblaðið/Kristján lækkaði dánartíðni krabbameins- Alþjóðleg ráðstefna á Hótel Loftleiðum um leit að brjóstakrabbameini: Getum mikið lært af íslendingum — segir Nick Day deildarstjóri IARC í Lyon „Markmiö ráðstefnunnar er að ná saman því fólki sem unnið hefur að greiningu brjóstakrabbameins á undan- fbrnum árum og reyna að komast að niðurstöðu um það hvaða aðferðir eru árangursríkastar," sagði Nick Day, deildarstjóri Alþjóðakrabbameins- rannsóknarstofnunarinnar, í Lyon á Frakklandi (IARC), í samtali við blm. Mbl., en Day er hér staddur á ráðstefnu sem nefnist „Leit að brjóstakrabba- meini“ og IARC stendur að í samvinnu við Krabbameinsfélag íslands og emb- ætti landlæknis. Auk Day og íslenskra sérfræðinga sitja ráðstefnuna vísinda- menn frá Bretlandi, Hollandi, Kanada og Svíþjóð. Eitt af umræðuefnum ráðstefn- unnar er þýðing svonefndrar „mammógrafíu" eða brjóstaröntgen- tækni við leit að krabbameini í brjósti, en ýmsir eru þeirrar skoðun- ar að hún geti komið í stað þreifinga á brjósti og telja nýlegar rannsóknir staðfesta það, en aðrir hafa efasemd- ir um það. „Stofnunin sem ég starfa við,“ sagði Nick Day, „var sett á laggirnar árið 1966 og er hluti af Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni (WHO). Upp- haflega var mest áhersla lögð á rann- sóknastarf og sú skoðun var útbreidd að gegn krabbameini væri ekki hægt að grípa til margra ráða. Síðan hafa orðið miklar framfarir og nú er for- varnarstarf í brennidepli." IARC hefur haft samstarf við Krabbameinsfélag íslands frá 1972 og var Nick Day spurður um gildi þess. „Aðstæður á íslandi eru ein- stakar," sagði hann. „Þær upplýs- ingar sem hér liggja frammi eru ítar- legri og áreiðanlegri en í nokkru öðru landi. Fyrstu samstarfsrannsóknir IARC og íslenskra sérfræðinga beindust að því að athuga hvort meiri líkur væru á því að ættingjar brjósta- krabbameinssjúklinga fengju krabbamein en aðrir. Við þá rann- sókn kom sér vel hve vandaðar upp- lýsingar um heilbrigðismál eru fyrir hendi á íslandi. T.d. var hægt að afla sjúklinga verulega. „Sú tækni sem þá var til staðar," sagði hann, „var ekki eins háþróuð og sú sem við eigum völ á nú á dögum, og það er forvitnilegt að bera saman árangurinn í New York og árangur leitarstarfs í lönd- um eins og Bretlandi, Hollandi, Kan- ada og Svíþjóð, þar sem sem nýjustu tækni er beitt. Þetta ætlum við ein- mitt að gera á ráðstefnunni hér.“ Nick Day kvað rannsóknir í Hol- landi, en frá niðurstöðum þeirra verður greint innan skamms í breska læknaritinu The Lancet, benda til þess að ný tækni við greiningu brjóstakrabbameins hefði skilað a.m.k. jafn miklum árangri og þær aðferðir sem notaðar voru í New York og jafnvel meiri. Ráðstefnan „Leit að . brjósta- krabbameini" verður haldin á Hótel Loftleiðum á fimmtudag og föstu- dagsmorgun, en kl. 15 á föstudag efn- ir Krabbameinsfélagið til almenns fræðslufundar í Norræna húsinu, sem öllum er opinn, og verður þar skýrt frá niðurstöðum ráðstefnunnar, auk þess sem íslenskir og erlendir þátttakendur hennar munu flytja er- indi um krabbameinsrannsóknir. benti þeim á, þ.e. Skafta Jónsson- ar. Skafti neitaði hins vegar að fylgja ákærðu, þótt hann gæti ekki gengið þess dulinn, svo sem áður greinir, að óskað hefði verið að- stoðar Iögreglunnar vegna hans. Liður í rannsókninni hlaut að vera viðtal við Skafta, sem var kærður. Bar honum skylda að hlýða fyrir- mælum ákærðu að koma með þeim. Því neitaði Skafti og hefur viðurkennt þá neitun. Þegar af þessum ástæðum var það rétt af ákærðu að handtaka Skafta sam- kvæmt ákvæðum bæði 1. tl. og 6. tl. 61. gr. áðurgreindra laga. Á það ber þó að líta, að ákærðu virðast ekki hafa kynnt sér alveg nægjanlega ástæðurnar, sem lágu að baki útkallsins, þegar þeir hófu handtökuaðgerðir sínar, en það hefðu þeir átt að gera frekar. Samt verður að telja, að með hliðsjón af útliti dyravarðarins, er ákærðu komu 'á staðinn, viðbrögðum Skafta, er þeir komu og loks verk- sviði og valdsviði dyravarða, hafi þeim af þeim ástæðum einum ver- ið rétt að fjarlægja hann úr hús- inu. Þá var fatageymsla í sam- komuhúsi ekki æskilegur staður til að hefja yfirheyrslu í rannsókn opinbers máls, þegar þar er stadd- ur fjöldi fólks. Loks voru viðbrögð Skafta slík, er ákærðu hófu hand- tökuaðgerðir, að þeir áttu vart annars úrkosta en að ljúka þeim. Með hliðsjón af öllu framansögðu verða ákærðu því sýknaðir af því að hafa handtekið Skafta Jónsson án nægjanlegra ástæðna eða til- efnis umrætt sinn og þar með af því að hafa brotið gegn 131. gr. eða 132. gr., sbr. 138 gr. almennra hegningarlaga. Sannað er með framburði ákærðu, vitna og læknisvottorði, að Skafti Jónsson hlaut þá áverka, er í vottorðinu greinir á tímabilinu frá því hann bað um frakka sinn í fatageymslunni án árangurs uns honum var sleppt úr fangageymslu lögreglunnar. Ekki er sannað, svo éyggjandi sé, hvenær á þessum tíma þetta varð, en lang líklegast er, að það hafi gerst á tímabilinu frá því ákærðu tóku á Skafta í fatageymslunni og þar til hann var tekinn út úr lögreglubifreiðinni. Ákærðu hafa allir mótmælt því, að þeir eigi sök á áverkum Skafta og kannast ekki við, að hann geti hafa fengið þá með þeim hætti, er hann og kona hans lýsa, þ.e. að ákærði, Guðmundur, hafi ítrekað keyrt höfuð hans í gólf lögreglu- bifreiðarinnar. Þetta hefur vitniö Ásta Svavarsdóttir, sem einnig var í lögreglubifreiðinni, ekki getað borið um, og heyrði vitnið ekki um þessa ásökun Skafta, fyrr en hann kom úr fangageymslu lögreglunn- ar. Eigi liggur fyllilega ljóst fyrir í málinu með hverjum hætti Skafti hlaut áverka þá, er að framan greinir. Hann veitti mikla mót- spyrnu meðan á handtöku stóð og fullyrða ákærðu, Guðmundur og Jóhann Valbjörn, að hann hafi fallið inn á gólf lögreglubifreiðar- innar, þegar hann var settur inn í hana. Er ekki lögfull sönnun fram komin fyrir því gegn neitun ákærðu, þrátt fyrir framburð Skafta og konu hans, að ákærðu, Guðmundur og Jóhann Valbjöm, hafi af ásetningi eða gáleysi orðið valdir að áverkum hans. Gæti Skafti eins hafa hlotið þá fyrir eig- in tilverknað. Ber því að sýkna ákærðu, Guðmund og Jóhann Valbjörn, af ákæru um brot á 218. gr. eða 217. gr., sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga. Af hálfu Skafta Jónssonar hefur verið lögð fram bótakrafa á hend- ur ákærðu að fjárhæð kr. 48.850. Þar sem ákærðu eru sýknaðir í máli þessu verður samkvæmt 2. mgr. 146. gr. 1. nr. 74, 1974 ekki dæmt um bótakröfuna. Samkvæmt framansögðu ber að dæma ríkissjóð skv. 1. mgr. 140. gr. laga nr. 74,1974 til að greiða allan sakarkostnað í máli þessu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar, Jóns Oddssonar, hæstaréttarlög- manns, 18.000 krónur og skipaðs verjanda ákærðu, Jóhanns Val- björns og Sigurgeirs, Guðna Har- aldssonar, héraðsdómslögmanns, 18.000 krónur. Dómsorð: Ákærðu, Guðmundur Baldurs- son, Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson, eiga að vera sýknir af ákærunni í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar, Jóns Oddssonar, hæstaréttarlögmanns, 18.000 krónur og skipaðs verjanda ákærðu, Jóhanns Valbjörns og Sig- urgeirs, Guðna Haraldssonar, hér- aðsdómslögmanns, 18.000 krónur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.