Morgunblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 48
Optó ötl fímmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld
AUSTURSTRÆTI 22.
(INNSTRÆTI).
SIMI 11340.
Opió alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI22,
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Kókómjólk, Jógi og Mangó-Sopi:
Framsókn undirbýr
frumvarp til laga
— til framlagningar, ef ekki tekst að snúa fjármálaráðherra
ÞINGMENN úr Framsóknarflokki
hafa í undirbúningi, samkvæml
heimildum Mbl., að leggja fram á
Alþingi frumvarp til laga þess efnis,
að drykkirnir kakómjólk, Jógi og
Mangó-Sopi verði undanþegnir 17%
vönigjaldi og 23,5% söluskatti.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins tók ekki afstöðu til beiðnar
landbúnaðarráðherra, Jóns Helga-
sonar, um yfirlýsingu sjálfstæð-
ismanna um gjaldtökuna í gær.
Formaður þingflokksins, Ólafur
G. Einarsson, sagði í viðtali við
blm. Mbl. eftir fundinn, að hann
hefði tilkynnt þingflokknum er-
indi landbúnaðarráðherra, en ekki
hefði verið tími til að fjalla um
málið.
Mikil ólga er í stjórnarherbúð-
'Junum vegna þessa máls. Fjár-
málaráðherra lýsti því yfir á Al-
þingi í gær, að hann myndi ekki
Landhelgisnefnd:
Fegurðardrottningar 1984
Fegurðardrottning íslands og fegurðardrottning Keykjavíkur verða
krýndar í veitingahúsinu Broadway í næsta mánuði. Dómnefnd hefur
valið tíu stúlkur til að taka þátt í úrslitakeppninni og tók Friðþjófur þessa
mynd af þeim fyrir utan Hótel Loftleiðir í gær. Þær eru í efri röð frá
vinstri: Heiðdís Jónsdóttir, Akureyri, Magðalena Ósk Einarsdóttir,
Reykjavík, Jóhanna Sveinjónsdóttir, Keykjavík, Berglind Johansen,
Reykiavík, Guðrún Reynisdóttir, Keflavík, Sólvcig Þórisdóttir, Reykja-
vík. I neðri röð eru frá vinstri talið: Herdís Óskarsdóttir, Reykjavík,
Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Reykjavík, Elva Ösk Ólafsdóttir, Vest-
mannaeyjum og Guðný Benediktsdóttir, Reykjavík.
Landhelgisnefndin mælir með
því að þegar verði gengið til þyrlu-
kaupa fyrir Landhelgisgæzluna,
og að þyrla verði leigð nú þegar ef
ný þyrla er ekki tilbúin til af-
greiðslu, en ekki er tekin afstaða
til þyrlutegundar. Hins vegar hef-
ur starfshópur Landhelgisgæzl-
unnar í málinu, þar sem m.a. eru
þyrluflugmenn og flugvélaverk-
fræðingur, lagt til að veitt verði
heimild til samninga um þyrlur af
franskri gerð, Dolphin.
„Landhelgisnefnd telur eitt
meginatriðið í nauðsyn þess að
þyrla komi strax, sé öryggisatriði
sem varði sífellda þjálfun flug-
manna og öryggisatriði fyrir sjó-
menn og aðra,“ sagði Valdimar
Indriðason, alþingismaður í sam-
tali við blm. Mbl., en hann á sæti í
Landhelgisnefnd. „Þá leggur
nefndin til,“ sagði Valdimar, „að
aðstaða til þyrlurekstrar verði
stórbætt hjá Landhelgisgæzl-
unni.“
Sjúklíngur styttur um
sex og hálfan sentimetra
SJÚKLINGUR var styttur um sex
og hálfan sentimetra á bæklunar-
deild Landspítalans á síðasta ári
og er þetta fyrsta slíka aðgerðin
sem gerð er hér á landi.
Tekið var af lærleggjum viðkom-
andi og þeir styttir um sex og hálf-
an sentimetra. Þetta var gert eftir
að nákvæmir útreikningar höfðu
farið fram til þess að ekki yrði
ósamræmi milli búks, handleggja
og fótleggja.
Til þess að slík aðgerð sem
þessi sé gerð þarf fólk að vera
mjög hávaxið, karlar yfir tvo
metra en konur í það minnsta
180 sentimetrar. Önnur forsenda
fyrir slíkri aðgerð er að sá sem
eftir henni leitar sé ungur að ár-
um en þó fullvaxinn. Aðgerð sem
þessi er ekki gerð nema læknir
þykist þess fullviss að viðkom-
andi þurfi nauðsynlega á henni
að halda vegna sálrænna erfið-
I fyrsta skipti sem slík
aðgerð er gerð á íslandi
leika sem hæðin baki viðkom-
andi. >
í því tilviki sem hér um ræðir
var þetta allt fyrir hendi. Að
sögn Jóhanns Guðmundssonar,
læknis við Bæklunardeildina,
tekur það árið að jafna sig eftir
slíka aðgerð. Það tekur lærbein í
það minnsta þrjá til fjóra mán-
uði að gróa. Síðan tekur það
langan tíma að þjálfa fólk upp
til þess að það nái á ný fullum
vöðvastyrk. Sjúklingurinn, sem
hér hefur verið minnst á, hefur
allt undanfarið ár verið í sjúkra-
þjálfun en hefur nú náð sér full-
komlega og er að sögn læknisins
ánægður með lífið. Þeir sálrænu
erfiðleikar sem hæðin bakaði
honum eru nú að baki. Læknir-
inn gat þess að talsverð áhætta
fylgdi beinaaðgerðum, þar sem
hætta gæti verið á sýkingu.
Hann gat þess einnig að það
væri daglegt brauð að útlimir
væru lengdir eða styttir á bækl-
unardeild Landspítalans en þá
eru ástæðurnar aðrar. Venjulega
sjúkdómar, slys, meðfædd bækl-
un, sýking o.fl.
Væri um vaxandi einstakling
að ræða væri ofiast gripið til
þess ráðs að stöðva vöxt lengri
útlimsins um tíma, þá er vaxt-
arlínum beinsins lokað, venju-
lega um hné. Ýmislegt þarf að
taka með í reikninginn þegar
slík aðgerð er gerð, svo sem kyn,
aldur og fleira.
Sé um fullvaxinn einstakling
að ræða er venjulega gerð beina-
aðgerð til að jafna lengd útlima.
Það er miklu stærri aðgerð. Þá
er útlimur lengdur eða styttur
eftir atvikum. Sú aðgerð er svip-
uð þeirri sem gerð var til að
stytta sjúklinginn sem getið var
um fyrr. Þá eru beinin söguð
sundur, venjulega á sköflungi
eða lærlegg, stytt eða lengd og
spengd saman að því loknu.
Læknirinn tók það fram að að-
gerðir til að stytta fólk væru
sjaldgæfar, ekki bara hér heldur
alls staðar í heiminum. Þó
tæknilega væri þetta ekki mikið
mál þá settu læknar fyrir sig
áhættu sem þessu fylgdi, svo
ástæðurnar þyrftu að vera ærn-
ar, eins og fyrr greindi.
Ný þyrla verði
keypt nú þegar
LANDHELGISNEFND, sem skipuð er fjórum alþingismönnum og einum
skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, hefur komist að niðurstöðu í sambandi
við fyrirhuguð þyrlukaup til Landhelgisgæzlunnar.
hvika frá þeirri ákvörðun sinni að
greidd yrðu gjöld af þessum vör-
um Mjólkurbús Flóamanna á með-
an lög segðu svo til um. Fram-
sóknarmenn knýja á um að fjár-
málaráðherra nýti heimildir til
undanþága og eins og að framan
greinir undirbúa þeir framlagn-
ingu lagafrumvarps, ef ekki tekst
að snúa fjármálaráðherra með eða
án aðstoðar þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins.
Guðlaugur
lengdist
um 2Vz sm
á sundinu
„ÞAÐ ER rétt Ég virðist hafa
lengst á þessu langa sundi til
Heimaeyjar, því ég er nú 2Vi sm
lengri en ég var, þegar ég var
síðast mældur, í haust sem leið,“
sagði Guðlaugur Friðþórsson,
stýrimaður frá Vestmannaeyjum,
í samtali við Mbl., en hér er um
að ræða eitt enn óskýranlega at-
riðið, er Guðlaugur vann það af-
rek aö synda um sex km í sex
gráðu heitum sjó og frosti í lofti,
eftir Helliseyjarslysið 11. marz
sl.
Guðlaugur sagðist ekki hafa
áttað sig á þessu fyrst, þótt
ýmsir hefðu haft á orði að
hann virtist hafa stækkað. Það
kom svo í ljós við hæðarmæl-
ingu á sjúkrahúsinu i Eyjum,
en tveir íslenzkir vísindamenn,
sem rætt hafa við Guðlaug,
hafa enga skýringu á þessu
fyrirbæri. Þess má geta að
Guðlaugur er yfir 190 sm á
hæð. Hann léttist fyrstu vik-
una eftir slysið, en kveðst hafa
náð fyrri þyngd sinni á ný.
Stefnir í verk-
fall flugfreyja
FIINDI ríkissáttasemjara mcð flug-
freyjum lauk án árangurs kl. 23 í
gærkvöldi.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar
ríkissáttasemjara er nýr fundur
boðaður kl. 16 í dag, en eins og mál-
in stóðu í lok fundar í gærkvöldi
stefnir í verkfall flugfreyja á DC-
8-63 á Norður-Atlantshafsflugleið-
inni, sem boðað hefur verið á mið-
nætti